Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 11
Hópurinn Hundaeigendur í Retrieverdeild Hundaræktarfélags Íslands fagna 30 ára afmæli á Úlfljótsvatni. hafa fengið þrjár fyrstu einkunnir í úrvalsflokki auk þess að vera með sýningarárangur. Nú eru komnir sextán veiðimeistarar hjá retrieverhundum,“ segir Guðmundur og segir að titillinn sé ákveðið markmið og keppikefli. Öflugur gagnagrunnur Á nokkurra ára fresti fara fram deildarsýningar á vegum Retrieverdeildarinnar. Deildarsýningar eru yfirleitt haldnar að sumri til og reynt að hafa þær úti við. „Sýningarnar eru eins formlegar og stóru al- þjóðlegu sýningarnar sem Hundaræktarfélag Íslands heldur en oft er skemmtilegra andrúmsloft enda fara þær fram við tjaldstæði og mikið er af fólki og hund- um,“ segir Guðmundur en sýningar og veiðipróf eru hluti af ræktunarstarfi. „Þarna er verið að prófa meðfædda eiginleika en ásamt þeim er einnig litið til útlits og heilsufars við ræktun. Allt þrennt fer í gagnagrunn en Retrieverdeildin er með opinn og öfl- ugan gagnagrunn á heimasíðu sinni, retriever.is, þar sem finna má ræktendur og alla skráða retriever- hunda, bæði lifandi og dauða, sem hafa verið ættbók- arskráðir á Íslandi, árangur þeirra og heilsufar frá upphafi,“ segir Guðmundur en hann er jafnframt í forsvari fyrir ræktunarstjórn, leiðbeinir um ræktun og mælir með hundum ef leitað er eftir því. Glæsileg afmælishátíð Á afmælishátíðinni við Úlfljótsvatn fóru fram stærsta veiðipróf og jafnframt stærsta deildarsýning sem Retrieverdeildin hefur haldið. „Við þurftum tvo dómara til að dæma í veiðiprófinu en um 30 hundar tóku þátt í prófinu. Þetta voru í rauninni tvö heil próf því vanalega er há- markið 16 hundar á dóm- ara,“ segir Guðmundur en margir nýir hundar tóku þátt í byrjendaflokki. „Það var skemmtilegt að í til- efni afmælishátíðarinnar kom hingað danskur sýning- ardómari, dýralæknirinn Jens Erik Sønderup, sem hefur starfað með okkur frá því deildin var stofnuð. Hann kom hingað fyrir 30 árum og ræktunardæmdi hunda um það leyti þegar ættbókarskráning var að hefjast hér á landi og hefur síðan komið hingað til lands margoft til að dæma veiðipróf og sýningar. Hann er því eins konar guðfaðir retrieverhundanna okkar,“ segir Guðmundur en deildin hefur verið í samstarfi við erlenda dómara fyrir bæði sýningar og veiðipróf. Að sögn Guðmundar gekk hátíðin vel fyrir sig og voru þátttakendur einstaklega heppnir með veður báða dagana. Hlátrasköll Dómararnir Sigurður Magnússon og Jens Erik Sønderup með Kirsten Lynge fyrir miðju. Á hverju sumri eru haldin sjö til átta veiðipróf. Daglegt líf 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 Þeir sem eru 67 ára og eldri og hafa búið á Íslandi í til- skilinn tíma geta átt rétt á ellilífeyri frá Trygg- ingastofnun. Rétt til örorkulífeyris eiga þeir sem eru á aldrinum 18 – 67 ára og hafa verið metnir 75% öryrkjar. Til að virkja mögulegan rétt þarf að skila umsókn til Tryggingastofnunar ásamt umbeðnum fylgigögnum. Réttur til lífeyris er auk þess háður lengd búsetu í land- inu og tekjutengdur. Til að tryggja að lífeyrisþegar fá greitt út í samræmi við sinn rétt fer árlega fram end- urreikningur og uppgjör á lífeyri og tengdum bótum hjá Tryggingastofnun ríkisins. Við endurreikning eru greiðslur til lífeyrisþega bornar saman við tekjuáætlanir þeirra og skattframtal fyrir sama ár. Um er að ræða endurreikning grunnlífeyris, tekjutryggingar, heimilis- uppbótar, aldurstengdrar örorkubótar, orlofs- og desem- beruppbóta og vistunarframlags. Hvað þýðir endurreikningur? Hafi lífeyrisþegi fengið of lágar greiðslur á árinu, til dæmis vegna þess að í tekjuáætlun var gert ráð fyrir hærri tekjum en raun varð á, fær hann vangreiðsluna greidda út. Áður en til útborgunar á inneign kemur verða hugsanlegar eldri skuldir lífeyrisþega við Trygg- ingastofnun greiddar upp. Hafi lífeyrisþegi aftur á móti fengið greitt meira en rétturinn stóð til, vegna þess t.d. að árstekjur hans urðu hærri en gert var ráð fyrir eða misfarist að láta Tryggingastofnun vita um tekjubreyt- ingar, er ofgreiðslan innheimt. Hvenær er hægt að sjá niðurstöður uppgjörs? Næstu daga fá lífeyrisþegar sent bréf með nið- urstöðum uppgjörsins fyrir árið 2009. Í því bréfi eru jafnframt upplýsingar frá Ríkisskattstjóra um breyt- ingar sem hafa orðið á tekjum innan ársins 2009. Nið- urstöður hvers og eins verða einnig aðgengilegar á raf- rænum þjónustusíðum Tryggingastofnunar, tryggur.is. Frekari upplýsingar um uppgjörið er að finna að vef Tryggingastofnunar www.tr.is Andmælaréttur Ef lífeyr- isþegar eru ósáttir við niðurstöðuna geta þeir andmælt henni og rökstutt með gögnum. Andmælum er hægt að koma á framfæri rafrænt á tryggur.is eða á eyðublaði sem er á vef stofnunarinnar tr.is og á afgreiðslustöðum hennar. Úrskurðarnefnd almannatrygginga Rísi ágreiningur um grundvöll, skilyrði eða upphæð bóta er unnt að kæra ákvörðunina til Úrskurðarnefndar almannatrygginga.Kærufrestur er þrír mánuðir. Starfs- fólk Þjónustumiðstöðvar og umboða veitir nánari upp- lýsingar um rétt til töku lífeyris, endurreikning og upp- gjör. Sími 560 4400, netfang á tr@tr.is. Lög og reglugerðir til grundvallar endurreikningi: Lög um al- mannatryggingar nr.100/2007 Reglugerð nr. 598/2009 um útreikning, endurreikning og uppgjör tekjutengdra bóta og vistunarframlags frá Tryggingastofnun ríkisins. Ásta Arnardóttir, deildarstjóri kynningarmála hjá Tryggingastofnun ríkisins. Endurreikningur og uppgjör Eldri borgarar Réttur til lífeyris er háður lengd búsetu. Þinn réttur Það þarf ekki að vera mjög erfitt að koma sér í gott form en hinsvegar getur verið erfitt að koma sér af stað. „Hálfnað er verk þá hafið er“ á vel við þegar kemur að þessu en allt of marg- ir láta ræktina sitja á hakanum og segjast ævinlega ætla að byrja daginn eftir. Hér eru nokkur ráð um hvernig megi koma sér af stað en þegar mað- ur er kominn í gang er auðvelt að halda áfram.  Gerðu skriflegan samning við sjálf- an þig. Í samninginn skaltu setja öll takmörkin þín og ástæðurnar fyrir því að þú vilt ná þeim. Undirritaðu hann að lokum. Það er auðveldara að ná takmörkum sínum ef maður hefur þau skrifuð niður og manni finnst maður skuldbundinn til að ná þeim með því að rita nafnið sitt á papp- írinn.  Settu þér lítil markmið sem er auð- velt að ná. Ef takmarkið er að léttast skaltu taka þolæfingar 2-3 sinnum í viku í 20 mínútur í senn. Svo skaltu lengja tímann smátt og smátt upp í 25 mínútur, 30, 35 o.s.frv. Þú munt sjá og finna mun á þér innan skamms.  Fáðu þér einkaþjálfara. Þjálfarinn gætir þess að þú takir þær æfingar sem þú þurfir og gerir þær rétt. Hann hvetur þig og leiðbeinir þér að ná tak- marki þínu.  Taktu til í ísskápnum. Hentu öllum óhollum mat í ruslið því, eins og gefur að skilja, það er ekki hægt að borða óhollan mat þegar þörfin vaknar ef hann er ekki til á heimilinu. Fylltu ís- skápinn frekar af ferskum ávöxtum og niðurskornu grænmeti sem er auð- velt og fljótlegt að grípa í.  Haltu þig frá vigtinni. Notaðu frek- ar fötin þín til að mæla árangurinn. Þar sem vöðvar eru þyngri en fita gætir þú verið að minnka talsvert í ummáli án þess að léttast mikið.  Gerðu það sem þér finnst skemmtilegt. Það hvetur þig áfram að ganga, hjóla, fara í hóptíma í líkams- ræktarstöðinni eða gera annað sem þér finnst skemmtilegt. Með því að blanda saman ólíkum æfingum sem þú hefur gaman af kemurðu frekar í veg fyrir að þú fáir leiða á æfingum.  Gerðu æfingarnar hluta af daglegu lífi. Tímasettu æfingarnar líkt og þú ákveður hvenær þú ferð í hádegismat og hvað þú ætlar að gera í hléinu. Það vill enginn missa úr máltíð og þú ætt- ir heldur ekki að vilja missa úr æf- ingu.  Hvettu þig áfram með tónlist. Þú verður hressari og finnst ánægjulegra að æfa ef þú ert með uppáhalds- tónlistina í eyrunum á meðan.  Æfðu með vini. Það hjálpar ykkur báðum að ná markmiðum ykkar ef þið eruð til staðar til að hvetja hvorn ann- an.  Verðlaunaðu þig. Þegar þú nærð skammtímamarkmiði skaltu gera vel við þig, t.d. með því að kaupa nýja flík eða gera annað sem lætur þér líða vel. Hálfnað verk þá hafið er Morgunblaðið/Árni Sæberg Á fullt Gerðu æfingar hluta af daglegu lífi þínu og haltu þig frá vigtinni. Komdu þér í gang í ræktinni Lúðan er stórkostlegur fiskur og hér grillum við hana á sama máta og íbú- ar Palermo á Sikiley grilla gjarnan sverðfiskinn. Lúðan er að sjálfsögðu miklu betri kostur. Lúðusneiðar 2-3 dl heimatilbúið brauðrasp 1 msk. fennel-krydd 4 hvítlauksgeirar, mjög fínt saxaðir 1 lúka flatlaufa steinselja 3 msk. ólívuolía, salt og pipar sítrónubátar Aðferð Blandið saman brauðraspi, fennel, hvítlauk, saxaðri steinselju, ólívuolíu og klípu af salti. Það þarf að væta raspið vel upp úr olíunni. Best er að nota heimatilbúið brauðrasp. Penslið lúðusneiðarnar með smá ólívuolíu og ýtið þeim svo ofan í rasp- blönduna þannig að hún þeki vel báð- ar hliðar. Grillið fiskinn og berið fram með sítrónu. Hvað annað en suðurítalskt hvítvín með þessu? Til dæmis hið ljúfa A Mano Fiano-Greco. Steingrímur Sigurgeirsson Fleiri uppskriftir má finna á Matur og vín-vef Morgunblaðsins: mbl.is/matur og á vinotek.is. Góður og hollur fiskur á grillið Girnileg Vel krydduð lúða á grillið að hætti Palermo-búa. Lúða að hætti Palermo-búa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.