Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 30
30 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MÉR FINNST EINS OG EITTHVAÐ SÉ Í GANGI EINS OG PARTÍ SEM MÉR VAR EKKI BOÐIÐ Í ÞAÐ ER SATT... FRUMURNAR MÍNAR VINNA ANSI MIKIÐ SVEFN GEFUR FRUMUNUM ÞÍNUM TÆKIFÆRI TIL AÐ HVÍLA SIG EFTIR DAGINN SVEFN ER MJÖG MIKIL- VÆGUR HELGA, ÉG ER KOMINN HEIM! GOTT! HVERNIG VAR DAGURINN HJÁ ÞÉR? FRÁBÆR! ÉG FÉKK VERÐLAUN FYRIR AÐ FÁ Í MIG FLESTAR ÖRVAR Í EINUM BARDAGA! HELDUR GRÍMUR ENNÞÁ AÐ HANN SÉ AÐ VERÐA SKÖLLÓTTUR? JÁ, HANN ER MEIRA AÐ SEGJA BÚINN AÐ KAUPA SÉR HÁRKOLLU. PASSAÐU ÞIG AÐ SEGJA EKKI NEITT HÆ, STRÁKAR! HÆ! HVAÐ FINNST ÞÉR UM HANA? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI... MÉR FINNST EINS OG ÉG HAFI SÉÐ ÞESSA HÁRGREIÐSLU ÁÐUR ANDREA? ÞETTA ER ADDA BÍLLINN OKKAR VAR DREGINN, ÞANNIG AÐ ÉG ÆTLAÐI AÐ ATHUGA HVORT ÞÚ VÆRIR TIL Í AÐ VERA KLUKKUTÍMA LENGUR HJÁ KRÖKKUNUM? JÁ, AUÐVITAÐ BORGUM VIÐ ÞÉR YFIRVINNU FARÐU MEÐ OKKUR Á NÆSTU LÖGREGLUSTÖÐ UNGLINGAR NÚ TIL DAGS UNNH! LÍTUR ÚT FYRIR AÐ ÞÚHAFIR KLÚÐRAÐ ÞESSU! ENGINN GETUR SIGRAÐ ELECTRO! SJÁUMST SEINNA! Málóðir flugstjórar Veit einhver hvers vegna það er, sem íslenskir flugstjórar kveðja sér jafnan hljóðs, þegar nægi- lega langt er liðið á hefðbundna flugferð til að þeir farþegar séu sofnaðir, sem það ætla að gera, og flytja þá ávarp? Ég þarf af og til að taka mér far með ís- lenskum flug- félögum og þá bregst varla að þeg- ar ég er loksins sofnaður er ég vakinn með skruðningum sem gefa til kynna að flugstjórinn þurfi að halda ræðu. Góðan dag, góðir farþeg- ar, segir hann hraðmæltur og byrjar svo að þylja flugáætl- unina í smáatriðum. Við byrjum í þessum og þessum fetum og stefnum svo á Orkneyjar sem við munum að vísu ekki sjá og svo munum við beygja og vind- urinn er af suðsuðvestri sem skiptir okkur ekki máli en á ákvörðunarstað er hægur and- vari, en það gæti hafa breyst þegar við lendum og bla bla og vonandi njótið þið þjónustunnar um borð. Þegar þessi romsa er úti þá er hún endurtekin á er- lendu máli, ekki óskyldu ensku en með framburði sem hvergi hefur áður heyrst í enskumælandi heimi og sjálfsagt ekki öðr- um heimum heldur. Eftir þetta tekur óra- tíma að sofna aftur og varla næst nema mínútublundur áður en maður vaknar við það að þéttvaxin kona í aftari sætaröð þarf að skoða ilmvatn í tollfrjálsu búðinni, sem auðvitað er rekin í háloftunum því menn geta ekki verið ókaupandi nokkra stund í fríinu. Flugfélög reyna eitt og annað til að lokka til sín viðskiptavini. Hvernig væri að bjóða upp á flugferðir þar sem flugstjórinn stillir sig um að vekja farþegana til þess að segja þeim flughæðina? Langþreyttur farþegi. Gleraugu fundust Gleraugu, brún að lit, fundust á golfvellinum austur í Sogi, þau eru með spöng aftur fyrir hnakka og segulstál á nefhlíf sem festir umgjörðina saman. Upp- lýsingar í síma 695-4097. Ást er… … að vita að dagurinn ykkar mun koma. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Opið kl. 9-16, vinnu- stofa opin, hádegismatur. Dalbraut 18-20 | Vídeóstund kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skrifstofa félagsins er lokuð vegna sumarleyfa. Opnað aftur mánudaginn 9. ágúst. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin og heitt á könnunni alla virka daga til kl. 16. Hvassaleiti 56-58 | Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16. Boccia kl. 10, fé- lagsvist kl. 13.30, kaffisala í hléi. Böð- un fyrir hádegi, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50, Stefánsganga kl. 9, listasmiðjan er opin, gáfumannakaffi kl. 15. Matur og kaffi alla virka daga. Sími 411-2790. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Boccia kl. 13.30, kaffiveitingar kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofan opin, tekið í spil. Stólad- ans kl. 13.15, matur og kaffi. Og enn er gripið niður í greinTheódóru Thoroddsen um nokkrar stökur kveðnar af sveita- konum fyrir vestan, en um frekari deili á þeim er Vísnahorni ekki kunnugt. Árstíðirnar hafa áhrif á þann streng, sem sleginn er. Unga fólkið leitar út í „syngjandi vorið“ með sólina og blæinn þar sem lyngið blómgast og lundurinn grær; má vera að þá verði stund- um tveir og tveir í hóp, að minnsta kosti er svo að skilja á vísunni, stendur þar: Leiðast tvö og lundurinn laufgaður til sín dregur, frá munni sveins að meyjar kinn mun þó skammur vegur. Og Theódóra heldur áfram: Slíkt er nú þeirra ungu. Hinir, sem troðið hafa barnsskóna og komnir eru til ára, taka vorinu með þakk- látari hug. Birtan og hlýjan bætir úr svo mörgu eins og konan kveð- ur: Eru það þeldökk þrautaský, sem þoka ei spöl úr vegi, er baðar sólin blómin ný bæði á nótt og degi. Þeim sem engin eiga skjól úti á grýttum vegi verður ljúft að sjá þig, sól, svona snemma á degi. En hvað vorið vermir mig, víst er heimur fagur, með lífi og sálu lofa ég þig ljóss og sólar dagur. Og nú er að gæta þess að ná í hvern geisla, missa ekki af neinu sem vermt geti og glatt: Settu upp á glennta gátt gluggana alla sem þú átt og láttu streyma ljósið inn, það léttir undir baggann þinn. Og frá Theódóru Thoroddsen og sveitakonum fyrir vestan hverfum við austur og norður í Þingeyj- arsýslur. Þar mætum við fyrst Bergljótu Benediktsdóttur í Garði í Aðaldal, systur Huldu skáldkonu. Hér yrkir hún um konuna á útnes- inu Tjörnesi, og dregur upp glögga mannlýsingu: Þú hefur horft á hafrótið, hlustað á brim og vinda. Samt hefur blessað sólskinið svip þinn náð að mynda. Emelía Sigurðardóttir á Brett- ingsstöðum í Flateyjardal orti og má vera til íhugunar á versl- unarmannahelgi: Nú án fylgdar flestir sjást. Fólk sig parar saman; margt fyrir aura, minnst fyrir ást, mest fyrir stundargaman. Og Hildur Baldvinsdóttir á Klömbrum orti á heimleið frá kirkju: Ylrík hrifning að mér vefst, er ég hlusta á góðan prest; andi minn til hæða hefst. En – heima þjóna ég Guði best. Vísnahorn pebl@mbl.is Af konum fyrir vestan og norðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.