Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI ÞETTA SAGÐI FÓLK AÐ MYND LOKINNI „Þetta er kannski besta mynd sem nokkurn tíma hefur verið gerð“ „Ég hef aldrei orðið fyrir jafn magnaðri upplifun í bíó“ „Besta mynd allra tíma“ „Besta mynd Christopher Nolans og Leonardo DiCaprios“ HHHHH / HHHHH EMPIRE HHHH / HHHH ROGER EBERT HHHHH / HHHHH KVIKMYNDIR.IS HHHHH „Bíómyndir verða ekki mikið betri en þessi.“ Þ.Þ. FBL HHHH 1/ 2/HHHHH „Því er best að hvetja fólk til þess að drífa sig í bíó og narta í þetta gúmmelaði, því svona, já akkúrat svona, á að gera þetta.“ DV.IS HHHHH/ HHHHH „Óskarstilnefningar blasa við úr hverju horni.“ „Það er tillhlökkunarefni að sjá hana aftur og fylla upp í eyðurnar." ÞRIÐJA BESTA MYND ALLRA TÍMA SKV. IMDB.COM FRÁBÆR MYND Í ANDA JAMES BOND OG THE MATRIX INCEPTION kl.4 -7-8-10-11 12 BOÐBERI kl.5:50-10:30 14 INCEPTION kl.2 -5-8-11 VIP-LÚXUS TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl.8 12 SHREK: SÆLL ALLA DAGA m. ísl. tali kl.1:303D -3:403D-5:503D L 3D A NIGHTMARE ON ELM STREET kl. 10:50 16 SHREK: SÆLL ALLA DAGA m. ísl. tali kl.1:30-3:40-5:50 L LEIKFANGASAGA 3 m. ísl. tali kl. 1:30 - 1:50 - 3:40 - 5:50 L SHREK: FOREVER AFTER m. ensku tali kl.1:30-3:40 -8 -10 L SEX AND THE CITY 2 kl. 8 12 / ÁLFABAKKA INCEPTION kl. 8 -10:10-11 12 SHREK: SÆLL ALLA DAGA 3D m. ísl. tali kl. 3:403D -5:503D L SHREK: FOREVER AFTER 3D m. ensku tali kl. 83D L LEIKFANGASAGA 3 3D m. ísl. tali kl. 3:203D -5:403D L TOY STORY 3 m. ensku tali kl. 3:20-5:40-8 L TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 10:20 12 / KRINGLUNNI Lagið sem leiðir smáskífuna er nokkuð pönkað með óþægilegum undirtón. Það fjallar um par sem sest að í Los Ang- eles og finnur sér eitthvað til þess að hafa fyrir stafni. „I bought a house with you, we settled down with cats. There wasn’t much to do, so we just sat and watched the TV … and smo- ked weed.“ Lagið fjallar um það hvernig einstaklingar láta aðdrátt- arafl borga eins og Los Angeles blekkja sig, þar sem allir koma af metnaði tilbúnir til iðni en tækifærin sem fólk sér þar í hillingum eru ekki til staðar. Uppistaða lagsins er snarpur rafmagnsgítarleikur og trommur en smáskífunni fylgir líka „Pleasure Is Boss“ sem er mjög for- vitnilegt lag og jafnvel útvarpsþýð- ara en „The Overachievers“. „Only Sometimes“ er rólega lagið með bergmálandi hljómi sem minnir stundum á skrítinn hátt á Beach Bo- ys. Samblandið á skífunni er áhuga- vert og spennandi. Liars - The Overachievers bbbbn Áhugavert sambland Guðmundur Egill Árnason Ræflarokksveitin The Fall er á sínu þrítugasta og fjórða starfsári og Your Future Our Clutter er breið- skífa númer 28 sem hún sendir frá sér. Hljómsveitir eins og The Fall endast ekki í tónlistarbransanum í svona langan tíma án þess að hafa eitthvað sérstakt fram að færa og ef ekki væri hægt að hlusta á plöturnar þeirra þangað til græjurnar bræða úr sér. Á Your Future Our Clutter heldur Mark E. Smith, forsprakki sveitarinnar, áfram að gelta yfir hráu ræflarokkinu með sinni ynd- islegu og á tímum óskiljanlegu rödd og sýnir fram á það að sveitin er vel fær um að læra nýjar hundakúnstir þegar kemur að því að semja tónlist, án þess þó að gleyma þeim gömlu góðu. Það skiptir því ekki máli hvort maður er búinn að hlusta á The Fall allan þeirra feril eða hvort Your Future Our Clutter markar fyrstu kynni manns af sveitinni því þessi plata er bæði fyrir nýgræðinga og lengra komna. Yndislega óskiljanleg The Fall - Your Future Our Clut- ter bbbbn Matthías Árni Ingimarsson Vá, vá, vá og aftur vá. Ég held að ég búi ekki yfir nógu mörgum „vá-um“ til að lýsa nýjustu plötu söngkon- unnar Cyndi Lauper með réttu. Hún kom mér svo sannarlega skemmtilega á óvart. Ég þurfti virkilega að athuga hvort ég væri ekki örugglega að hlusta á rétta plötu, því að sú tónlist sem hljómaði í eyrum mínum var ekki vitund lík þeirri sem Lauper er þekkt- ust fyrir. Í seinni tíð hef ég lítið sem ekkert heyrt frá söngkonunni og verð að við- urkenna að í barnaskap mínum bjóst ég við að heyra 80’s- eða 90’s-slagara. Hverju öðru á maður að búast við frá tónlistarmanni sem hefur sent frá sér ódauðleg lög á borð við „Time After Time“ og „Girls Just Want To Have Fun“? Lauper hefur þroskast heilmikið sem tónlistamaður og tekur nú blús- inn fyrir. Eftir að hafa hlustað á þessa nýju tónlist hennar er erfitt að ímynda sér söngkonuna í skrýtnu gömlu bún- ingunum sínum með marglitað hár. Þrátt fyrir þroskann hefur hún þó enn þennan gamla góða unglega tón, sem gefur blúsnum einstaklega skemmti- legan blæ. Það hefur oft verið sagt um blúsinn að hann sé dálítið líkur djassinum, þ.e. það tekur fólk tíma að venjast honum. Það má segja að plat- an Memphis Blues sé mjög hentug blús-byrjendum þar sem Lauper ger- ir hann léttan. Það er þó ekki þar með sagt að platan henti ekki blús- áhugamönnum. Hún einfaldlega hentar öllum. Á plötunni fær Lauper nokkra góð- kunna tónlistarmenn í lið með sér, meðal annars goðið B.B. King, Char- lie Musselwhite, Allen Toussaint og Jonny Lang. Að heyra Lauper og meistara B.B. King syngja saman í laginu „Early in the Morning“ er gjörsamlega óborganlegt. Annars er ómögulegt að gera upp á milli lag- anna því þau eru hreint út sagt frá- bær. Ég veit svo sannarlega hvaða plötu ég ætla að spila um helgina. Lauper aldrei verið betri Cyndi Lauper - Memphis Blues bbbbb Hugrún Halldórsdóttir Cyndi Lauper Söngkonan hefur svo sannarlega engu gleymt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.