Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 33
Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is Fyrr í vikunni skrifaði ég pistil þar sem m.a. kom fram að því eldri sem ég verð því meiri verður áhugi minn á heimildarmyndum. Umfjöllunar- efni myndanna er ekki endilega það sem skiptir mestu máli, heldur þurfa þær að vera vel gerðar og kvik- myndagerðarfólkið þarf að gera um- fjöllunarefninu góð skil. Íslenskar sjónvarpsstöðvar hafa verið misduglegar að sinna heimild- armyndum. Þær eiga það þó til rata á skjáinn annað slagið og eru gæði þeirra jafn fjölbreytileg og umfjöll- unarefnið. Vönduðustu myndirnar sem heimildarmyndagerðarmenn senda frá sér ár hvert eru oftast sýndar á minni kvikmyndahátíðum um allan heim og hér á landi hafa það verið hátíðir eins og RIFF, Græna ljósið og Skjaldborg sem boðið hafa upp á hvað mest úrval af áhugaverð- um heimildarmyndum. Hollywood hefur ekki látið þessa tegund kvikmyndagerðar fram hjá sér fara og hafa heimildarmyndir keppt um óskarsverðlaun í sínum eigin flokki frá árinu 1942. Hér fyrir neðan er upptalning á þeim myndum hlotið óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin undanfarin tíu ár, stutta umfjöllun um myndina og meðaleinkunnina sem hún hefur fengið hjá notendum kvikmyndavef- síðunnar IMDB.com. 2000: Into the Arms of Strangers: Stories of the Kindertransport eftir þau Mark Jonathan Harris og Debo- rah Oppenheimer segir sögu neð- anjarðarsamgöngukerfis sem hjálp- aði um 10.000 börnum af gyðingaættum að flýja frá Þýska- landi til Englands á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Meðaleinkunn notenda IMDB 7,9. 2001: Murder on a Sunday Morning (Un coupable idéal) eftir Frakkana Jean-Xavier de Lestrade og Denis Poncet fjallar um mál Brentons But- lers sem aðeins fimmtán ára gamall var ranglega sakaður um að hafa orðið ferðamanni að bana í borginni Jacksonville í Flórída. Meðaleinkunn notenda IMDB 8,1. 2002: Bowling for Columbine eftir Michael Moore og Michael Donovan er án efa ein frægasta heimild- armynd síðari ára. Í henni leitaðist Moore við að finna hvað bjó að baki hryllilegri skotárás sem átti sér stað í Columbine-menntaskólanum. Myndin varð til þess að miklar deilur urðu um byssu- eign og löggjöf í Bandaríkj- unum. Meðaleinkunn notenda IMDB 8,2. 2003: The Fog of War eftir Errol Morris og Michael Williams. Fjallar um ævi Roberts S. McNamara sem þrátt fyrir litla reynslu af hernaði var varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna og tók bæði þátt í Kúbudeilunni og Víetnamstíðinu í stjórnartíð þeirra Kennedys og Johnsons. Meðaleinkunn notenda IMDB 8,3. 2004: Born into Brothels eftir Ross Kauffman og heimildarljósmynd- arann Zönu Briski segir sögu nokk- urra barna í Kalkútta á Indlandi sem öll eiga það sameiginlegt að mæður þeirra eru gleðikonur í rauða hverfinu, Sonagachi. Briski vingaðist við börnin og kenndi þeim ljósmyndun, en þannig þakkaði hún mæðrum þeirra fyrir að hafa leyft henni að mynda þær. Margar af ljósmyndum barnanna má sjá í mynd- inni auk þess sem þær hafa verið til sýnis í gall- eríum víðsvegar um heim. Meðaleinkunn not- enda IMDB 7,8. 2005: March of the Penguins (La marche de l’empereur) eftir Luc Jac- quet þarf varla að kynna, en hún gef- ur áhorfendum einstaka sýn inn í líf keisaramörgæsa, ungra sem gamalla á suðurskautinu. Í myndinni er að finna efni sem tekið var á árs löngu tímabili nálægt frönsku vísindastöð- inni Dumont d’Urville. Meðaleinkunn notenda IMDB 7,8. 2006: An Inconvenient Truth eftir Davis Guggenheim er mynd um her- ferð Al Gore, fyrrverandi varafor- seta Bandaríkjanna, til að fræða al- menning um hlýnun jarðarinnar og hvað væri í vændum ef ekki yrði gert neitt til að koma í veg fyrir hana. Gestir kvikmyndahúsa fjölmenntu á myndina og er hún ein af tekjuhæstu heimild- armyndum sem sýndar hafa verið í Banda- ríkjnunm. Meðaleinkunn not- enda IMDB 7,9. 2007: Taxi to the Dark Side eftir Alex Gibney og Eva Orne er mynd sem beinir sjónum að dauða leigubílstjóra sem var í haldi bandarískra hermanna á Begram- herstöðinni í Afgan- istan. Myndin tek- ur einnig á þeim hryllilegu aðferð- um sem herinn og leyniþjónustan CIA hafa notað til að fá upplýsingar frá föngum sínum. Meðaleinkunn notenda IMDB 8,1. 2008: Man on Wire eftir Simon Chinn og James Marsh er alls ekki mynd fyrir lofthrædda. Myndin lýsir atburðum þegar Philippe Petit labb- aði á vír á milli turna World Trade Center í New York árið 1974 og byggist á bók Petits, To Reach the Clouds. Titill myndarinnar er feng- inn úr skýrslu lögreglunnar, en ofur- huginn Petit var handtekinn eftir að hafa klárað hálofta- göngutúrinn. Meðaleinkunn not- enda IMDB 8,0. 2009: The Cove eftir Louie Psihoyos var hlaut styttuna í ár en hún jafn- framt ein sú umdeildasta undanfarin ár. Í henni er fjallað um höfr- ungaveiðar í Taiji-þjóðgarðinum í Japan frá sjónarhóli dýravernd- arsinna. Mikil áhersla er lögð á þann fjölda höfrunga sem veiddir eru ár- lega og þær aðferðir sem notaðar eru við veiðarnar. Meðaleinkunn notenda IMDB 8,6. 2004 2003 2007 20062009 2001 2000 2005 Menning 33FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 Frá árinu 2000 hafa fimmtíu heim- ildarmyndir hlotið tilnefningar til Óskarsverðlaunanna eft- irsóttu. Nokkrar áhuga- verðar sem hafa verið til- nefndar í gegnum árin eru Legacy, War Pho- tographer, Spellbound, Capturing the Fried- mans, Tupac: Res- urrection, Enron: The Smartest Guys in the Room, Deliver Us from Evil, No End in Sight, The Garden og Food, Inc. Fleiri áhugaverðar 2008 Bestu heimildarmyndir síðustu tíu ára 2002

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.