Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLWENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn-arinnar segir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir „opinni stjórn- sýslu“ og „auknu gagnsæi“.     Ennfremur að „settar verði siða-reglur fyrir ríkisstjórn og stjórnsýsluna“. Þá er því lofað að „aðgengi almennings og fjölmiðla að upplýsingum [verði] aukið“.     Framkvæmdstefnu ríkis- stjórnarinnar hefur verið mjög á einn veg. Nýj- asta dæmið er dæmalaus spuna- tölvupóstur Elías- ar Jóns Guðjóns- sonar, núverandi aðstoðarmanns Katrínar Jakobsdóttur, mennta- málaráðherra og varaformanns VG. Áður var Elías fjölmiðlafulltrúi Steingríms J. Sigfússonar, fjármála- ráðherra og formanns VG.     Öllu innar í búri ríkisstjórn-arinnar getur koppur tæpast verið. Þó setti Steingrímur í gang spuna þegar hann var spurður út í tölvupóstinn, lét hann sem hann kannaðist ekki við höfundinn og af- greiddi málið með því að kalla að- stoðarmanninn ýmist strák eða strákling.     Tölvupósturinn afhjúpaði hinsvegar vinnubrögð ríkisstjórn- arinnar. Aukið gagnsæi og opin stjórnsýsla eru framkvæmd þannig að reynt er að mata fjölmiðla á þeim upplýsingum sem henta stjórnvöld- um í stað þess að veita almennar og réttar upplýsingar.     Um leið afhjúpaði tölvupósturinn,þar með talið orðbragðið í hon- um, siðferði sem unnið er eftir. Setning siðareglna verður aldrei annað en hluti af spunaverkinu þeg- ar viðhorfið innan ríkisstjórn- arinnar er með þessum hætti. Elías Jón Guðjónsson Spuni ríkisstjórnar afhjúpast Veður víða um heim 28.7., kl. 18.00 Reykjavík 17 léttskýjað Bolungarvík 12 skýjað Akureyri 14 skýjað Egilsstaðir 13 alskýjað Kirkjubæjarkl. 16 skýjað Nuuk 11 skýjað Þórshöfn 12 alskýjað Ósló 22 heiðskírt Kaupmannahöfn 22 skýjað Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 28 heiðskírt Lúxemborg 22 léttskýjað Brussel 21 léttskýjað Dublin 16 skúrir Glasgow 17 skýjað London 22 heiðskírt París 27 heiðskírt Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 20 léttskýjað Berlín 21 skúrir Vín 23 skýjað Moskva 32 heiðskírt Algarve 31 heiðskírt Madríd 37 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 27 heiðskírt Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 22 léttskýjað Montreal 27 skýjað New York 28 skýjað Chicago 30 skýjað Orlando 34 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:26 22:44 ÍSAFJÖRÐUR 4:07 23:13 SIGLUFJÖRÐUR 3:49 22:57 DJÚPIVOGUR 3:49 22:19 Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Þetta er bara gríðarlega gaman og afskaplega gott fólk sem tekur þátt í því að gera þetta að veruleika og sem veglegast,“ segir Ómar Bjarki Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Unglinga- landsmóts Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Ómar segir að unglingalandsmótið fari fram að mestu með hefðbundnu sniði eins og áður. Þó séu einhverjar nýjungar og þannig verði keppt í dansi í fyrsta skipti í ár. Mikil þátttaka sé í honum. „Á næsta ári t.d. verður mótið á Egilsstöðum og þá stendur til að keppt verði í fimleikum. Þannig að það er alltaf verið að bæta við ein- hverju.“ Stærsta mótið Að sögn Ómars stefnir í að mótið í Borgarnesi verði það stærsta frá upp- hafi og mun stærra en það var í fyrra þegar það fór fram á Sauðárkróki. Þannig séu nú um 1.700 þátttakendur skráðir til leiks í ár á aldrinum 11 til 18 ára. „Það hafa verið á þessum mótum á undanförnum árum um 1.000 til 1.200 þátttakendur og í heildina hefur þetta verið um 10 þúsund manns sem hafa mætt á staðinn. Í fyrra fór hins vegar þátttakan upp í 1.500 manns og í heildina tóku um 13 þúsund manns þátt í dagskránni á svæðinu,“ segir Ómar. Það stefni því í að mótið í ár verði það stærsta frá upphafi. Að- spurður tekur hann undir það að mið- að við fyrri mót gæti heildarfjöldi gesta orðið um 15 þúsund manns. Jákvæð áhrif „Það er afar jákvætt að fá unglinga- landsmótið hingað í Borgarnes að þessu sinni. Það er mikill hugur í fólki hér í Borgarfirðinum að standa vel að þessu og við erum búin að leggja mik- inn kraft í allan undirbúning,“ segir Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Hann segir að útlitið sé almennt gott, skráning á mótið sé vonum framar og þá sé veðurspáin góð. Aðspurður segir Páll ljóst að sú staðreynd að unglingalandsmótið fari fram í Borgarnesi hafi gríð- arlega jákvæð áhrif á efnahagslífið á staðnum. Vafalítið verði nóg að gera hjá þeim aðilum sem eru í þjón- ustu- og veitingarekstri á svæðinu. „Síðan hafa svona stórar íþrótta- hátíðir alltaf jákvæð áhrif almennt, þetta er jákvæð kynning fyrir sveitar- félagið. Þannig að það er mjög gott að taka þátt í þessu. Og hér hafa allir miklar væntingar og eru áhugasamir um að gera þetta eins vel og hægt er,“ segir Páll. Stefnir í að verða lang- stærsta unglingalandsmótið Morgunblaðið/Eggert Landsmót Starfsmenn unglingalandsmóts UMFÍ voru í óða önn að ljúka undirbúningi fyrir mótið í gær.  Um 1.700 skráðir til keppni  Heildarfjöldinn gæti orðið um 15 þúsund manns Unglingalandsmót Ungmenna- félags Íslands (UMFÍ) var fyrst haldið á Dalvík árið 1992. Fyrst í stað voru þau haldin á fárra ára fresti en síðan árið 2002 hafa þau verið árlegur viðburður. Und- anfarin ár hefur þátttaka aukist hröðum skrefum og stefnir nú í stærsta mótið til þessa. Unglingalandsmótin eru vímu- efnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldr- inum 11 til 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum. Samhliða er boðið upp á fjölbreytta af- þreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna eins og segir á heimasíðu UMFÍ. UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ Unglingalandsmót UMFÍ Vímuefnalaus fjölskylduhátíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.