Fréttablaðið - 01.12.2011, Side 69

Fréttablaðið - 01.12.2011, Side 69
FIMMTUDAGUR 1. desember 2011 57 JÓL Í BRÚÐUHEIMUM BORGARNESI Sími 530 5000 www.bruduheimar.is Sýningar allar helgar fram að jólum Heitt súkkulaði og piparkökumálun fyrir börnin! „Ég sá Hreinsun í Borgarleikhúsinu um daginn. Ég hafði lesið bókina áður og oft vill maður þá ekki sjá verkið í öðru formi, en ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Verkið er mikilvægt fyrir alla þá sem vilja skilja stöðu Eystrasaltsríkjanna eins og hún er í dag, menningin þar blómstrar en oft fáum við vestan megin ekki að sjá það sem gerist fyrir menningarmúrnum sem tók í raun og veru við af járn- tjaldinu. Þess vegna er hollt fyrir okkur þegar sögurnar skila sér til okkar í skáldsagnaforminu. Ég mæli með því að allir sjái þetta frábæra verk.“ Gott í leikhúsi: Kolfinna Baldvinsdóttir fjölmiðlakona Öllum hollt að sjá HreinsunÚtgáfutónleikar Grafíkur verða haldnir í Austurbæ í kvöld í tilefni af nýrri safnplötu með bestu lögum hljómsveitarinnar og nýrri heimildarmynd. Fyrsta lag Grafíkur í langan tíma, Bláir fuglar, fylgir með á plötunni sem er gefin út vegna þrjá- tíu ára afmælis sveitarinnar. Það er í öðru sæti á vinsældarlista Rásar 2, sína aðra viku á lista. Þegar Grafík sló fyrst í gegn árið 1984 átti hún lög á borð við Þúsund sinnum segðu já og Húsið og ég á topp tíu á sömu stöð. Bláir fuglar var samið rétt fyrir andlát trommu- leikarans Rafns Jónssonar af þeim Helga Björns- syni, Rúnari Þórissyni og Rafni. Textinn er eftir Helga og var saminn á þilfari Norrænu á leið til Færeyja þar sem bláir fuglar sveimuðu yfir haf- fletinum. Fjallar hann um það hvernig það er að upplifa missi og söknuð. Á tónleikunum í kvöld munu vinsælustu lög Graf- íkur hljóma, sungin af þeim Helga Björnssyni og Andreu Gylfadóttur. Útgáfutónleikar Grafíkur í kvöld Á ÆFINGU Hljómsveitin Grafík, með Helga Björnsson og Andreu Gylfadóttir í fararbroddi, á æfingu fyrir útgáfu- tónleikana. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 20.00 Bókasafnið í Hveragerði og Listasafn Árnesinga bjóða upp á lestur vel valdra rithöfunda úr nýjum bókum sínum í Listasafninu. Auk þeirra mun Irena Silva Roe leika á fiðlu. Aðgangur ókeypis. ➜ Heimildarmyndir 17.00 Konfúsíusarstofnunin Norður- ljós sýnir heimildarmyndina Lifandi kínversk heimspeki eftir Roger T. Ames og Malcolm Cone í stofu 101 í Odda. Aðgangur ókeypis. ➜ Hönnun og tíska 19.00 Verslunin Spúútnik á Laugavegi heldur vetrarpartí. Hljómsveitin Fallegir menn og plötusnúðurinn Housekell spila eldhressa tóna á meðan gestir geta skoðað nýjar og glæsilegar vörur. ➜ Uppákomur 18.00 Aðventustund í Listagalleríi Þóru á Hvirfli í Mosfellsdal. Huginn Þór Grétarsson frá bókaútgáfunni Óðin- sauga kynnir nýjar bækur frá útgáfunni. Bjarki Bjarnason les úr gömlum bókum, myndverk til sýnis eftir Svanfríði Sigur- þórsdóttur og Birgir Haraldsson, söngv- ari úr Gildrunni, syngur. Allir velkomnir. ➜ Dans 20.00 Dansverkið Á, eftir Valgerði Rúnarsdóttur, verður frumsýnt í Norður- pólnum. Dansarar eru þær Snædís Lilja Ingadóttir, Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir. Miðaverð er kr. 1.800. ➜ Tónlist 21.00 Hljómsveitin Vicky fagnar útgáfu plötu sinnar með hlustunarpartýi á Bar 11. Matti af Rás 2 þeytir skífum fyrir og eftir atburðinn. Aðgangur ókeypis. 21.00 Dj Margeir þeytir skífum af mik- illi snilld á HúsDjús kvöldi Kaffibarsins. 22.00 Dj Pilsner þeytir skífum á Bakk- usi. ➜ Samkoma 15.00 Hugvísindasvið Háskóla Íslands veitir þremur fræðimönnum heiðursdoktorsnafnbót við hátíðlega athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands. Afhöfnin er öllum opin. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.