Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 69
FIMMTUDAGUR 1. desember 2011 57 JÓL Í BRÚÐUHEIMUM BORGARNESI Sími 530 5000 www.bruduheimar.is Sýningar allar helgar fram að jólum Heitt súkkulaði og piparkökumálun fyrir börnin! „Ég sá Hreinsun í Borgarleikhúsinu um daginn. Ég hafði lesið bókina áður og oft vill maður þá ekki sjá verkið í öðru formi, en ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Verkið er mikilvægt fyrir alla þá sem vilja skilja stöðu Eystrasaltsríkjanna eins og hún er í dag, menningin þar blómstrar en oft fáum við vestan megin ekki að sjá það sem gerist fyrir menningarmúrnum sem tók í raun og veru við af járn- tjaldinu. Þess vegna er hollt fyrir okkur þegar sögurnar skila sér til okkar í skáldsagnaforminu. Ég mæli með því að allir sjái þetta frábæra verk.“ Gott í leikhúsi: Kolfinna Baldvinsdóttir fjölmiðlakona Öllum hollt að sjá HreinsunÚtgáfutónleikar Grafíkur verða haldnir í Austurbæ í kvöld í tilefni af nýrri safnplötu með bestu lögum hljómsveitarinnar og nýrri heimildarmynd. Fyrsta lag Grafíkur í langan tíma, Bláir fuglar, fylgir með á plötunni sem er gefin út vegna þrjá- tíu ára afmælis sveitarinnar. Það er í öðru sæti á vinsældarlista Rásar 2, sína aðra viku á lista. Þegar Grafík sló fyrst í gegn árið 1984 átti hún lög á borð við Þúsund sinnum segðu já og Húsið og ég á topp tíu á sömu stöð. Bláir fuglar var samið rétt fyrir andlát trommu- leikarans Rafns Jónssonar af þeim Helga Björns- syni, Rúnari Þórissyni og Rafni. Textinn er eftir Helga og var saminn á þilfari Norrænu á leið til Færeyja þar sem bláir fuglar sveimuðu yfir haf- fletinum. Fjallar hann um það hvernig það er að upplifa missi og söknuð. Á tónleikunum í kvöld munu vinsælustu lög Graf- íkur hljóma, sungin af þeim Helga Björnssyni og Andreu Gylfadóttur. Útgáfutónleikar Grafíkur í kvöld Á ÆFINGU Hljómsveitin Grafík, með Helga Björnsson og Andreu Gylfadóttir í fararbroddi, á æfingu fyrir útgáfu- tónleikana. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 20.00 Bókasafnið í Hveragerði og Listasafn Árnesinga bjóða upp á lestur vel valdra rithöfunda úr nýjum bókum sínum í Listasafninu. Auk þeirra mun Irena Silva Roe leika á fiðlu. Aðgangur ókeypis. ➜ Heimildarmyndir 17.00 Konfúsíusarstofnunin Norður- ljós sýnir heimildarmyndina Lifandi kínversk heimspeki eftir Roger T. Ames og Malcolm Cone í stofu 101 í Odda. Aðgangur ókeypis. ➜ Hönnun og tíska 19.00 Verslunin Spúútnik á Laugavegi heldur vetrarpartí. Hljómsveitin Fallegir menn og plötusnúðurinn Housekell spila eldhressa tóna á meðan gestir geta skoðað nýjar og glæsilegar vörur. ➜ Uppákomur 18.00 Aðventustund í Listagalleríi Þóru á Hvirfli í Mosfellsdal. Huginn Þór Grétarsson frá bókaútgáfunni Óðin- sauga kynnir nýjar bækur frá útgáfunni. Bjarki Bjarnason les úr gömlum bókum, myndverk til sýnis eftir Svanfríði Sigur- þórsdóttur og Birgir Haraldsson, söngv- ari úr Gildrunni, syngur. Allir velkomnir. ➜ Dans 20.00 Dansverkið Á, eftir Valgerði Rúnarsdóttur, verður frumsýnt í Norður- pólnum. Dansarar eru þær Snædís Lilja Ingadóttir, Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir. Miðaverð er kr. 1.800. ➜ Tónlist 21.00 Hljómsveitin Vicky fagnar útgáfu plötu sinnar með hlustunarpartýi á Bar 11. Matti af Rás 2 þeytir skífum fyrir og eftir atburðinn. Aðgangur ókeypis. 21.00 Dj Margeir þeytir skífum af mik- illi snilld á HúsDjús kvöldi Kaffibarsins. 22.00 Dj Pilsner þeytir skífum á Bakk- usi. ➜ Samkoma 15.00 Hugvísindasvið Háskóla Íslands veitir þremur fræðimönnum heiðursdoktorsnafnbót við hátíðlega athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands. Afhöfnin er öllum opin. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.