Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 32
32 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010  Hljómsveitirnar Nýdönsk, Hjal- talín og GusGus verða á Akureyri um helgina þar sem þær ætla að efna til þriggja daga tónlistarveislu á skemmtistaðnum Oddvitanum. Auk þeirra munu plötusnúðarnir DJ Sexy Lazer og President Bongo sjá um að halda dansgólfinu heitu. Miðaverð 2500 kr. fyrir stakt kvöld og 6000 kr. fyrir öll kvöldin og er forsala í Pennanum, Hafnarstræti og Indy á Glerártorgi. Þriggja daga vakt á Oddvitanum Fólk Hljómsveitin Sudden Weather Change sem fyrr í vetur var valin Bjartasta vonin á Íslensku tónlist- arverðlaununum ætlar vegna fjölda áskorana að flytja frumraun frá árinu 2006, þröngskífuna Sudden Weather Change EP í heild sinni á Faktorý (þar sem Grand Rokk var áður til húsa) í kvöld á tónleikum sem hlotið hafa nafnið Gleym mér ei #1. „Við vorum beðnir um að taka „Goodspeed“ sem er lag af fyrstu plötunni sem við tókum upp fyrir fjórum árum. Ef ákveðinn fjöldi fólks næ-ðist í Facebook-hóp þá myndum við taka lag- ið og hann náðist,“ segir einn af gítarleikurum hljómsveitarinnar, Dagur Stephensen . Upphaflega samþykktu meðlimir Sudden að taka lagið ef 116 manns myndu bætast í hópinn en nú hafa fleiri en 130 skorað á sveitina að taka lagið. „Það var ekki annað hægt en að taka þess- ari áskorun og í framhaldi ákváðum við að taka ekki bara lagið heldur alla plötuna.“ Fyrr í sumar kom út sjötomman The Thin Liner og á henni var að finna lögin „Thin Liner“ og „The Whaler.“ En það er ekki eina útgáfa sveitarinnar í sumar því meðlimir Sudden eru nýkomnir úr hljóðveri þar sem þeir tóku upp fjögura laga þröngskífu með Ben Frost sem stefnt er á að gefa út stafrænt í lok ágúst og í tíu tommu vínyl-viðhafnarútgáfu síðar í vetur Miðaverð á tónleikana í kvöld er 500 kr. og efri hæð Faktorý verður opnuð kl. 21.00. Tón- leikarnir hefjast svo stundvíslega kl. 22.00. matthiasarni@mbl.is Flytja frumraun sína í heild í kvöld Ljósmynd/Hörður Sveinsson Samþykkt Sudden tóku áskorun aðdáenda.  Undanfarin ár hefur Rás 2 haldið stórtónleika Rásar 2 á menningarnótt, – við Arnarhól. Nú er hins vegar kominn tími til að gefa tónleikunum nýtt nafn og af því tilefni er efnt til hug- myndasamkeppnni meðal hlust- enda Rásar 2. Tillögur skal senda á netfangið menningarnott- @ruv.is og nýtt nafn verður svo kynnt strax eftir verslunar- mannahelgi, ásamt upplýsingum um flytjendur á tónleikunum. Frestur til að senda inn nafn rennur út einni mínútu fyrir mið- nætti á frídegi verslunarmanna, þann 2. ágúst. Besta tillagan fær að launum heimsókn frá Ingó Veðurguði sem mætir til sigurvegarans vopnaður gítar og söngrödd. Einnig fær viðkomandi Nokia-síma frá Nova, sjóstangveiðisiglingu og kvöld- verð fyrir allt að tíu á sjóstang- veiðiskipinu Andreu. Nýtt nafn á stór- tónleika Rásar 2  Mikil rokkveisla verður haldin á skemmtistaðnum Dillon við Laugaveg um verslunarmannar- helgina og hefjast herlegheitin annað kvöld. Um helgina munu stíga á svið hljómsveitir eins og XIII, Dark Harvest Momentum, Nögl, Nevolution, Manslaughter, Vicky, Two Tickets To Japan og Blæti, ásamt öðrum. Grillið verð- ur í fullu fjöri í Dillon-garðinum alla helgina þar sem m.a. verður boðið upp á „harmborgara“. Tutt- ugu ára aldurstakmark er á tón- leikana. Hafi hljómsveitir áhuga á að spila um helgina er hægt að hafa samband við Dillon Rock Bar í gegnum Facebook-síðu staðarins. Ókeypis rokkveisla á Dillon hefst á morgun Guðmundur Egill Árnason gea@mbl.is Undanfarin ár hefur Jónas Elí Bjarnason stundað tónlistarnám í Lundúnum þar sem hann starfar nú sem tónlistarmaður við að spila fyrir aðra, kenna, semja, útsetja og fram- leiða en hann hefur verið að spila með hljómsveitinni Chasing Ora sem er að gefa út sína fyrstu plötu við mikla spennu í Bretlandi. Hljómsveitin bað áhangendur sína um að sýna sér traust með því að kaupa plötuna og ýmsan hljómsveitarvarning áður en hún hafði verið tekin upp og þeir sem tóku þátt fengu nafnið sitt inn í plötu- umslagið. Þetta heppnaðist nægilega til að fjármagna plötuna. „Ég er búinn að vera hérna í rúm- lega fjögur ár og þá vantaði gítarleik- ara ekki alls fyrir löngu en þau eru búin að vera mjög lengi í gangi. Ég er búinn að vera í bandinu í tvö og hálft ár núna. Síðan ég kom út er ég búinn að vera að reyna að hasla mér völl og búa mér til feril sem starfandi tónlist- armaður. Þeir sáu mig spila á ein- hverjum klúbb og töluðu við mig eftir það og þá fóru hlutirnir að gerast hratt,“ segir Jónas. Unnið hörðum höndum Söngkonan Natalie er forsprakki sveitarinnar en hún, Darren, Chris og Jónas hafa unnið hörðum höndum að því að komast á viðlíka stað sem O2- tónleikahöllina. „Við erum búin að vera mjög dug- leg að spila og höfum spilað á alveg fínustu stöðum. Það er svo mikið um bönd hérna að ekkert er gefins, mað- ur þarf að berjast fyrir hverjum bita og núna erum við að uppskera smá. Við höfum verið að spila á öllum þess- um svokölluðu „unsigned circuit“ en það er hringur af tónlistarstöðum sem eru misstórir og maður vinnur sig upp. Ef maður fær fólk inn á stað- inn þá fær maður meira og betra í hvert sinn sem maður gerir eitthvað, þannig að þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna að lengi og mik- ið. Við náum að hala inn fólki og það hafa sífellt fleiri komið að sjá okkur.“ Þau í hljómsveitinni ætla að spila eitt upphitunargigg fyrir þá allra hörðustu áður en útgáfutónleikarnir fara fram. „Við höfum eignast góðan hóp af fólki sem kemur reglulega á tónleika sem er mjög erfitt að gera því það er mikið í boði hérna. Við er- um mjög þakklát fyrir það.“ Platan verður fáanleg á netinu og í öllum helstu búðum í Lundúnum en hljómsveitin hefur lítið spilað þessi lög áður. „Við höfum spilað þau að- eins áður en það er tiltölulega nýtil- komið. Þau voru samin fyrir stuttu þannig að við svona prufukeyrum gott efni áður en við förum lengra með það.“ Fráfall söngkonunnar „Nafnið Fair Ninjas Shoot er stafarugl af „This is for Joanna“. Upphaflega voru tvær söngkonur í sveitinni, Natalie og systir hennar Joanna sem var nýtrúlofuð þegar hún var að fara með kærastanum til Feneyja. Hann var að keyra og þau lentu í bílslysi á leiðinni og hún lést í því. Þetta tók mjög á sveitina og við vissum ekki hvort við ættum að halda áfram eða hvað. Við ákváðum að halda áfram í hennar nafni og við erum að gera þetta fyrir hana. Við erum búin að fá boli og plaköt og efni og platan lendir fljótlega þannig að þetta er bara æðislegt. Maður finnur stemningu meðal þeirra sem ætla að koma. Maður get- ur ekki beðið, þetta er þvílíkt gaman. Það er ýmislegt í farvatninu. Í dag vorum við að fá staðfest annað stórt gigg á Scala og á milli þessara stóru gigga verðum við líka að spila á ótal litlum stöðum en við höfum líka verið að hita upp fyrir hina og þessa, m.a. meðlimi úr Arctic Monkeys, þannig að vonandi horfir allt bara upp á við,“ segir Jónas að lokum. Spila á O2-leikvangnum og Scala í Lundúnum Chasing Ora Jónas Elí, lengst til vinstri, er meðlimur hljómsveitarinnar, sem fagnar útgáfu plötu sinnar í O2-höllinni í Lundúnum. O2-höllin Ekki fá allir tækifæri til þess að spila á þessum stað.  Jónas Elí Bjarnason er í hljómsveitinni Chasing Ora sem spilar á O2 og Scala  Gefa út sína fyrstu plötu á næstunni í minningu söngkonunnar sem féll frá Staðarhaldarar leikvangsins auglýsa indigO2-kvöld þann 6. ágúst þar sem „hraðast vaxandi bresku böndin munu spila“ en samkvæmt þeim munu þau vera:  Morning Lane  Chasing Ora  Kites  Kelli-Leigh  Til Dusk indigO2 O2-LEIKVANGURINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.