Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 64
30. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR36 sport@frettabladid.is ORRI FREYR HJALTALÍN mun spila með uppeldisfélagi sínu, Þór, í 1. deild karla á næsta tímabili en hann hefur verið á mála hjá Grindavík síðan 2004. Félögin komust að samkomulagi um félagaskiptin fyrr í vikunni en Orri Freyr var samningsbundinn Grindvíkingum til ársins 2014. Enski deildabikarinn Chelsea - Liverpool 0-2 0-1 Maxi Rodriguez (58.), 0-2 Martin Kelly (63.). Cardiff - Blackburn 2-0 1-0 Kenny Miller (19.), 2-0 Anthony Gerrard (50.). Arsenal - Manchester City 0-1 0-1 Sergio Agüero (83.) Enska B-deildin Burnley - Ipswich 4-0 Ívar Ingimarsson lék allan leikinn með Ipswich. Reading - Peterbrough 3-2 Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í hópi Reading. Nottingham Forest - Leeds 0-4 Middlesbrough - West Ham 0-2 Derby - Brighton 0-1 Millwall - Doncaster 3-2 Leicester - Blackpool 2-0 Watford - Bristol City 2-2 Southampton - Hull City 2-1 Þýska úrvalsdeildin Füchse Berlin - Rhein-Neckar Löwen 35-28 Magdeburg - Kiel 26-33 STAÐA EFSTU LIÐA Kiel 14 14 0 0 +127 28 Füchse Berlin 13 10 1 2 +39 21 Hamburg 12 10 0 2 +63 20 Flensburg 12 9 0 3 +33 18 RN Löwen 13 8 1 4 +29 17 Lemgo 12 7 0 5 -1 14 Magdeburg 13 7 0 6 +23 14 Melsungen 13 5 3 5 +5 13 Sænska úrvalsdeildin Solna Vikings - Sundsvall Dragons 78-77 Logi Gunnarsson skoraði 26 stig fyrir Solna, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Hann tryggði Solna sigur með körfu þremur sekúndum fyrir leikslok. Jakob Sigurðarson skoraði 21 fyrir Sundsvall, Hlynur Bæringsson átján (11 fráköst) og Pavel Ermolinskij ellefu. Spænska úrvalsdeildin Barcelona - Rayo Vallecano 4-0 1-0 Alexis Sanchez (29), 2-0 Alexis Sanchez (41.), 3-0 David Villa (43.), 4-0 Lionel Messi (50.). Ítalska úrvalsdeildin Napoli - Juventus 3-3 1-0 Marek Hamsik (23.), 2-0 Goran Pandev (40.), 2-1 Alessandro Matri (48.), 3-1 Goran Pandev (68.), 3-2 Marcelo Estigarribia (72.), 3-3 Simone Pepe (79.). Ítalska bikarkeppnin Parma - Hellas Verona 0-2 Emil Hallfreðsson var ekki í hópi Verona í gær. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Eitt lið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur það sem af er tímabilinu í körfunni. Grindavík hefur unnið alla fjórtán leiki tímabilsins, sjö í deild, sex í deildarbikar og Meistarakeppni KKÍ þar sem Páll Axel Vilbergs- son skoraði eftirminnilega sigur- körfu. Páll Axel hefur tekið að sér nýtt hlutverk í vetur og spilar nú sem sjötti maður með góðum árangri. „Við erum alveg niðri á jörðinni fullmeðvitaðir um það að við erum ekki búnir að vinna neitt ennþá. Liðsvörnin okkar er mjög öflug en við erum búnir að vera að vinna í henni í fyrra og svo hefur verið framhald á því á þessu ári,“ segir Páll Axel. Helgi Jónas Guðfinnsson er á sínu öðru ári með Grindavíkurliðið og varnarleikurinn er orðinn aðall liðsins enda er liðið aðeins að fá á sig 71,4 stig í leik í Iceland Express deildinni. „Helgi breytt i mik lu í varnarleiknum, öllum áherslum og öllu því sem tengist liðsvörn. Hann breytti þessu töluvert og kom inn með ákveðna hugmyndafræði um varnarleik. Það er greinilega að skila sér,“ segir Páll Axel. Grindvíkingar hafa verið með sterkt lið undanfarin ár en ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn í fjórtán ár. „Við erum búnir að vera í keppni um þetta í mörg ár og hefur oft vantað aðeins upp á. Við erum búnir að taka einhverja bikarmeistaratitla en höfum allt- af ætlað okkur meira. Það er allt- af hugur í okkur að vinna og það hefur ekkert breyst,“ segir Páll Axel og það er að heyra á honum að það sé ekki búið að reyna nógu mikið á liðið til þessa í vetur. „Leikjaprógrammið okkar hefur verið í auðveldari kantin- um til þess að byrja með en eins og deildin hefur verið að spilast hafa liðin verið að reyta stig af hverju öðru. Við höfum verið að halda haus þrátt fyrir enga sér- staka spilamennsku og höfum verið að klára okkar leiki. Ég vil alveg hrósa okkur fyrir það að þótt spilamennskan hafi ekkert verið neitt hundrað prósent erum við að klára okkar leiki,“ segir Páll Axel. Hann nefnir KR-leikinn sem dæmi, en Grindvíkingar fóru þá í DHL-höllina og niðurlægðu Íslandsmeistarana með 85-59 sigri. „KR-ingar áttu mjög slæman dag og þeir hittu mjög illa. Ég er ekki tilbúinn að samþykkja það að við höfum verið eitthvað frábærir í þessum leik. Við komum reyndar tilbúnir í leikinn og það er eitthvað sem við höfum ekki verið að gera mikið af í vetur,“ segir Páll Axel. Helgi Jónas var ekki tilbúinn að láta sína menn slaka á í leiknum á móti KR og var að taka reiði- köstin á sína menn þótt munurinn væri mikill. „Hann er keppnis- maður og búinn að vera keppnis- maður í mörg ár. Hann er búinn að vera lengi í þessum bransa og það er bara flott mál að hann sé á bakinu á mönnum. Hann gerir kröfur um ákveðna spilamennsku og um ákveðinn árangur. Hann vill að menn leggi sig fram og skili ákveðnum hlutverkum. Það er bara allt í lagi,“ segir Páll Axel. Helgi Jónas er einkaþjálfari og það er fer ekkert á milli mála að hans menn eru í frábæru formi. „Ég er búinn að vera lengi í brans- anum og er búinn að fara á nokkr- ar æfingar hjá mörgum þjálfur- um. Hann er með svolítið öðruvísi áherslur varðandi líkams þjálfun, sem mér finnst nokkuð gott. Æfingar eru byggðar upp á mjög skemmtilegan hátt og eru svo lítið öðruvísi en maður hefur geng- ið í gegnum. Hann er góður í því að fela púlið og setur það í bolta- æfingar og spil,“ segir Páll. Páll Axel er að skora 11,7 stig að meðaltali á 24,2 mínútum en Grindavíkurliðið er að vinna þær mínútur sem hann spilar að með- altali með 16,1 stigi. Hann er efst- ur í plús og mínus í deildinni, sem þýðir að það gengur best með hann inni á vellinum af öllum leikmönn- um deildarinnar. Ólíkt fyrri tíma- bilum er Páll Axel nú að koma inn af bekknum í stað þess að vera í byrjunarliðinu. „Ég kann ágætlega við þetta. Ég hef tekið tímabil þar sem ég hef skorað mikið og er að leiða liðið í ákveðnum tölfræðiþáttum. Mér finnst ég samt vera að spila betur núna en ég hef gert í mörg ár. Hlutverkið mitt hefur breyst aðeins, við erum komnir með meiri breidd og betri leikmenn. Það er ekkert atriði að byrja leik en það er miklu meira atriði að geta klárað hann,“ segir Páll Axel, en hann var með 22 stig á 17 mín- útum í sigri á Haukum í Lengju- bikarnum á mánudaginn. „Sóknarleikurinn sem Helgi inn- leiddi fyrir þetta tímabil hentar mér sérstaklega vel, svona flæð- andi sóknarleikur þar sem þarf að lesa leikinn svolítið,“ segir Páll Axel. Hann var meiddur í byrj- un tímabilsins og það þróaðist út í að hann byrjaði að koma inn af bekknum. „Það er ágætt að ég haldi áfram að anda ofan í hálsmálið á þeim sem eru byrjunarliðsmenn í lið- inu. Ef menn standa sig ekki er ég alltaf tilbúinn,“ sagði Páll Axel að lokum. ooj@frettabladid.is Helgi Jónas góður í því að fela púlið Páll Axel Vilbergsson er sáttur við nýtt hlutverk hjá Grindavík en hann er nú í fyrsta sinn að koma inn af bekknum hjá liðinu. Grindavík hefur unnið fyrstu fjórtán leiki tímabilsins og Páll er efstur í plús og mínus í deildinni. Hann hrósar þjálfaranum Helga Jónasi Guðfinnssyni fyrir skemmtilegar æfingar. Í NÝJU HLUTVERKI Páll Axel Vilbergsson hefur verið aðalskorari Grindvíkingar undan- farin ár en er nú í hlutverki sjötta manns og kemur með reynslu og fjölhæfni inn af bekknum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Páll Axel í deildinni Gengið með Pál Axel inni á: 86-80 sigur á Keflavík +17 (Páll Axel skoraði 16 stig sjálfur) 95-76 sigur á Fjölni +10 (5 stig) 87-73 sigur á ÍR +21 (10 stig) 85-65 sigur á Tindastól +16 (15 stig) 83-73 sigur á Val +19 (14 stig) 98-74 sigur á Haukum +12 (11 stig) 85-59 sigur á KR +18 (11 stig) Páll Axel inni á vellinum 171 mínútur og 5 sek.: Grindavík +113 Páll Axel á bekknum 108 mín. og 55 sek.: Grindavík +6 HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handbolta vann í gær sigur á Bretlandi, 22-19, í síðasta æfinga- leik liðsins fyrir HM í Brasilíu sem hefst á föstudaginn. Liðið var reyndar lagt af stað til Brasilíu þegar leikurinn fór fram því að landsliðshópurinn millilenti í London í gær og nýtti tímann til að spila við heima- menn. Leikið var í 60 mínútur, ekki í þrisvar sinnum 25 mínútur eins og hafði verið ákveðið. Stella Sigurðardóttir skoraði fimm mörk fyrir Ísland en þær Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Rut Jónsdóttir og Hanna G. Stefáns- dóttir hvíldu allar vegna smá- vægilegra meiðsla. Liðið hélt síðan áfram för sinni í gærkvöldi og átti fyrir höndum næturflug til Brasilíu. Fyrsta æfing liðsins verður klukkan 13.30 að staðartíma í dag. Ísland hefur síðan leik á laugardaginn og mætir þá Svartfellingum. - esá Síðasti æfingaleikurinn: Sigur á Bretum SKORAÐI FIMM Stella Sigurðardóttir var markahæst hjá Íslandi gegn Bretum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Füchse Berlin skaust upp í annað sæti þýsku úrvals- deildarinnar í gær með öruggum sigri á Rhein-Neckar Löwen á heimavelli, 35-28. Kiel hélt topp- sætinu og er enn með fullt hús stiga eftir góðan sigur á sterku liði Magdeburg, 33-26. Þrjú af þessum liðum eru þjálfuð af Íslend- ingum og íslenskir leik- menn eru á mála hjá þeim öllum. Dagur Sigurðsson vann einvígi sitt gegn Guðmundi Guðmunds- syni, en refirnir frá Berlín sýndu fádæma yfirburði gegn ljónun- um í gær. „Berlin var betra liðið og átti skilið að vinna,“ sagði Guð- mundur eftir leik- inn í gær. Alexander Petersson gengur til liðs við Rhein- Neckar Löwen í sumar en hann skoraði fjögur mörk fyrir Berlín í gær. Róbert Gunnarsson skoraði ekki fyrir Löwen. Aron Pálmarsson skoraði síðan tvö mörk og átti góðan leik þegar lið hans, Kiel, vann sjö marka sigur á Magdeburg. Björgvin Páll Gústavsson lék síðustu átta mínútur leiksins fyrir Magde- burg en náði ekki að verja. Svíinn Andreas Palicki var hetja Kiel en hann kom inn fyrir Thierry Omeyer í marki Kiel þegar Magdeburg var í forystu. Hann skellti í lás og Kiel skoraði sex mörk í röð og tryggði sér sigurinn. - esá Tveir Íslendingaslagir í þýsku úrvalsdeildinni: Auðvelt hjá refunum DAGUR Hefur náð frábærum árangri með Füchse Berlin. FÓTBOLTI Þrír leikir fóru fram í fjórðungsúrslitum ensku deilda- bikarkeppninnar í gær. Liverpool, Manchester City og Cardiff City tryggðu sér öll sæti í undanúrslit- um keppninnar í gær, en landsliðs- maðurinn Aron Einar Gunnarsson leikur með síðastnefnda liðinu. Craig Bellamy lagði upp bæði mörk Liverpool í 2-0 sigri á Chel- sea í gær. Hann baðst undan skyld- um sínum með liðinu um helgina vegna sviplegs fráfalls Gary Speed, þjálfara landsliðs Wales þar sem Bellamy er lykilmaður. Maxi Rodriguez og Martin Kelly skoruðu mörk Liverpool, sem vann þar með sigur á Chelsea í annað skipti á aðeins níu dögum. Sergio Agüero var hetja Manchester City og tryggði liðinu 1-0 sigur á Arsenal á Emirates- leikvanginum í Lundúnum. Hann skoraði eina mark leiksins eftir skyndisókn á 83. mínútu. Aron Einar spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Cardiff í gær og lagði upp fyrra mark sinna manna í 2-0 sigri á Blackburn. Aron Einar átti þá stungusendingu inn fyrir vörn Blackburn á Kenny Miller, sem skoraði af öryggi. Fjórðungsúrslitunum lýkur í kvöld með leik Manchester United og Crystal Palace. - esá Undanúrslit ensku deildabikarkeppninnar: Liverpool, Man. City og Aron Einar áfram TILFINNINGAÞRUNGIÐ Kenny Dalglish faðmar hér Craig Bellamy í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.