Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Hann notaði fyrirtækið sem hann vann hjá sem sinn einkabanka og borgaði meðal annars þannig rapp- aranum 50 Cent fyrir að koma fram í fermingarveislu dóttur sinnar. Hér er ekki verið að lýsa glæsi- lífi íslenskra útrásarvíkinga, þó stefið sé að vissu leyti kunnuglegt, heldur hvernig Bandaríkjamaðurinn David H. Brooks, fyrrverandi yfirmaður og stofnandi DHB Industries, sem fram- leiðir m.a. herklæði, t.d. skotheld vesti, blóðmjólkaði fyrirtækið til að kosta lífsstíl sem fól til dæmis í sér kaup á vændiskonum og veð- hlaupahestum. Mál Brooks er nú fyr- ir dómstólum vestanhafs og reiknast saksóknaranum til að kauði hafi tekið 185 milljónir dala, eða 22,5 milljarða íslenskra króna, ófrjálsri hendi út úr fyrirtækinu. Í fermingarveislu dóttur sinnar eyddi hann t.d. rúmlega einum milljarði króna, m.a. nokkrum millj- ónum í boðskortin sem voru inn- bundin í leður. Gjafmildur með eindæmum Í réttarsalnum hefur komið fram að Brooks var gjafmildur maður ef svo má að orði komast. Hann eyddi peningunum ekki eingöngu í sjálfan sig, ef undan er t.d. talin tólf milljóna króna beltissylgja skreytt demönt- um. Brooks notaði peningana einnig í þágu vina, samstarfsmanna og fjöl- skyldu. Hann keypti klámmyndir fyr- ir son sinn, lýtaaðgerðir fyrir eigin- konuna og þjónustu vændiskvenna fyrir samstarfsmennina. Þá fékk fermingarbarnið dóttir hans afnot af einkaþotu fyrirtækisins til að komast í hrekkjavökupartí. Brooks er líka talinn hafa eytt um 42 milljónum í penna. Úr gulli. Brooks er sakaður um að hafa falsað heimildir stjórnar fyrirtæk- isins til persónulegra útgjalda sinna. Þetta bliknar þó allt saman í samanburði við það fé sem Brooks og samstarfskona hans urðu sér úti um með því að falsa afkomutölur fyrir- tækisins, áður en þau seldu hlutabréf sín á uppsprengdu verði. Brooks neit- ar sök en saksóknarinn fer fram á þrjátíu ára fangelsisdóm yfir honum. Réttarhöldunum er ekki lokið. Gullpennar, vændiskonur og rokktónlist  Notaði fyrirtækið sem sinn einkabanka og falsaði afkomutölur Dýrð Brooks með beltissylgjuna góðu sem er prýdd demöntum. Hvaða áhrif hefur góður leikskóla- kennari á framtíð barna? Heilmikil á námsárangur fyrstu árin í grunn- skóla en svo hafa þau fjarað út er í menntaskóla er komið. Á þennan veg hafa niðurstöður rannsókna hingað til verið. Nú hafa bandarísk- ir vísindamenn tekið málið upp að nýju og kannað afdrif barna sem tóku þátt í stórri rannsókn á náms- árangri á 9. áratugnum. Ef marka má niðurstöðurnar koma áhrif góðrar leikskóla- kennslu aftur fram á fullorðins- árum. Fólk sem hafði notið góðrar leiðsagnar í leikskóla var mun lík- legra til að fara í háskóla. Þá var það ólíklegra til að verða einstætt foreldri en líklegra til að leggja reglulega fé inn á spari- reikning. Byggt á víðtækri tilraun Fjallað er um málið á vef New York Times en þar segir að Raj Chetty, prófessor í hagfræði við Harvard-háskóla, hafi farið fyrir rannsókninni sem fimm aðrir rann- sakendur komu að. Rannsakaði hópurinn æviferil um 12.000 Bandaríkjamanna sem tóku þátt í tilraun í menntamálum í Tennessee á 9. áratugnum en þeir hafa nú vaxið úr grasi og því er hægt að draga lærdóma af náminu. Umrædd tilraun (skammstöfuð STAR á ensku) fól í sér athugun á því hvaða áhrif stærð bekkja hefði á frammistöðu nemenda í leikskólum. Benti hún eindregið til að smærri bekkir þýddu betri árangur. Svo hvað? Með góðri leikskóla- kennslu er lagður grunnur til framtíðar. Sannað að lengi býr að fyrstu gerð BANDARÍKIN Ættingi farþega Airbus-þotu Airblue-flugfélagsins bíður á milli vonar og ótta eftir tíðindum af ást- vini sínum á alþjóðaflugvellinum í Islamabad, eftir að ljóst varð að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Allir farþegarnir, eða 146, og sex manna áhöfn fórust er vélin skall á skógi vaxinni hæð í rigningarveðri í útjaðri höfuðborgarinnar. Vélin var á leið frá pakistönsku borginni Karachi en slysið er eitt hið mannskæðasta í sögu landsins. Sjónarvottar segja vélina hafa flogið óvenjulágt miðað við stað- hætti. Þá hefur AFP-fréttastofan eftir flugmanni hjá pakistanska flugfélaginu PIA að annarri vél frá Karachi hefði verið snúið frá Islamabad aðeins um hálfri klukku- stund áður og henni gert að lenda í nágrannaborginni Lahore. Ekkert þykir benda til að hryðju- verkasamtök hafi komið við sögu en þau láta ósjaldan til skarar skríða í þessu fjölmenna ríki. Flugöryggismál þykja í prýði- legum farvegi í Pakistan en stjórn- völd hyggjast greiða 700.000 króna bætur með hverjum hinna látnu. Reuters Angist í Islamabad Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei það er að koma 17. Júní! Á morgun fögnum við því að íslenska lýðveldið var stofnað á Þingvöllum á því herrans ári 1944. Við það tækifæri var stjórnarskrá Íslands einnig staðfest og Sveinn Björnsson var kjörinn fyrsti forseti lýðveldisins. Fyrir alla Íslendinga er 17. júní dýrðardagur sem ber að fagna. Skrúðgöngur, helíumblöðrur, kandífloss og tónleikar í tilefni dagsins er það sem koma skal. Vertu tilbúin fyrir lýðveldisdaginn og skemmtu þér með vinum og vandamönnum. Fagnaðu frelsinu! Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Undirbúðu þig fyrir lýðveldisdaginn og helltu upp á hressandi BKI kaffi. Fáðu þér lýðveldiskaffi og njóttu dagsins. Gríptu tækifærið, fáðu þér BKI kaffi. 17. júní er á morgun Fagnaðu lýðveldisdeginum meðBKIkaffi Lýðveldisdagurinn er á morgun Kauptu BKI fyrir 17. júní Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.