Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Fjölskylduhátíðin „Ein með öllu“ er haldin á Akureyri um verslunar- mannahelgina. Mikil og þétt dag- skrá er í boði fyrir gesti hátíðar- innar. „Ein með öllu“ verður sett á föstudeginum með kirkjutröppu- hlaupi í boði skíðafélagsins á Ak- ureyri. „Við stílum inn á það að fá fjölskyldufólk á svæðið. Það verður mikil barnadagskrá hérna á laugar- dag og sunnudag,“ segir Halldór Óli Kjartansson, einn skipuleggjandi hátíðarinnar. „Hérna eru einnig böll fyrir unglingana, bæði fyrir 14 ára og 16 ára“. En eftir miðnætti eru böll fyrir eldra fólkið. Sveppi og Villi stýra m.a. barna- skemmtuninni en einnig stíga á svið íþróttaálfurinn, Söngvaborg og leik- hópurinn Vinir. Á sunnudeginum er afmæli Kjarnafæðis og fá þá allir pylsur í tilefni dagsins en Íslands- meistaramótið í pylsuáti fer fram í kjölfarið. Hjarta hátíðarinnar „Á sunnudagskvöldinu verður það sem við köllum okkar sparitónleika, en þeir verða haldnir fyrir framan leikhúsflötina. Þar ætlum við að hafa hálfgerða útitónleika. Þetta verður skemmtileg og falleg at- höfn,“ segir Halldór en kveikt verð- ur á rauðum ljósum sem öll eru gerð úr hjörtum. „Hjartað er okkar tákn og hér er búið að flagga hjartanu okkar. Hjartað er þemað okkar í ár og merkið okkar fyrir hátíðina.“ Á tónleikunum koma fram m.a. Dikta, Hvanndalsbræður, Skítamórall og fleiri hljómsveitir. „Ein með öllu“ var fyrst haldin á Melgerðismelum árið 1979 og var þá einnig haldin sem fjölskylduhátíð. Aðspurður hvað Halldór eigi von á mörgum segist hann bara ætla að telja bros- in. Í fyrra var mjög fjölmennt á há- tíðinni og er hann viss um að í ár verði enn fleiri. „Besta veðrinu er náttúrulega spáð hérna,“ segir hann. „Þetta er svo fjölskylduvænt og fyrir þá sem eiga unglinga, sem er oft erfitt að sannfæra, þá erum með mikið í boði. Við erum með alla flóruna. Þetta er fyrir alla.“ Hjartað á réttum stað á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Barnaskemmtun Frá hátíðinni í fyrra sést að margt var um að vera fyrir börnin en hér sjást ærslabelgir í pokahlaupi bregða á leik með börnunum.  Íslandsmeistaramót í pylsuáti er haldið á hátíðinni „Ein með öllu“ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það hefur ekkert gerst í málinu síð- an 4. júní. Við erum engu nær um það hvort við lendum í þessari 9% tekju- skerðingu eða einhverri annarri. Það er það sem við höfum verið að bíða eftir til þess að geta afgreitt næstu vetrardagskrá. Við getum ekki beðið lengur heldur munum ljúka því starfi á fyrstu 20 dögunum í ágúst,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri að- spurður hvort einhver tíðindi hefðu orðið frá því fyrr í sumar þegar stjórn RÚV brást við boðuðum 9-10% nið- urskurði. Páll segir aðspurður hvort slíkur niðurskurður kalli á uppsagnir það mundu vera „óábyrgt“ að ræða það nú. Hann rifjar upp að RÚV hafi þeg- ar gengið í gegnum ríflega 20% niðurskurð og því sé komið að þeim tímapunkti að forgangsraða þurfi á milli einstakra dagskrárliða. Þolir ekki frekari niðurskurð „Við þurfum að gera upp við okkur hvort við þurfum að afleggja ein- hverja þætti í starfseminni. Það hef- ur verið gengið svo hart að frétta- þjónustunni að fréttastofan myndi ekki þola frekari niðurskurð án þess að láta verulega á sjá. Það kemur allt til greina í þessu. Hvort er mikilvæg- ara, lýðræðishlutinn í þjónustu okk- ar, sem snýr að fréttaþjónustu, eða menningin? Það er erfitt að velja á milli, “ segir Páll Magnússon um hið erfiða hlutskipti. Aðalbjörn Sigurðsson, formaður félags fréttamanna hjá RÚV, kveðst vona að næsta niðurskurðarlota verði ekki jafn „skelfileg“ og síðustu tvær. „Ég hef upplifað tvo hræðilega daga þar sem maður hefur séð eftir frá- bærum félögum. Maður vonar að það komi ekki einn slíkur dagur í viðbót en maður óttast það vissulega,“ segir Aðalbjörn sem telur niðurskurðinn hafa komið niður á fréttum „Þunnur þrettándi“ „Þetta er þunnur þrettándi hjá okkur þessa dagana. Hvað rannsókn- arblaðamennsku varðar eru menn að gera sitt besta. Það er einfaldlega þannig að menn eru að reyna að sinna þessu í frítíma í dag.“ Kristinn Hrafnsson fréttamaður fékk uppsagnarbréf frá RÚV í vik- unni en hann tekur heilshugar undir með Aðalbirni. Ólíkt norrænu ríkis- sjónvarpsstöðvunum sé ekki lengur neinn ýtarlegur fréttaskýringarþátt- ur hjá RÚV. Stofnunin sé komin í þá stöðu að geta ekki sinnt lögboðinni fréttaskyldu sinni sem skyldi. Komið að fækkun dagskrárliða  Útvarpsstjóri telur einsýnt að flatur niðurskurður dugi ekki til að mæta fyrir- huguðum niðurskurði stjórnvalda  Fréttamenn óttast um gæði fréttastofunnar Páll Magnússon Kristinn Hrafnsson Í bréfi stjórnar RÚV dagsettu 4. júní sl. segir: „Nú berast þau skilaboð frá stjórnvöldum að fyrir dyrum standi að skerða enn tekjur RÚV af almannaþjón- ustunni og þá aftur um 9-10%, eða um 320 milljónir króna. Ef af þessari skerðingu verð- ur væru árlegar tekjur RÚV af almannaþjónustu orðnar um 830 milljónum króna lægri að raungildi en þær voru 2006, sem var viðmiðunarárið í þjón- ustusamningi RÚV og mennta- málaráðuneytisins.“ Langt undir viðmiðuninni HRUN Í TEKJUM RÚV „Mín ágiskun er sú að það verði jafn erfitt að fá Ísland inn og það er þessa dagana að fá íslensku laxana til að taka í uppþornuðu án- um,“ segir Uffe Ellemann- Jensen, fyrrum utanríkisráð- herra Dana, þar sem hann lætur gamminn geisa á bloggi sínu á vef Berlingske Tidende um það hvort Ísland gangi í Evrópusambandið. Ellemann-Jensen segist ekki sjá tilgang í því fyrir Íslendinga að fá leyfi til viðræðna þegar ljóst sé að þeir muni fella málið í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Íslendingar eigi að vera með þegar þeir trúi á Evr- ópuverkefnið og vilji vera hluti af því. Uffe Ellemann-Jensen þekkir vel til á Íslandi. Hann hefur oft komið til landsins í laxveiði og skrifað um laxveiði á Íslandi. Ótímabært fyrir Ísland að fara í ESB Uffe Elleman- Jensen Nú stefnir í að öll helstu miðlunarlón Landsvirkjunar fyllist á næstu tveim vikum. Lónin fyllast talsvert fyrr en á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að Hálslón fyll- ist í lok þessarar viku, en Blöndulón og Þórisvatn í næstu viku. Gerist þetta 2-4 vikum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir og skýrist af meira innrennsli vegna jöklabráðnunar, sem tilkomin er vegna hlýinda í sumar. Til samanburðar fór Háls- lón á yfirfall 6. september í fyrra og Blöndulón 21. september. Í frétt frá Landsvirkjun segir að er miðlunarlónin fari á yfirfall megi búast við að rennsli aukist verulega í Jökulsá á Dal og í Blöndu, en einn- ig verður aukning í rennsli Þjórsár. Lónin fyllast snemma vegna hlýinda „Það er skemmtileg útivera og góður félags- skapur,“ segir Þórdís Hrönn Pálsdóttir sem synti frá Viðey til Reykjavíkurhafnar í gær, fyrst kvenna í hálfa öld, spurð hvað hún fái út úr sjó- sundi. Auk Þórdísar syntu Benedikt Hjartarson og Árni Þór Árnason. Þórdís Hrönn æfir vel og er fljót að synda. Hún segist hafa byrjað að æfa sund 38 ára og er í garpasundi hjá Breiðabliki. Á sumrin syndir hún mest í sjónum. Í fyrrasumar synti hún Drangeyjarsund og Hríseyjarsund og er ekki hætt að safna eyjum. „Ég á alltaf eftir að fara á Þjóðhátíð í Eyjum, ég fer bara þegar ég get synt þangað,“ segir Þórdís. Þorleifur Þór Jónsson, eiginmaður Þórdísar, tók á móti henni þegar hún steig á land í Reykjavíkurhöfn. Morgunblaðið/Eggert Fer á Þjóðhátíð þegar ég get synt til Eyja Töluverð umferð var frá höfuð- borgarsvæðinu í gær og búist við að enn fleiri verði á ferðinni í dag. Á Suðurlandi er áberandi mest um- ferð í tengslum við ferðir Herjólfs frá Landeyjahöfn. Nokkrir voru teknir fyrir hraðakstur á Bakka- fjöruvegi. Sá sem mest var að flýta sér til að ná ferjunni var á 140 km. Bendir þetta til þess að fólk átti sig ekki á því hvað það tekur langan tíma að aka að Landeyjahöfn. Flýttu sér of mikið til að ná Herjólfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.