Fréttablaðið - 01.12.2011, Side 44

Fréttablaðið - 01.12.2011, Side 44
Marni hannar fyrir vorlínu H&M 2012. Þetta var tilkynnt í vikunni, en áður hafa hátískuhönnuðirnir Sonia Rykiel og Donatella Versace hannað línu fyrir fyrirtækið við góðan orðstír. „Það hefur ekki verið til gott efni til kennslu í fatasaumi á íslensku áður, fyrir utan þýddar bækur. Þetta er fyrsta íslenska sauma- handbókin,“ útskýrir Ásdís Jóels- dóttir, textíl- og framhaldsskóla- kennari en hún hefur sett saman 192 blaðsíðna leiðbeiningabók í fatasaum. Í bókinni fer Ásdís yfir ferlið allt frá því að hugmyndin að því að sauma flík kviknar og þar til búið er að ganga frá henni. Ásdís teikn- ar sjálf allar útskýringamyndir í bókinni. „Ég lagði mikið í að textinn væri hnitmiðaður, jarðbundinn og skýr en ég vildi hafa bókina tíma- lausa,“ segir Ásdís. „Myndirnar gefa bókinni heimilislegt yfir- bragð og einnig er hún bundin inn með gormi svo hægt er að leggja hana flata. Ég útset bókina eins og ég myndi vilja kenna að sauma. Stærsti kaflinn er um saumtækni- aðferðir en einnig fer ég yfir sögu tískunnar og í hugmyndavinnu í fatagerð. Þá fer ég yfir hvernig taka á mál og hvernig taka á upp snið, breyta þeim eftir persónuleg- um málum og leggja snið á efni.“ Ásdís byggir á langri reynslu í kennslu en hún hefur kennt fata- saum bæði á námskeiðum og í framhaldsskólum í 26 ár. Hún segir mikið ferli fylgja því að sauma flík en aftast í bókinni er að finna vinnuferli við saumavinnu á ýmsum algengum flíkum þar sem vísað er í útskýringar framar í bókinni. „Oft er erfitt fyrir byrjendur að átta sig á því á hverju á að byrja og röðinni á því að setja saman flík. Það er ekki hægt að rekja upp og byrja upp á nýtt eins og þegar verið er að prjóna,“ útskýrir Ásdís. Bókin er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Hag- þenki og Fræðslumiðstöð atvinnu- lífsins og hafði Ásdís gengið með hugmyndina að bókinni í magan- um lengi. Hún er þó ekki ókunn bókaútgáfu því fyrir liggja eftir hana bækurnar Tíska aldanna og Saga fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi, auk þess sem Ásdís hefur þýtt erlendar saumahandbækur. Hún segir þó tilfinnanlega hafa vantað íslenska saumahandbók. „Það er mikill áhugi á fatasaum á Íslandi og mikilvægt að hafa kennsluefni á íslensku.“ heida@frettabladid.is Íslensk handbók um sauma Fatasaumur, saumtækni í máli og myndum fyrir byrjendur og lengra komna, er heiti nýrrar bókar eftir Ásdísi Jóelsdóttur, textíl- og framhaldsskólakennara. Bókin kom glóðvolg úr prentsmiðjunni í gær. Í bókinni fer Ásdís yfir ferlið allt frá því að hugmynd að því að sauma flík kviknar og þar til búið er að ganga frá henni. Ásdís Jóelsdóttir, textíl- og framhaldsskólakennari, hefur sett saman fyrstu íslensku saumahandbókina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Stærsti kaflinn í bókinni er um saum- tækniaðferðir. alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.