Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 20
20 30. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Care Collection þvottaefni, sérstaklega framleitt fyrir Miele þvottavélar Íslenskt stjórnborð Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar Fer betur með þvottinn Þvottavél, verð frá kr. 184.500 Þurrkari, verð frá kr. 158.400 Farðu alla leið með Miele Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í Þýskalandi í  ár. Miele þvottavélar og þurrkarar eru framleidd til að endast. Sparaðu með Miele Stundum er eins og borgar-stjóri átti sig ekki á hlut- verki sínu og ábyrgð gagnvart fjármálum borgarinnar. Ég hef ítrekað reynt að kalla fram stefnu eða hugmyndafræði í ráðhúsinu en þar er ekkert slíkt að finna. Meirihlutinn forgangs- raðar ekki, heldur hagræðir og sker niður samkvæmt hefð- bundnum og gamaldags gildum, þar sem stóru kvennastéttirnar eru látnar taka skelli á meðan annað, harðara og karllægara er látið óáreitt. Meirihlutinn gæti auðveldlega ákveðið að bæta tiltekna þjón- ustu eða greiða hærri laun án þess að hækka skatta eða gjöld. Hann gæti nefnilega ákveðið að hagræða annars staðar í stað- inn. Það er bara þannig. Meiri- hlutinn verður að sýna ábyrgð, móta stefnu og forgangsraða í samræmi við hana. Það er enn mikilvægara á óvissu- tímum eins og þeim sem hafa ríkt undanfarin ár og ekki sér alveg fyrir endann á. Hann á að gera raunhæfar áætlanir um að mæta eðlilegum kröfum. Síðsumars samþykktu leik- skólakennarar kjarasamning sem þeir töldu góðan og við- semjendur þeirra ásættanlegan. Sá samningur hljóðaði upp á að hækka laun leikskólakennara til samræmis við laun grunnskóla- kennara í þrepum á samnings- tímabilinu sem nær fram til árs- ins 2014. Fyrir samningana var nokkur hiti í leikskólakennurum – eðli- lega, enda höfðu kjör þeirra rýrnað í samanburði við þær stéttir sem eðlilegt er að þeir beri sig saman við. Eitt af því sem Félag leikskólakennara bauðst til að semja um var að setja svokallaðar neysluhlés- greiðslur inn í grunntaxta. Reykjavíkurborg hafði þá um nokkurt skeið greitt leikskóla- kennurum fyrir að matast með börnum, enda þótti sanngjarnt að greiða þeim fyrir þá vinnu. Allir flokkar í Reykjavík hafa verið sammála um það frá því haustið 2007 og kært sig koll- ótta um ákvarðanir annarra sveitarfélaga. Eftir hrun breyttist þetta nokkuð. Til dæmis gekk betur að fá fólk til starfa í leikskólum. Þá komu oft upp hugmyndir um hvort það ætti ekki bara að fella niður þessar tilteknu greiðslur og nýta kúgunartæki markaðar- ins í atvinnuleysi. Að starfs- fólk ætti ekki um neitt annað að velja og því væri hægt að skerða kjör þeirra. Það var sem betur fer aldrei framkvæmt – enginn flokkur var nægilega óforskammaður til að leggja það til með formlegum hætti. Talsmenn Félags leikskóla- kennara töluðu því um „Reykja- víkurleiðina“ svokölluðu og buðu hana fram sem lausn á deilunni þegar hún tók að harðna í sumar. Að neysluhlés- greiðslurnar yrðu settar inn í grunntaxta. Þeirri tillögu var hafnað af hálfu sveitarfélag- anna og ákveðið að fara aðra leið. Ákvæði um matar- og kaffitíma eru óbreytt með öllu en aftur á móti var samþykkt að vinna að því að jafna laun leik- skólakennara og grunnskóla- kennara í áföngum á samnings- tímabilinu. Formaður FL sagði réttilega í Fréttablaðinu að hann hefði verið viðbúinn því að neyslu- hlésgreiðslurnar yrðu afnumd- ar. – Og án þess að ég geti full- yrt um ástæður þess finnst mér líklegra að sá viðbúnaður sé til kominn vegna þess að meirihluti Besta flokks og Samfylkingar hefur ekki sýnt leikskólakennurum neina sér- staka virðingu það sem af er kjörtímabilinu og því fátt sem kemur þeim lengur á óvart. Mér finnst persónulega ekki sanngjarnt að stéttum sé hegnt fyrir að ná fram kröfum sínum. Mér finnst það ómaklegt af meirihlutanum að fara þessa leið, sérstaklega eftir það sem leikskólarnir hafa þurft að þola á undanförnum misserum. Undir ráðhúsinu er engin gullnáma en borgarsjóður sam- anstendur af milljarðatugum. Þeim fjármunum er forgangs- raðað í samræmi við stefnu og verðmætamat kjörinna fulltrúa hverju sinni. Borgarstjóri getur ekki fríað sig ábyrgð á því. Af leikskólamálum – önnur útgáfa Svar við pistli í Fréttablaðinu Föstudaginn 18.11 eftir Mar- gréti Júlíu, formann umhverfis- og samgöngunefndar, og Guðnýju Dóru, formann skipulagsnefndar Kópavogs. Þið eruð að biðja skíðafólk að sýna biðlund. Það höfum við svo sannar- lega gert, en frá árinu 2000 hafa opnunardagar verið fáir og höfum við lítið getað æft eða stundað skíðin síðastliðin 10 ár eins og önnur svæði hér á landi sem eru að bjóða upp á snjóframleiðslu eins og t.d. Tinda- stóll, Akureyri, Dalvík. Við hrein- lega getum ekki beðið degi lengur, því miður. Skýrslur hafa sýnt að snjófram- leiðsla mengar ekki neitt og því ætti það ekki að vera afsökunin eða fyrir staðan lengur. En fyrst meng- un er ein af aðal umræðunum þá mengar mikið að keyra norður helgi eftir helgi og fljúga til útlanda til að geta æft skíði. Er ekki rétt að þið horfið á heildar myndina? Það eru snjóframleiðslukerfi úti um allan heim og búin að vera undan farin 30 ár og meira. Endilega reynið að hafa upp á upplýsingum einhvers staðar um að þetta hafi mengað umhverfið, því ekki hef ég fundið það. Við skíðafólk höfum ekki tíma og getum ekki beðið eftir heildarmati á Bláfjallasvæðinu út af Þríhnjúka- gígum, þeir tengjast skíða íþróttinni ekki neitt. Það er verið að biðja um nokkra blásara hér og þar sem blása vatni upp í loftið og þá frýs vatnið og breytist í snjó, hvernig getið þið verið svona á móti því? Einnig vitnið þið í að það sé kominn tími á endurnýjun í Bláfjöllum, ég hef ekki orðið var við neitt nema eitthvað sem heitir eðlilegt viðhald, en öllu er mjög vel við haldið í Bláfjöllum og allt í mjög fínu standi. Ég er þjálfari hjá Breiðablik og er foreldri tveggja afreksbarna í skíða- íþróttinni og ég er að gefast upp á því að bíða eftir því að eitthvað gerist. Er það raunin að það þurfi að minna ykkur á að það er barna- heill að stunda íþróttir. Við þurf- um okkar aðstöðu til að æfa okkar íþrótt sem er skíði og það núna í vetur. Hvað þarf að breytast til að fólk skilji það? Þetta kostar Kópavogsbæ um það bil 40 milljónir í fyrsta áfanga, þetta mun koma margfalt til baka. Fyrst vildi Kópavogsbær bíða eftir skýrsl- unni um mengunaráhrif frá Mann- viti, skýrslan kom og hún sannaði að það er engin mengun eða áhætta sem hlýst af snjóframleiðslu eða umferð til Bláfjalla, en þá er fund- ið upp á einhverju nýju, t.d. heildar- mati með Þríhnjúkagígum, eða með öðrum orðum enn er reynt að tefja málið frekar. Það er því miður verið að drepa skíðaíþróttina með þessari háttsemi hér fyrir sunnan, sem er einungis út af pólitískum toga og hefur það einnig áhrif á allt landið því hér sunnanlands er fjöldinn og ef hann hefur ekki aðgang að brekkum þá leggst skíðaíþróttin á Íslandi niður. Ástæður eru margar og ein af þeim er að fólk ætlar ekki að eiga útbúnað upp á mörg hundruð þúsund krónur til að keyra eina ferð á ári til Akur- eyrar. Nú skora ég á alla sem málið varðar að ganga hratt til verks og klára þessi mál. Bláfjöll eru á jaðar vatnsverndarsvæði Verulega hefur dregið úr inn-flutningi á erlendum jólatrjám hingað til lands í kjölfar efnahags- hrunsins 2008. Innlend tré hafa haldið sínum hlut á markaðnum og sjá íslenskir jólatrjáaræktendur nú ýmis sóknarfæri framundan. Inn- lend jólatré standast vel samanburð við erlend þegar litið er til verðs og gæða. Þegar áhrif þeirra á sam- félag okkar og umhverfi eru tekin með í reikninginn hafa þau margt fram yfir þau erlendu. Það kæmi því öllum til góða að auka hlutdeild þeirra á markaðnum. Með aukinni ræktun og sölu íslenskra jólatrjáa er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, spara gjaldeyri og skapa atvinnu. Sú vinna einskorðast ekki við aðvent- una enda þarf að sinna ræktun og umhirðu trjáa frá vori til hausts. Jafnframt myndi efling innlendrar jólatrjáaræktunar skjóta sterkari stoðum undir skógarvinnslu og markað með skógarafurðir hér á landi. Sú atvinnugrein er enn sem komið er ung og óþroskuð en hefur alla burði til að blómstra ef hlúð er að henni. Eiturefni og óboðnir gestir Ekki má heldur gleyma því að það er mun umhverfisvænna að velja innlend jólatré en erlend. Ekki þarf að flytja þau á skipi yfir hafið með tilheyrandi mengun. Við ræktun innlendra trjáa er nánast engum eiturefnum beitt en notkun þeirra er algeng víða erlendis, meðal ann- ars í Danmörku, þaðan sem Íslend- ingar kaupa flest jólatré. Eitur- efnunum er einkum ætlað að halda niðri illgresi og skordýrum en öðrum dýrum og plöntum stafar einnig hætta af notkun þeirra auk þess sem þau geta mengað vatnsból. Þá er sú hætta alltaf til staðar að óboðnir gestir berist hingað til lands með innfluttum jólatrjám svo sem skordýr og plöntusjúk- dómar sem geta valdið ómældum skaða á gróðri. Sitkalús og furu- lús eru dæmi um slík skaðræðis- kvikindi sem talið er að hafi bor- ist til landsins með jólatrjám eða hnausplöntum. Auðlindin vex og dafnar Með því að velja íslenskt jólatré leggur maður jafnframt sitt af mörkum til umhirðu og ræktun skóga á Íslandi, einu skóglausasta landi Evrópu. Víðast hvar er jóla- trjáahöggið liður í nauðsynlegri grisjun ungskóga. Það er því ekki gengið á auðlindina heldur vex hún og dafnar við grisjunina. Fyrir hvert fellt tré má svo reikna með að 30-40 ný tré verði gróðursett. Af þessu má sjá að það borgar sig að velja íslenskt jólatré. Með því er maður ekki aðeins að styrkja inn- lenda atvinnusköpun og spara gjald- eyri heldur nýtur umhverfið einnig góðs af því á margvíslegan hátt. Íslensk jólatré eru allra hagur Kjaramál Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Umhverfisvernd Sigurður Nikulásson skíðaþjálfari Skógrækt Einar Örn Jónsson Skógræktarfélagi Íslands Það er því miður verið að drepa skíðaíþróttina með þessari háttsemi hér fyrir sunnan... Við ræktun innlendra trjáa er nánast engum eitur- efnum beitt en notkun þeirra er algeng víða erlendis... Mér finnst persónulega ekki sanngjarnt að stéttum sé hegnt fyrir að ná fram kröfum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.