Fréttablaðið - 30.11.2011, Side 50

Fréttablaðið - 30.11.2011, Side 50
Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is ERLENT MYNDBAND VERIÐ VELKOMIN Í NÝJA VERSLUN AÐ INGÓLFSSTRÆTI 5, 101 REYKJAVÍK WWW.ELLABYEL.COM Í S L E N S K H Ö N N U N Ilmlínan frá ELLU eru þróuð á Íslandi og blönduð í Grasse, Frakklandi. ILMVATN – ILMKERTI – HEIMILISILMUR S LOW FA SH I ON 20 1 1 Þórður Snær Júlíusson BANKAHÓLFIÐ Íslenskur hlutabréfamarkaður er að skríða aftur af stað. Afar nauðsynlegt er að vel takist til við skráningu fyrir- tækja á hann og að ferlið verði ekki gert tortryggilegt. Mikil áhersla hefur verið lögð á að hlutir séu verðlagðir lágt til að skapa virkan eftirmarkað. Á mannamáli þýðir það að mjög raunhæfur möguleiki á hækkun þarf að vera til staðar í kjölfar skráningar. Það virðist vera að það muni ganga eftir. Framtakssjóður Íslands (FSÍ) fékk að kaupa í Icelandair um mitt ár í fyrra á genginu 2,5 fyrir þrjá milljarða króna. Hann nýtti líka forkaupsrétt sinn til að kaupa enn meira í hlutafjáraukningu í félaginu í desember 2010. Alls keypti sjóðurinn tæplega 29% hlut á um 3,6 milljarða króna. Hann seldi síðan 10% hlut fyrir skemmstu á 5,4 krónur á hlut. Fyrir hlutinn fékk sjóðurinn 2,7 milljarða króna. Virði þeirra 19% sem FSÍ á eftir er um 5,2 milljarðar króna miðað við söluverðið og hefur aukist um 120% á innan við ári. Sem er, vægast sagt, góð ávöxtun. Á mánudag munu Hagar verða skráðir á markað. Um verður að ræða fyrstu nýskráningu eftir bankahrun. Útboðsgengið verður 11-13,5 krónur á hlut. Hagaútboðið verður tvískipt, annars vegar verður svokölluð tilboðsbók (e. book-building) þar sem stærri fjárfestar fá að skrá sig fyrir hlutum, og hins vegar mun almenningi verða kleift að skrá sig fyrir hlutum með netáskrift. Óskað verður eftir tilboðum á ákveðnu verðbili og endanlegt útboðsgengi mun ráðast af eftirspurninni. Áður hafði hópur fjárfesta, kenndur við Búvelli, fengið að kaupa 34% hlut í Högum á genginu 10. Sami hópur fékk að bæta við sig 10% í viðbót á genginu 11. Samtals hefur Búvallarhópurinn því greitt 5,4 milljarða króna fyrir 44% hlut í Högum. Samkvæmt útboðs- genginu er virði þessa hlutar þegar orðinn 5,9-7,2 milljarðar króna. Búvallarhópurinn er búinn að græða 500-1.800 milljónir króna fyrir skráningu. Þá fengu stjórnendur Haga gefins 1,4% hlut í félaginu miðað við gengið 10. Hluti þeirra hafði áður selt bréf í Högum til félagsins sjálfs með hundruð milljóna króna hagn- aði. Stjórnendurnir eru skuldbundnir til að eiga hlutina fram á mitt næsta ár. Þegar sá binditími er liðinn mega þeir selja hlutinn. Í ljósi þess að fjárfestingarmögu- leikar á Íslandi hafa nánast verið engir í rúm þrjú ár, og landið er bókstaflega að springa úr fjár- festingarþrýstingi, þá er nokkuð ljóst að verðið mun hækka. Við slíkar aðstæður verður að gæta jafnræðis. Það á ekki að velja úr aðila út sem fá tækifæri til að kaupa á undan hinum. Og græða meira. Það virðist þó vera að gerast. Að gefa til að græða peninga Stórveldið Brasilía er sjöunda stærsta hagkerfi í heimi – Viðtal við Heiðu í Nikita –

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.