Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 42
42 1. desember 2011 FIMMTUDAGUR Nú er tími til að gefa ...og líka þiggja. Skráðu þig á americanexpress.is og fáðu tvöfalda Vildarpunkta Icelandair af allri veltu til 15. desember! Jólabónus Icelandair American Express® Þema alnæmisdagsins 2011 er Náum núllpunkti (Getting to Zero). Það eru samtökin The World AIDS Campaign sem ákvarða þema alnæmisdagsins og í ár beina þau sjónum sínum að útrým- ingu dauðsfalla af völdum alnæmis og þannig þrýsta þau á stjórnvöld um víða veröld að auka aðgengi að meðferð. Af 33,3 milljónum HIV- smitaðra í heiminum í dag er talið að 15 milljónir þurfi á ævilangri meðferð að halda. Aðeins þriðjung- ur þeirra á kost á meðferð. Megin- markmið samtakanna eru engin nýsmit af HIV, engir fordómar gagnvart HIV-smituðum og engin dauðsföll af völdum alnæmis. Til að ná þessum markmiðum er sett fram eftirfarandi áætlun í 10 liðum fram til ársins 2015: ● Smiti gegnum kynmök fækki um helming og einkum er lögð áhersla á ungt fólk, samkynhneigða og þá sem stunda vændi. ● Smit frá móður til barns við fæð- ingu verði úr sögunni og dauðsföll- um mæðra vegna alnæmis, fækki um helming. ● Nýsmit vegna fíkniefnaneyslu verði úr sögunni. ● Alþjóðlegt aðgengi að veirulyfj- um fyrir HIV-smitaða sem þurfa á þeim að halda. ● Dauðsföllum af völdum berkla meðal HIV-smitaðra fækki um helming. ● HIV-smituðum og aðstandend- um þeirra verði tryggð með lögum félagsleg réttindi og aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og stuðningi. ● Löndum sem hafa ströng hegn- ingarákvæði vegna HIV-smits, vændis, fíkniefnaneyslu eða sam- kynhneigðar sem koma í veg fyrir nauðsynlega þjónustu, verði fækk- að um helming. ● Löndum sem hafa HIV-tengdar hömlur á komu, landvistarleyfi og búsetu, verði fækkað um helming. ● Sérstakar þarfir HIV-smitaðra kvenna og stúlkna verði virtar. ● Kynbundið ofbeldi verði ekki liðið. World AIDS Campaign leggur til að í hverju landi fyrir sig verði einn eða fleiri þessara punkta árlega settir í brennidepil þann- ig að öllum markmiðum verði náð 2015. Hver er staðan á Íslandi? Fyrsta tilfelli HIV-sýkingar var greint á Íslandi árið 1983. Fram til ársloka 2010 hafa alls 257 einstak- lingar á Íslandi greinst. Dauðs- föll af völdum alnæmis eru 38 frá upphafi en 66 einstaklingar hafa greinst með alnæmi. Það sem af er þessu ári hafa 20 einstaklingar greinst til viðbótar með HIV. Bætt HIV-lyfjameðferð og gott aðgengi smitaðra einstaklinga að þjónustu hefur gjörbreytt lífslíkum þeirra. Barnshafandi HIV smitaðar konur fá viðeigandi lyfjameðferð á með- göngu. Barnið fær lyfjameðferð fyrstu vikur ævi sinnar og ekkert þessara barna er smitað af HIV. Á Íslandi hefur einstaklingum með nýtt HIV-smit fjölgað sein- ustu ár og mesta fjölgunin er í hópi þeirra sem sprauta sig með fíkni- efnum. Af þeim 20 einstaklingum sem hafa greinst með HIV-smit það sem af er þessu ári hafa 13 smitast við notkun fíkniefna. Enn eru fordómar gagnvart HIV-smituðum. Fæstir þeirra þora að segja frá smitinu af ótta við fordóma meðal vinnufélaga, fjölskyldu og vina. Fyrir utan álag sem fylgir því að greinast með langvinnan sjúkdóm, valda fordómar mikilli byrði fyrir hinn smitaða. Samtökin HIV Ísland hafa unnið mikið forvarnarstarf síðustu 23 ár með fræðslu og öflugri baráttu gegn fordómum og staðið fyrir umfangsmiklu fræðslustarfi í grunnskólum landsins seinustu 10 árin. HIV Ísland og Göngu- deild smitsjúkdóma á Landspítala hafa staðið fyrir fræðslu fyrir meðferðar stofnanir og fangelsi. Á Göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala er boðið upp á lyfja- eftirfylgd og stuðning fyrir þá HIV-smitaða sem eru í neyslu eða eru að koma sér úr neyslu. Þar er einnig boðið upp á ráðgjöf fyrir þá sem óska eftir HIV-prófi. Bæði ráðgjöfin og blóðprufan er einstaklingnum að kostnaðar- lausu. Starfsmenn verkefnisins Frú Ragnheiðar á vegum Reykja- víkurdeildar Rauða Kross Íslands hafa unnið mikið forvarnarstarf í Reykjavík með dreifingu ókeypis nála og sprauta auk fræðslustarfs. Aðgengi að hreinum nálum og sprautum þarf að vera til staðar allan sólarhringinn, alla daga en slíku er ekki til að dreifa í dag. Ekki má gleyma að HIV er kyn- sjúkdómur og því er nauðsynlegt að auka aðgengi að smokkum. Í dag eru smokkar lúxusvara með álögur í Ríkissjóð í samræmi við það. Í allri þeirri umræðu sem hefur verið undanfarin misseri um HIV- smit meðal fíkniefnaneytenda á Íslandi verður að hafa hugfast, að flestir með HIV-smit hérlendis hafa ekki smitast vegna fíkniefna- neyslu heldur með kyn mökum. Flestir þeirra stunda vinnu og lifa lífinu á sama hátt og sá sem er ósmitaður. Það er ábyrgð okkar allra í samvinnu við heilbrigðis yfirvöld á Íslandi að vinna að því að ná markmiðum The World AIDS Campaign fyrir árið 2015! Í þema alnæmisdagsins 2011 endurspegl- ast bjartari framtíðarsýn en áður fyrir alþjóðasamfélagið, bæði gagnvart HIV-smituðum og for- vörnum gegn HIV-smiti. Hverj- um hefði dottið í hug í árdaga faraldurs ins að það væri raunhæft markmið að komast á núllpunkt? Náum núllpunkti! Vorið 1991 afhenti Björk Guð-mundsdóttir þáverandi mennta- málaráðherra, Svavari Gestssyni, kröfu fyrir hönd íslenskra tónlist- armanna um að jafnræðis skyldi gætt milli listgreina í nýjum lögum um virðisaukaskatt. Nýkynnt stefna ríkisstjórnar var nefnilega á þann veg að allar listgreinar skyldu undan þegnar virðisauka- skatti – nema hryntónlist og tónlist á geisladiskum. Þetta skóp mikinn samkeppnishalla, ekki síst milli útgefenda vsk- fjálsra bóka og vsk- skyldra geisladiska og bitnaði mjög á tónlistarfólki. Eftir fimmtán ára baráttu náði SAMTÓNN, Samtök tónlistarrétthafa, þeim langþráða árangri gagnvart stjórnvöldum árið 2007 að geisladiskar og bækur skyldu loks færðar í sama virðis- aukaskattþrep, 7% , en bækur höfðu þá um allangt skeið borið 14% og tónlist 24,5%. Eftir sat hins vegar tónlist í rafrænu formi sem enn bar 24,5% virðiskaukaskatt – og sama gilti um rafbækur. Þökk sé efnahags- og skatta- nefnd undir forystu Helga Hjörvar að leiðrétting þessa átti sér nýverið stað. Þetta fór ekki hátt en Dagur íslenskrar tónlistar er kjörinn til að vekja athygli á þessari réttmætu og langþráðu leiðréttingu. Tuttugu ára baráttu tónlistafólks og útgefenda fyrir þessu sjálfsagða og brýna jafnréttismáli er hérmeð lokið. Aukinn skilningur á gildi stéttarinnar og framlagi hennar til samfélagsins speglast í ákvörðun efnahags- og skattanefndar. Henni skulu færðar bestu þakkir. Þakkir Ég vil byrja á því að þakka þér ágæti borgarstjóri fyrir mál- efnalega grein um leikskólamál og skorti á gullnámum undir Ráðhúsi Reykjavíkur. Allir leikskólakenn- arar sem ég þekki gera sér fulla grein fyrir því að engar gullnám- ur eru í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þeir vita hins vegar að börn eru gull- námur og hlutverk leikskólakenn- ara er að fá þau til að glóa. Ég hef nú samt ýmislegt um fullyrðing- ar þínar í annars ágætri grein að athuga. Það er rétt sem þú segir að tals- verður hiti var í leikskólakennur- um þegar sest var við samninga- borðið, vegna þess að þeir höfðu dregist verulega á eftir viðmið- unarstéttum í launum. Kröfðust leikskólakennarar þess að laun þeirra yrðu leiðrétt. Viðsemjendur okkar viðurkenndu að talsverður launamunur hafði myndast á leik- skólakennurum og viðmiðunar- stéttum en voru fyrst um sinn ekki sammála því að það ætti að leiðrétta hann núna. Eins og flest- ir vita kostaði það harða baráttu að knýja fram samkomulag um tímasetta launaleiðréttingu. Mjög snemma í samninga- ferlinu buðum við upp á þann kost að hluti launaleiðrétting- arinnar væri gerður með því að binda í kjarasamninga hið svokallaða neysluhlé. Því var alfarið hafnað af þeim aðilum sem fara með samningsumboðið fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Sú leið sem var farin er allt önnur og er vel útlistuð í fylgiskjali 3 í kjarasamningi. Það er því mjög ósmekklegt að halda því fram að vegna þess að við höfðum boðið upp á þessa leið værum við að samþykkja að þessar greiðslur yrðu teknar af leikskólakennurum í Reykjavík þegar blekið á nýgerð- um kjarasamningi væri þornað. Það kom fáum leikskólakenn- urum á óvart að Reykjavíkurborg skyldi fella niður neysluhléið, enda er það búið liggja í loftinu á hverju ári frá því 2008. Það sem kom eins og köld vatnsgusa fram- an í leikskólakennara í Reykjavík var að greiðslurnar yrðu eingöngu teknar af þeim sem eru í Félagi leikskólakennara. Með því erum við ekki að hvetja til þess að þeir sem eru í Félagi stjórnenda leik- skóla, Starfsmannafélagi Reykja- víkur, BHM eða Eflingu missi þessar greiðslur, heldur fögnum við því að þetta fólk haldi laun- unum sínum. Við mótmælum því hins vegar harðlega að sitja ekki lengur við sama borð. Það er ekki rétt sem þú segir að Reykjavík sé eina sveitar- félagið sem greiði neysluhlé því Húsavík gerir það líka. Allt tal um að það sé minna álag á leik- skólum í Reykjavík í dag en árið 2007 vísa ég til föðurhúsanna. Máli mínu til til stuðnings bendi ég á bréfið „Hvaða fiskur er í Reykjavík?“ sem ég sendi þér og öðrum ráðamönnum hjá borg- inni um afleysingarmál 24.10. sl. Hvorki þú né aðrir sáu sér fært að svara því bréfi efnislega. Bréfið var eingöngu ritað til að vekja athygli á því sem ég tók svo vel eftir þegar ég byrjaði í starfi for- manns Félags leikskólakennara. Þegar mér var ljóst að bréfinu yrði ekki svarað hafa birst viðtöl við mig um efni þess í blöðunum Fréttatímanum og Reykjavík. Ég fagna því að þú viðurkennir að bæta þurfi starfsumhverfi leik- skólakennara eins og kemur fram í niður lagi greinar þinnar. Við vitum nefnilega báðir að það að viðurkenna vandann er fyrsta skrefið. Aðeins meira af leikskólamálum Jón Alnæmi Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala Bergþóra Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur Menning Jakob Frímann Magnússon Formaður FTT, Félags tónskálda og textahöfunda Leikskólamál Haraldur F. Gíslason Formaður Félags leikskólakennara Það er ábyrgð okkar allra í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld á Íslandi að vinna að því að ná markmiðum The World AIDS Campaign fyrir árið 2015!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.