Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 22
30. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR22 Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Guðmundur M. Waage Hvammabraut 2, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans 26. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 2. desember kl. 13.00. Anna Bergmann Guðbjörnsdóttir Sigríður G. Waage Þór Stefánsson Magnús G. Waage Fríða Jóhannsdóttir Eyrún Hulda G. Waage og barnabörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, Valgerður Jónsdóttir Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 2. desember kl. 13.00. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Kristrún Harpa Kjartansdóttir Ingvar Pétursson Þorbjörg Jónsdóttir Sigfríður Jónsdóttir Hildur Jónsdóttir Magnea Jónsdóttir Ástkær sonur minn, faðir, fósturfaðir, bróðir og mágur, James William Sandridge andaðist í Noregi 13. nóvember sl. Útför hefur farið fram. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð viljum við færa kærum vinum okkar nær og fjær. Faðmlög ykkar, hjartahlýja og kærleikur hafa verið okkur mikill styrkur. Megi ljós kærleikans lýsa upp skammdegið hjá okkur öllum. Lilja Jóhannsdóttir Ísak William Sandridge Arnór Lovísuson Jóhann Dalberg Sandridge Kristín Ruth Helgadóttir Hermann Torfi Hreggviðsson Ágústa Hildur Gizurardóttir Elín Kristín Hreggviðsdóttir Júlíus Sigurðsson Guðmundur Páll Hreggviðsson Sólveig Silfá Karlsdóttir Bendum við á minningarsjóð sem stofnaður hefur verið fyrir son James, Ísak William Sandridge. Umsjónarmaður sjóðsins er Lilja Jóhannsdóttir. Kt: 121298-2449, Reikningsnúmer: 0142-15-381252 timamot@frettabladid.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Droplaug J. Kjerúlf frá Vallholti í Fljótsdal, lést miðvikudaginn 23. nóvember. Útför hennar fer fram frá Valþjófsstaðarkirkju laugardaginn 3. desember kl 14.00. Hjörtur Kjerúlf Reynir Kjerúlf Sigurður Kjerúlf Elísabet Kjerúlf Sigurður Thoroddsen barnabörn og langömmubörn. Elskuleg eiginkona, móðir og systir, Noelle Kjartansson Naudot lést á heimili sínu í Etiolle í Frakklandi 24.11. sl. Jarðarförin fer fram í heimabæ hennar föstudaginn 02.12. nk. Sama dag verður minningarathöfn um hana í Fríkirkjunni í Reykjavík og hefst hún kl. 17.30. Einar Kjartansson Gregory Kjartansson Didier Naudot Í ár eru tuttugu ár síðan Steinunn Harðardóttir, dagskrárgerðarkona og göngugarpur, fór með fyrsta skipu- lagða hópinn í gönguferð til Majorku en hún er frumkvöðull á Íslandi þegar kemur að skipulögðum gönguferð- um erlendis. Fimm árum síðar stofn- aði hún göngufélagið Göngu-Hrólf og hefur í nafni þess staðið fyrir ótal ferð- um meðal annars til Majorku, Ítalíu, Tyrklands, Spánar, Slóvakíu og Krítar. „Ævintýrið byrjaði á Majorku árið 1989 þegar ég fór þangað í náttúru- skoðunarferð með sænskri ferðaskrif- stofu og heillaðist af þessu spennandi göngulandi. Þegar ég ákvað að fara þangað með fólk í skipulagðar göngu- ferðir var reyndar hlegið að mér enda héldu margir að á Majorku væru engin fjöll. Þau eru hins vegar sum í kringum 1.500 metra há með 800 metra hækk- un og um að ræða æðislegt gönguland,“ segir Steinunn. Hún bauð upp á göngu- ferðir til Majorku allt þar til hætt var að fljúga þangað beint eftir hrun ásamt því að bæta við fleiri áfangastöðum á suðlægar slóðir, sem mörgum þótti nær óhugsandi í fyrstu. „Boltinn fór að rúlla fyrir alvöru þegar ég komst í samstarf við Úrval Útsýn og síðar Vita.is sem ég er í sam- starfi við í dag,“ segir Steinunn en fjöl- margar ferðir eru á dagskrá Göngu- Hrólfs á næsta ári þar á meðal ferðir til Andalúsíu, Kanaríeyja, Algarve og Toskana. „Önnur ferðin til Toskana er í samstarfi við Önnu Rósu grasalækni en í henni er lögð áhersla á lækninga- jurtir og smyrslagerð ásamt kennslu í ítalskri matargerð,“ upplýsir Stein- unn. Við val á áfangastöðum tekur hún mið af því hvert er flogið beint til að einfalda alla framkvæmd og finnur áhugaverðar gönguleiðir út frá því. En hvaðan kemur þessi mikli ferða- áhugi? „Ég veit það satt að segja ekki. Ég er þjóðfélagsfræðingur að mennt en hef alltaf haft mikinn áhuga á jarð- fræði. Ég var líka í skátunum sem barn og grunar að það hafi haft sitt að segja.“ Ferðaáhugi Steinunnar fer ekki leynt í útvarpsþáttunum Út um græna grundu á laugardagsmorgnum á Rás 1 sem hún hefur stýrt frá upphafi, eða í sextán ár en þess má til gamans geta að í dag er enginn annar þáttur á dagskrá RÚV sem sem hefur verið stjórnað af sama umsjónarmanni frá upphafi. Í þættinum er fjallað um úti- vist, ferðamál, náttúrufræði, göngu- ferðir, ferðalög og Íslendingasögur svo dæmi séu nefnd og var hann til nefndur til umhverfisverðlauna Umhverfis- ráðuneytisins í haust. vera@frettabladid.is FERÐAFRÖMUÐUR Á TÍMAMÓTUM: TUTTUGU ÁR FRÁ FYRSTU GÖNGUFERÐINNI Gönguferðir á suðlægar slóðir þóttu óhugsandi í fyrstu ÆVINTÝRIÐ BYRJAÐI Á MAJORKU Göngur eru útgangspunkturinn í hverri ferð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þennan dag árið 2007 var Kárahnjúkavirkjun gangsett við formlega athöfn. Kárahnjúkavirkjun er 690 MW vatnsaflsvirkjun á hálendi Íslands norðan Vatnajökuls. Virkjunin sér álveri Alcoa í Reyðarfirði fyrir raforku. Virkjaðar eru jökulár Vatnajökuls: Jökulsá á Dal (Jökulsá á Brú), Jökulsá í Fljótsdal, Kelduá og þrjár þverár hennar. Mannvirkið sem slíkt hefur verið nefnt stærsta fram- kvæmd Íslandssögunnar. Undirbúningur að verkinu hófst árið 1999, framkvæmdir hófust 2002 og var virkjunin formlega gangsett 30. nóvember 2007. Til verksins voru fengnar þúsundir erlendra iðn- aðarmanna. Aðalverktakafyrirtækið var hið ítalska fyrirtæki Impregilo. Um virkjunina og byggingu álversins hafa staðið miklar deilur milli þeirra sem eru á móti spillingu umhverfisins og annarra sem telja uppbygginguna jákvæða. Heildarkostnaður við byggingu virkjunarinnar var 133 milljarðar króna á verðlagi september 2007. Heimild: www.is.wikipedia.org ÞETTA GERÐIST 30. NÓVEMBER ÁRIÐ 2007 Kárahnjúkavirkjun gangsett LEIKARINN BEN STILLER er 46 ára í dag. „Ég get verið mjög stressaður. Vinnan er besta leiðin til að koma stressinu í frjóan farveg, annars fengju blaðberinn eða garðyrkjumaðurinn að kenna á því.“ 46 Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Þórhildur Jónsdóttir Gnýpuheiði 17, Kópavogi, lést á Landspítalanum laugardaginn 26. nóvember Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 7. desember kl. 15.00. Victor Jacobsen og fjölskylda í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.