Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 ✝ Jón Trausti Eyj-ólfsson fæddist í Reykjavík 22. nóv- ember 1927 og and- aðist á líknardeild Landspítalans þann 20. júlí 2010. For- eldrar hans voru hjónin Eyjólfur Ein- ar Jóhannsson hár- skeri og Þórunn Jónsdóttir. Trausti var næstyngstur í hópi 6 systkina, þeirra Helgu Unnar, Gyðu, Svönu, Erlu og Jóhanns Braga. Svana er nú ein eftirlifandi þeirra systkina. Trausti kvæntist Grétu Finn- bogadóttur frá Vestmannaeyjum, þann 23. desember 1951. Börn þeirra eru Þórunn Helga, maki unn Hera Ármannsdóttir. Börn þeirra eru Margrét Irma, Sig- urður Atli og Lúkas Nói. Sess- elja, sambýlismaður Kjartan Guðnason. Börn Sesselju og fyrr- verandi eiginmanns hennar Arn- gríms Viðars Ásgeirssonar eru Ásgeir Bogi og Gréta Sóley. Dætur Kjartans eru Sólrún Mjöll og Hugrún Britta. Barna- barnabörn Trausta og Grétu eru tvö, þau Andrea Sólveig og Arth- ur Már. Trausti starfaði sem hár- skeri ásamt föður sínum og syst- ur, lengst af í Bankastræti 12, eða allt til 1984. Að auki starfaði hann sem ökukennari í rúmlega 40 ár. Frjálsar íþróttir áttu hug hans á yngri árum en hann keppti m.a. á Ólympíuleikunum í London 1948. Trausti var virkur meðlimur í Kiwanishreyfingunni. Útför Jóns Trausta fer fram frá Háteigskirkju í dag, fimmtu- daginn 29. júlí 2010, og hefst kl. 13. Stefán Már Hall- dórsson. Börn þeirra eru Lilja Björk, Árni Freyr og Trausti. Sonur Stefáns er Halldór Már. Gunnar Albert, maki Ásta Birna Stefánsdóttir. Sonur þeirra er Þorgeir Jón. Ólafur Árni, maki Auður Berg- steinsdóttir. Sonur þeirra er Ólafur Finnbogi. Sonur Ólafs af fyrra hjóna- bandi er Brynjar Örn, móðir hans Guðrún Erna Gunn- arsdóttir. Börn Auðar af fyrra hjónabandi eru Hilmar, Soffía, Guðrún Árný og Bergsteinn Karlsbörn. Jón Grétar, maki Ing- Elskulegur afi minn er látinn. Það er óskaplega erfitt að hugsa til þess að hann eigi ekki eftir að taka á móti mér á Háaleitisbrautinni aftur, með sitt glettna bros og hlýja faðmlag. Ég á líka bágt með að ímynda mér elsku ömmu mína án afa, en sam- rýndari hjón eru vandfundin. Það er þyngra en tárum taki að vera langt frá þeim sem ég elska á stundu sem þessari. Fallegu minningarnar um afa minn eru óteljandi, og þær mun ég varðveita í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég man fyrst eftir afa að kitla mig, pínulitla. Sú minning er kannski dæmigerð um hann, en afi lagði alla tíð mikið upp úr því að koma öðrum til að hlæja. Hann var sannkallaður stríðnispúki og brand- arakarl. Ég hef ætíð verið afskaplega stolt af afa mínum, Íslandsmeistaranum, ólympíufaranum, rakaranum, öku- kennaranum, kvikmyndaleikaran- um! … afi var merkismaður sem tók sér ótalmargt fyrir hendur um æv- ina. Fjölmargar blaðagreinar hafa birst um afa í gegnum tíðina, og ekki voru þær til að draga úr stoltinu. Afi var fenginn til að leika sjálfan sig, rakarann og ökukennarann, í kvik- myndinni Djöflaeyjan. Ég sá mynd- ina í bíó og þegar afi birtist á skján- um heyrðist í nokkrum ókunnugum konum í sætaröðinni fyrir framan mig: „Nei, þetta er hann Trausti!“ mér til mikillar kátínu. Ég sakna hjartans afa míns og ég veit að lífið verður ekki eins án hans. Hugur minn er hjá elsku ömmu Grétu, mömmu, Gunnari, Óla, Jóni og Sessý. Missir okkar allra er mik- ill, en ég finn í hjarta mínu að afi er kominn á góðan stað, þar sem hann finnur ekki lengur til í bakinu, og er eflaust farinn að reima á sig hlaupa- skóna á ný. Guð varðveiti afa Trausta. Lilja Björk Stefánsdóttir. Það var ákaflega erfitt að kveðja afa þann 20. júlí. Hann hefur verið stór partur af mínu lífi alla mína ævi og ég tel mig afar heppinn að hafa átt jafn góðan afa og hann. Betri manneskja verður vart fundin og það fundu allir þeir sem kynntust honum. Allt frá unga aldri var ég mjög stoltur af honum. Sem ungur polli fannst mér það mjög merkilegt að afi hefði verið fyrsti mótorhjóla- kennarinn á Íslandi. Það sem mér þótti þó alltaf merkilegast voru íþróttaafrek hans. Ég hef montað mig ófáum sinnum af því að afi minn hafi verið í 4x100m boðhlaupssveit Íslands á Ólympíuleikunum í Lond- on árið 1948. Þau miklu íþróttaafrek sem afi vann á stuttum ferli hafa ver- ið mér mikill innblástur í minni íþróttaiðkun. Það var alltaf takmark hjá mér að afi fengi að sjá mig leika það eftir honum að keppa á Ólympíu- leikum en ég geri ráð fyrir að hann verði með mér í anda á brautinni þegar ég kemst á stórmót. Afi var mikill húmoristi. Hann var stöðugt að lauma inn hnyttnum skot- um og gantaðist allt fram til síðasta dags. Eins veikburða og afi var orð- inn undir lokin var magnað að sjá að veikindin höfðu ekki nokkur áhrif á húmorinn og mín síðustu samskipti við hann voru á gamansömu nótun- um. Ég lít á það sem mikil forréttindi að hafa fengið að eiga 25 ár með eins miklu gulli af manni og afa. Ég kveð hann með miklum söknuði en er á sama tíma þakklátur fyrir stundirn- ar sem við áttum saman. Þitt barnabarn, Trausti Stefánsson. Elsku besti afi minn er nú farinn. Hann hefur alla tíð leikið mjög stórt hlutverk í mínu lífi sem ástvinur, kennari, fyrirmynd og félagi. Ég hef fundið það hjá sjálfum mér að ef ég er beðinn að segja frá uppruna mín- um þá byrja ég oftar en ekki á hon- um. Afi hefur gert svo margt um æv- ina; farið á Ólympíuleikana, farið kringum hnöttinn, verið „atvinnu- maður“ í körfubolta, drepið knatt- spyrnufélag í fæðingu og síðast en ekki síst þá var hann „rakari sem kennir á bíl“. Allt var þetta gert með stóískri ró og vænum skammti af kímni. Engan þekki ég sem á jafn auðvelt með að sjá kómísku hliðina á hlutum, góðum sem slæmum. Ég vil þakka afa mínum samfylgd- ina öll þessi ár. Megir þú hvíla í friði. Árni Freyr Stefánsson. Svo fljótt vitjaði dauðinn þín þeg- ar að því kom. Við eigum mörg góðar minningar um síðasta fund með þér, en fyrsta minning mín um þig er sú þegar von var á kærastanum hennar Grétu móðursystur í heimsókn upp á Akranes þar sem ég átti heima þá. Ég var ákveðin að verða fyrst til að sjá Trausta og stóð fremst frammi á bakkanum fyrir ofan Langasand og skimaði eftir Laxfossi. En bakkinn gaf sig og ég steyptist niður í fjöru þar sem ég fór kollhnís í fjöru- grjótinu og fékk ótal sár á höfuðið. Var ég því rúmliggjandi þegar Trausti kom og var líka síðust til að sjá hann, og leist ekkert á hann í það skiptið. Þetta átti eftir að breytast og elti ég Grétu til að horfa á Trausta hlaupa á Melavellinum, fylgdist með búskap þeirra á Sólvallagötu 20, þar sem Þórunn og Gunnar fæddust, bjó með þeim á Eiríksgötu 21 þar sem Óli og Jón Grétar bættust í hópinn og færði Trausta geldingahnapp þegar Sessý bættist í hópinn á Háa- leitisbraut 16. Marga bíltúra, útileg- ur og fjallgöngur hef ég farið með Grétu og Trausta. Trausti kenndi mér að aka bíl og Gunnari syni mín- um líka, en nú hefur Óli tekið við og kenndi barnabörnum mínum, Krist- ínu og Brynjari, að aka bíl. Gréta og Trausti voru svo náin að ef nafn annars þeirra var nefnt fylgdi hitt á eftir. Ekki hefur verið haldinn sá mannfagnaður í minni fjölskyldu að Grétu og Trausta væri ekki boðið og lífguðu þau upp á sam- komuna hvort á sinn hátt. Trausti með sinni góðlátlegu stríðni og Gréta með sínu góða skapi og söng. Á hverju ári héldu þau upp á brúð- kaupsafmælið sitt, sem var á Þor- láksmessu, heima á Háaleitisbraut 16. Þar var fjölmennt því þá söfn- uðust saman börn, barnabörn, vinir og vandamenn og var glatt á hjalla. Við eigum öll eftir að sakna Trausta á næstu Þorláksmessu. Elsku Gréta frænka, þú hefur margs að minnast og fjölskyldan þín mun styrkja þig í söknuði þínum.Við sendum ykkur öllum samúðarkveðj- ur. Bryndís, Sigurður, Gunnar, Ína, Kristín, Brynjar. Tengdafaðir minn, Trausti Eyj- ólfsson, var hæglátur og gamansam- ur maður og sjálfstæður í þeim skiln- ingi að hann vildi aldrei skulda neinum neitt. Þegar hann fyrir hart- nær 50 árum flutti inn með fjöl- skyldu sinni á Háaleitisbraut 16, þá klippti hann hár og skegg á daginn og kenndi á bíl á kvöldin, til þess að geta sem allra fyrst borgað upp áhvílandi skuldir. Vinnudagurinn var því langur hjá Trausta um árabil, en það kom ekkert annað til greina í huga hans. Hann ólst upp á Sólvalla- götunni, sonur þeirra sæmdarhjóna Eyjólfs E. Jóhannssonar, rakara- meistara, og Þórunnar Jónsdóttur. Snemma þótti sveinninn frár á fæti og fyrr en varði var hann farinn að keppa í spretthlaupum fyrir KR. Hann var af kynslóð þeirra Husebys, Clausenbræðra og fleiri afreks- manna sem gerðu garðinn frægan um miðja síðustu öld. Trausti var m.a. í boðhlaupssveit sem keppti á Ólympíuleikunum í Lundúnum 1948. Hann nam rakaraiðn af föður sínum og saman klipptu þeir feðgar ásamt systur Trausta, Svönu, hár og skegg Reykvíkinga um áratuga skeið. Trausti hitti Grétu, unga blómarós úr Eyjum, á balli og hann fann fyrir eilitlum fiðringi, sem leiddi alla leið niður í stórutá og því fékk hann að fylgja henni heim og komst þá að því að hún bjó á Sólvallagötunni stein- snar frá heimili hans og það gat ekki endað nema á einn veg og þau gengu í það heilaga á Þorláksmessu 1951. Trausti komst að raun um að til þess að framfleyta fjölskyldu sinni svo sómi væri að, þá dygðu ekki rakara- launin ein. Hann aflaði sér því öku- kennararéttinda og hóf að kenna ungum Reykvíkingum á bíl. Hann kenndi auk þess á vélhjól og nem- endahópurinn varð æ fjölmennari. Ég varð þess var á fyrstu hjúskap- arárum okkar Þórunnar, þegar ég upplýsti vini og kunningja mína um hver tengdafaðir minn væri, þá gerðist það oftar en ekki að viðkom- andi segði: „Já, hann Trausti, hann kenndi mér á bíl“. „Ég þekki rakara, sem kennir á bíl,“ segir einn karakterinn í Djöfla- eyjunni eftir Einar Kárason. Fyrir- myndin var enginn annar en Trausti Eyjólfsson. Þegar sagan var kvik- mynduð kom ekki annað til greina en að Trausti léki sjálfan sig, sem hann gerði náttúrlega með stæl, þó að hlutverkið væri ekki stórt. Trausti var virkur félagi í Kiwanisklúbbnum Kötlu um áratuga skeið og var á tímabili formaður klúbbsins. Hann hafði yndi af ferðalögum, og þegar börnin voru ung ferðaðist fjölskyld- an mikið innanlands, en á síðari ár- um fóru þau Trausti og Gréta í æ ríkari mæli til útlanda, og við Þór- unn eigum margar góðar minningar er við ferðuðumst með þeim á er- lendri grund. Sextugur fékk hann golfsett í afmælisgjöf, og þá varð ekki aftur snúið, og þau Gréta spiluðu golf alla daga, þar til Trausti neyddist til að hætta vegna ba- keymsla. En uppáhalds tómstunda- iðja Trausta var bridge. Við spila- borðið var hann í essinu sínu enda hafði hann gott spilavit og kunni vel að spila úr spilum sínum. Við Trausti áttum samleið í rúm 34 ár og það fór aldrei styggðaryrði á milli okkar. Fyrir það er ég þakklátur og ég kveð Trausta með virðingu og söknuði. Stefán Már Halldórsson. Það var fyrir réttum fimmtíu ár- um sem leiðir Trausta Eyjólfssonar og undirritaðs lágu fyrst saman. Það gerðist með þeim hætti að ég, ung- lingurinn, hafði fregnað að Trausti rakari væri ágætur ökukennari og fór því til fundar við hann á rakara- stofunni í Bankastræti. Fyrst rataði ég í rakarastólinn og lét klippa mig en þá gat ég stunið upp hinu raun- verulega erindi sem var að sjálf- sögðu hvort Trausti vildi taka mig að sér sem ökunema. Það var auðsótt og mæltum við okkur mót til að hefja ökunámið. Það kom fljótt í ljós hve þægilega nærveru Trausti hafði og hann hafði einnig lag á að koma skilaboðum greinilega á framfæri en gat ávallt beitt mildum og þægilegum aðferð- um til að fá nemann til að taka eftir. Það var ljóst að þarna var fagmaður að verki sem virti nemendur sína sem jafningja. Trausti varð fljótlega vinsæll og eftirsóttur ökukennari sem gott orðspor fór af og sem dæmi þá kenndi hann stærstum hluta vina- hóps míns. Jón Trausti Eyjólfsson lauk öku- kennaranámi í fyrsta hópi þeirra ein- staklinga á Íslandi sem fengu starfs- réttindi að loknu sérstöku námi og prófi til ökukennslu og má því segja að hann hafi verið í hópi brautryðj- enda nýrra kennsluhátta hér á landi. Trausti gekk fljótlega til liðs við Ökukennarafélag Íslands og var þar virkur félagi alla tíð. Hann sinnti trúnaðarstörfum fyrir félagið í ára- tugi, átti sæti í stjórn þess um nokk- urt skeið og hann var einnig virkur við stofnun ökuskóla félagsins og sinnti þar stjórnarsetu. Á þessum árum voru störf öku- kennara gjarnan hlutastörf og svo var einnig með Trausta því stóran hluta starfstíma síns starfaði hann einnig á rakarastofunni hluta dags. En þrátt fyrir það var hann umsvifa- mikill ökukennari sem nemendur sóttust eftir að komast í nám hjá. Til að geta annað þeirri eftirspurn var hann um tíma með ökukennara í vinnu og gerði út fleiri en eitt tæki til ökukennslu en á þessum tíma var slíkt frekar fátítt. Ef benda ætti á fyrirmyndar fé- lagsmann í félagsskap eins og öku- kennarafélaginu mætti án nokkurs vafa benda á Trausta Eyjólfsson. Hann var virkur í sínu starfi, tillögu- góður og dagfarsprúður og kom sjónarmiðum sínum á framfæri með rósemi og jákvæðu skaplyndi. En fyrst og fremst var Trausti góður ökukennari sem sinnti starfi sínu af alúð og bjó yfir hæfni til að móta já- kvætt viðhorf til umferðar og sam- ferðafólks hjá nemendum sínum. Að mínu mati er ekkert meira virði í starfi ökukennarans en það. Öku- kennarafélag Íslands vill þakka Trausta Eyjólfssyni góð störf í þágu stéttarinnar og samfylgd sem spann- ar hálfa öld og kveður góðan félaga og vin. Ennfremur vill félagið senda Grétu og fjölskyldunni allri samúð- arkveðjur. Fyrir hönd Ökukennarafélags Ís- lands, Guðbrandur Bogason. Kynni mín af Vestmannaeyjum hafa því miður ekki verið mikil um dagana. Þær blasa að vísu fallega við á Suðurlandi þar sem ég er oft á ferð. En hún situr samt í mér enn myndin er greyptist í huga minn ungum að þessar eyjar sunnan við land væru fyrst og fremst heimkynni móðursystur minnar, Sesselju, sem heimsótti foreldra mína þegar hún átti erindi til höfuðstaðarins. Það var kyrrð og friður yfir spjalli þeirra systra þegar þær hittust, jafnvel barnið tók eftir því. Þær hljóta að hafa átt vel saman. Hinn stóri barnahópur Sesselju og Finnboga í Vestmannaeyjum dreifð- ist, sumir héldu áfram að lifa lífinu á heimaslóðum, aðrir sigldu um heimshöfin en mest urðu að vonum samskipti foreldra minna og fjöl- skyldu við Rósu, Fjólu og Grétu sem settust að í Reykjavík. Og jafnan er þær voru annars vegar voru þeir nefndir til sögunnar lífsförunautarn- ir, Ásgeir, Halldór og Trausti. Tím- inn líður og undan gangi lífsins verð- ur ekki vikið. Er nú kvaddur hinn síðasti þeirra svila, Trausti. Þegar Trausti bættist við í stór- fjölskylduna var hann landskunnur, frækinn spretthlaupari og stóð af honum stjörnuljómi í augum yngstu kynslóðarinnar. Það var upphefð að vita af slíkum manni í námunda við sig. En á þeim dögum voru frjáls- íþróttir jafnvinsælar og fótboltinn, enda gullöld ríkjandi, og við strák- arnir sóttum íþróttamót á Melunum og rembdust líka sjálfir eftir megni. Trausti var í fremstu röð íslenskra íþróttamanna, ólympíufari. Að leiðarlokum minnist ég með þakklæti kynna við Trausta, löngum ekki mikilla sökum fjarlægða og annríkis, en alltaf góðra er við hitt- umst í fjölskylduboðum og á öðrum slíkum mannamótum. Spjall á förn- um vegi, er við Jóhanna rákumst á mína góðu frænku og hann Trausta hennar, var alltaf upplífgandi, rædd- um við saman góða stund, dýrmæta stund þótt ekki væri hún fyrirhuguð. Trausti starfaði áratugum saman á rakarastofu í hjarta borgarinnar og hafa þar verið margir ánægðir viðskiptamennirnir um dagana. En ökukennari yngri kynslóðarinnar á heimili mínu hefur líka þekkt hvern krók og kima í vegakerfi borgarinn- ar og hleypt áður en yfir lauk mörg- um þakklátum nemendum út á vara- samar brautir nútímabílmenningar. Fjarstödd í öðrum landshluta á út- farardegi bið ég Morgunblaðið fyrir samúðarkveðju okkar Jóhönnu og skyldmenna minna til Grétu frænku og hennar stóru, fallegu fjölskyldu í söknuði þeirra. Blessuð sé minning Trausta Eyjólfssonar. Þór Jakobsson. Þá er Trausti, kær félagi okkar í Kiwanisklúbbnum Kötlu, fallinn frá. Hann gekk til liðs við Kiwanishreyf- inguna árið 1967 og var forseti 1980 til 1981. Einnig hefur hann gegnt flestum stjórnar- og nefndarstörfum hjá klúbbnum. Og ekki hefur staðið á honum þegar þurfti að vinna við styrktarverkefnin sem hann hellti sér í af miklum krafti og kom sér þá vel fyrir hreyfinguna hve mikill keppnismaður hann var eins og af- rek hans í íþróttum hafa sannað. Áð- ur fyrr á sumardaginn fyrsta var klúbburinn alltaf með barna- skemmtun í Kiwanishúsinu og var Trausti þá eins og kóngur í eldhús- inu ásamt öðrum góðum félaga okk- ar, Ólafi Finnbogasyni, sem er ný- lega fallinn frá, og sáu þeir um að ekki vantaði neitt og yrði gengið vel frá á eftir. Voru þá margir sem laumuðu sér inn til þeirra því aldrei var tóbakshornið langt undan og gleðin við völd. En það var sama hvað stóð til alltaf mætti Trausti fyrstur manna. Þá var hann öku- kennari lengi og voru þau mörg börn Kötlufélaga sem lærðu hjá honum og minnast hans með hlýju og skemmti- legra ökutíma. Það var ánægjulegt að Trausti skyldi koma með okkur núna í maí í óvissuferð úr bænum til að halda að- alfund klúbbsins og fékk hann þar viðurkenningu fyrir frábært og óeig- ingjarnt starf fyrir Kötlu í yfir 42 ár. Áður eða 2001 hafði hann verið heiðraður með Gullstjörnu styrktar- sjóðs Kiwanisumdæmisins fyrstur Kötlufélaga. Þá er ekki hægt að minnast hans án þess að Gréta, hans góða kona, komi upp í hugann en hún stóð fast við bakið á honum og á Katla henni mikið að þakka fyrir hennar framlag til klúbbsstarfsins. Ég vil að lokum votta Grétu og fjölskyldu okkar innilegustu samúð við fráfall vinar okkar og félaga. F.h. Kötlufélaga, Þorlákur Jóhannsson. Trausti Eyjólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.