Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 ✝ Sigursveinn Guð-mann Bjarnason fæddist á Skeiðflöt í Sandgerði 21.10. 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 22. júlí 2010. Foreldrar Sig- ursveins voru Bjarni Jónsson, f. 24.12. 1886, d. 3.10. 1963 og Jónína Guðmunds- dóttir, f. 20.2. 1886, d. 18.2. 1959. Systkini Sig- ursveins eru: Þórunn Ólafía (sam- mæðra) f. 24.6. 1912, d. 28.5. 1964, Þóra Sigríður, f. 17.1. 1921, Guð- laug Guðmunda, f. 3.2. 1922, d. 15.9. 1976, Sigrún, f. 20.6. 1924, ar Guðbjörnsson og eiga þau 3 börn, Kristjönu Hildi, Gunnar Dav- íð og Lilju Írisi og 3 barnabörn, 2) Guðlaugur Vignir, f. 31.8. 1954, maki Rannveig Grétarsdóttir og á Vignir 2 börn, Guðbjörgu og Jón Eðvald og 2 barnabörn, Rannveig á 2 dætur, Björgu og Söru, 3) Þóra Kristín, f. 1.1. 1956, maki Heimir Morthens og eiga þau 3 börn, Hlyn, Bergþór og Heimi Þór og 3 barna- börn, 4) Jón Bjarni, f. 10.8. 1957, maki Júlía Stefánsdóttir og eiga þau 3 börn, Sigursvein Bjarna, Júl- íus Methúsalem og Ástrós og 6 barnabörn, 5) Heimir, f. 15.5. 1959, maki Aldís Búadóttir og eiga þau 4 börn, Evu Dís, Írisi Eddu, Karitas og Diljá og 3 barnabörn, 6) Inga, f. 28.1. 1969, maki Eiríkur Guð- mundsson og eiga þau 3 börn, Birtu, Guðmund Breiðfjörð og Ant- on Erni. Barnabörn Sigursveins og Bergþóru eru því alls 18 og barna- barnabörnin alls 17. Útför Sigursveins fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag, 29. júlí 2010, kl. 14. Helga Guðríður, f. 21.4. 1927, d. 9.8. 1991, Guðný Ingi- björg, f. 21.4. 1927, d. 17.3. 2008. Þann 24.3. 1951 giftist Sigursveinn Kristjönu Bergþóru Sigurjónsdóttur frá Hafnarnesi við Fá- skrúðsfjörð, f. 7.7. 1930, d. 14.1.2010. Foreldrar hennar voru Sigurjón Níels- son, f. 2.4. 1892, d. 7.1. 1971 og Björg Bergsdóttir, f. 21.4. 1899, d. 28.4. 1973. Sigursveinn og Bergþóra eign- uðust 6 börn. Þau eru: 1) Erla Sig- urbjörg, f. 25.12. 1950, maki Gunn- Að kveðja þig, elsku pabbi minn, aðeins hálfu ári eftir að mamma dó er erfiðara en orð fá lýst. Daginn eftir andlát þitt sat ég heima og vissi ekki hvað ég átti að gera. Það vant- aði eitthvað, fasti punkturinn var horfinn. Það var hluti af mínu dag- lega lífi að fara á Túngötuna og líta aðeins á þig, pabbi. Þú varst mikil félagsvera og naust þess að hafa fólk í kringum þig, sérstaklega fjölskyld- una. Þér var mjög umhugað um börnin þín, tengdabörnin, barna- börnin og barnabarnabörnin, vildir alltaf fylgjast með hvað við höfðum fyrir stafni og alltaf tilbúinn að hrósa okkur og hvetja. Við höfðum öll ánægju af að koma á Túngötuna og alltaf var vel tekið á móti öllum og fengum við að finna hversu mik- ilvæg við værum þér. Þú byggðir fjölskyldunni heimili á Túngötu 13 og bjugguð þið mamma þar til ævi- loka. Það var mikið kappsmál hjá þér að húsið liti vel út og væri vel við haldið. Þú varst nýbúinn að láta steypa bílaplanið og leggja snjó- bræðslu í það, svo það yrði nú auð- veldara að keyra bíllinn í vetur. Allt var orðið svo fínt og flott, húsið ný- málað og garðurinn í blóma. Það sem er svo dýrmætt núna er að við áttum saman yndislegan fjöl- skyldudag á Túngötunni í fallega garðinum ykkar fyrir hálfum mán- uði. Þarna leið þér vel og þú naust þín með þínum afkomendum en ekki grunaði okkur að þetta væri þín kveðjustund. Pabbi, þín verður líka minnst fyrir að þú varst sérfræðingur í að gera frásagnir af minnstu atvikum að hin- um dularfyllstu málum og ævintýr- um. Frásagna þinna og sögustunda er þegar sárt saknað, elsku pabbi minn. Ég sakna þess að heyra þig segja frá matargerð þinni, ég hef ekki heyrt um aðra sem búa til dýr- indissósu úr kjötsúpu. Og hver á nú að dæma um hvort ég hafi lagt rétt í heimkeyrslunni. Þú vannst alla tíð erfiðisvinnu, fórst fyrst til sjós 14 ára gamall. Vannst síðan við beitningu, löndun og við smíðar. Síðustu starfsárin vannst þú hjá Áhaldahúsi Sandgerð- isbæjar. Þú lentir í ýmsum hrakför- um, t.d. misstir þú fingur við slökkvistörf og lentir á milli skips og bryggju við löndun. En mesta afrek- ið vannst þú fyrir þremur árum þeg- ar þú náðir þér aftur á fætur eftir hjartaáfall, þú vissir að mamma þarfnaðist umönnunar þinnar í sín- um veikindum og þú kláraðir það verk með ást og umhyggju. Svo þeg- ar þú lærbrotnaðir núna var þrekið búið og þú gast ekki meira. Elsku pabbi, ég hugga mig við það þegar ég kveð þig nú með miklum söknuði, að mamma hefur staðið við hliðið og tekið á móti þér opnum örmum og að nú eruð þið sameinuð á ný eftir stuttan aðskilnað. Þín dóttir, Erla. Mig langar í örfáum orðum að minnast þín, elsku pabbi minn. Minnast allrar þinnar umhyggju og óendanlegs áhuga á öllu því sem af- komendur þínir og fjölskylda tóku sér fyrir hendur, hvort sem var í námi, leik eða starfi. Minnast þinnar einlægu umhyggju fyrir mömmu, og þá sérstaklega síðustu árin í hennar veikindum. Minnast þíns skemmti- lega húmors og allra þinna skemmti- legu og fróðlegu sögustunda. Síðasta sögustund okkar Ingu og Birtu með þér var á þriðjudags- kvöldið í síðsutu viku. Þá rifjaðir þú upp með stolti í augum þá stund þegar þú varst ungur maður og stór- meistarinn sjálfur, Friðrik Ólafsson, felldi kónginn og játaði sig sigraðan gegn þér í fjöltefli í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Við syrgjum og sökn- um, en vitum við að það er fögnuður þar sem þið mamma sameinist á ný og sögustundirnar halda áfram. Þín verður sárt saknað. Þín dóttir, Þóra Kristín. Elsku pabbi minn. Það er skrýtin tilhugsun að þú sért nú farinn frá okkur. Þrátt fyrir að þú hefðir gengið í gegnum áföll sem gengu nærri heilsu þinni þá varstu svo þrautseigur og sterkur að ég átti einhvern veginn von á að þú myndir komast aftur á ról. Það er erfitt þegar undirstöðurnar í lífi manns hverfa á braut, sérstaklega þegar það gerist með jafn stuttu millibili og með ykkur mömmu. Maður þarf að læra að ná að fóta sig og ná jafnvægi aftur og það tekur tíma. Þú hefur alltaf verið til staðar, með þitt jafnaðargeð, einstaka hlýju og skemmtilega lúmska húmorinn þinn. Það var alltaf gaman að heyra í þér og vera í kringum þig, þú hafðir einhverja töfra sem löðuðu að þér bæði börn og fullorðna. Þú hafðir gaman af því að segja frá og gast gert lítil hversdagsleg atvik að æv- intýrum í frásögnum þínum. Fjöl- skyldan var þér afar mikilvæg og þú hafðir mikinn áhuga á því sem allir höfðu fyrir stafni, og það er nú eng- inn smá hópur að fylgjast með. Þú laðaðir börnin að þér og varst barna- börnunum besti afi í heimi. Það hefur verið hluti af lífi okkar fjölskyldunnar að fara reglulega til ömmu og afa í Sandgerði og gista og þaðan eigum við ógrynni af ljúfum minningum sem við geymum ávallt í hjarta okkar. Rúntar með afa á bryggjuna að skoða bátana, að gefa hestunum brauð, ís í frystikistunni og suðusúkkulaði í nesti þegar hald- ið var heim á leið, er börnunum minnisstætt. Það er sárt að fá ekki að hafa ykk- ur mömmu lengur og sárt að börnin mín fái ekki að hafa ykkur lengur sem hluta af sínu lífi, en jafnframt er ég afar þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman. Stórt skarð er höggvið í fjölskylduna á nokkurra mánaða tímabili og það skarð reyn- um við að brúa eftir því sem hægt er, með því að hlúa vel að minning- unum og halda þeim á lífi. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þig, elsku pabbi, og fengið að læra af þér svo margt sem hefur verið mér dýrmætt í lífinu. Þið mamma eruð mínar góðu fyrirmynd- ir og það er ómetanlegt veganesti áfram veginn. Söknuðurinn er mikill og ég bið góðan Guð að styrkja okkur öll í sorginni. Hafðu þökk fyrir allt og hvíl í friði, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Inga. Til ástkærs tengdaföður míns. Þinn lífsins dagur liðinn jörðu á, en ljúfa minning hjörtu okkar geyma. Um allt hið góða, er við nutum hjá, ykkur, kæru foreldrunum heima. Þín föður hönd í fórn og kærleik vann, svo fengjum við að hljóta blessun mesta. Í þinni fátækt áttir auðinn þann, sem okkur jafnan færði allt hið besta. Á efri árum afabörnin þín, þú ástúð heitri vafðir hverju sinni. Í barnsins huga björt og fögur skín, sú blessun öll, sem veittu okkar kynni. Við yndis stundir áttum oft þér hjá, í öllu vildir gleðja lítil hjörtu, þó leiðir skilji lífsins vegi á, þær lýsa og verma minningarnar björtu. Nú hinstu þakkir heitar færum þér, hjartkær faðir, tengdafaðir, afi. Fyrir allt, sem okkur varstu hér, æðstu laun þér veiti lífsins gjafi. Hljótt er yfir helgri kveðjustund, í hugans djúpi liðnir dagar skína. En trúin veikir von um endurfund. Við vegaskilin blessum minning þína. ( Höf.ók.) Almáttugur guð verndi þig og blessi, elsku Sveini. Þín tengdadóttir, Júlía. Nú þegar tengdapabbi minn og stór-vinur Sigursveinn Bjarnason er fallinn frá langar mig að minnast hans með fáeinum orðum. Það var fyrir um 19 árum sem við hittumst fyrst, nánar tiltekið þegar ég spilaði körfuboltaleik við Reyni frá Sand- gerði. Sveini eins og hann var oft kallaður mætti á leikinn til að sjá þann sem var farinn að hitta dóttur hans í henni Reykjavík. Eftir leikinn var mér svo boðið í sunnudagslæri að hætti Bergþóru. Strax þá mynd- aðist mikill vinskapur á milli okkar Sveina sem hefur verið mikill í gegn- um tíðina. Ógleymanlegar eru þær stundir sem við höfum átt saman í sumarbústöðum hingað og þangað um landið og á Túngötunni þar sem oftar en ekki var tekið í spil og spjallað langt fram á morgun. Það var alltaf svo gaman að rökræða við þig, hvort sem var um pólitík eða bara um lífið sjálft. Og svo eru það þessi litlu atriði sem skipta svo miklu máli á stundum eins og þess- ari, eins og t.d. þegar þú vissir að við værum að koma í heimsókn varst þú alltaf búinn að kaupa rúgbrauð og kæfu fyrir tengdasoninn, enda einn af hans uppáhaldsréttum. Svo voru það okkar síðustu stundir saman sem voru svo frábærar og verður veislan sem við héldum fyrir rúmum tveimur vikum, þar sem við héldum upp á að þín heitt elskaða Bergþóra hefði orðið 80 ára, ógleymanleg. Þar áttum við góð samtöl sem ég mun aldrei gleyma. Elsku Sveini, það er afar sárt að þurfa að sjá á eftir þér, sérstaklega þegar svo stutt er síðan við kvöddum hana elskulegu Berg- þóru þína sem lést í janúar síðast- liðnum. Ykkur var greinilega ætlað að vera saman. Erla, Vignir, Þóra Stína, Jón Bjarni, Heimir og Inga mín, guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg, árið 2010 er ár sem ekk- ert okkar mun gleyma. Þinn tengda- sonur og vinur, Eiríkur Guðmundsson. Elskulegi tengdafaðir, þá hefur þú kvatt okkur og minningar streyma um huga minn, gestrisnin, húmorinn og gleðin. Yndislegt var að heimsækja ykkur hjónin á Tún- götuna í Sandgerði. Nú ert þú búinn að fá hvíldina og hefur Bergþóru þína þér við hlið að nýju. Vér göngum svo léttir í lundu því lífsgleðin blasir oss við. Vér lifum á líðandi stundu, við lokkandi söngvanna klið. Tralalalalala … Vér syngjum og dönsum hér saman, því söngurinn hann er vort mál. Og nú verður glaumur og gaman, og gleðjist hver einasta sál. Guð geymi ykkur, hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Aldís Búadóttir. 22. júlí 2010 var runninn upp, þennan dag áttum við Beggi 15 ára brúðkaupsafmæli. Ég var lengi búin að velta því fyrir mér hvað við gæt- um gert í tilefni dagsins. Mig langaði að gera eitthvað sérstakt, en af ein- hverri ástæðu frestaði ég því sífellt að taka ákvörðun um það. Ég áttaði mig á því seinna um daginn af hverju ég komst ekki að neinni nið- urstöðu, það var búið að ákveða fyrir mig hvar ég skyldi vera þennan dag, ég átti að vera hjá þér, elsku afi. Þessi dagur var skrýtinn og gleym- ist seint, þetta var dagurinn sem amma og afi sameinuðust á ný. Með mikilli sorg og trega horfði ég á þig, elsku afi, hverfa á vit nýrra ævin- týra, þess fullviss um að þú værir að fara á öruggan stað, þar sem þér yrði tekið fagnandi. Það er ólýsan- lega sárt að kveðja þig, afi, það var svo gott að koma til þín á Túngötuna og spjalla. Alltaf tókstu okkur fagn- andi og bauðst Sunnu Líf ósjaldan upp á ís, sem henni líkaði vel. Þú hafðir einstakan húmor sem þú not- aðir óspart, stundum tók það mig smá-tíma að ráða í gáturnar þínar og hafðir þú þá gaman af. Afi, þú varst frábær einstaklingur sem gafst frá þér mikla hlýju og veittir manni ávallt mikla athygli. Þú fylgdist vel með okkur barnabörnunum í íþrótt- unum og varst stoltur af þessum kraftmikla hóp. Síðastliðið ár fór ég að taka upp á því að hringja alltaf í þig rétt fyrir keppni, þú gafst mér kraft sem kom mér alla leið. Ég er ákveðin að halda áfram að sækja orku til þín, því ég veit að þú verður áfram til staðar. Kæra fjölskylda! „Jæja,“ eins og afi sagði svo oft þegar honum fannst tímabært að halda áfram, núna breytist margt í lífi okkar fjölskyld- unnar frá Túngötu 13. Hvernig framhaldið verður vitum við ekki, en með jákvæðni og okkar ótrúlega samtakamætti vona ég að við minn- umst afa og ömmu með því að halda áfram að styrkja fjölskylduböndin, það hefði þeim líkað. Göngum áfram létt í lundu, því lífið blasir oss við. Elsku afi, „togarinn er kominn í land,“ eins og þú sagðir skömmu fyr- ir andlát þitt. Við munum aldrei gleyma þér. Hvíl þú í friði, besti afi og langafi. Kær kveðja frá Kiddý, Begga og Sunnu Líf Zan. Kristjana Hildur Gunnarsdóttir. Elsku Sveini afi. Það voru forrétt- indi að eiga þig sem afa, væntum- þykjan og hugulsemin í garð okkar afkomenda þinna fór ekki framhjá nokkrum manni. Þú varst ákaflega duglegur og traustur maður, þú varst okkur öllum góð fyrirmynd hvað það varðar. Þú hafðir líka frá- bæra kímnigáfu og fékkst okkur oft til að brosa og hlæja. Mér þótti ákaf- lega vænt um þegar þú baðst um að fá að hitta mig kvöldið fyrir kosning- arnar í vor. Ég fann að þú varst stoltur af mér, hvernig svo sem úr- slitin yrðu, og þú gaukaðir að mér lítilræði í formi heilræðis og einnig vildirðu styrkja mig lítillega vegna þess að ég væri að fara á „þing“ eins og þú orðaðir það svo skemmtilega. Þú munt ávallt eiga stað í hjarta mínu, elsku afi minn. Berðu ömmu kveðju mína, ég get rétt ímyndað mér að það hafi orðið fagnaðarfundir með ykkur og mér segir svo hugur að þið séuð nú þegar búin að grípa í spil með Imbu og Ása líkt og þið vor- uð vön á Túngötunni og Vallargöt- unni forðum daga. Ég kveð þig með djúpum trega og söknuði. Sigursveinn Bjarni. Elsku besti afi minn. Aldrei átti ég von á því að garð- veislan þín fyrir nokkrum vikum yrði síðasta veislan sem við fjöl- skyldan ættum með þér, tveim dög- um seinna varst þú kominn á spítala. En mikið óskaplega erum við heppin að hafa eytt þeim fallega degi með þér, stórfjölskyldan samankomin í fallega garðinum ykkar ömmu, þér þótti það nú ekki leiðinlegt. Þegar ég frétti að þú hefðir slasað þig og lent á spítala hugsaði ég aldrei neitt annað en „já já, hann afi verður nú kominn heim eftir nokkrar vikur“, það var bara eitthvað svo líkt þér. Það var því mjög óraunverulegt að koma upp á spítala og vera hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim. Elsku afi minn, ég er svo ótrúlega Sigursveinn Guðmann Bjarnason ✝ Elskulegur bróðir okkar, PÉTUR BJÖRGVINSSON, Hjúkrunarheimilinu Fellsenda, Dalasýslu, er látinn. Jarðaförin auglýst síðar. Anna Dís, Svala, Selma og Margrét Björgvinsdætur. ✝ Minningarathöfn um, MAGNÚS ÖRN TRYGGVASON, sem andaðist í Svíþjóð miðvikudaginn 2. júní, og jarðsetning duftkers, fer fram frá Kapellunni í Foss- vogi miðvikudaginn 4. ágúst kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Valgerður Steinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.