Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 FRÉTTASKÝRING Andri Karl andri@mbl.is Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum og einn eigenda Morgunblaðsins, er fyrst kvenna til að vera hæsti skattgreið- andi Íslands. Hún er réttnefnd skattadrottning Íslands árið 2010 og greiðir tæpar 343 milljónir króna í opinber gjöld á árinu. Ríkisskatt- stjóri hefur lokið álagningu opin- berra gjalda á einstaklinga og voru nöfn þeirra sextíu sem greiða hæstu skatta birt sérstaklega. Um er að ræða fyrstu álagn- inguna eftir að skattumdæmi voru sameinuð, en sameiningin átti sér stað um síðustu áramót. Á undan- förnum árum lagði hver skattstjóri – þeir voru níu – fram sína skrá og voru þeir birtir á sér-lista sem hæsta skatta greiddu í hverju um- dæmi. Þar sem landið er nú eitt skattumdæmi er aðeins um einn lista að ræða, óháð landshlutum. Mikið breyttur listi Á skattgrunnskrá voru ríflega 261 þúsund framteljendur, en af þeim sættu 13.750 einstaklingar áætlun- um, eða 5,26% af skattgrunnskrá. Næstir á eftir Guðbjörgu greiddu hæsta skatta Ingi Guðjónsson, lyfja- fræðingur í Kópavogi og einn af stofnendum Lyfju, sem vermir 2. sæti og greiðir um 198 milljónir króna og svo er Þorsteinn Hjalte- sted Vatnsendabóndi í 3. sæti og greiðir tæpar 120 milljónir króna. Í fjórða sæti er önnur kona, Katrín Þorvaldsdóttir í Reykjavík, og greiðir tæplega 116 milljónir króna. Listinn er mikið breyttur frá um- liðnum árum en menn úr föllnu fjár- málakerfi landsins röðuðu sér þá yf- irleitt í efstu sætin. Þó má finna tvo fyrrverandi bankastjóra Íslands- banka á listanum, en þeir eru í 17. og 18. sæti. Greiðir Lárus Welding 57,3 milljónir króna í opinber gjöld og Bjarni Ármannsson 55,7 millj- ónir króna. Rétt fyrir ofan þá Lárus og Bjarna er Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem greiðir rúmar 65 milljónir króna. Í 20. sæti er Andri Már Ingólfsson, aðaleigandi Primera Travel, sem greiðir rúmar 52 milljónir króna, en einnig má finna á listanum Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, sem greiðir tæpar 39 milljónir króna og Jóhannes Jónsson, kennd- an við Bónus, sem greiðir tæpa 31 milljón króna, litlu minna en á síð- asta ári. Ekki á listanum í fyrra Ef bornir eru saman listar ársins í ár og síðasta árs yfir hæstu skatt- greiðendur kemur ýmislegt forvitni- legt í ljós. Til að mynda, að skatta- drottningu ársins var ekki að finna á listanum í fyrra. Og Þorsteinn Már Baldvinsson, útgerðarmaður á Akureyri, sem greiddi hæstu skatta á síðasta ári, tæplega 170 milljónir króna, er ekki á meðal sextíu hæstu í ár. Í fyrra mátti einnig sjá, að Hreið- ar Már Sigurðsson, fyrrverandi for- stjóri Kaupþings, og Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, voru með hæstu gjöldin í Reykjavík. Þá er hins veg- ar ekki að finna á lista ríkisskatt- stjóra fyrir árið í ár. Hreiðar Már fluttist reyndar úr landi og heldur lögheimili í Lúxemborg. Fyrsta skattadrottningin krýnd  Guðbjörg Matthíasdóttir útgerðarmaður í Vestmannaeyjum er skattadrottning landsins árið 2010  Bankamönnum hefur fækkað ört en tveir fyrrum bankastjórar Íslandsbanka eru í 17. og 18. sæti                                      ! "   # $  % &'  $  (  (    )  *  + ( "+ , $  + -    %  .  &+      (  (  ( ", (   $   /  +  "                                             012 345 621 738 174 287 773 438 965 779 575 873 33 905 198 32 989 644 82 081 341 59 130 815 56 364 611 45 050 189 49 164 832 49 074 501 46 967 704 95 023 605 99 560 100 99 238 964 91 136 918 91 711 724 90 158 189 92 985 925      7335 7338 7333 2666 2667 2662 2660 2661 2669 2664 2665 2668 2663 2676   50 930 433 36 280 733 58 864 539 36 147 119 798 573 466 782 381 728 792 738 569 199 564 377 787 339 531 204 372 559 928 473 786 923 568 852 758 774 156 :             +        ; < (  $   =   >  < (     +  "   >   /  $      + (          +                                                    !  " 04 484 583 19 593 097 17 063 815 13 535 778 30 266 666 772 469 475 39 442 237 239 923 551 722 823 611 756 863 133 166 749 326 196 874 647 743 317 321 012 345 621         Morgunblaðið/Ómar Icesave Frá mótmælum á Austurvelli gegn því að Íslendingar þurfi að axla ábyrgð á Icesave-innlánsreikningunum. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins (ESB) segir að engin rík- isábyrgð sé á bankainnistæðum á Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta kemur fram í svari frá skrifstofu Michel Barnier, yfirmanns innri- markaðsmála í framkvæmdastjórn- inni, við fyrirspurn frá norska fréttavefnum ABC Nyheter. Þar segir að það komi mjög skýrt fram í tilskipuninni um innistæðu- tryggingar að ábyrgðin á innistæð- um sé fyrst og fremst hjá fjármála- stofnunum sem beri að fjármagna viðkomandi innistæðutrygginga- kerfi með inngreiðslum sem nemi ákveðnu hlutfalli af öllum innistæð- um sem lagðar hafi verið í þær. Dugi það ekki til þurfi að liggja fyrir áætl- un um það hvernig útvega eigi nauð- synlegt viðbótarfjármagn, t.a.m. með útgáfu skuldabréfa. Opinber aðkoma valkvæð Fram kemur í svari framkvæmda- stjórnarinnar að þegar hér sé komið sögu sé hægt að grípa til opinberrar fjármögnunar en að tilskipunin geri hins vegar með engum hætti kröfu til þess. Það sé á valdi viðkomandi ríkis hvort það sé gert, svo framar- lega sem farið sé að reglum Evrópu- sambandsins um ríkisstyrki. Þá kemur fram í svarinu að engu breyti þó ríki standi þegar frammi fyrir efnahagserfiðleikum. Þær fjár- mögnunarráðstafanir sem gert sé ráð fyrir í tilskipuninni hafi það að markmiði að komast hjá því að grípa þurfti til skattfjár til þess að fjár- magna innistæðutryggingakerfi. Þar af leiði að slík skuldbinding sé ekki lögð á einstök ríki. Röng innleiðing Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins segir síðan í svari sínu að hún taki að öðru leyti undir það sjón- armið Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá því í lok maí að Íslend- ingum beri að endurgreiða inni- stæðueigendum innan sambandsins, þ.e. í Bretlandi og Hollandi, vegna skuldbindinga íslenska innistæðu- tryggingasjóðsins. Þetta byggir framkvæmdastjórnin á þeirri stað- hæfingu að innistæðutrygginga- kerfið hafi ekki verið innleitt með viðunandi hætti. Kerfið hafi ekki verið nægilega umfangsmikið með tilliti til stærðar íslenska fjár- málageirans og þeirrar áhættu sem í því fólst. Þá er einnig ítrekað það sjónar- mið að íslensk stjórnvöld hafi mis- munað innistæðueigendum með því að ábyrgjast innistæður „íslenskra innistæðueigenda“ en ekki innistæð- ur íbúa Evrópusambandslanda í ís- lenskum bönkum. Loksins viðurkennt „Þetta eru talsverð tíðindi. Því hefur verið haldið endalaust fram að það væru einhver séríslensk sjónar- mið að engin ríkisábyrgð væri á inni- stæðutryggingakerfinu. Þannig að það er jákvætt að fá loksins við- urkenningu á því að svo sé ekki,“ segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands. Stefán segir að með þessu sé því komin upp ný staða í málinu. Fram- kvæmdastjórnin sé með skírskot- uninni til innleiðingar tilskipunar- innar að leggja áherslu á nokkuð sem ekki hafi verið í umræðunni áð- ur. Ekki sé vitað til þess að neinar athugasemdir hafi komið frá ESA eða öðrum vegna innleiðingar til- skipunarinnar á sínum tíma. „En þá verður að fara þá leið að setja fram skaðabótakröfu á hendur íslenska ríkinu vegna innleiðing- arinnar og færa sönnur á vanrækslu og ennfremur að hún hafi leitt til tjóns sem sé skaðabótaskylt. Þá eru menn komnir út í allt aðra sálma,“ segir Stefán. Engin ríkisábyrgð á innistæðum  Framkvæmdastjórn ESB segir enga ríkisábyrgð vera á bankainnistæðum  Segir að tilskipun um innistæðutryggingar hafi ekki verið innleidd rétt  Ný staða komin upp í málinu, segir lagaprófessor Fjórir ein- staklingar greiða yfir hundrað milljónir króna í skatt á þessu ári og óhætt að segja að mikið hafi breyst á ör- fáum árum. Árið 2007 er enn Íslendingum í fersku minni, margra hluta vegna en helst af þeim sökum að velmegunin er talin hafa náð hámarki. Árið 2007 sló Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, öll met í skattgreiðslum en hann þurfti að greiða rúmar fjögur hundruð milljónir króna í skatt. Sama ár greiddu sjö einstaklingar yfir hundrað milljónir króna. Þar ber að hafa í huga að um er að ræða gjaldárið 2006. Umbylting varð ári síðar, gjaldárið 2007. Skattakóngur var Kristinn Gunnarsson, sem seldi stóran hluta í Actavis, og greiddi rúmar 450 milljónir í skatt. Og árið var sérstakt. Þá greiddu fjórtán einstaklingar yf- ir 200 milljónir króna í opinber gjöld og nokkrir tugir yfir 100 milljónir kr. Umfangið allt saman minna SKATTAKÓNGAR FYRRI ÁRA Hreiðar Már Sigurðsson „Framkvæmdastjórnin telur að í tilfelli Íslands komi ábyrgð ís- lenska ríkisins á endurgreiðslu vegna Tryggingasjóðs innstæðu- eigenda og fjárfesta til innistæðu- eigenda í Evrópusambandinu til vegna ófullnægjandi innleiðingar tilskipunarinnar [um innistæðu- tryggingar] á Íslandi. Umfang kerf- isins var ekki hlutfallslega í sam- ræmi við stærð íslenska banka- geirans og þá áhættu sem hann skapaði. Því til viðbótar leiddi það af sér mismunun að bæta ekki innistæðueigendum innan sam- bandsins tap sitt eins og íslensk- um innistæðueigendum sem fengu fulla vernd og urðu þar af leiðandi ekki fyrir neinu tjóni vegna banka- hrunsins.“ Ófullnægjandi innleiðing ÚR SVARI FRAMKVÆMDASTJÓRNAR ESB TIL ABC NYHETER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.