Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 Str. 38-56 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Nýjar gallabuxur frá Svartar og dökkbláar Útsalan í fullum gangi Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Póstsendum Stórútsala Síðustu dagar Lokað um Verslunarmannahelgina Útsala Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 – www.friendtex.is Opið mánudaga – föstudaga 11.00-18.00 Lokað á laugardögum Þú kaupir 2 flíkur og færð þriðju flíkina FRÍTT með Sú ódýrasta fylgir frítt með Lokað vegna sumarleyfa 3. og 4. ágúst hjá Praxis og Friendtex 50% 40% Flottar vörur á útsölunni. Gerið góð kaup. Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Komnir aftur Síðasta sending sumarsins af bolunum á 1.190 kr. Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið sýnishornin á laxdal.is STÓRÚTSALA NÚ ENN MEIRI AFSLÁTTUR 30%-70% Á mánudag sl. sendi Blóðbankinn frá sér ákall vegna blóð- skorts í bankanum. Ekki létu við- brögðin á sér standa og hefur síðan þá verið stöðugt flæði fólks að gefa blóð. Á tveim dögum söfnuðust 200 einingar af heilblóði. Að sögn Sveins Guðmundssonar yfirlæknis eru dæmi um að blóðgjafar hafi gert hlé á sumarfríum sínum og komið bæði af Suðurlandi og úr Borgarfirðinum til að gefa blóð. Straumur fólks að gefa blóð Í fyrradag gekk Ketill G. Jósefsson leiðsögumaður um Hafnir ásamt hátt í hundrað manns og sagði frá liðinni tíð auk þess sem hann bætti við frásögnum úr æsku sinni. Gang- an var liður í Náttúruviku Reykja- ness sem nú stendur yfir. Fram- undan eru fleiri dagskrárliðir í öllum sveitarfélögum á Suður- nesjum, s.s. grasaferð, fuglaskoðun o.fl. Sjáðu! Margt er að sjá og fræðast um á Reykjanesskaganum. Hundrað manns fræddust í Höfnum STUTT Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Á þjóðhátíð í Eyjum er búist við um 18.000 gestum og eru móts- haldarar ásamt öðrum að und- irbúa komu þeirra. Kaupmenn þurfa að kaupa mikið meira inn en ella, veitingamenn skera niður matseðil sinn og margt fleira sem þarf að huga að áður en hátíð- argestir mæta í Vestmannaeyjum. Biðraðir myndast oft fyrir utan verslanirnar og er oft þröngt þar inni. „Við reynum að taka mið af þessum fjölda,“ segir Ingimar Georgsson, eigandi matvöruversl- unarinnar Vöruvals í Vestmanna- eyjum. „Ég er nú búinn að vera í þessum bransa í kringum 30 ár. Maður nýtir upplýsingar frá því í fyrra og við reynum að hafa meira af vörum, þá grillmat, samlokur, hamborgara, svo er fólk líka dug- legt í mjólkurvörunum“. Ingimar segir það hafa komið fyrir að sitt- hvað klárist í búðinni en það hafi aldrei verið áberandi slæmt, enda er hann búinn að vera með búðina í 17 ár. „Það er misjafnt hvernig menn undirbúa sig. Ég hef aldrei verið neitt illa haldinn þó eitt og eitt klárist,“ segir Ingimar, en matvöruverslanirnar fyllast yfir- leitt upp úr hádegi. „Þetta eru nú kannski ekki hefðbundnar versl- unarferðir fólks,“ segir Ingimar og hlær. „Venjulega opnum við hálf-átta á morgnana, en á þjóðhá- tíð opnum við upp úr hádegi. Þetta er þjóðhátíð okkar heima- manna og við tökum að sjálfsögðu fullan þátt í henni eins og aðrir. Við reynum bara að vera aðeins lengur á nóttinni í dalnum og fersk upp úr hádegi“. Helena Árnadóttir, eigandi veit- ingastaðarins Café Maria, segist vera vel sjóuð í þessum málum og er mjög róleg. „Það er öllu flagg- að, svo það fari vel um alla. Það eru allir rólegir þó það sé bið, það vita allir að þetta eru annartímar,“ segir Helena. Skera þarf niður matseðilinn á staðnum og er það eflaust gert annarsstaðar líka. „Við verðum að gera það, við ráð- um ekki við annað,“ segir hún. Þrátt fyrir miklar annir eru allir spenntir fyrir þjóðhátíð. Enginn á að svelta á þjóð- hátíð í Eyjum  Von er á 18.000 gestum sem kaup- menn og veitingamenn þurfa að fæða Stemning Gríðarlegur fjöldi leggur leið sína á Þjóðhátíð í ár og það er ljóst að nóg verður af mat í Vestmannaeyjum. Vinsælt er að borða Lunda en aðrir kjósa þó hamborgara eða sam- lokur. Enginn þarf að hafa áhyggjur. Fjörið í Vestmannaeyjum byrjar snemma í ár, en ætla má að ný Landeyjahöfn eigi þar m.a. hlut að máli. Margt hefur verið í eyj- unni að undanförnu og segir Hel- ena Árnadóttir, eigandi Café María, að ávallt sé nóg að gera og fullsetið. „Fólk er svo ánægt. Það er að koma hérna kannski í tíu tíma, að skoða eyj- una og skreppa í sund, borða og fara svo eftir kvöldmat- arleytið“. Hún segir þetta hafa breyst mik- ið eftir að ný höfn var opnuð og verðlag í Herj- ólfi breyttist. Þjóðhátíðin byrjar fyrr MIKIL UMFERÐ Í EYJUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.