Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 18
Skattheimtan eykst en tekjurnar lækka FRÉTTASKÝRING Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is S íðustu ár hefur skattgreið- endum fjölgað jafnt og þétt en nú hefur þróunin snúist við. Skattborg- urum hefur fækkað um 6.058 á skrá eða um 2,3% og þetta er í fyrsta skipti sem fækkað hefur á skattskrá milli ára. Allt frá álagningu árið 2004 hefur fjölgað á skránni milli ára; til að mynda fjölgaði framtelj- endum um 12.567 á árinu 2006 eða um 5,2% og 10.855 á árinu 2007, 4,3%. Skýringin felst í brottflutningi fólks, útlendinga að mestu, frá Ís- landi. Þessi fækkun framteljenda hef- ur margvísleg áhrif á niðurstöður álagningar opinberra gjalda á tekjur einstaklinga sem nú hafa verið birt- ar. Minni tekjur af útvarpsgjaldi Tekjur vegna útvarpsgjalds hafa til að mynda dregist umtalsvert saman. Gjaldið er árlegur nefskattur upp á 17.200 krónur sem lagður er á alla landsmenn á aldrinum 16 til 70 ára, sem eru með tekjur yfir skatt- leysismörkum. Tekjurnar minnkuðu um 118 milljónir milli ára. Árið 2009 greiddu 187.340 manns gjaldið en í ár voru það 180.459 eða 6.881 færri. Tekjurnar af gjaldinu voru nú 3.104 milljónir króna en voru í fyrra um 3.222 milljónir. Starfsemi Ríkis- útvarpsins er greidd af ríkissjóði en er fjármögnuð með útvarpsgjaldinu. Því má segja að áhættan sé ríkisins – það tekur á sig tapið ef tekjurnar eru ekki jafnháar upphæðinni sem fer til Ríkisútvarpsins úr ríkissjóði og það getur jafnframt hirt gróðann ef svo ólíklega vill til að of miklar tekjur fást af gjaldinu einn daginn. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2010 fær Ríkisútvarpið fasta upphæð úr ríkissjóði – 3.218 milljónir króna. Gert hefur verið ráð fyrir að um 2.800 milljónir króna muni fást fyrir útvarpsgjaldið í ár og verði því um 418 milljónum lægra en framlagið úr ríkissjóði. Mun færri borga tekjuskatt Fækkun framteljenda skýrir jafnframt að einhverju leyti mikla fækkun þeirra sem borguðu tekju- skatt – þeim fækkaði um 20.918 milli ára. Tekjuskattur var nú lagður á 158.603 einstaklinga eða 63,4% þeirra sem öfluðu tekna í landinu. Síðustu ár hefur talan iðulega verið í kringum 70%. Helsta skýringin er þó sú að mun fleiri fullnýta ekki per- sónuafsláttinn og greiða því ekki tekjuskatt af umframtekjum. Greiðendum útsvars fækkaði jafnframt um 6.950 milli ára. Sjómannaafsláttur jókst einnig mikið milli ára eða um 17,4%. 5.720 sjómenn fengu nú 1.297 milljónir í af- slátt vegna sjómannastarfa. Þessi hækkun er umtalsvert meiri en síð- ustu ár og stafar vafalaust af svo- nefndum strandveiðum sem teknar voru upp á síðasta ári. Sjómenn fá nú 987 krónur í afslátt fyrir hvern út- reiknaðan sjómannsdag og það er um 12,9% meira en í fyrra. Hærri persónuafsláttur Tæpum 7,5 milljörðum minna var lagt á einstaklinga í tekjuskatt og stafar það að mestu af hækkun per- sónuafsláttar, sem var hækkaður um 24% við álagningu árið 2009. Kostn- aður ríkisins af persónuafslætti var í ár 124,7 milljarðar. 103,9 voru nýttir á móti reiknuðum tekjuskatti og 8 milljarðar upp í útsvar. Það þýðir að kostnaður ríkisins við að greiða út- svar einstaklinga sem ekki fullnýttu persónuafslátt fyrir tekjuskatt var um 40% meiri í ár en í fyrra. Fyrir ári var kostnaður ríkisins af persónu- afslætti jafnframt um 100 milljarðar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Útvarp Flutningur fólks frá Íslandi skýrir fækkun skráðra skattborgara. Tekjur af útvarpsgjöldum hafa meðal annars minnkað fyrir vikið. 18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Niðurstaðaríkis-stjórn- arinnar í Magma- málinu fór eins og gert var ráð fyrir á þessum vettvangi. Því var vísað til nefndar. Sér- staklega skal rannsökuð einka- væðing Hitaveitu Suðurnesja. Og hvað svo? Jafnframt á að rannsaka skúffuna í Stokk- hólmi. Og hvað svo? Sjálfsagt verður sú rannsókn skúffelsi upp á dönsku. Bent skal á í fullri vinsemd að fá nýjum um- boðsmanni skuldara leiðtoga- hlutverk í nýju nefndinni. Hann hefur allt til að bera. Enginn getur að minnsta kosti dregið í efa að sá starfi í eigin umboði. Hann hefur óveðtryggt 500 milljóna króna kúlulán til að sanna það. Og í gegnum það lán hefur hann beintengingu við Suðurnesin, sem hlýtur að vera ávinningur, þar sem rannsóknin er svona staðbundin. Hann er líka frjór og hugmyndaríkur. Gerði laganema að forseta laga- deildar á Bifröst og tryggði skólanum veglegt sæti við há- borð þeirra skuldara, sem hann er nú í forsvari fyrir. Þessi lausn myndi vera það sem kall- að er í hinu íslenska mennta- málaráðuneyti „T....fín.“ Nefndaskipuninni mætti svo leka til „Dodda“ og afvegaleiða aðra fjölmiðla í leiðinni og ef það kæmist upp má kenna ómálga barni sínu um. Það er vísast líka „T....fínt“ að mati menntamálaráðherrans. Samfylkingin er að verða æði-eftirminnilegur flokkur eft- ir skamman feril í ríkisstjórn. Sömu dagana og Össur Skarphéð- insson lýsir því yfir erlendis að „rík- isstjórn Íslands standi þétt á bak við umsókn að Evr- ópusambandinu“ er Magmal- iðinu smalað í kattholt Sam- fylkingarinnar og gefið nefndarmjólk og rannsókn- arkorn. Hvergi er minnst á það í Brussel að Ísland sé í könn- unaleiðangri. Hvergi sagt að það land langi bara að fá að „kíkja í pakkann“ og muni svo gera upp við sig hvort rétt sé að sækja raunverulega um. Þegar Össur hintar hikandi og hrædd- ur að slíku er strax sussað á hann eins og óþekkan krakka af „stækkunarstjóranum“. Evr- ópusambandið veitir „engar varanlegar undanþágur,“ segir hann höstuglega á opinberum blaðamannafundi. Össur minnkaði strax við þessi orð stækkunarstjórans og fjöl- mennt fylgdarlið hans fór hjá sér. Og þegar Össur kom á sama fundi fram með kostulegu kenninguna um að íslenskir bankar hefðu ekki farið á höf- uðið, ef evran hefði verið gjald- miðillinn, þá störðu blaðamenn- irnir á hann og spurðu hvort hann þekkti ekkert til að- stæðna í Evrópu. Össur lét á sínum tíma af- henda Svíum aðildarumsóknina sína tvisvar, svo hann kæmist örugglega á mynd. Spurningin er orðin sú hvort ekki væri ráð að fá að geyma það plagg fram- vegis í þekktustu skúffu sem Samfylkingin hefur aðgang að hjá sænskum. Enn smalar Samfylkingin VG-köttum. Hengir næst á þá bjöllur} VG á vondum dögum Í skjali því semÖssur Skarp- héðinsson, utan- ríkisráðherra, dreifði til kollega sinna í Brussel og á að lýsa almennri afstöðu ríkisstjórnar Íslands vegna aðildarumsóknar að Evrópusambandinu, segir: „Íslenska þjóðin verður upp- lýst um samningaferlið af heið- arleika og hreinskilni. Mikil áhersla verður lögð á að tryggja gegnsæi eins og þegar hefur verið sýnt fram á með birtingu allra lykilskjala. Við munum skipuleggja hlutlausa upplýsingamiðlun um Evrópu- samstarfið, um ferli samninga- viðræðnanna og væntanlegan aðildarsáttmála og greiða þannig fyrir heilbrigðri um- ræðu um kosti og galla að- ildar.“ Ætli sá maður sé til sem trú- ir einu orði af því sem ritað er innan gæsalapp- anna hér að ofan? Dettur einhverjum í hug að ríkisstjórn spunastrákanna muni upplýsa þjóð- ina af „heiðarleika og hreinskilni um samn- ingaferlið“? Finnst ein- hverjum líklegt að ríkisstjórn sem helst er þekkt fyrir pukur og leyndarhyggju muni allt í einu „tryggja gegnsæi“ í þessu máli? Hvarflar að nokkrum manni að ríkisstjórnin ætli að „skipuleggja hlutlausa upplýs- ingamiðlun um Evrópusam- starfið“? Ríkisstjórnin hefur sýnt að hún vinnur með Evr- ópusambandinu að kynning- armálum. Skyldi sá maður finnast sem trúir því að sendi- skrifstofa Evrópusambandsins hér á landi hafi það hlutverk að veita hlutlausar upplýsingar en ekki að reyna að tryggja stuðning við aðild? Ósannindi og óheilindi einkenna aðildarumsókn ríkisstjórnarinnar} Gegnsæ óheilindi T ölvupóstur aðstoðarmanns menntamálaráðherra, sem barst fjölmiðlum fyrir mistök, hefur varla farið fram hjá neinum. Mis- tökin eru vissulega neyðarleg fyrir aðstoðarmanninn en öllu neyðarlegri eru viðbrögð hans í fjölmiðlum. Það er ofboðslega pínlegt að horfa á stjórn- málamenn klóra í bakkann við að leiðrétta augljós mistök sín og klúður. Dálítið eins og spriklandi fiskur á árbakka. Kemst ekki neitt og allir vita að mistökin voru hans að bíta á agnið, sama hvað hann spriklar. Fyrstu viðbrögð aðstoðarmannsins voru að kenna kornungum syni sínum um málið. Hann hefði slysast í tölvuna og ýtt á einhvern hnappinn sem hafði þessar vandræðalegu af- leiðingar. Önnur viðbrögð hans voru að auglýsa að þetta væri sko ekki orðbragð sem menn af hans kalíberi not- uðu. Þvert á móti væri hann að „setja sig í stellingar þeirra sem hann reynir ekki að líkjast“. Af hverju getur fólk ekki bara játað á sig sökina? Af hverju er ekki bara hægt að segja „Sorrí, þetta var al- gert klúður“? Það vita allir að maðurinn mundi aldrei tala með þessum hætti á opinberum vettvangi. Þetta eru í sjálfu sér ósköp lítil mistök en honum hefur tekist að gera þau alveg afspyrnu-neyðarleg. Þetta mál er bara enn ein haldbær sönnun þess að það er best að koma til dyranna eins og maður er klæddur. Þetta er nú samt ekki í fyrsta sinn sem stjórnmála- maður klúðrar tölvupóstum. Engu að síður kemur það fólki alltaf jafn ótrúlega á óvart að stjórnmálamenn velti því fyrir sér hvernig setja eigi fram málefnin. Fyrirtæki eyða miklum tíma og peningum í að spá og spekúlera um hvernig sé nú best að setja fram vöru og kynna hana. Stjórnmála- menn, sama hvað fólki finnst um það, þurfa líka að spá í þetta. Upplýsingafulltrúar og að- stoðarmenn þeirra eru ekki til þess gerðir að veita upplýsingum til almennings. Það er ekki í starfslýsingu þeirra. Þeir eru til þess gerðir að sortera upplýsingar og setja þær út í smá- skömmtum á heppilegum tímapunktum. Raunar er hver einasta fréttatilkynning sem nokkurn tíma hefur verið send út varfærn- islega hönnuð til að fegra ímynd og bæta orð- spor einhvers. Hún er ekki svar við gagnrýnni spurn- ingu. Hún er auglýsing. Þess vegna forðast blaðamenn að éta tilkynningar upp gagnrýnislaust og ættu alltaf að gera það, jafnvel þó þeir fái tilkynninguna senda klukku- tíma á undan öllum öðrum, í óformlegri útgáfu. Kosningabarátta er t.d. líka bara auglýsing. Hún gengur út á það að selja fólki hugmyndafræði og afstöðu en ekki síst ímynd. Kosningabarátta er samofin lýðræð- inu en það er óraunhæft að ætla að stjórnmálamenn hætti að velta vöngum um hvernig þeir komi best fram í hverju máli um leið og þeir ná kjöri. Því miður munu stjórnmálamenn bara alltaf koma „tussufínir“ til dyra. jonasmargeir@mbl.is Jónas Margeir Ingólfsson Pistill Neyðin og spuninn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon – 6.058 færri skattborgarar –7,5 færri milljarðar í tekjuskatt – 55,2 færri milljarðar í fjármagnstekjuskatt 124,7 milljarðar í kostnað ríkisins vegna persónuafsláttar ‹ SKATTHEIMTA › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.