Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 44
Marni hannar fyrir vorlínu H&M 2012. Þetta var tilkynnt í vikunni, en áður hafa hátískuhönnuðirnir Sonia Rykiel og Donatella Versace hannað línu fyrir fyrirtækið við góðan orðstír. „Það hefur ekki verið til gott efni til kennslu í fatasaumi á íslensku áður, fyrir utan þýddar bækur. Þetta er fyrsta íslenska sauma- handbókin,“ útskýrir Ásdís Jóels- dóttir, textíl- og framhaldsskóla- kennari en hún hefur sett saman 192 blaðsíðna leiðbeiningabók í fatasaum. Í bókinni fer Ásdís yfir ferlið allt frá því að hugmyndin að því að sauma flík kviknar og þar til búið er að ganga frá henni. Ásdís teikn- ar sjálf allar útskýringamyndir í bókinni. „Ég lagði mikið í að textinn væri hnitmiðaður, jarðbundinn og skýr en ég vildi hafa bókina tíma- lausa,“ segir Ásdís. „Myndirnar gefa bókinni heimilislegt yfir- bragð og einnig er hún bundin inn með gormi svo hægt er að leggja hana flata. Ég útset bókina eins og ég myndi vilja kenna að sauma. Stærsti kaflinn er um saumtækni- aðferðir en einnig fer ég yfir sögu tískunnar og í hugmyndavinnu í fatagerð. Þá fer ég yfir hvernig taka á mál og hvernig taka á upp snið, breyta þeim eftir persónuleg- um málum og leggja snið á efni.“ Ásdís byggir á langri reynslu í kennslu en hún hefur kennt fata- saum bæði á námskeiðum og í framhaldsskólum í 26 ár. Hún segir mikið ferli fylgja því að sauma flík en aftast í bókinni er að finna vinnuferli við saumavinnu á ýmsum algengum flíkum þar sem vísað er í útskýringar framar í bókinni. „Oft er erfitt fyrir byrjendur að átta sig á því á hverju á að byrja og röðinni á því að setja saman flík. Það er ekki hægt að rekja upp og byrja upp á nýtt eins og þegar verið er að prjóna,“ útskýrir Ásdís. Bókin er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Hag- þenki og Fræðslumiðstöð atvinnu- lífsins og hafði Ásdís gengið með hugmyndina að bókinni í magan- um lengi. Hún er þó ekki ókunn bókaútgáfu því fyrir liggja eftir hana bækurnar Tíska aldanna og Saga fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi, auk þess sem Ásdís hefur þýtt erlendar saumahandbækur. Hún segir þó tilfinnanlega hafa vantað íslenska saumahandbók. „Það er mikill áhugi á fatasaum á Íslandi og mikilvægt að hafa kennsluefni á íslensku.“ heida@frettabladid.is Íslensk handbók um sauma Fatasaumur, saumtækni í máli og myndum fyrir byrjendur og lengra komna, er heiti nýrrar bókar eftir Ásdísi Jóelsdóttur, textíl- og framhaldsskólakennara. Bókin kom glóðvolg úr prentsmiðjunni í gær. Í bókinni fer Ásdís yfir ferlið allt frá því að hugmynd að því að sauma flík kviknar og þar til búið er að ganga frá henni. Ásdís Jóelsdóttir, textíl- og framhaldsskólakennari, hefur sett saman fyrstu íslensku saumahandbókina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Stærsti kaflinn í bókinni er um saum- tækniaðferðir. alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.