Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 29
Dagbók 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 Sudoku Frumstig 1 7 9 5 9 4 2 3 7 9 5 7 4 9 5 8 3 7 1 3 7 4 3 2 1 9 4 8 2 9 1 7 3 5 2 8 4 3 5 8 5 9 7 2 1 9 8 2 7 7 6 3 5 1 8 7 6 1 8 9 1 3 4 3 2 9 8 7 7 2 9 6 6 7 6 9 7 5 1 2 3 8 4 5 4 2 3 6 8 1 7 9 8 3 1 7 9 4 6 2 5 2 1 5 6 4 9 8 3 7 7 6 4 8 2 3 9 5 1 3 8 9 1 7 5 2 4 6 1 5 3 4 8 6 7 9 2 4 2 6 9 3 7 5 1 8 9 7 8 2 5 1 4 6 3 1 8 9 6 2 4 3 5 7 5 2 7 1 9 3 6 8 4 6 4 3 8 5 7 2 1 9 4 5 2 9 3 6 8 7 1 9 1 6 4 7 8 5 2 3 3 7 8 2 1 5 4 9 6 2 9 4 3 8 1 7 6 5 8 3 5 7 6 9 1 4 2 7 6 1 5 4 2 9 3 8 8 2 6 1 7 5 3 4 9 3 5 9 8 6 4 2 7 1 1 7 4 3 9 2 5 8 6 4 6 2 5 8 3 9 1 7 7 3 8 2 1 9 6 5 4 5 9 1 6 4 7 8 2 3 2 1 7 9 5 6 4 3 8 6 8 3 4 2 1 7 9 5 9 4 5 7 3 8 1 6 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 29. júlí, 210. dag- ur ársins 2010 Orð dagsins: En Jesús hrópaði: “Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, held- ur þann sem sendi mig.“ (Jh.. 12, 44.) Köttur Víkverja er í essinu sínuyfir hásumartímann. Hann eyðir löngum stundum flatmagandi á grindverkinu í garðinum eða í gluggakistunni í sólbaði. Kisi er geldur og vel upp alinn og kýs aðeins að gera stykki sín innandyra í þar til gerðan kassa. Að því er Víkverji best veit. Þó kötturinn gjarnan vildi fær hann ekki að fara út á nóttunni og hefur með tímanum sæst við hús- bónda sinn hvað þetta varðar. Köttur Víkverja á marga góða ná- granna af sömu tegund sem leika sér og stundum slást þó í hófi sé, í görð- unum í götunni. Yfirleitt eru þeir ekki mikið fyrir strokur ókunnugra og abbast því varla upp á neinn. x x x Nú er hins vegar óróleiki meðallitlu ljónanna í Hlíðunum í Reykjavík því heyrst hefur að bræð- ur þeirra og systur handan Hellis- heiðar verði héðan í frá að hanga í taumi fari þau undir bert loft. Og nú spyrja heimiliskettirnir í Hlíðunum: Getur þetta staðist dýra- verndunarlög? Eða eins og í tísku er að segja: Getur þetta staðist anda dýraverndunarlaga? Getur það yfir höfuð verið að einhver hafi látið sér detta þetta í hug? x x x Kettirnir í Hlíðunum eru því aðvelta fyrir sér hvort ekki megi takmarka frelsi barna með svip- uðum hætti. Í það minnsta ungra barna, svona fram undir fermingu. Af börnum stafar töluvert ónæði, meira en af köttum í það minnsta. Þau öskra og æpa, sparka boltum í veg fyrir fólk eða sparka þeim í bíla og hús og brjóta hluti. Þau gera hróp og köll að gamalmennum og brjóta ítrekað reglur um útivistartíma. x x x Víkverji hefur fylgst með þróunmálsins hjá Hlíðaköttunum og getur tekið undir allt sem þeir eru að hugsa. Víkverja finnst enda ekkert nema notalegt að mæta ketti á götu og hefur aldrei, hvorki fyrr né síðar, orðið fyrir nokkru áreiti ókunnugra katta. Það sama verður ekki sagt um nágrannabörnin. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 ágengt, 4 snauð, 7 slægjulandið, 8 þröngv- að til, 9 elska, 11 anga, 13 karlfugl, 14 gösla í vatni, 15 gauragangur, 17 ófög- ur, 20 fjallsbrún, 22 sela- hópur, 23 stirðleiki, 24 grassverði, 25 hreinan. Lóðrétt | 1 frosin jörð, 2 dýrum, 3 nöldra, 4 snjór, 5 sloka í sig, 6 rándýri, 10 ekki gömul, 12 ílát, 13 mann, 15 helmingur, 16 fuglar, 18 húðpoki, 19 ljósfærið, 20 á jakka, 21 syrgi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1skapnaður, 8 mítur, 9 dotta, 10 rýr, 11 nurla, 13 áfram, 15 friðs, 18 samur, 21 tóm, 22 leifi, 23 eflum, 24 andkaldur. Lóðrétt: 2 kýtir, 3 púrra, 4 andrá, 5 urtur, 6 smán, 7 garm, 12 lið, 14 fúa, 15 fólk, 16 iðinn, 17 stilk, 18 smell, 19 muldu, 20 rúmt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c6 2. d4 d5 3. f3 dxe4 4. fxe4 e5 5. Rf3 Bg4 6. Bc4 Bxf3 7. Dxf3 Rf6 8. dxe5 Da5+ 9. Rc3 Dxe5 10. Bf4 Dd4 11. e5 g5 12. Bg3 Dxc4 13. Dxf6 Hg8 14. O-O-O Rd7 Staðan kom upp í grísku deildarkeppninni sem lauk fyrir skömmu. Panteleimon Tzoug- anakis (2095) hafði hvítt gegn Hristos Gkikas (1889). 15. Hxd7! Kxd7 16. e6+! Dxe6 17. Hd1+ Ke8 18. He1 hvítur vinnur nú drottningu svarts og nokkru síðar skákina. 18…Dxe1+ 19. Bxe1 Hg6 20. Df5 Bg7 21. Re4 Hd8 22. Bc3 Bxc3 23. bxc3 h6 24. Rf6+ Ke7 25. De5+ Kf8 26. Dc7 Hxf6 27. Dxd8+ Kg7 28. De7 Hf2 29. g4 Hf4 30. Dxb7 Hxg4 31. Dxc6 f5 32. Dd7+ Kf6 33. Dd6+ Kf7 34. c4 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Einn, tveir og þrír. Norður ♠83 ♥Á9754 ♦K1065 ♣K4 Vestur Austur ♠Á104 ♠KD75 ♥K632 ♥G ♦-- ♦D743 ♣G108653 ♣D972 Suður ♠G962 ♥D108 ♦ÁG982 ♣Á Suður spilar 5♦ doblaða. Stephen Landen spilaði eins og alsjá- andi maður, en það verður að segjast eins og er að sagnir höfðu verið hjálp- legar. Spilið er frá landsliðskeppni Bandaríkjamanna í Chicago. Mótherjar Landens voru Zia Mahmood og Bob Hamman. Landen vakti í fjórðu hendi á 1♥ og Zia – passaður maðurinn – kom inn á 2♣. Dan Gerstman í norður sagði 2♥ og Hamman í austur stökk í 4♣. Enginn á hættu. Landen stakk upp á 4♥, en Zia var í fórnarham og kom við í 4G á leið í 5♣. Norður hundsaði þá hræringssögn, sagði 5♦, sem Zia doblaði. Laufgosi út. Fyrsta verk Landens var að spila ♥D – lítið, lítið og gosi. Næsta verk var að ná trompinu af Hamman með svíningu. Þriðja og síðasta verkið var svo að skrá 650 í plúsdálkinn fyrir unnið spil með yf- irslag. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Ekki liggja á liði þínu, heldur kastaðu þínum málum fram til umræðu. Láttu ekki aðra stjórna lífi þínu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þér finnst einhvern veginn eins og þú sért að missa tökin á hlutunum, en já- kvæðni þín og bjartsýni geta áorkað miklu. Hristu af þér slenið, þér er að takast ætlunarverkið. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Menn geta haft skiptar skoð- anir á málum þótt þeir stefni allir að sama marki. Brettu því upp ermarnar og gakktu til verks áður en þú drukknar í verkefnaflóðinu. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þeir verða margir sem vilja hjálp þína í dag. Sýndu bara innri styrk. Mundu að líkt laðast að líku og þú átt skilið aðeins það besta. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Búðu þig undir að grípa þau tæki- færi sem þér bjóðast til ferðalaga og framhaldsmenntunar. Eitthvað er ofvax- ið þínum skilningi en það breytist. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Stundum dregst fólk að þér án þess að þú gerir nokkuð til þess. Varastu að vera of eftirlát/ur við fjölskylduna. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er engin ástæða til þess að setja sig á háan hest, þótt þú hafir rétt fyrir þér. Leitaðu hjálpar ef með þarf. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Ekki opna munninn nema vita hvað þú ætlar að segja. Einhver sem er óvelkominn skýtur upp kollinum. Gættu þín í umferðinni. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Hrapaðu ekki að ályktunum og allra síst í viðkvæmum einkamálum. Nú sannast það að þolinmæðin þrautir vinnur allar. Þú ert nógu góð/ur. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er ekki nóg að vita hvað er manni fyrir bestu heldur er nauðsynlegt að tileinka sér það. Notaðu tækifærið og komdu þér á framfæri því sveltur sitj- andi kráka en fljúgandi fær. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Myndirnar í huganum á þér eru gæddar mætti. Gefðu þér líka tíma til þess að staldra við og vega og meta stöðu þína. Þú ert fullkomin/n eins og þú ert. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú gengur fram af miklum krafti og undrast umburðarlyndi annarra í þinn garð. Umfaðmaðu þessar hræddu, ófullkomnu mannverur sem þú hefur val- ið inn í veröld þína. Stjörnuspá 29. júlí 1928 Ekið var á bifreið frá Borgar- nesi og yfir Kerlingarskarð. Í Stykkishólmi var ökumanni og farþegum „tekið með kostum og kynjum sem eðlilegt er, því þangað hefur bíll aldrei kom- ist áður,“ sagði í Morgun- blaðinu. 29. júlí 1934 Ríkisstjórn Hermanns Jón- assonar, sú fyrsta undir for- sæti hans, tók við völdum. Ey- steinn Jónsson varð fjármála- ráðherra, 27 ára að aldri, yngstur allra sem tekið höfðu við ráðherraembætti hér á landi. Stjórnin sat í tæp fimm ár. 29. júlí 1977 Þýskur bankaræningi var handtekinn í Reykjavík með 277 þúsund mörk. Hann hafði verið eftirlýstur erlendis. 29. júlí 1979 Afhjúpaður var minnisvarði innst í Þorskafirði um Kolla- búðafundi en þeir voru haldn- ir árlega frá 1849 til 1895. Þar ræddu Vestfirðingar helstu framfaramál þjóðarinnar og íþróttir voru í hávegum hafð- ar. 29. júlí 2000 Snorrastofa í Reykholti var opnuð formlega, að við- stöddum norsku konungshjón- unum og forseta Íslands. Kon- ungur sagði að án Snorra Sturlusonar hefðu Norðmenn vitað minna um sögu sína. 29. júlí 2005 Vörubifreiðarstjórar mót- mæltu olíugjaldi og óku hægt um götur Reykjavíkur. Sami hópur stóð fyrir kröftugum mótmælum tæpum þremur ár- um síðar. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… „Ég er ánægð með að ná þessum áfanga,“ sagði Anna G. Sverrisdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi í ferðaþjónustu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Bláa lónsins. Hún fagnar 60 ára afmæli í dag. „Ég er stödd í okkar gömlu höfuðborg, Kaup- mannahöfn, og ætla að verja afmælisdeginum hér með stórfjölskyldunni, börnum og barnabörnum,“ sagði Anna. Þau voru búin að fara í Tívolí og ætl- uðu í siglingu um sundin blá í dag. Anna hefur haldið upp á afmælið sitt víða um heim, enda ber það upp á hásumartímann. Hún kvaðst m.a. hafa haldið upp á afmælið sitt í Berlín og Svissnesku ölpunum. Einu sinni hélt hún upp á afmælið úti í Flatey á Breiðafirði, enda fædd í Stykkishólmi. En hvað telur Anna vera dýrmætasta vegarnestið í lífinu? „Ég tel að heiðarleiki sé eitt það mikilvægasta sem maður getur lagt af mörk- um. Ég starfaði mikið í skátunum sem unglingur og fram eftir öllum aldri. Ég tel að þau gildi sem þar eru hafi mótað líf mitt mjög mikið. Eitt það síðasta sem Baden Powell, stofnandi Skátahreyfingarinnar, skrifaði var maður ætti að stefna að því að yfirgefa heiminn örlítið betri en hann hefði verið hefði maður ekki verið til.“ gudni@mbl.is Anna G. Sverrisdóttir ráðgjafi 60 ára Heiðarleiki er mikilvægur Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.