Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 30.11.2011, Blaðsíða 50
Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is ERLENT MYNDBAND VERIÐ VELKOMIN Í NÝJA VERSLUN AÐ INGÓLFSSTRÆTI 5, 101 REYKJAVÍK WWW.ELLABYEL.COM Í S L E N S K H Ö N N U N Ilmlínan frá ELLU eru þróuð á Íslandi og blönduð í Grasse, Frakklandi. ILMVATN – ILMKERTI – HEIMILISILMUR S LOW FA SH I ON 20 1 1 Þórður Snær Júlíusson BANKAHÓLFIÐ Íslenskur hlutabréfamarkaður er að skríða aftur af stað. Afar nauðsynlegt er að vel takist til við skráningu fyrir- tækja á hann og að ferlið verði ekki gert tortryggilegt. Mikil áhersla hefur verið lögð á að hlutir séu verðlagðir lágt til að skapa virkan eftirmarkað. Á mannamáli þýðir það að mjög raunhæfur möguleiki á hækkun þarf að vera til staðar í kjölfar skráningar. Það virðist vera að það muni ganga eftir. Framtakssjóður Íslands (FSÍ) fékk að kaupa í Icelandair um mitt ár í fyrra á genginu 2,5 fyrir þrjá milljarða króna. Hann nýtti líka forkaupsrétt sinn til að kaupa enn meira í hlutafjáraukningu í félaginu í desember 2010. Alls keypti sjóðurinn tæplega 29% hlut á um 3,6 milljarða króna. Hann seldi síðan 10% hlut fyrir skemmstu á 5,4 krónur á hlut. Fyrir hlutinn fékk sjóðurinn 2,7 milljarða króna. Virði þeirra 19% sem FSÍ á eftir er um 5,2 milljarðar króna miðað við söluverðið og hefur aukist um 120% á innan við ári. Sem er, vægast sagt, góð ávöxtun. Á mánudag munu Hagar verða skráðir á markað. Um verður að ræða fyrstu nýskráningu eftir bankahrun. Útboðsgengið verður 11-13,5 krónur á hlut. Hagaútboðið verður tvískipt, annars vegar verður svokölluð tilboðsbók (e. book-building) þar sem stærri fjárfestar fá að skrá sig fyrir hlutum, og hins vegar mun almenningi verða kleift að skrá sig fyrir hlutum með netáskrift. Óskað verður eftir tilboðum á ákveðnu verðbili og endanlegt útboðsgengi mun ráðast af eftirspurninni. Áður hafði hópur fjárfesta, kenndur við Búvelli, fengið að kaupa 34% hlut í Högum á genginu 10. Sami hópur fékk að bæta við sig 10% í viðbót á genginu 11. Samtals hefur Búvallarhópurinn því greitt 5,4 milljarða króna fyrir 44% hlut í Högum. Samkvæmt útboðs- genginu er virði þessa hlutar þegar orðinn 5,9-7,2 milljarðar króna. Búvallarhópurinn er búinn að græða 500-1.800 milljónir króna fyrir skráningu. Þá fengu stjórnendur Haga gefins 1,4% hlut í félaginu miðað við gengið 10. Hluti þeirra hafði áður selt bréf í Högum til félagsins sjálfs með hundruð milljóna króna hagn- aði. Stjórnendurnir eru skuldbundnir til að eiga hlutina fram á mitt næsta ár. Þegar sá binditími er liðinn mega þeir selja hlutinn. Í ljósi þess að fjárfestingarmögu- leikar á Íslandi hafa nánast verið engir í rúm þrjú ár, og landið er bókstaflega að springa úr fjár- festingarþrýstingi, þá er nokkuð ljóst að verðið mun hækka. Við slíkar aðstæður verður að gæta jafnræðis. Það á ekki að velja úr aðila út sem fá tækifæri til að kaupa á undan hinum. Og græða meira. Það virðist þó vera að gerast. Að gefa til að græða peninga Stórveldið Brasilía er sjöunda stærsta hagkerfi í heimi – Viðtal við Heiðu í Nikita –
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.