Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 Elsku amma mín er látin. Það læðast fram tár og söknuður þegar ég rifja upp sam- verustundirnar okkar. Ég var svo lánsöm að alast upp með ömmu í næsta húsi í Bakkaselinu og var hún stór partur af lífi mínu. Þegar ég var lítil fannst mér ekkert skemmti- legra en að hlaupa yfir til ömmu og spila við hana. Þá var hún ekki lengi að leggja frá sér prjónana og við spiluð- um. Á unglingsárunum fór ég alltaf til hennar á föstudögum að ryksuga húsið hjá henni og þá var nú oft tekið í spil fyrir og eftir þrif. Amma spjallaði mik- ið um lífið og tilveruna. Hún átti stór- brotna ævi og var einstaklega dugleg og sterk kona. Amma var mikil félagsvera og naut lífsins með vinum og fjölskyldu og hafði oft á orði hvað það væri nú gott að hafa einhvern „almennilegan“ til að tala við. Henni fannst gaman að tileinka sér nýjungar og vildi skilja út á hvað þetta gengi allt saman. Það eru ekki margar ömmur sem keyra bíl langt fram eftir aldri, nota tölvu, senda tölvupóst og fara á netið. Þegar hún var áttatíu ára gömul vildi hún kaupa sér GSM-síma og fórum við því í búðarleiðangur. Svona var amma. Hún fylgdist með tækninni og fannst ómögulegt annað en að vera með. Amma Sonja var alltaf mikið að bar- dúsa. Hún hafði mikið yndi af ræktun og var með fullt hús af blómum, fullan garð af trjám og plöntum svo ég minn- ist nú ekki á alla skógræktina og lysti- garðinn í Selmörk, en þaðan á ég ófáar æskuminningar um hana. Einnig spil- aði hún brids við aldraða í Gerðubergi, synti á hverjum degi, fór í sauma- klúbba, kenndi yoga, prjónaði, saumaði og var í Oddfellow. Hún hafði unun af því að ferðast og að læra erlend tungu- mál og þegar mamma varð fimmtíu ára fórum við öll saman í ferð um Evrópu. Þá var amma í essinu sínu að spreyta sig á öllum tungumálunum á leið okkar um Sviss, Ítalíu, Þýskaland, Frakkland og Lúxemborg. Við barnabörnin nutum góðs af ferðaáhuga hennar því hún var dugleg að fara með okkur í menningarferðir eins og hún kallaði þær. Þá fór hún með okkur m.a. á söfn, sýningar, í Ála- fosshúsið, Blómaval, ferðir út á land og heimsóknir til vina hennar sem höfðu eitthvað spennandi að sýna okkur eða segja frá. Síðustu ár var amma á Droplaugar- stöðum og þar fór vel um hana. Okkur þótti gott og gaman að heimsækja hana þangað og bað elsta dóttir mín, hún Erla Guðfinna, oft um að heim- sækja langömmu því það væri svo gaman að fara til hennar, hún væri svo góð. Síðast þegar við fórum öll litla fjöl- skyldan saman að heimsækja hana var yngsta dóttir mín aðeins nokkra vikna gömul. Þá gekk hún stolt um allt og sýndi fólkinu að hérna væri nú bara komin ein nýfædd, alsæl með enn eitt langömmubarnið. Elsku amma, takk fyrir allar skemmtilegu og lærdómsríku sam- verustundirnar. Ég hugsa til þín þar sem þú ert núna komin í fallega dalinn þinn sem þú sagðir mér að biði þín og getur farið að gróðursetja eins og þér einni er lagið. Ég sakna þín, elsku amma mín. Guð veri með þér. Þín Anna Lára. Elsku amma mín. Ég vona að þú sért búin að hitta afa Axel og komin í fallega dalinn sem þú talaðir svo oft um. Dalinn þar sem þú ætlaðir að rækta tré og búa með afa þegar þið mynduð sameinast á ný. Þú talaðir svo opinskátt um dauðann og að Sonja B. Helgason ✝ Sonja BjörgHelgason, íþrótta- kennari, stofnandi og fyrrv. forstjóri Nestis, fæddist 16. nóvember 1918. Hún lést á Droplaugarstöðum 13. júlí 2010. Útför Sonju fór fram frá Bústaða- kirkju mánudaginn 26. júlí 2010. þú kviðir því ekki að deyja. Mér fannst oft óviðeigandi að amma mín skyldi tala svona en eftir á að hyggja er svo gott að vita að þú hafir ekki kviðið þessari stundu. Í hvert skipti sem þú hittir Trausta minn spurðir þú hann hvenær við ætluðum að gifta okkur og sagðir að við yrðum að gifta okk- ur áður en þú myndir deyja. Við svöruðum þér alltaf og sögðum að þú mættir ekki deyja áður en við myndum gifta okkur, en þú gast líklega ekki beðið lengur enda á 92. aldursári þínu. Það var gott að fá að alast upp með ömmu sína í næsta húsi. Við áttum svo margar góðar stundir saman. Við spil- uðum oft rommí en skemmtilegast var þegar þú keyptir vinninga og settir upp keppni á milli okkar tveggja. Þegar við Bjarki vorum yngri varstu dugleg að fara með okkur í menningarferðir eins og þú kallaðir þær. Ég man best eftir ferðinni þar sem við fengum að ráða hvert við færum og þá varð Hallgríms- kirkjuturn fyrir valinu. Þegar við vor- um komin á toppinn byrjuðu kirkju- klukkurnar að klingja og við vorum ekki lengi að koma okkur niður aftur því að hávaðinn var svo mikill í turn- inum. Á tímabili vildir þú læra á tölvu, læra að skrifa sögur í Word, senda tölvupósta og læra tungumál. Við ákváðum því að ég skyldi kenna þér á tölvu einu sinni í viku og fá vasapening fyrir. Þetta voru góðir tímar þar sem þú skrifaðir upp ferðasögurnar þínar, sendir tölvupósta til systur þinnar í Svíþjóð og lærðir frönsku og spænsku af kennsludiskunum sem þú keyptir þér í tölvuna. Þú varst svo viljug og dugleg að læra þó svo að þú værir orðin 80 ára gömul. Þegar ég fékk bílprófið ákvaðst þú að hætta að keyra og gerðir mig að einkabílstjóra. Í staðinn mátti ég fá bílinn að láni eins og ég vildi sem var mikill lúxus fyrir 17 ára stelpu sem var nýkomin með bílpróf. Í bíltúrunum okkar spjölluðum við mikið og áttum góða tíma. Það var gott að eiga stundina með þér í febrúar þegar ég sagði þér frá því að ég ætti von á barni. Ég er svo þakk- lát fyrir að þú hafir verið frísk þá og getað glaðst yfir því með mér. Um síð- ustu jól varst þú búin að segja mér að þú værir viss um að ég væri ólétt. Þú hafðir rétt fyrir þér með það og einnig hafðir þú rétt fyrir þér þegar þú sagðir mér að þetta væri lítil stelpa. Elsku amma, það var svo skrítið að upplifa að horfa á þig hreyfingarlausa taka síðustu andardrættina í lífinu þínu. Það var svo skrítið að um leið og þú varst að kveðja þennan heim var litla stelpan mín dugleg að hreyfa sig og sprikla í bumbunni og minna mig á að ég ætti von á nýju lífi. Elsku amma, ég er svo þakklát fyrir allar stundirnar sem við höfum átt saman. Hvíl í friði. Þín Jónína Rós (Ninna). Jæja amma … Nú ert þú lögð af stað í eina menningarferðina enn og í þetta sinn án okkar barnabarnanna. Á meðan sit ég heima og velti fyrir mér hvaða grautur sé. „Þetta sagði hann afi þinn alltaf“ varst þú þá vön að segja. Við náðum alltaf svo vel saman eins og þú hafðir oft orð á. Ég hef stundum velt fyrir mér hvers vegna. Ekki er það út af því ég er krabbi og þú sporðdreki og ekki út af því við er- um bæði svo lítið fyrir sætindi. Ekki út af því að við vorum skikkuð saman í bíl í Evrópuferðinni vegna þess að við töluðum svo mikið, sungum saman eða vegna þess að ég nennti að spila rommí. Ég held að ástæðan sé sú að við vorum léttlynd og bárum alltaf virðingu hvort fyrir öðru, við hlust- uðum hvort á annað og einhvern veg- inn skildum hvort annað. Þú ert sú litríkasta manneskja sem ég hef kynnst og hefur þú kennt mér margt. Ég er afar þakklátur fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Þú hefur sagt margt um ævina sem verður mér ávallt í fersku minni og á ég oft eftir að segja: „Þetta sagði hún amma mín alltaf.“ Ég kveð þið, elsku amma, með söknuði og virðingu Tíminn fyllir tómarúm tími til að fara. Tími nú við næturhúm og náðar kalli svara. Flogin á brott frú fönguleg, fögur blómin birtast. Birtan og Axel við Sældarsel alsæl fá að hittast. (B. Sig.) Þinn vinur og barnabarn, Bjarki Sigurjónsson. Kveðja frá Selvatni Um hádegisbil þann 13. júlí sl. skullu óvænt á þrumur og eldingar á Miðdalsheiðinni. Heiðin var að kveðja Sonju í Selmörk. Nýtrúlofað par, Sonja og Axel Helgason, keyptu land uppi við Sel- vatn árið 1942 og hófst þá vinátta okk- ar nágrannanna sem ekki hefur fallið skuggi á. Það var með ólíkindum hvernig þau breyttu grjóti og mosa í fallegan skóg. Líkast var sem jarðýta hefði farið um landið en ekki hend- urnar einar með skóflu og járnkarl að vopni. Þau breyttu mýrarfeni í fallega tjörn og byggðu sér bústað þar sem brátt teygði úr sér fjölbreyttur skóg- ur. Krafturinn í skógræktinni var svo mikill að landið dugði ekki til og þau juku við eignina. En það skiptast á skin og skúrir. Sonja missti 2 börn í bernsku og síðan mann sinn ungan árið 1959 af slysför- um. En hún lét ekki deigan síga, hélt áfram að reka Nesti, fyrirtæki þeirra hjóna, og ekkert lát varð á skógrækt- inni á heiðinni. En þetta var ekki nóg. Sonja var lærður leikfimikennari frá Svíþjóð þaðan sem föðurætt hennar er komin. Og hún var hugsjónakona. Því bætti hún við þjálfun geðfatlaðra barna í Bjarkarási um langt skeið og frá 1960 starfaði hún að mannúðar- málum innan Oddfellow-reglunnar. Sonja var hreinskiptin og hug- myndarík kona, ákveðin og hörkudug- leg, glaðlynd og elskuleg við okkur vini sína og skjólstæðingana, fötluðu börnin. Við þökkum fyrir fjölmargar skemmtilegar samverustundir á heið- inni og sendum börnunum þremur og fjölskyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Asta og Árni í Selbúð. Sonja vinkona mín er fallin frá. Samverustundir okkar voru margar í gegnum árin, bæði hérlendis og er- lendis. Við kynntumst fyrst sem jóga- leiðbeinendur í Heilsuræktinni í kringum 1970 og náðum strax saman enda deildum við miklum áhuga á lík- amsrækt og ferðalögum. Seinna stofnuðum við jógastöðina Heilsubót með fleirum. Í gegnum árin ferðuð- umst við mikið, meðal annars sóttum við námskeið í jóga til Portúgals, Eng- lands og Sviss svo einhver lönd séu nefnd. Það var yndislegt að heimsækja Sonju í sumarbústað hennar við Sel- vatn og þar eyddum við ófáum stund- um við spilamennsku og spjall. Ég var líka alltaf velkomin til barnanna henn- ar. Sonja var mikil tungumálamann- eskja og það var oft sem hún hafði orð fyrir okkur á ferðalögum okkar er- lendis. Ég minnist þess sérstaklega þegar við vorum eitt sinn staddar á Spáni og sölumaður einn ætlaði að rukka mig tvisvar, en Sonja sá aldeilis við honum – hún skammaði hann og hann varð ljúfur sem lamb á eftir! Þetta sýndi bæði tungumálakunnáttu hennar og ekki síður öryggi í fasi. Eftir að ég giftist aftur hélst vinátta okkar áfram sterk og Sonja kom með okkur Óla í ótal ferðir. Þegar hann dó árið 1986 var gott að eiga Sonju að. Sonja var góð vinkona. Hún sagði við mig að ég væri ávallt velkomin, hvort sem væri að nóttu eða degi, og því gat ég alltaf treyst. Minning um góða konu lifir áfram. Ég sendi innilegar samúðarkveðjur til barna hennar og barnabarna. Hallfríður Bjarnadóttir. ✝ Guðmundur Erl-ingsson andaðist á heimili sínu í Opelou- sas, Louisiana í Bandaríkjunum 2. desember 2009. Bál- för og minning- arathöfn fór fram í Opelousas 5. desem- ber 2009. Guðmundur var fæddur 7. apríl 1931 á Galtastöðum í Flóa- hreppi (áður Gaul- verjabæjarhreppi). Foreldrar hans voru J. Erlingur Guðmundsson og Guð- laug Jónsdóttir. Eftirlifandi systkini Guðmundar eru Arndís, f. 1932, Sig- urjón, f. 1933 og Árni, f. 1935 sem búa á Selfossi. Þau áttu einnig tvær dætur sem létust barnungar 1929 og 1930. Guðmundur ólst upp hjá móðursystkinum sínum á Syðra- Velli í sömu sveit. Hann tók stúd- og viðhald fasteigna, f. 1964, sem giftist Kjersti Botnen, býr í Ósló. Börn þeirra eru Elias og Emma. Guðmundur starfaði við flutninga og vann fyrst fyrir Talton „Tiny“ Turner hjá Louisiana Truck Broke- rage. Síðar starfaði hann fyrir Al Robichaux hjá Union 76 þjónustu- miðstöð í Lafayette í Louisiana. Þegar Guðmundur komst á eftir- laun hlaut hann þann heiður að vera útnefndur heiðursprófessor við Uni- versity of Louisiana vegna starfs við kennslu í forníslensku og þýðingu fornrita. Ásamt dr. W. Bryant Bach- mann þýddi hann sex íslenskar forn- sögur á ensku: Finnboga sögu ramma, Hálfs sögu og Hálfsrekka, Hrólfs sögu kraka og kappa hans, Svarfdæla sögu, Valla-Ljóts sögu og Þorleifs þátt jarlaskálds. Þessar sögur komu út í þrem bókum: „The Saga of Finnbogi the Strong“, „The Sagas of King Half and King Hrolf“ og „Svarfdaela saga and Other Ta- les“. Útför Guðmundar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 29. júlí, og hefst athöfnin kl. 13.30. entspróf frá Mennta- skólanum í Reykjavík og hóf síðan nám í jarðvegsfræði við Washington State University sem styrk- þegi árið 1952. Guðmundur giftist eftirlifandi eiginkonu sinni, Virginia Owens, hjúkrunarkonu frá Nowata Oklahoma, 15. febrúar 1957. Þau fluttust til Opelousas í Louisiana þar sem þau bjuggu síðan. Börn þeirra eru: (1) Gretchen svæð- isstjóri, f. 1958, sem giftist Mark Deshotels, býr í Opelousas, þau skildu. Barn þeirra er Alyce Deshot- els. 2) Mary Grace lögfræðingur, f. 1962, sem giftist próf. Michael Sim- on, býr í Baton Rouge. Börn þeirra eru Alexander, Kathryn Brooke og Gabriel. 3) Eric, starfar við umsjón Ég minnist Guðmundar frænda míns með miklum hlýhug. Hann var ávallt hlýr í viðmóti og með bros eða spaugsyrði á vör en það var græsku- laust grín. Honum lá gott orð til allra, var víðlesinn, hagmæltur, átti gott með að segja frá og kunni skemmtilegar sögur. Vegna þessara eiginleika var hann aufúsugestur hvar sem hann kom, fólk naut samvista við Guðmund og sóttist eftir þeim. Starf hans fólst lengi vel í því að stjórna einni af þremur vöktum á þjón- ustumiðstöð Union 76 í Lafayette í Lo- uisiana, en Union 76 fyrirtækjakeðjan sérhæfði sig í heildstæðri þjónustu fyr- ir vöruflutningabifreiðir sem ekið var langar leiðir. Stöð þessi stendur við Interstate 10 þjóðveginn sem liggur þvert í gegnum syðsta hluta Banda- ríkjanna. Á stöðinni var veitingahús, gistiaðstaða, þvottahús, stórt bíla- stæði, verslun og smurstöð auk olíu- sölunnar. Ég átti þess kost að heimsækja Guð- mund og fjölskyldu síðla árs árið 1981 og fór stundum með honum í vinnuna. Mannlífið á stöðinni var viðburðaríkt og fjölbreytt. Þarna var mikið um fólk frá Louisiana og næstu fylkjum en þangað kom einnig fólk frá fjarlægari stöðum, m.a. frá Mexíkó og Kanada. Eins og gefur að skilja komu stund- um upp mál sem greiða þurfti úr og Guðmundur gekk í þau með sínu hlý- lega og hæverska fasi sem einkenndi hann hvar sem hann kom. Hann haltr- aði vegna afleiðinga lömunarveiki sem hann fékk á 6. áratugnum. Það var sama hvert málið var, það féll fljótt í ljúfa löð eftir að Guðmundur, sem kall- aður var „junior“ mætti á staðinn með Union 76 derhúfuna á hnakkanum brosandi hlýlega til manna yfir lesgler- augun. Guðmundur spilaði biljarð í frí- stundum á árum áður og vann til verð- launa í þeirri grein. Hann hafði gaman af að fylgjast með menningunni vestra og ég minnist þess að í síðustu heim- sókninni benti hann mér brosandi á einn staðinn og sagði að þarna hefði Fats Domino spilað á árum áður. Síð- ustu árin fékkst hann við ræktun og trésmíði í frístundum og liggja eftir hann góðir smíðisgripir. Strax og færi gafst kom hann ásamt eiginkonu og börnum í heimsókn til Ís- lands til að heimsækja aldraða foreldra sína, systkini, ættingja og vini og ferð- irnar heim til Íslands urðu margar. Ís- land, saga þess og tungumálið var hon- um hugleikið og hann var vel lesinn í fornsögunum. Þegar hann komst á eft- irlaun nýtti hann tíma sinn m.a. til að aðstoða við þýðingu fornrita og kennslu í forníslensku við háskóla. Þessar þýðingar hafa farið víða. Skömmu eftir Persaflóastríðið frétti hann t.d. af herflokki sem hvíldi sig á því að lesa þýðingu hans og dr. Bach- mann á Finnboga sögu ramma. Eiginkona Guðmundar hún Virginia var honum stoð og stytta alla tíð í blíðu og stríðu og þau voru afar samrýnd. Ég sendi henni og fjölskyldu Guð- mundar sem og öllum ættingjum og vinum hugheilar samúðarkveðjur. Ragnar Geir Brynjólfsson. Guðmundur Erlingsson Legsteinar ehf, Gjótuhrauni 3 Hafnarfirði, Sími: 822 4774 legsteinar@gmail.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.