Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 56
30. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR28 Við hringjum fljótlega í þig. Söfnunarreikningur 546-26-6609, kt 660903-2590. Símasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands hafin. 2500 börn búa hjá foreldrum sem neyðast reglulega til að sækja sér mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands sem leitar nú eftir stuðningi landsmanna. HJÁLP Í NEYÐ Á HEIMASLÓÐUM Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár! Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar 28 menning@frettabladid.is Ófeigur Sigurðsson tók við Evrópsku bókmenntaverðlaun- unum, European Union Prize fór Literature, í Brussel á mánudags- kvöld. Verðlaunin hlaut Ófeigur fyrir Skáldsögu um Jón, sem kom út á vegum Forlagsins í fyrra. Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunin eru veitt og hlutu þau að þessu sinni höfundar frá tólf Evrópu löndum. Með því hafa öll Evrópulönd eignast sinn verð- launahöfund. Silja Aðalsteinsdóttir, útgáfu- stjóri hjá Forlaginu, var viðstödd verðlaunaathöfnina, sem var haldin á Hotel Plaza í Brussel. Hún segir athöfnina hafa verið hátíðlega. Allir verðlaunahafar sögðu nokkur orð og segir Silja að Óskarsverðlaunabragur hafi verið á ræðum sumra, sem þökk- uðu fjölskyldunni, útgefandanum og Evrópusambandinu. „Aðrir voru frumlegri,“ segir Silja, „til dæmis hollenski verð- launahafinn, sem sagði þessi verðlaun betri en Nóbelsverð- laun því þessi fengi hann ungur en ekki gamall og úr sér geng- inn og þau væru að auki vegabréf fyrir bækur hans út í veröldina. Maltneski höfundurinn þakkaði bara konu sinni fyrir að þola sig öll þessi ár. Sjálfum dytti honum ekki í hug að búa með rithöfundi. Það lá við að allur salurinn risi úr sætum fyrir þessari góðu konu!“ Í ræðu sinni sagði Ófeigur að það væri gaman að fá verð- laun sem hefðu það að hugsjón að sameina Evrópu í gegnum bókmenntir. Það væri líka gott að Ísland fengi að vera með því landið vildi stundum týnast mitt á milli Evrópu og Ameríku. Sigurlaunin eru fimm þúsund evrur, eða um 800 þúsund krón- ur, auk þýðingarstyrks til þeirra útgefenda sem gefa bækurnar út utan heimalandsins. - bs Ófeigur tók við verðlaunum ÓFEIGUR SIGURÐSSON Var einn tólf rithöfunda frá jafnmörgum Evrópulöndum sem hlutu Evrópsku bókmenntaverðlaunin í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Flest mun fullnað … Bækur ★★★★★ Allt kom það nær Þorsteinn frá Hamri Mál og menning Allt kom það nær er 25. ljóðabók Þorsteins frá Hamri, sem auk þess hefur sent frá sér skáldsögur og sagnaþætti. Hann er fyrir löngu orðinn eitt okkar viðurkenndasta skáld og allir sammála um að hann sé í hópi þeirra bestu, ef ekki sá albesti. Ljóðmál hans er fágað, tungutakið kraftmikið, hugsunin hvöss og hrynjandin ætíð fullkomin. Er þá einhverju við að bæta án þess að eiga það á hættu að verða eins og daufur endurómur af öllu því verskuldaða lofi sem á hann og ljóð hans hefur verið borið í gegnum tíðina? Getur fullkomnun orðið fullkomnari? „Enn talar þú við nóttina, vinur minn Þorsteinn” orti Nína Björk Árnadóttir fyrir áratugum og þau orð eiga við enn í dag, en í Allt kom það nær talar Þorsteinn þó minna við nóttina en oft áður og meira við samfélagið, við mig og þig. Hefði bókin verið gefin út undir dulnefni hefði legið beint við að álykta að hér væri reiður ungur maður á ferð, ungur maður sem ofbyði það samfélag sem hann hefði erft. En hver segir að ungir menn hafi einkarétt á reiðinni? Hér er nístandi samfélagsgagn- rýni frá þroskuðu skáldi í bland við undurfagrar myndir, skarpa greiningu á mannfólkinu og þungan trega sem liggur undir öllu og litar mál og myndir. Næstum eins og skáldið sé að kveðja þjóð sína, enda eftir litlu að slægjast þar sem hundinginn slettir hæðnislega í góm þegar neyð er nefnd og mangarinn býður mannslíf og hryggð til sölu. (Snjór bls. 23) Við skulum þó vona að Þor- steinn sé ekki að kveðja með þessari bók. Hann á enn við okkur brýnt erindi, er óhræddur við að hækka raustina og segja okkur til syndanna. Og vald hans á tungunni er slíkt að við kippumst við og kveinkum okkur undan svipuhöggunum. Í sömu mund er okkur þó boðið til veislu þar sem leikið er undur blíðlega á alla strengi tungumálsins og orðin glitra eins og mjöll í hvítalogni. Þar sem skörp sýn og myndnæmi skáldsins skapa nýja heima fulla af undrum og gleði en um leið vaka hætturnar við hvert fótmál, ógnin og undrið haldast í hendur og lífsleiðin er hvorki breið né greið þótt við vitum hvert hún liggur. Og brátt rekur ísinn að. Nær manni, nær; Unz hann nemur í hjartanu stað. (Stórir komu skarar bls. 52) Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Stórvirki frá einu af okkar albestu skáldum, sem slær nýja tóna og kemur á óvart í þessari bók. SÍÐUSTU TÓNLEIKAR TÓNLEIKARAÐAR JAZZKLÚBBSINS MÚLANS á þessu hausti fara fram í kvöld. Á tónleikunum mun hljómsveitin JP Jazz – The Eternal Triangle koma fram, en þar leiða saman hesta sína gítarleikarinn Jón Páll Bjarnason og saxófónleikarinn Jóel Pálsson í nýjum djasskvartett. Meðleikarar þeirra eru Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa- leikari og Einar Scheving sem leikur á trommur. Tónleikar Múlans fara fram í Norræna húsinu og hefjast þeir klukkan níu. Dansverkið Á eftir Valgerði Rúnarsdóttur verður frum- sýnt í Norðurpólnum annað kvöld. Í því segir frá ferða- lagi þriggja kvenna. „Þetta er saga þriggja kvenna á ferðalagi, þær eru ólíkar og hafa mismunandi væntingar til ferðar- innar,“ segir Valgerður Rúnars- dóttir, dansari og danshöfundur. Annað kvöld verður frumsýnt dans- verkið Á eftir hana. Auk Valgerðar dansa með henni í verkinu þær Snæ- dís Lilja Ingadóttir og Unnur Elísa- bet Gunnarsdóttir. „Eins og er algengt í nútíma- dansi þá er verkið náið samstarf okkar þriggja þó að hugmyndin sé komin frá mér. Við skoðuðum ferðalagið, hvað ferðalangur skil- ur eftir á brottfararstað og hvað bíður hans,“ segir Valgerður sem sjálf hefur verið á miklum ferða- lögum undanfarin fjögur ár. En á því tímabili hefur hún verið sjálfstætt starfandi dansari eftir fimm ára feril með Íslenska dans- flokknum. „Það var frábær reynsla að vera með Íslenska dansflokknum en Ísland er lítið land og mig var farið að langa að gera eitthvað nýtt,“ segir Valgerður, sem hefur meðal annars unnið mikið með dans- höfundinum Sidi Larbi Cherkaou sem er einn fremsti nútímadans- höfundur Evrópu. „Hann er afar góður listamaður og danshöfundur og frábær mann- eskja þannig að það hefur verið mjög gaman að vinna með honum. Hann er í fremstu röð dans höfunda í Evrópu og verkefnin eru því afar fjölbreytt.“ Síðasta verkefni Val- gerðar með Cherkaou var dans- hlutverk í kvikmyndinni Önnu Kareninu. „Það var ný reynsla í reynslubankann, ég hef tekið þátt í kvikmyndaverkefnum áður, en þetta var miklu umsvifameira,“ segir Valgerður, sem dansar í nokkrum stórum dansatriðum í myndinni. Eftir áramót eru frekari verk- efni með Cherkaou á döfinni auk þess sem Valgerður heldur áfram að starfa með Ernu Ómarsdóttur, dansara og danshöfundi. Valgerður segir gaman að spreyta sig í hlutverki danshöf- undarins. „Það er töluvert ólíkt að halda utan um allt sjálfur í stað þess að vera að vinna hjá öðrum, en það er gaman að tilbreytingunni.“ Þess má geta að verkið Á er annað verk Valgerðar sem áður hefur samið verkið Eyjaskegg sem hún hlaut Grímuverðlaun fyrir. Þrjár sýningar verða á verkinu Á, 1. desember, 2. og 4. desember. Sýnt er í Norðurpólnum og hefjast sýn- ingar klukkan átta. Tónlist verks- ins er í höndum Þorgríms Andra Einars sonar. sigridur@frettabladid.is ÞRJÁR KONUR Á FERÐALAGI DANSHÖFUNDUR OG DANSARI Dansverkið Á er annað verk Valgerðar. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir verk sitt Eyjaskegg. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ísland er lítið land og mig var farið að langa að gera eitthvað nýtt. VALGERÐUR RÚNARSDÓTTIR DANSARI OG DANSHÖFUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.