Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 10
Kristel Finnbogadóttir
kristel@mbl.is
Helgina 25.-27. júní sl. fagnaði Retriev-erdeild Hundaræktarfélags Íslands 30 áraafmæli. „Undir deildina falla tegundir ret-rieverhunda en fimm tegundir hafa komið
hingað til lands. Algengustu tegundirnar eru Labra-
dor retriever og Golden retriever,“ segir Guðmundur
A. Guðmundsson, formaður Retrieverdeildarinnar. Í
tilefni afmælisins var safnast saman á Úlfljótsvatni
þar sem retrievereigendur áttu góða daga saman. Á
dagskránni var meðal annars deildarsýning og veiði-
próf en vel var mætt og tjaldsvæðið þétt setið.
Markmið og keppikefli
Helsta starfsemi deildarinnar er framkvæmd
veiðiprófa. „Á hverju sumri eru haldin sjö til átta
veiðipróf. Prófaðir eru meðfæddir eiginleikar
hundanna og kannað hversu vel þjálfaðir þeir eru,“
segir Guðmundur en prófað er í þremur flokkum;
byrjendaflokki, opnum flokki og úrvalsflokki. Allir
hundar byrja í byrjendaflokki og vinna sig þaðan upp
um flokk þegar hundurinn er orðinn eldri, þroskaðri
og betur þjálfaður. Margir hundar taka þátt í mörg-
um prófum á hverju sumri. „Menn eru að glíma við
að ná titlinum veiðimeistari en til þess þurfa þeir að
Retrieverdeildin
fagnar 30 ára afmæli
Retrieverdeild Hundaræktarfélags Íslands
átti stórafmæli nú í sumar. Við það tilefni
komu retrievereigendur saman á Úlf-
ljótsvatni og fylgdust með veiðiprófi og
deildarsýningu.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010
Eigðu gott su
mar!
Vinsamlegast skafð
u. Ef þú færð þrjá (3
) eins hefurðu
unni glæsilegan vin
ning. Sjá vinningas
krá á bakhlið.
10 Daglegt líf
Nú fer að líða að einni annasömustu
ferðahelgi ársins þegar margir pakka
sér saman, púsla sér inn í bíl með
tjald, kælibox og annan viðlegu-
búnað og bruna út á land. Margir
elta sólina en sumir fara alltaf á
sama staðinn. Þegar gist er í tjaldi er
ósköp þægilegt að nota sundlaugar
landsins til að fara í sturtu og skola
af sér svitann. Ekki skemmir heldur
fyrir ef veðrið er gott og hægt er að
ná sér í smá brúnku í leiðinni. Víða
um landið eru stórar sundlaugar sem
flestir vita af en svo eru líka til aðrar
minni á afskekktum stöðum þar sem
er meira næði og ró. Á vefsíðunni
sundlaugar.is má finna upplýsingar
um allar gerðir af sundlaugum,
litlum og stórum svo og heitum laug-
um. Á síðunni má líka finna upplýs-
ingar um ungbarnasund og aðra
sundkennslu og skoða veðurspána.
Sannarlega þægileg og nytsamleg
síða fyrir sundgarpa sem vilja vita
hvar best sé að fara í sund þegar
þeir eru á ferðinni. Það mætti jafnvel
nýta sér þessa vefsíðu til að búa sér
til plan og fara sundhring um landið
í bland við að njóta náttúrunnar og
heimsækja fallega staði. Vefsíðan er
líka sniðug að því leyti að notendur
geta sett inn athugasemdir ef ein-
hverjar eru og gefið sundstöðunum
einkunn.
Vefsíðan www.sundlaugar.is
Morgunblaðið/Ernir
Sumar Landsmenn hafa sannreynt að undanförnu að gott er að kæla sig í hita.
Í sundferð um landið
Það hljómar kannski undarlega að
hvetja fólk til að fara í bíó að sumri
til, þegar flestir vilja eyða sem
mestum tíma úti við og á ferðalög-
um um landið. Hins vegar er það
þannig að það koma mörg kvöld þar
sem fólk einfaldlega hangir heima
hjá sér og hefur fátt betra að gera.
Þar að auki hefur veðurspáin oft
verið betri.
Þá er allt eins gott að kíkja í bíó,
því þar sem svo margir reyna að
lágmarka bíóferðir á sumrin þá ætti
að vera lítil röð í sjoppuna, fjöldi
góðra sæta á lausu í salnum og
skrjáfið í nammipokunum í lágmarki.
Þar að auki er verið að sýna góðar
kvikmyndir á borð við Toy Story 3
og Inception sem er eiginlega nauð-
synlegt að sjá á stórum skjá.
Endilega …
… kíkið í bíó
Toy Story 3 Skemmtilegra að sjá hana í kvikmyndahúsum.
-
og
elt
kar
r
þú
n
ti-
,
da
ur
að
gu
at
að
tir
.
ra
þið
n-
el
ík
el.
g
u
d-
r
eð
skt
ð
son
ur
Bónus
Gildir 28. - 31. júlí verð nú áður mælie. verð
Pepsi í dós, 500 ml.................... 69 74 138 kr. ltr
Pepsi max í dós, 500 ml............. 69 74 138 kr. ltr
Kókkippa, 6x500 ml .................. 598 698 199 kr. ltr
Bónus samlokur ........................ 139 159 139 kr. stk.
Doritos snakk, 165 g ................. 198 225 1.200 kr. kg
Bónus snakk, 160 g................... 198 229 1.237 kr. kg
Bónus póló, 2 l.......................... 129 179 65 kr. ltr
Búrfells hangiálegg, 143 g.......... 295 378 2.063 kr. kg
Bónus nýbak. kornkubbar, 4 stk. . 198 259 50 kr. stk.
Euroshopper orkudr., 500 ml ...... 159 169 318 kr. ltr
Fjarðarkaup
Gildir 29. - 30. júlí verð nú áður mælie. verð
Svínahnakki úrb úr kjötborði ....... 998 1.498 998 kr. kg
Svínalundir úr kjötborði .............. 1.398 2.198 1.398 kr. kg
Lambafille m/fitu úr kjötb........... 2.798 3.498 2.798 kr. kg
FK kjúklingabringur .................... 1.781 2.375 1.781 kr. kg
FK jurtakryddað lambalæri.......... 1.333 1.568 1.333 kr. kg
Ali vínarpylsur............................ 539 899 539 kr. kg
Hamborgarar, 2x115g m/br........ 358 438 358 kr. pk.
Ísfugl grillpylsur ......................... 961 1.373 961 kr. kg
Fk grill lambakótilettur................ 1.989 3.078 1.989 kr. kg
FK grill svínakótilettur ................. 1.198 2.098 1.198 kr. kg
Kostur
Gildir 28. júlí - 1. ágúst verð nú áður mælie. verð
Kostur kryddað lambalæri .......... 1.333 1.905 1.333 kr. kg
Goða hamborg. frosnir, 10 stk. ... 878 1.098 88 kr. stk.
Goða grísavöðvi kryddl. .............. 1.423 1.898 1.423 kr. kg
Kostur kjúklingal. rauðv.legnir ..... 667 889 667 kr. kg
Cheetos ostasnakk risapoki ........ 899 899 899 kr. stk.
Tostitos Nacho flögur .................. 799 799 799 kr. stk.
Tostitos ostasalsasósa ............... 559 559 559 kr. stk.
M&M súkkulaðibitakökur............ 89 89 89 kr. stk.
Nabisco súkkulbitak. 340 g........ 297 349 297 kr. stk.
Kostur heilhvsamlokubr. ............. 178 198 178 kr. stk.
Krónan
Gildir 29. júlí- 1. ágúst verð nú áður mælie. verð
Krónu kjúklingabr....................... 1.598 1.798 1.598 kr. kg
Lambalæri hvítlauks&rósmarín ... 1.258 1.398 1.258 kr. kg
Grísalundir erlendar ................... 1.299 2.598 1.299 kr. kg
Ungnauta piparsteik .................. 1.749 3.498 1.749 kr. kg
Lamba Rib Eye hvítl&rós............. 2.998 3.798 2.998 kr. kg
Ísl.M. laxasalat .......................... 198 309 198 kr. kg
Allra frostpinnar grænir, 20 stk.... 279 299 279 kr. pk.
Homeblest, 300 g...................... 189 190 189 kr. pk.
Egils Orka 0,5ltr......................... 119 119 119 kr. stk.
7 UP, 2 l .................................... 179 229 179 kr. stk.
Nóatún
Gildir 29. júlí - 1. ágúst verð nú áður mælie. verð
Lambalærissneiðar .................... 1.598 1.998 1.598 kr. kg
Ungnautaborgari, 90 g ............... 119 185 119 kr. stk.
Grísahnakki krydd. að vali........... 998 1.498 998 kr. kg
Ungnauta innralæri .................... 1.998 3.498 1.998 kr. kg
Lambafille kr. að vali .................. 2.798 3.498 2.798 kr. kg
Lambahryggur kryddaður............ 1.439 1.599 1.439 kr. kg
Lambalæri heiðmerkurkryddað.... 1.298 1.398 1.298 kr. kg
Mjólka hindb. skyrterta, 600 g .... 998 1.098 998 kr. stk.
Fanta appelsín, 2l...................... 149 298 149 kr. stk.
Pepsi, 2l ................................... 198 256 198 kr. stk.
Þín Verslun
Gildir 29. júlí - 2. ágúst verð nú áður mælie. verð
Lambalæri úr kjötborði ............... 1.098 1.698 1.098 kr. kg
Lambahryggur úr kjötborði .......... 1.298 1.949 1.298 kr. kg
Ísfugls kjúklingabr. úrb. .............. 2.094 2.992 2.094 kr. kg
Sprite/Sprite Zero 1 l ................. 175 229 175 kr. ltr
Myllu Möndlukaka ..................... 449 749 449 kr. stk.
Emmess Daimtoppar, 4 stk. ....... 749 969 749 kr. pk.
Capri Sonne, appels, 10x200 ml 598 739 60 kr. stk.
Ultje saltaðar hnetur, 200 g ........ 199 279 995 kr. kg
Helgartilboðin
Um 300 retrievereigendur eru virkir í starfi deildarinnar og
greiða félagsgjöld. Þeir eru 10% af félagsmönnum Hundarækt-
arfélags Íslands og því telst deildin nokkuð stór. Formaður Ret-
rieverdeildarinnar segir að félagið gæti ekki starfað án sjálf-
boðaliðanna sem aðstoða við veiðipróf, sýningar og fleira.
Retrieverhundum fjölgar jafnt og þétt hér á landi og eru nú
rúmlega 1.300 skráðir á lífi en í öflugum gagnagrunni má finna
alla skráða retrieverhunda, jafnt lifandi sem dauða
Fjölgar jafnt og þétt
UM 300 VIRKIR EIGENDUR
Hundur Lísa í
eigu Guðjóns
Páls Sigurðs-
sonar.