Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 8
30. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR8 P IP A R \T B W A - S ÍA - 1 02 92 1 1. Ætlar Ólafur Stefánsson að spila með íslenska handboltalandsliðinu á EM í Serbíu? 2. Hvert var tap OR á fyrstu níu mánuðum ársins? 3. Hve lengi hafa fuglamerkingar verið stundaðar á Íslandi? SVÖR 1. Ólafur segir það ólíklegt. 2. 5,3 milljarðar króna. 3. Í 90 ár. TÆKNI Nýr hátæknisæstrengur milli Íslands og Rússlands gæti orðið að veruleika á næstunni. Sergei Lavr- ov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti yfir áhuga sínum á lagning- unni á blaðamannafundi með Öss- uri Skarphéðinssyni í Moskvu í gær. Össur segir það markmið stjórn- valda að gera Ísland að mið- stöð fjarskipta og gagnaflutn- inga á norður slóðum. Strengurinn hefði burðargetu sem samsvaraði heildargetu allra hinna fimmtíu strengjanna sem nú þegar liggi milli Evrópu og Banda ríkjanna. Össur hefur á síðustu mánuðum verið í samskiptum við Rússa um lagningu strengsins. Fyrirtækið Polarnet í Rússlandi, sem vinnur nú að lagningu strengs frá Arkangelsk við Hvítahaf austur til Asíu, mun leggja strenginn áfram til Íslands í samvinnu við íslenska fyrirtækið Norline, ef samningar nást. Kostnaður við strenginn verður um 150 milljónir Bandaríkjaríkja- dala og er áætlað að hefja undirbún- ing um mitt næsta ár. Aðrir aðilar vinna nú að lagningu sæstrengs milli Íslands og Bandaríkjanna, sem á að komast í gagnið næsta ár. Össur segir hugmyndina hafa sprottið upp í umræðum um að auka mikilvægi Íslands á norðurslóðum. Hún lofi góðu og geti örvað mjög viðskipti við Ísland varðandi gagna- ver og gagnaflutninga. „Ísland hefur allt sem til þarf, bæði samkeppnishæfa orku og fyrsta flokks tengingar, bæði til Evrópu um strengina til Danmerk- ur og Skotlands. Síðan er komin tenging til Grænlands sem liggur áfram til Kanada. Þegar fjarskipta- strengurinn til Bandaríkjanna er kominn í gagnið er varla hægt að hugsa sér betri kost fyrir Rússa en að tengjast Íslandi,“ segir Össur. - þj Vatnaskil í fjarskiptamálum milli Rússlands og Íslands með fyrirhuguðum sæstreng frá Arkangelsk: Með burðargetu á við fimmtíu sæstrengi RÁÐHERRAR Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Sergei Lavrov, rúss- neskur starfsbróðir hans, ræddu meðal annars lagningu sæstrengs milli Íslands og Rússlands. STJÓRNSÝSLA Íslensk stjórnvöld þurfa að svara því hvort þau ætla að verja fé í að byggja upp rann- sóknaraðstöðu hér á landi fyrst afstaða þeirra varð til þess að hætt var við að sækja um styrk til Evrópu sambandsins (ESB) til að koma upp slíkri aðstöðu, segir Jón Gíslason, forstjóri Matvæla- stofnunar. „Það stuðlar ekki að auknu mat- vælaöryggi hér á landi að halda undanþágu sem við höfum verið á, eða að mæla færri efni en búið er að setja hámark um,“ segir Jón. Hann segir að þau tæki sem hafi átt að kaupa fyrir styrk frá ESB hefðu meðal annars nýst til að framfylgja lögum um merk- ingu erfðabreyttra matvæla, sem taka gildi um áramót. Án tækjanna þurfi að senda sýni í rannsókn erlendis með tilheyrandi töfum og auknum kostnaði. Samkvæmt matvælalöggjöf ESB ber Matvælastofnun að rannsaka hvort íslensk matvæli innihaldi meira magn en leyfilegt er af um 300 efnum, til dæmis skordýraeitri og sveppaeitri. Ísland tók upp löggjöfina sem hluta af samningnum um evrópska efnahagssvæðið, en vegna undan- þágu taka ákvæði um mælingarnar ekki gildi fyrr en um áramót. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær höfðu Matvæla rannsóknir Íslands, sem er opinbert hluta- félag, sótt um 300 milljóna króna styrk frá ESB til að koma sér upp búnaði til rannsóknanna. Um var að ræða svokallaðan IPA-styrk, sem stendur til boða þeim ríkjum sem eiga í aðildar viðræðum við ESB. Stjórn fyrirtækisins ákvað hins vegar fyrir helgi að hætta við styrkumsóknina, meðal annars vegna afstöðu Jóns Bjarna sonar, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, til styrkja frá ESB. Jón Gíslason hjá Matvæla- stofnun segir að málið verði tekið upp við ráðuneytið. Mögulega verði sótt um áframhaldandi undan- þágu frá þessu ákvæði matvæla- löggjafarinnar, þó sú lausn sé fjarri því eftir sóknarverð. Þá segir hann eðlilegt að ráðu- neytið skýri hvort til standi að íslensk stjórnvöld leggi fé í upp- byggingu rannsóknaraðstöðu fyrst afstaða ráðherra hafi komið í veg fyrir styrkumsókn til ESB til að fjármagna verkefnið. Verði aðstaða til rannsókna ekki byggð upp hér á landi þarf að senda fjölda sýna úr landi til rannsókna. Það hefur bæði í för með sér auk- inn kostnað og tafir á rannsóknum Matvælastofnunar. Aukinn kostn- aður við hverja sýnatöku gæti þýtt að taka verði færri sýni en stofnunin telur ráðlegt, segir Jón. brjann@frettabladid.is Ekki hægt að meta erfða- breytt matvæli Áframhaldandi undanþága frá matvælalöggjöf ESB stuðlar ekki að auknu matvælaöryggi segir forstjóri Matvælastofnunar. Segir kostnað við rannsóknir á sýnum verða hærri þar sem ráðherra sé andvígur því að sótt verði um styrk til ESB fyrir tækjakaupum. RÆKTUN Þó að sett hafi verið takmörk á magn um 300 efna í matvælum, til dæmis skordýraeiturs og sveppaeiturs, er ekki hægt að mæla hvort íslensk matvara sé innan löglegra marka nema senda sýni úr landi. NORDICPHOTOS/AFP milljóna króna var sú styrk- upphæð sem Matvælarannsóknir Íslands höfðu sótt um til ESB vegna innleiðingar matvæla- löggjafarinnar. 300 BANDARÍKIN, AP Repúblik- aninn Herman Cain hyggst á næstu dögum endurskoða framboð sitt til forseta eftir að enn eitt hneykslismálið honum tengt kom upp á yfir- borðið. Kona á fimmtugsaldri, Ginger White að nafni, hefur nú stigið fram og kveðst hafa átt í ástar- sambandi við Cain, sem er kvæntur maður, í 13 ár. Því sambandi hafi ekki lokið fyrr en nýlega, eftir að hann ákvað að bjóða sig fram. Cain hélt ótrauður áfram þrátt fyrir ásakanir fjögurra kvenna um kynferðislega áreitni, en White segir að árásir hans á þær konur undan- farið hafi orðið til þess að hún hafi ákveðið að stíga fram. Cain kom vel út úr skoðanakönnunum á tímabili og var um nokk- urra vikna skeið með for- ystu, en hefur látið undan síga eftir að ásakanirnar komu fram. Frambjóðandinn hefur sjálfur neitað því að hafa haldið við White og sagst ætla að halda framboðinu til streitu. Heimildir fjölmiðla herma þó að hann hafi sagt aðstoðarfólki sínu að hann muni hugsa sinn gang á næstu dögum. - þj Forsetaframbjóðandi í tómum vandræðum: Óvíst með framhald hjá Herman Cain HERMAN CAIN BANDARÍKIN, AP Bradley Mann- ing, sem sakaður er um að hafa komið hundruðum þúsunda trún- aðargagna þarlendra yfir- valda í hend- ur Wikileaks- manna, segir þrjár skýrslur frá alríkis- stjórninni sýna að þjóðaröryggi Bandaríkjanna hafi ekki verið ógnað með skjalalekanum. Lögmaður Mann- ing segir skýrslurnar gerðar af varnarmálaráðuneytinu, Hvíta húsinu og utanríkisráðuneytinu. Niðurstöður þeirra stangist á við fyrri fullyrðingar háttsettra manna um að lekinn gæti skaðað öryggi Bandaríkjanna. - gar Niðurstöður um Wikileaks: Skaðaði ekki þjóðaröryggi BRADLEY MANNING VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.