Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 Amma Dagga var indælasta amma í heimi. Hún var já- kvæð og glöð. Hún var gangandi kraftaverk og henni fannst gaman að spjalla og var aldrei einmana. Við söknum henn- ar öll. Guð blessi ömmu. Kveðja, Viktor. Elsku Dagmar. Þá er komið að því að kveðja. Þótt mér hafi alltaf fundist það skrítið í gegnum tíðina að lesa minningargreinar þar sem skrifað er til hins látna þá fann ég að mig langaði að gera það núna sjálf. Þegar ég kynntist Kristjáni og vissi að hann var yngstur og eini strákurinn hugsaði ég um allar sögurnar og brandarana þar sem mæður vilja ekki sleppa litla stráknum sínum að heiman í hend- urnar á einhverri nýrri konu. Þú náðir að afsanna alla þessa tengda- mömmubrandara. Frá fyrsta degi var mér tekið eins vel og maður getur óskað sér. Við gátum hlegið saman að feðgunum sem við vorum giftar því þeir eiga eitt og annað sameiginlegt. Þér var líka mikið í mun að gera aldrei upp á milli barnabarnanna og passaðir að allir fengju nú jafnt. Það er erfitt að rifja upp allar góðu stundirnar þau 15 ár sem ég er búin að vera í fjöl- skyldunni en þær eru ótal margar. Þær eru tengdar hestunum, sveit- inni, jólunum, afmælum og ýmsu öðru. Ég vil bara þakka þér fyrir samfylgdina og að vera góð tengdamamma og amma. Það er svo aldrei að vita nema við hitt- umst aftur síðar. Kveðja, Harpa. Elsku amma. Þegar þú fórst frá okkur kom stórt sár í hjarta okkar, sár sem aldrei mun gróa. Við sökn- Dagmar Oddsteinsdóttir ✝ Dagmar Odd-steinsdóttir fædd- ist í Reykjavík 13. febrúar 1945. Hún lést á Landspít- alanum Fossvogi hinn 16. júlí 2010. Útför Dagmarar fór fram frá Digra- neskirkju 26. júlí 2010. um þín mikið. Við söknum þess þegar við vorum saman í „afasveit“, við sökn- um þess að sjá þig ekki í sófanum þínum heima hjá þér, og sérstaklega söknum við þess, að við náð- um ekki að kveðja þig áður en þú fórst frá okkur. Við eigum svo margar minning- ar saman sem fara í gegnum huga okkar. Það er svo tómlegt að sjá þig ekki hér sárið stækkar í hjarta mér. Ég sakna þess að vera ekki í örmunum þínum en þú munt alltaf vera í huga mín- um. (Monika Denisdóttir.) Þegar þú lást í sófanum heima hjá þér, kom ég í heimsókn til þín. Þá flaug fallega brosið þitt, beint í hjartað á mér. (Magnús Denisson.) Takk fyrir allt, elsku amma, við elskum þig. Þín ömmubörn, Monika, Magnús og Amanda. Nú er hún Dagmar horfin okkur bak við tjaldið, sem skilur að lif- endur og látna. Lát hennar kom ekkert á óvart, því hún var búin að berjast lengi við sjúkdóm, sem gef- ur sjaldan grið. Árum saman hef ég dáðst að hetjulegri baráttu hennar í ferðum hennar inn og út af sjúkrahúsi. Stórkostlegur fannst mér dugnaður hennar við margs- konar handavinnu þrátt fyrir veik- indin. Mér fannst hún vera sann- kölluð hvunndagshetja, þótt hún hlyti ekki fyrir það orðu. Dagmar var glæsileg kona, sér- lega smekkleg og mikill fagurkeri í eðli sínu, naut þess að hafa fallega hluti í kringum sig. Þótt hún mætti ekki hafa blóm inni hjá sér sökum sjúkdómsins, þá naut hún þess að geta séð þau út um gluggann. Dag- mar var mikill sóldýrkandi og óteljandi eru þær stundir sem við nutum saman hér úti á flötinni þegar vel viðraði, nú sakna ég þeirra stunda. Dagmar var ein- staklega gjafmild og hugulsöm kona. Eftir að ég varð ein, þá hringdi hún alltaf til mín með stuttu millibili til að vita hvort allt væri í lagi hjá mér, þótt hún væri sjálf sárlasin. Þessa hugulsemi vil ég þakka henni eins og allt annað frá þessum 27 árum, sem við höf- um búið í sama húsi. Dagmar var góð amma og gætti oft ömmubarnanna sinna, svo þau hafa misst mikið. Dagmar vann síðast við umönnun aldraðra í Múlabæ og gat sér þar gott orð bæði ungra og ekki síður aldraðra. Dagmar var trúuð kona og ég efast ekki um að vinir og vanda- menn, sem farnir voru á undan, hafa tekið vel á móti henni handan tjaldsins. Síðustu árin annaðist eiginmaður hennar hana af aðdá- unarverðri umhyggju, sem ég veit að hún var þakklát fyrir. Þessar fáu línur eiga að votta þökk mína fyrir kynninguna og samveruna öll þessi ár. Ég votta manni hennar, börnum, barnabörnum og öðrum aðstand- endum innilega samúð mína. Ég kveð Dagmar með söknuði og ég óska henni allrar blessunar á framandi leiðum. Ragna S. Gunnarsdóttir. Nú, þegar þú hefur kvatt þenn- an heim eftir harða baráttu við ill- vígan sjúkdóm, sit ég hér og hugsa til þín, elsku Dagmar mín. Þú elsk- aðir sumarið og sólina, varst ætíð bjartsýn á lífið og framtíðina. Engum var í kot vísað sem heimsótti ykkur Ella. Það væri mikið mál að fara yfir allar okkar samverustundir í lífinu í leik og al- vöru en við munum geyma minn- ingarnar um þær fyrir okkur. Ég mun sakna þín, elsku Dagmar mín. Guð blessi þig og fjölskyldu þína sem eftir lifir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hanna María. Dagmar var einstök kona, hún hafði hjarta sem rúmaði margt. Þar skipuðu heiðarleiki, samvisku- semi og góðvild stóran sess. Sum- arið 1988 réðst Dagmar til starfa í Múlabæ og vann við umönnunar- störf. Þau störf krefjast hæfileik- ans að ná til fólks. Það sýndi sig fljótt að Dagmar var þessum eig- inleika búin. Hún hafði hæfileika til að laða fólk að sér, og fólk treysti henni. Hún var næm á líðan fólks og sá eiginleiki kom sér afar vel í starfi. Það var ekki bara mannfólkið sem Dagmar laðaði að sér, hún var einstakur dýravinur og dýrin löðuðust að henni. Það var mjög sárt að sjá á eftir henni inn í langt og strangt veik- indaferli. En þá sýndi Dagmar hvað í henni bjó. Aldrei heyrðum við hana kvarta yfir þeim erfiðleik- um sem að henni steðjuðu. Hún gladdist yfir hverju því tímabili sem henni leið þolanlega. Hún sýndi heimilinu Múlabæ einstaka tryggð eftir að hún veiktist. Hringdi alltaf með vissu millibili og fékk fréttir. Hún kom og heim- sótti okkur, og þá var alltaf þráð- urinn tekinn upp eins og við hefð- um allar hist í gær. Hún var mikil fjölskyldumann- eskja og var unun að heyra þegar hún talaði um barnabörnin sín, bæði stór og smá og hvernig þeim vegnaði. Og ekki gleymdi hún að spyrjast fyrir um fjölskyldur okk- ar. Dagmar þekkti ég aðallega sem samstarfsfélaga, en þó þekktumst við líka utan þess, þar sem yngsta dóttir mín varð aðnjótandi hennar góðvildar og fékk að fara með henni í hesthúsið öðru hvoru og veit ég að hún er þakklát fyrir þær stundir. Ég tel mig með fullri vissu geta borið kveðju og þakklæti samstarfsfólks hennar frá þessum árum, og kveðjum við hana með virðingu og þökk fyrir góða kynn- ingu. Fjölskyldu hennar sendi ég mínar bestu kveðjur. Hallbera Friðriksdóttir. ✝ Svanhildur Jó-hannesdóttir fæddist á Húsavík 10 júní 1926. Hún lést á Landspítalanum 20 júlí 2010. Svanhildur var dóttir hjónanna Jó- hannesar Ármanns- sonar frá Hraunkoti í Aðaldal, f. 1900, d. 1959, og Ásu Stef- ánsdóttur frá Skinna- lóni á Melrakka- sléttu, f. 1896, d. 1972. Systkini Svan- hildar eru: 1) Kristín Jóhann- esdóttir f. 1924, d. 1966. 2) Guðrún Arnar Atli Hannesson, f. 23.4. 1999. Barn Hannesar frá fyrra sambandi er Jón Gunnar Hann- esson f. 30.4. 1988. Svanhildur fór ung til Kaup- mannahafnar í húsmæðraskóla. Eftir að heim var komið vann hún hin ýmsu störf, á Skálatúni, ráðs- kona við brúarvinnu og fleira. Þá stundaði hún sjóinn ásamt Jóni Hannessyni þáverandi eiginmanni sínum ásamt því að vinna í sund- lauginni á Húsavík, en á sínum efri árum réð hún sig sem ráðs- konu í sveit á sumrin þar sem hún tók þátt í hinum ýmsu bústörfum ásamt matargerð. Svanhildur verður jarðsungin í dag, 29. júlí 2010, frá Grensás- kirkju og hefst athöfnin klukkan 13. Minningarathöfn verður frá Húsavíkurkirkju á morgun, föstu- daginn 30. júlí, og hefst athöfnin klukkan 14. Jóhannesdóttir f. 1927, d. 2006. 3) Ingibjörg Jóhann- esdóttir f. 1929. 4) Hilmir Jóhannesson f. 1936. Árið 1954 giftist Svanhildur Jóni Hannessyni, f. 1.6. 1926, þau slitu sam- vistum árið 1991. Barn þeirra er Hann- es Jónsson, f. 3.5. 1964, kvæntur Guð- laugu Kristbjörgu Jónsdóttur, f. 19.11. 1968. Börn þeirra eru 1) Unnur Ösp Hannesdóttir, f. 3.6. 1992. 2) Hún Svana tengdamóðir mín var engri lík. Hún gat allt og þó það tæki tíma sem hún ætlaði sér að gera þá tókst henni það. Hvort sem það var að leggja parket, ferðast um heima og geima, saga koparrör með brauðhníf, gera fullt af fiskibollum fyrir tengdadóttur sína, prjóna lopasokka og vettlinga á barnabörnin eða sauma veiði- vesti á einkasoninn. Við göntuðumst oft með það að ég væri uppáhalds tengdadóttir hennar og hún væri uppáhalds tengdamóðir mín, enda ekki um fleiri að ræða hjá okkur. Við áttum oft góðar samræður þegar ég var að keyra hana í læknatíma og við sátum á biðstof- um stundum í óratíma. Henni fannst þetta nú vera tímaeyðsla hjá mér að vera að hanga yfir henni á spítala eða vera að bíða með henni á læknastofum. Ég sé ekki eftir þeim tíma því hann er ómetanlegur. Þú fórst ung til Danmerkur að læra í húsmæðraskóla og ég er þakklát fyrir ferðina sem við fjöl- skyldan fórum saman með þér í til Danmerkur fyrir fjórum árum á áttræðisafmælinu þínu. Hvíl í friði, elsku uppáhalds tengdamóðir mín. Þín uppáhalds tengdadóttir Guðlaug. Svanhildur Jóhannesdóttir Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS FRIÐRIKS NIKULÁSSONAR, Álfheimum 54, Reykjavík. Lára Guðmundsdóttir, Halldóra Halldórsdóttir, Ragna Halldórsdóttir, Sighvatur Halldórsson, Soffía Guttormsdóttir, barnabörn og langafabarn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARTHA ÁRNADÓTTIR, Hlíf II, Ísafirði, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ 22. júlí, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn 30. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabba- meinsfélagið Sigurvon á Ísafirði. Sigurður Jónsson, Árni Sigurðsson, Guðrún Halldórsdóttir, Jón Ólafur Sigurðsson, Jóhanna Oddsdóttir, Málfríður Þórunn Sigurðardóttir, Þórhildur Sigrún Sigurðardóttir, Guðmundur Hafsteinsson, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður og afa, GYLFA BALDURSSONAR heyrnarfræðings, Hátúni 12, Reykjavík. Arngunnur Ýr Gylfadóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Baldur Gylfason, Yrsa Þöll Gylfadóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.