Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 ✝ Jóna Jónsdóttirfæddist á Jarls- stöðum í Aðaldal 2. apríl 1936, starfaði og bjó á Selfossi síð- ustu 40 ár. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut að- faranótt föstudags- ins 23. júlí 2010. Jóna var dóttir Jóns Sigtryggssonar, f. 5. apríl 1902, d. 23. ágúst 1991 og Kristínar Ein- arsdóttur, f. 15. jan- úar 1899, d. 9. október 1974. Systkini hennar eru Sigtryggur, d. 25. febrúar 1989, Hólmfríður Kristín, d. 18. desember 2005, Einar Jónsson, d. 10. maí 2009, Þuríður Sigurveig, Sigurður Líf, f. 1989 og dóttir hennar er Þórunn, f. 2008, Ingibjörg Jóna, f. 1992, Perla Sóley, f. 2000 og Róbert Dagur, f. 2005, b) Guð- björg Erla Freysdóttir, f. 1976, eiginmaður hennar er Pálmi Pét- ursson, f. 1972 og börn þeirra eru Karítas Ósk, f. 1997, Stein- unn Ösp, f. 2000 og Salka Þöll, f. 2003, c) Hafdís Vala Freysdóttir, f. 1978, börn hennar eru Ásbjörn Freyr, f. 1997og Felix Freyr, f. 2010, í sambúð með Hilmari Frey Hilmarssyni, f. 1975, d) Kristín Ósk Freysdóttir, f. 1980, börn hennar eru Birta Teresa, f. 1999, Embla Sól, f. 2001, Adam Elí, f. 2007 og óskírð, f. 2010, í sambúð með Reyni Haraldi Þorgeirssyni, f. 1976; 2) Guðrún Sandra Gunn- arsdóttir, f. 1969, barn hennar er Gunnþór, f. 2006; 3) Gunnar Þór Gunnarsson, f. 1970. Útför Jónu fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 29. júlí 2010, og hefst athöfnin kl. 11. Björn, Þorgrímur og Sigríður. Uppeld- issystir þeirra er Sigríður Jónína Helgadóttir. Sam- býlismaður Jónu er Gunnar Karl Gränz, f. 30. nóvember 1932. Foreldrar hans voru Carl Jó- hann Gränz, f. 22. júlí 1887, d. 14. nóv- ember 1967 og Guð- rún Ólafsdóttir, f. 10. september 1897, d. 2. janúar 1957. Börn Jónu eru: 1) Kristín Ingólfs- dóttir, f. 1956, eiginmaður henn- ar er Freyr Guðlaugsson, f. 1950 og börn þeirra eru a) Eva Jóna Ásgeirsdóttir, f. 1972, börn hennar eru Kristín Kæra vinkona! Það hefur eitthvað breyst í Hrís- holtinu. Hún Jóna okkar er farin. Við minnumst Jónu sitjandi við eldhúsborðið hjá okkur með löngu brúnu sígretturnar, segjandi sögur með sínum dillandi smitandi hlátri, lífsglöð, hress og brosandi. Jóna og Gunnar hafa spilað stórt hlutverk í lífi okkar hér síðstu 30 árin, hláturinn hennar Jónu og um- hyggja tengist æskuminningum okkar systkinanna sem litum á Jónu og Gunnar sem ömmu og afa meðan foreldrar okkar litu á þau sem góða og hjálpsama vini. Jóna tók alltaf brosandi á móti okkur krökkunum og var alltaf reiðubúin til að rétta hjálparhönd hvort sem það var að lauma mola í hönd yngsta drengsins sem líkaði ekki maturinn hjá móður sinni eða kíkja yfir til að gefa fiskunum að éta ef við brugðum okkur af bæ. Áramótaveislurnar hennar Jónu voru magnaðar líka. Perutertan var slík að maður hlakkaði til allan desembermánuð að fá að smakka hana. Á haustin voru farnar berja- ferðir undir Ingólfsfjallið þar sem margir lítrar rötuðu heim í botn- langann í Hrísholtinu. Flatköku- bakstrinum má ekki gleyma, Jóna steikti meðan mamma hnoðaði svo ilminn lagði um allt hverfið. Margt fleira gætum við tínt til en leyfum okkur að eiga þær minningar fyrir okkur. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við þig, elsku Jóna okkar, og þökkum þér fyrir allar þær stundir sem við höfum átt með þér og þínum. Við gleymum þér aldrei. Við sendum öllum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Kveðja frá fjölskyldunni á móti, Páll, Hanna, Guðrún, Krist- jana og Sigurður. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Í dag kveðjum við góða vinkonu, hana Jónu Jóns, og langar mig til að minnast hennar í örfáum orðum. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar leikskólinn Álfheimar tók til starfa í desember 1988. Þar hófum við báðar störf í eldhúsinu og hefur okkar vinátta verið óslitin síðan þá. Það var mjög gott að vinna með Jónu, hún var alltaf létt í lund og stutt í glensið. Það gekk oft ým- islegt á í eldhúsinu hjá okkur og er mér ofarlega í minni þegar við bök- uðum fyrstu vatnsdeigsbollurnar og þær fylltu ofninn, og þegar pönnukökupannan týndist í pönnu- kökustaflanum. Það er af mörgu að taka í minninganna sjóði og verða þær minningar vel geymdar. Jóna var úrræðagóð og gott að vinna í hennar návist, svo var nú líka aldeilis gaman að skemmta sér með henni, þá var hún hrókur alls fagnaðar. Jóna hélt tryggð sinni við fyrr- verandi samstarfkonur allt til endaloka og mætti alltaf í árlegan hitting sem þær Álfheimakonur héldu og buðu okkur með, sem reyndar var nú stundum tvisvar á ári svo skemmtilegur er þessi hóp- ur. Jóna var sérstaklega verklagin og mjög listræn. Og hafði hún gam- an af allskonar föndri. Glerlistin átti hug hennar allan seinustu árin og voru hlutirnir margir og fallegir sem hún gerði. Í glerinu eignaðist hún góðan vinakvennahóp. Jóna mín, það er af svo mörgu að taka í minninganna sjóði, og vil ég þakka þér allar okkar góðu sam- verustundir með Álfheimakonun- um, allir kaffibollarnir heima við eldhúsborð og góðu stundirnar með glerlistahópnum. Minning þín er ljós í lífi okkar allra sem fengum að kynnast þér. Jóna mín: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Fjölskyldu Jónu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðbjörg Ólafsdóttir (Gugga). Þegar leikskólinn Álfheimar á Selfossi hóf starfsemi sína fyrir rúmum 20 árum var Jóna ein af starfsmönnum sem þar hófu störf. Jóna starfaði í eldhúsi leikskólans í nær 17 ár eða þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Jóna var traustur samstarfsmaður sem gott var að leita til. Hún hafði ákveðnar skoðanir, talaði með norðlenskum hreim, bjó til góðan mat, var skemmtileg, brosmild og hrókur alls fagnaðar þegar starfs- menn gerðu sér dagamun hvort sem um var að ræða í dagsins önn eða utan leikskólans. Við eigum margar góðar minn- ingar frá þessum árum og vinátta myndaðist sem við höfum hlúð að með því að hittast einu sinni til tvisvar á ári, nokkrar af þessum „gömlu“. Síðast hittumst við allar í apríl sl. og þá beið Jóna úrskurðar veikinda sinna og kveið niðurstöð- unni. Þegar í ljós kom að um krabbamein var að ræða tókst hún á við það verkefni af miklu æðru- leysi og ætlaði að hafa betur. Hún hafði t.d. pantað sér tíma á snyrti- stofu þegar meðferðinni væri lokið. En í hennar tilfelli var við ofurefli að etja. Hún kvaddi svo þetta jarð- líf snemma dags 23. júlí sl. eftir stutt en erfið veikindi. Jóna hafði yndi af garðrækt og ber garðurinn við hús hennar í Hrísholtinu þess glöggt vitni. Hún var listamaður og lék allt í höndum hennar hvort sem það var vinna með gler, fatasaumur eða bara það sem var sett í hendur hennar. Hún var einn af brautryðjendum og stofnendum Þroskahjálpar á Suð- urlandi og bar ávallt hag barna fyr- ir brjósti. Hún varð ung mamma, amma, langamma og langa- langamma og stóð ávallt undir merkjum við öll þau tímamót. Jóna var máttarstólpi fjölskyldunnar og er missir hennar mikill. Elsku Jóna, við vitum að þú hef- ur verið hvíldinni fegin úr því sem komið var. Við eigum eftir að sakna þín næst þegar gamli Álf- heimahópurinn kemur saman en margar góðar minningar eigum við um þig sem gott verður að rifja upp. Við viljum kveðja þig að lok- um með þessu ljóði Ingibjargar Sigurðardóttur og með ósk um góða heimkomu: Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. Fyrir hönd gamla Álfheimahópsins, Ingibjörg Stefánsdóttir. Jóna Jónsdóttirþakklát og ánægð að hafa átt þigsem afa, þú varst engum líkur. Það var svo yndislegt að koma til ykkar ömmu á Túngötuna, ég get ekki lýst því með orðum hversu mikið ég mun sakna þess. Ég á óteljandi minning- ar frá Túngötu þrettán og allt eru það góðar minningar. Alltaf var jafn gaman að koma, hlýjan og kærleik- urinn frá ykkur hjónum var svo mikill að alltaf fór maður út með bros á vör. Það var sama hvenær maður kom í heimsókn til þín, alltaf mátti maður búast við smá „afah- úmor“, þú varst svo skemmtilegur sögumaður og alltaf gat maður hleg- ið með þér. Elsku afi, þú varst einn yndisleg- asti maður sem ég hef kynnst, ástin og hlýhugurinn frá þér var ómet- anlegur og mér finnst ég heppnust í heiminum að hafa átt þig að. Frá því ég fékk bílpróf hefur uppáhaldsþvottaplanið mitt verið á Túngötunni. Það var svo gaman að koma til þín í skúrinn, þar var mað- ur öruggur um að allar græjur væru til og ekki sakaði að alltaf vildir þú hjálpa og þá var alltaf hægt að bóka sömu útkomuna, að bíllinn myndi glansa þegar honum væri bakkað út. Þannig mun ég minnast þín afi, að allt sem þú gerðir, gerðir þú vel. Þetta líf er fljótt að breytast, engin amma búin að vera heima síðustu mánuði og nú enginn afi heldur til að heimsækja. Þegar ég keyri fram hjá húsinu ykkar streyma tárin nið- ur, það er eitthvað svo óraunveru- legt að hugsa að næst þegar maður labbar þaðan út verður enginn afi að vinka í dyrunum með bros á vör. Mörg okkar munu minnast þess hversu nýtinn þú varst og þá að- allega í eldamennskunni, kokkasög- urnar þínar voru frábærar og gat maður ekki annað en hlegið að þér þegar þú varst að segja manni frá veislumáltíðunum þínum. Sósa útbúin úr kjötsúpu frá því deginum áður er eitthvað sem eingöngu afa Sveina dettur í hug að gera. Þú varst ríkur maður, afi, sex börn og er pabbi minn þeirra á með- al, alltaf fannst mér jafn gaman að skjótast með pabba til þín eftir að þú hafðir hringt í hann og beðið hann að koma að laga eitthvað, húmorinn á milli ykkar var svo skemmtilegur. Já, þetta eru skrít- inir tímar fyrir pabba, systkini hans og okkur öll. Elsku besti afi minn, ég trúi því og veit að nú ert þú kominn til elsku ömmu sem þú hefur saknað svo mik- ið. Elsku afi, mikið óskaplega sakna ég þín, ég mun hlýja mér við allar fallegu minningarnar sem ég geymi um þig í hjarta mínu. Hvíldu í friði. Þín Ástrós. Sæll afi minn, það er stutt stórra högga á milli og nokkuð ljóst að höggin hafa verið stór og þung und- anfarið við brotthvarf ömmu fyrr á þessu ári og ekki síst nú með brott- hvarfi þínu úr þessum heimi. Högg- in lenda víða á stórfjölskyldunni við brotthvarf ykkar beggja en ég tel víst að hún taki við þeim án þess að hika í þeirri trú að þú sért nú kom- inn aftur til ömmu til að hugsa um hana eins og þú gerðir svo vel síð- ustu árin er hún þurfti sem mest á þér að halda. Svei mér þá, þú ákvaðst að þverneita manninum með ljáinn fyrir ekki svo löngu, rétt til þess að vera til staðar fyrir ömmu, eða þannig lít ég á það alla- vega. Ég kann ekki að telja allar þær góðu stundir er ég get tengt við þig, afi minn, en ég minnist nokkurra meir en annarra, skemmtilegar spilastundir við eldhúsborðið þar sem ólsen-ólsen var stundað af mik- illi ákefð munu seint úr minni mínu fara. Áhugi þinn á öllu sem maður var að gera, hvort sem það var fót- bolti eða eitthvað annað, skein í gegnum samveru okkar. Þú lést verkin tala í orðsins fyllstu merk- ingu og alltaf gat maður stólað á að hjólaverkstæði afa í bílskúrnum væri opið og til þjónustu reiðubúið er neyð bar að garði, en þá neyð bar víst ansi oft að garði minnir mig. Óteljandi voru stundir okkar feðg- anna í bílskúrnum að Túngötu 13 við allskonar bílviðgerðir þar sem þú varst aldrei langt undan við að að- stoða og spjalla um daginn og veg- inn og ekki voru bón- og þrifadagar mínir mikið færri á Túngötunni en þar áttum við vel saman og mátti ávallt búast við góðum móttökum og ráðum er tengdust þeim málum sem öðrum. Alltaf passaðir þú svo upp á að amma setti nú heitt á könnuna og eitthvert góðgæti væri í boði með kaffinu, annað kom náttúrlega ekki til greina og var þá bara gerður túr upp í kaupfélag ef eitthvað skorti í ísskápinn. Þú gast alltaf nálgast hlutina á áhugaverðan hátt, „komdu og sjáðu“ var ósjaldan sagt og með glott í andliti vaktir þú ávallt brenn- andi áhuga á því hvað beið manns handan hornsins, þó það væri ekki nema nýgljáfægð dekkin á nýja bíln- um eða nýjasta staðan á bátasmíð- unum í bílskúrnum. Ef það var eitt- hvað sem þú kenndir mér, afi minn, þá var það einfaldlega það að sjá hvað einföldu hlutirnir geta oft gefið manni meira en svo margt annað og hversu lítið þarf til að vera stoltur ef maður setur bara smá vinnu og hjarta í verkin þó það séu ekki flókn- ari hlutir en nýgljáfægð dekkin. Ég þakka fyrir að börnin mín fengu að kynnast þér og ömmu þó svo þau kynni hafi staðið styttra yfir en ég hefði kosið. Húmorinn þinn og góð- mennska var aldrei langt í burtu og munu hugsanir mínar um þig í fram- tíðinni ávallt skapa jákvætt and- rúmsloft í huga mínum. Ég kveð þig, afi minn, með sökn- uði í hjarta og bið að heilsa henni ömmu minni í stóra fríinu ykkar langþráða. Þitt barnabarn, Gunnar Davíð og fjölskylda, Rúna, Steinunn Erla og Gunnar Darri. Elsku afi minn. Mér eru mörg orð í huga þegar ég sest niður og skrifa til þín. Ég veit að nú ertu kominn á góðan stað og að þið amma eruð saman á ný en mikið ósköp var erfitt að kveðja þig. Ekki er nú langt síðan ég kvaddi ömmu, svo gerist þetta allt svo hratt, en þín var þörf annars staðar og veit ég að þér líður vel núna og að þú ert í góðum höndum. Mér verður hugsað til baka um allar þessar dásamlegu stundir sem ég átti með þér á Túngötunni og þá einna helst stundina sem við áttum öll saman, stórfjölskyldan á Túngöt- unni fyrir ekki svo löngu. Þetta var yndislegur dagur með yndislegu fólki, dagur sem mun lifa í minning- unni um ókomna tíð. Ég vil þakka fyrir alla þá ást og umhyggju sem þú hefur alla tíð sýnt mér og ekki síst þann stuðning sem þú og amma sýnduð okkur systr- unum í sundinu. Það var alltaf hægt að treysta á ykkur sama hvað á dundi. Þú varst enginn venjulegur afi, afi minn, þú varst besti afinn, besti afi sem nokkurt barn getur hugsað sér. Nú eruð þið amma saman á ný og gleður það mitt hjarta að hugsa til þess. Hvíldu í friði, þín minning verður geymd við hjartastað. Ég elska þig afar heitt. Ástarkveðja, Íris Edda. Afi okkar. Hversu sárt það var að missa þig fáum við ekki lýst. Þú varst besti afi sem nokkur get- ur hugsað sér. Þú varst stálið í fjöl- skyldunni sem gerði besta kakó í heimi. Þú varst dugnaðarmaður, hlýr, hress og kvartaðir adrei yfir neinu. Oftar en ekki montaðir þú þig yfir sólinni sem var bara í Sand- gerði. Hversu glaðar við erum í hjarta okkar, vitandi af þér hjá ömmu, fáum við ekki lýst. Himnaríki fagnar hetju eins og þér rétt eins og amma gerir. Við geymum þig ávallt í hjarta okkar. Við elskum þig og söknum þín. Kysstu ömmu frá okkur. Þínar Karitas og Diljá.                         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.