Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 40
40 1. desember 2011 FIMMTUDAGUR Sandra B. Jónsdóttir birti í Fréttablaðinu þann 23. nóvem- ber sl. sína þriðju grein þar sem hún gerir að umfjöllunarefni erfðabreyttar lífverur. Ég hef séð mig knúinn til að svara greinum Söndru vegna misskilnings sem þar hefur gætt og endurtekinna rangtúlkana á niðurstöðum vís- indagreina. Þessu kann Sandra illa og í þriðju grein sinni ber hún ekki aðeins enn og aftur á borð vafa- samar túlkanir á vísindaniðurstöð- um, samsæriskenningar og end- urtekningar á fyrri rangfærslum heldur leitast hún nú einnig við að gera andmælanda sinn tortryggi- legan í augum lesenda með því að ýja að tengslum við líftækniiðnað- inn. Varðandi ábendingar mínar segir Sandra „[h]in harkalegu við- brögð Jóns eru óþægilega lík við- brögðum vísindamanna líftækni- fyrirtækja…“. Ekki fæ ég séð hvernig þetta tengist upplýstri umræðu um erfðabreyttar lífver- ur, en lengra kemst Sandra ekki í að spyrða mig við líftæknifyrir- tæki enda eru tengslin engin og hafa aldrei verið. En í hverju voru þessi „harkalegu viðbrögð” mín fólgin? Er það harkalegt af minni hálfu að leiðrétta meinlegar villur sem birst hafa endurtekið í mál- flutningi Söndru og benda annað- hvort til vanþekkingar eða vilja til að afvegaleiða lesendur? Sandra hefur fleiri tromp uppi í erminni. Þar sem það hentar gríp- ur hún til þess ráðs að afgreiða fjölda vísindamanna sem rann- sakað hafa erfðabreyttar lífver- ur, og jafnvel opinberar stofnan- ir, sem handbendi stórfyrirtækja líftækniiðnaðarins með vísan í órökstuddar samsæriskenningar. Þannig verður Matvælaöryggis- stofnun Evrópu (EFSA) að stofn- un „þar sem áróðursmenn erfða- tækni ráða lögum og lofum“. Þetta er eins og margt í málflutningi Söndru ekki stutt rökum. Varðandi tilvísanir Söndru í vísindaniðurstöður þá hefur hún í fyrri greinum sínum eingöngu kynnt niðurstöður greina sem samræmast skoðunum hennar og þannig orðið uppvís að því að draga upp mjög einhliða og jafn- framt ýkta mynd af flóknu máli. Í umfjöllun sinni hefur Söndru hins vegar láðst að geta þeirra fjöl- mörgu vísindagreina þar sem ekki hafa fundist neinar vísbendingar um þá skelfingu sem Sandra vill meina að fylgi líftækni í landbún- aði, en þær hlaupa á hundruðum og eru margfalt fleiri en greinarnar sem Sandra kýs að vísa í máli sínu til stuðnings. Sandra heldur áfram fyrri iðju og kýs að þessu sinni að vísa í rannsóknir franskra vísinda- manna sem birtust árið 2009. Gera verður ráð fyrir að hér sé vísað í niðurstöður Gilles-Eric Séralini o.fl. sem þeir birtu árin 2007 og 2009 (1,2) en þar er um að ræða tölfræðilega úttekt á fóðrunartil- raunum með erfðabreyttan maís. Niðurstöður Séralini o.fl. hafa vakið mikla athygli og hafa grein- ar þeirra verið yfirfarnar af óháð- um aðilum (t.d. heimild 3 og heima- síða EFSA). Niðurstaðan er sú að aðferðir Séralini o.fl. voru ófull- nægjandi og niðurstöðurnar gáfu því ekki vísbendingar um raun- veruleg eitrunaráhrif af erfða- breytta maísnum, eins og Séralini o.fl. vildu halda fram, heldur áhrif af náttúrulegum breytileika innan rottuhópsins sem notaður var í til- rauninni. Það er athyglisvert að þrátt fyrir áhyggjur Söndru af tengslum vísindamanna og hagsmunaaðila sér hún ekki ástæðu til að nefna að rannsóknir Séralini o.fl. voru styrktar af Grænfriðungum (Greenpeace) en þau samtök eru einarðir andstæðingar erfðabreyt- inga í landbúnaði. Skyldi það hafa haft áhrif á niðurstöður Séral- ini o.fl. eða þurfa bara sumir vís- indamenn að sitja undir dylgjum um óheiðarleika og fylgispekt við hagsmunaaðila? Þá beitir Sandra einnig þeirri vel þekktu aðferð að endurtaka fyrri rangfærslur í von um að séu ósannindi endurtekin nógu oft hljómi þau að endingu sem sann- leikur. Staðreyndin er hins vegar sú að þó Sandra endurtaki þá full- yrðingu að Aris og Leblanc (4) hafi sýnt fram á „flata genatilfærslu” þá er það nú samt þannig að þeir minnast aldrei einu orði á genatil- færslu í grein sinni. Það mun ekki breytast þó öðru sé haldið fram endurtekið á síðum Fréttablaðsins. Þrátt fyrir gagnrýni mína á greinar Söndru þá er þó eitt sem við erum sammála um og það er mikilvægi þess í opinberri umræðu að tekið sé með fyrirvara málflutningi einstaklinga sem eiga beinna hagsmuna að gæta. Allra mikilvægast er þó að umræða um erfðatækni sé upplýst og byggi á sannreyndum vísindalegum niður- stöðum en ekki hræðsluáróðri og vanþekkingu. (1) Séralini o.fl. 2007. Arch Envi- ron Con Tox 52[4]: 596-602. (2) de Vendomois o.fl. 2009. Int J Biol Sci 5[7]: 706-721. (3) Doull o.fl. 2007. Food Chem Toxicology 45[11]: 2073-2085. (4) Aris og Leblanc. 2011. Reprod Toxicol 31[4]: 528- 533. Óvissa um öryggi erfðabreyttra afurða? Hart er deilt um hvort arð-semi verði af Vaðlaheiðar- göngum á meðan verið er að reikna allar tölur upp á nýtt miðað við breyttar forsendur. Bent hefur verið á að fyrri arð- semisútreikningar vegna jarð- ganganna undir heiðina standi á veikum grunni. Þá var gert ráð fyrir lægri framkvæmdakostn- aði og enn meiri umferð. Stuðningsmenn Vaðlaheiðar- ganga í Norðausturkjördæmi kunna vel til verka þegar þeir berjast gegn fyrirhuguðum Norð- fjarðargöngum í þeim tilgangi að afskræma allar staðreynd- ir um grjóthrunið í Oddskarðs- göngunum. Takmörk eru fyrir því hversu hátt veggjald á hvern bíl má innheimta þegar hafður er í huga heildarfjöldi ökutækja sem fer um Víkurskarðið á sólar- hring. Hjá fyrrverandi og núverandi landsbyggðarþingmönnum fást engin svör þegar spurt er hvort sala ríkiseigna sem átti að fjár- magna Dýrafjarðar-, Fáskrúðs- fjarðar- og Héðinsfjarðargöng hafi snúist upp í pólitískan skrípaleik. Fyrir tæpum tólf árum lýsti Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, því yfir í fjölmiðlum að öll þessi jarðgöng sem Alþingi samþykkti í febrúar árið 2000 yrðu fjár- mögnuð með sölu ríkiseigna. Samhliða Vaðlaheiðargöngum telur meirihluti Norðlendinga sem snerist gegn jarðgangagerð- inni í Héðinsfirði þetta sama ár að veggöng úr Hjaltadal yfir í Hörgárdal styrki byggðir Eyja- fjarðar og Skagafjarðar enn betur sem öflugt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Margir þing- menn innan stjórnarflokkanna treysta því ekki að fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng standi undir sér með innheimtu veggjalda. Brýnustu vegaframkvæmd- irnar sem ættu að vera á undan jarðgöngunum undir heiðina gegnt Akureyri eru Norðfjarðar- göng, Dýrafjarðargöng og veg- göng undir Fjarðarheiði. Fyrr getur viðkomustaður Norrænu aldrei fengið örugga vegtengingu við Egilsstaði og Fljótsdalshér- að á meðan Seyðfirðingar sitja uppi með snjóþungan veg í 640 m hæð á illviðrasömu svæði sem fær héðan af engar undanþágur frá hertum öryggiskröfum ESB. Umræða um forgangsröðun jarð- ganga má ekki snúast upp í ill- víga hreppapólitík og kjördæma- pot á landsbyggðinni. Stór hópur þingmanna í báðum stjórnarflokkunum vill fá trygg- ingu fyrir því að arðsemi verði af fyrirhuguðum Vaðlaheiðar- göngum áður en ákvörðun er tekin um þessa vegaframkvæmd. Í samgöngunefnd Alþingis eru efasemdir um að rekstur gang- anna geti staðið undir endur- greiðslum og vöxtum. Í kjölfarið getur ríkissjóður fengið skell- inn sem skattgreiðendunum yrði fljótlega refsað fyrir með stór- auknum álögum. Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri sem telur þessi veggöng undir Vaðlaheiði ótímabær skal svara því hvort ekki sé heppi- legra að hefja fyrst framkvæmd- ir við Norðfjarðargöng og síðar Dýrafjarðargöng sem upphaf- lega voru ákveðin í öðrum áfanga á eftir Héðinsfjarðargöngum. Óvissa um arðsemi Vaðla- heiðarganga réttlætir ekki að slæmt ástand í samgöngumálum Seyðisfjarðar, Norðfjarðar og á sunnanverðum Vestfjörðum víki fyrir þessari einkaframkvæmd. Á Eyjafjarðarsvæðinu, í sveitun- um austan Vaðlaheiðar og víðar er vonlaust að kveða niður allar efasemdir um að þessi veggöng undir heiðina standi undir sér með innheimtu vegtolla á hvern bíl. Yfir sumarmánuðina fara um Víkurskarð á bilinu 1.200-1.500 bílar á sólarhring. Allir þingmenn Norðausturkjör- dæmis vita ósköp vel að þessir vegtollar breyta engu þótt umferð í gegnum Vaðlaheiðargöng yrði um 2.500-3.000 bílar á dag fari svo að þessi jarðgöng verði nú dýrari en Héðinsfjarðargöngin sem kostuðu 12 milljarða króna. Talsmenn FÍB hafa lýst áhyggj- um sínum af því að þetta veggjald geti orðið mikið hærra en í Hval- fjarðargöngunum. Líkurnar fyrir því að umferð í gegnum göngin undir Vaðlaheiði verði um 4.000 bílar á sólarhring eru einn á móti tíu milljónum. Eitt þúsund króna veggjald stendur aldrei undir launum starfsmanns án þess að umferð í gegnum Vaðlaheiðar- göng verði 9.000 ökutæki á dag. Öll rök mæla með því að óhjá- kvæmilegt sé að framkvæmdir við Norðfjarðargöng skuli hefjast 2012 hvort sem hætt verður við Vaðlaheiðargöng eða ekki. Viður- kennt er af mörgum fyrrverandi þingmönnum Norðlendinga að veggöngin undir Vaðlaheiði hefði frekar átt að ákveða á undan jarðgangagerðinni í Héðinsfirði árið 1995 í tíð Halldórs Blöndal þáverandi samgönguráðherra. Efasemdir um Vaðlaheiðargöng Erfðabreytt matvæli Jón Hallsteinn Hallsson dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands Beint lýðræði á Íslandi Lýðræðishallinn á Íslandi birtist í því m.a. að þegar kjörnir full- trúar setjast í stóla sína, þá gleyma þeir kosningaloforðum sínum. Við verðum að finna nýjar leiðir til þess að kveikja áhuga almennings til stjórnmálaþátttöku. Stjórnmála- hreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins vill þróa beint lýðræði á Íslandi og tryggja skattgreiðend- um aðgang að nýjustu upplýsingum á ódýran og öruggan hátt. Þátttöku í stjórnmálum verður að gera eins auðvelda fyrir almenning og finna verður tæknilegar leiðir til þess að fá sem flesta til að taka þátt. Traust almennings á stjórnvöldum hefur minnkað jafnt og þétt síð- ustu áratugi og er nú í sögulegu lágmarki, en 90% kjósenda treysta ekki Alþingi. Besta leiðin að aukinni þjóðfélagssátt, betri stjórnmálaum- ræðu og réttlátara samfélagi er að auka vægi beins lýðræðis og gera lýðræðisþátttöku auðveldari. Það eru 5% almennings sem taka virkan þátt í stjórnmálum í heima- löguðu kerfi, en við verðum að gera betur og sníða pólitíska kerfið að hinum 95% sem vilja láta sig póli- tík varða, þó ekki nema væri bara stundum. Íslendingar kippa sér ekki upp við að koma upp allskyns aðstöðu fyrir áhugafólk t.d. fót- bolta- og golfvöllum o.s.frv. sem er ekki eingöngu ætlað fyrir atvinnu- menn og gætu Íslendingar farið eins að, þ.e. að færa stjórnmálin nær fólkinu. Til þess að leysa þetta mætti vopna alla kosningabæra lands- menn með spjaldtölvum. Ávinning- urinn með því að virkja landsmenn með spjaldtölvum í þjóðfélagsum- ræðuna er margvíslegur fyrir utan augljóst kostnaðaraðhald. Þjóðfélag okkar þarfnast þátttöku almenn- ings vegna mikilvægra málefna sem eru að hrjá þjóðfélagið í dag eins og efnahagslífið, félagslega kerfið og umhverfið o.s.frv. Hafa mætti rafrænar kosning- ar t.d. í félög, sveitarfélög, stjórnir lífeyrissjóða og verkalýðsfélög og síðast en ekki síst þjóðaratkvæða- greiðslur, eins oft og þarf. Íslend- ingar hafa nú þegar komið sér upp rafrænum skilríkjum sem trygg- ir persónuvernd. Rafræn skil- ríki bjóða upp á mikið hagræði og sparnað sem einfaldar aðgengi og eykur öryggi í samskiptum. Verslun og viðskipti, samskipti- og upplýsingaöflun, dreifing mynda, bóka og tónlistar á netinu hefur gjörbreytt lífi fólks. Heim- urinn er við fingurgómana á neyt- andanum. Apple, Facebook, Twit- ter, Google, Amazon, Skype, Ebay o.s.frv. hafa gjörbylt heimsmenn- ingunni og umgengnisháttum. Sjóndeildarhringur einstaklinga, samskipti manna og þjóða er að gjörbreytast og til verða ný svið í viðskiptum og dreifingu fjölbreyttr- ar menningar. Forstjóri Google, Eric Schmidt, vill meina að framtíðarþróun int- ernetsins komi til með að halda ríkisstjórnum við efnið, þar sem almenningur sé að tileinka sér notk- un og tækifæri netsins og nýti þetta nýja vald til þess að kanna rétt sinn. Hann segir: „Á meðal þjóða og smærri samfélaga á jörðinni er fólkið að snúa sér að internetinu til þess að halda ríkisstjórnum heið- arlegum. Uppljóstranir hafa aldrei verið auðveldari.“ 52% af íbúum heimsins eru undir 30 ára að aldri og það er þessi ald- urshópur sem kemur til með að hafa meiri áhrif en menn grunar í fram- tíðinni, en þessi aldurshópur er ein- mitt sá hópur sem notar netið mest. Þessi aldurshópur er á netinu alla daga, þar er hægt að ná til þeirra, því þar tala þau saman. Þessi hópur deilir hugmyndum, menningu, „apps“ (viðeiganleika/notenda- tækni) sín á milli. Schmidt bætir því við að frekari aðlögun, aðgengi og notkun internetsins komi til með að skapa tvo heima – raunveruleika- heim þar sem ríkið stjórnar sínum þegnum og sýndarveruleikaheim þar sem almenningur getur haft áhrif. Ekki er síður mikilvægt að við berum gæfu til að nýta tæknina til aukins félagslegs jafnréttis og til eflingar íslenskrar tungu og menningar. Internetið er yfirfullt af erlendu efni af misjafnri gerð og verðum við að halda vöku okkar fyrir óæskilegu efni sem fylgir ótakmörkuðum aðgangi að upplýs- ingum og nota öll tiltæk ráð í það að stöðva ólöglegt efni. Mikilvægt er að huga vel að menningarlegri og félagslegri hlið þeirra breytinga sem upplýsingasamfélagið býður upp á. Þátttöku allra þjóðfélagsþegna verður að tryggja og virkja í okkar nýju samfélagsgerð svo ekki mynd- ist tveir hópar, þeir sem nota tölvur og nýjustu tækni og svo þeir sem ekki tileinka sér það. Hagvöxtur framtíðarinnar byggir á hátækni, hraða, aðgangi að upplýsingum og hæfileikum til að nýta þær. Netið er stærsta fræðslu- og upplýsinga- stofnun veraldar. Stjórnmálaum- ræða framtíðarinnar mun fara fram í netheimum. Frí þráðlaus nettenging og háhraðanet verður að vera í þéttbýliskjörnum. Þetta er framtíðin og Íslendingar með eitt elsta löggjafarþing veraldar eiga að vera brautryðjendur í þróun beins lýðræðis í heiminum. Allt sem til þarf er hugdjörf framtíðarsýn og vilji til verks. Lýðræði Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur og formaður Hægri grænna, flokks fólksins Hagvöxtur framtíðarinnar byggir á hátækni, hraða, aðgangi að upplýsingum og hæfileikum til að nýta þær. Samgöngumál Guðmundur Karl Jónsson farandverkamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.