Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 46
EGG OG REYKTUR MAKRÍLL
Á KARRÝBEÐI:
5 harðsoðin egg
1 flak reyktur makríll
Karrýsósa:
1 msk. gott karrý, ristað á pönnu og
kælt.
100 g majones og 100 g sýrður rjómi,
hrært vel saman. Karrýinu blandað
saman við ásamt 1 tsk. HP sósu og 1 tsk.
Worchester sósu, salti
og pipar eftir smekk. Þynnt með 1 msk.
eplaediki eða síldarlegi.
Einnig má setja ½ tsk. turmerik saman
við til þess að fá fallegan gulan lit á
sósuna.
Sósan er sett á fat, harðsoðnu eggin
eru skorin langsum til helminga og
þeim raðað ofan á sósuna. Lítill biti
af makríl er lagður ofan á hvern
eggjahelming. Skreytt með fersku
dilli.
JÓLASMURBRAUÐ:
1 maltbrauðsneið, smurð með smjöri
4 sneiðar af kaldri purusteik eða
svínasteik, grænt salatblað
1 msk. rauðkál
5 lauf ferskt spínat
nokkrar sneiðar súrar agúrkur
1 tómatbátur
1 lauf ferskja, niðursoðin
1 sveskja
2 appelsínusneiðar
2 agúrkusneiðar
1 grein steinselja, til skrauts
Setjið salatblaðið ofan á smurða
brauðsneiðina og raðið steikinni
þar næst. Blandið saman rauðkáli
og spínati og setjið á miðja brauð-
sneiðina. Þá er restinni raðað fallega
á brauðsneiðina (sjá mynd).
RAUÐKÁL:
1 og ½ kg ferskt rauðkál
1 og ½ dl rauðvínsedik
2 dl Ribena-saft
150 g sykur
1 dl vatn
2 kanilstangir
2 stjörnuanís
Rauðkálið er skorið í fína strimla og
sett í pott ásamt öllu hráefninu og
látið sjóða í u.þ.b. hálftíma, hrærið í
af og til. Lækkið hitann og látið malla
áfram í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til
rauðkálið er mátulega mjúkt.
Grænn djús á dag kemur heilsunni í lag. Það er um að gera að skella í sig
grænum djús í jólamánuðinum til að vinna á móti feitmeti og sætindum sem
leita í auknum mæli á diskana í desember. Djús úr grænum eplum, agúrku,
spínati, límónu, hunangi og engifer er afbragð.
„Aðventan er mjög skemmtilegur
og annasamur tími,“ segir Mar-
entza Poulsen þar sem hún er í
miðju kafi að undirbúa jólahlað-
borð fyrir Hótel Natura. Hún
hefur haldið utan um það jóla-
hlaðborð allt frá 1994 enda ber
það öll hennar einkennismerki en
Marentza er þekkt smurbrauðs-
jómfrú. „Við leggjum áherslu á að
fólk gefi sér góðan tíma og fari
allt upp í sex ferðir til að geta
smakkað allt,“ segir Marentza og
tekur fram að ekki sé tvísetið á
Hótel Natura og því geti fólk slak-
að vel á.
Marentza hefur í nógu að snú-
ast því um síðustu helgi opnaði
hún Kaffi Flóru í Grasagarðin-
um. „Þar verður opið allar helg-
ar í desember frá 12 til 18,“ segir
hún og lofar sannkölluðu jóla-
ævintýri. „Húsið er allt skreytt
ljósum og sumir líkja því við að
koma í Tívolí,“ segir hún glað-
lega en í Flóru getur fólk meðal
annars gætt sér á volgri lifrar-
kæfu með beikoni og heimabök-
uðu brauði ásamt öðru jólalegu
smurðu brauði. „Síðan brennum
við möndlur sem gefur afar jóla-
legan ilm.“
Marentza útbjó fyrir lesend-
ur nokkra rétti sem gaman er að
gæða sér á um jólin.
solveig@frettabladid.is
Skemmtilegur og annasamur tími
Marentza Poulsen hefur um margt að hugsa á aðventunni. Hún skipuleggur jólahlaðborð á Hótel Natura og hefur opnað Kaffi Flóru í Grasagarðinum þar sem mun ríkja
jólaævintýri allar helgar í desember. Hún gaf sér þó tíma til að útbúa nokkra jólalega rétti fyrir lesendur Fréttablaðsins.
Marentza segir tilvalið að útbúa skemmtilegt smurbrauð fyrir veislugesti um jólin. Þá megi einnig nýta afganga frá jólunum til að
útbúa afar girnilegar smurbrauðsneiðar. FRÉTTALBAÐIÐ/ANTON