Morgunblaðið - 01.09.2010, Síða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010
„Þetta verður gríðarlega stór dag-
ur,“ segir Elías Jónatansson, bæjar-
stjóri í Bolungarvík, um opnun Ós-
hlíðarganga en stefnt er að henni
laugardaginn 25. september næst-
komandi. Í tengslum við opnunina
er verið að undirbúa hátíðahöld í
Bolungarvík og segir Elías að mikið
standi til.
Um helgina var lokið við að mal-
bika göngin en sú vinna tók ellefu
daga. Rúnar Ágúst Jónsson, stað-
arstjóri hjá Ósafli, sem vinnur að
gerð ganganna milli Bolungarvíkur
og Hnífsdals, segir að fram-
kvæmdir hafi gengið vel og nú sé
aðeins lokafrágangur eftir. Verið
sé að ganga frá rafbúnaði og setja
upp skilti og merkingar. Byrjað sé
að taka niður aðstöðu Ósafls í
Hnífsdal og brottflutningur véla og
tækja sé hafinn, en frágangi eigi að
vera lokið 1. desember.
Framkvæmdir hófust í maí 2008
og er verkið nokkurn veginn á
áætlun. Göngin eru um 5,1 km löng
og breidd þeirra er um 8 m. Tíu út-
skot eru í göngunum og þar af tvö
fyrir stærri flutningabíla. Í sumar
unnu um 60 manns í göngunum og
þar af um 45 manns á vegum Ósafls
en auk þess komu undirverktakar
að málum. steinthor@mbl.is
Búið að malbika og stefnt að opnun Óshlíðarganga laugardaginn 25. september
Hátíðahöld
undirbúin í
Bolungarvík
Lósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Óshlíðargöng Um helgina var lokið við að malbika göngin og er stefnt að opnun þeirra 25. september.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
„Reglan hjá okkur er sú að vera ekki
með miklar yfirlýsingar nema í sam-
ráði við viðkomandi einstakling og
ekki liggur fyrir ákvörðun í þessu
máli. En mér finnst þetta afar sér-
kennileg málsmeðferð og vinnu-
brögðin lítt vönduð á alla enda og
kanta. Annars vegar að það skuli
dragast svona úr hömlu að fá nið-
urstöðu í mál og hins vegar að meiri-
hluti stjórnar skuli ekki ráða,“ segir
Kristín Ástgeirsdóttir, fram-
kvæmdastýra Jafnréttisstofu, um
ráðningu forstjóra Íbúðalánasjóðs.
Kona sem sótti um starfið, Ásta H.
Bragadóttir, hefur dregið sig í hlé
enda þótt hún njóti stuðnings meiri-
hluta stjórnar stofnunarinnar og
segir hún ráðherra ekki styðja sig.
Kristín segir umsækjandann ekki
hafa leitað með mál sitt til Jafnrétt-
isstofu en vel sé fylgst með málinu.
Erfitt sé auk þess fyrir hana að tjá
sig um Íbúðalánasjóðsmálið, hún
hafi setið sjálf í stjórn sjóðsins í eina
tíð og þá kynnst Ástu vel.
Stofnunin heyrir undir félags-
málaráðherra, Árna Pál Árnason, og
á m.a. að fylgjast með þróun jafn-
réttismála. Henni ber samkvæmt
lögum að veita stjórnvöldum og fleiri
aðilum ráðgjöf í tengslum við jafn-
rétti kynjanna. Lögfræðingi Jafn-
réttisstofu, Ingibjörgu Elíasdóttur,
er ekki kunnugt um að ráðherra hafi
fari fram á ráðgjöf.
Jafnréttisstofa getur vísað málum
til kærunefndar jafnréttismála. En
það er þó einvörðungu gert í málum
einstaklinga ef þeir biðja um það, að
sögn Kristínar.
Tók karlmann fram yfir konu
Félagsmálaráðherra tók sem
kunnugt er fyrir skömmu karlmann
fram yfir konu í nýtt embætti Um-
boðsmanns skuldara. Niðurstaðan
varð að vísu að konan, Ásta Sigrún
Helgadóttir, fékk að lokum starfið
eftir að karlmaðurinn sagði af sér.
„Við vorum í sambandi við Ástu Sig-
rúnu en áður en eitthvað varð úr að-
gerðum var málið leyst á farsælan
hátt,“ segir Kristín.
Dregist hefur mánuðum saman að
skipa í forstjórastöðuna eftir að Guð-
mundur Bjarnason hætti hjá Íbúða-
lánasjóði. Ásta H. Bragadóttir, sem
naut stuðnings fjögurra af fimm
stjórnarmönnum, hefur dregið um-
sókn sína til baka og ber því við að
hún telji ekki að ráðherra álíti sig
hæfa. Fullyrt hefur verið að Árni
Páll vilji koma samflokksmanni sín-
um, Yngva Erni Kristinssyni, í stöð-
una. Árni Páll hefur hins vegar sagt
að hann hafi enga afstöðu tekið til
umsækjenda.
„Afar sérkennileg málsmeðferð“
Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu segir stofnunina fylgjast vel með máli Íbúðalánasjóðs
Segir hefð fyrir því að tjá sig ekki mikið um mál einstaklinga nema þeir leiti til stofnunarinnar
Ásta H.
Bragadóttir
Kristín
Ástgeirsdóttir
Landhelgisgæslan gerir ráð fyrir að
fá nýja varðskipið Þór afhent í Chile
um mitt næsta sumar. Afhenda átti
skipið í maí sem leið en það
skemmdist í jarðskjálfta um mánuði
fyrr og því dregst afhendingin.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar, segir að
skemmdirnar hafi verið meiri en
upphaflega hafi verið áætlað. Lang-
an tíma hafi tekið að kanna rétt-
arstöðuna, fara yfir tryggingamál
og verkfræðiúttektir, en nú sé verk-
ið farið í gang á ný og unnið sam-
kvæmt raunhæfum áætlunum.
Tjónið hafi eingöngu verið í vélar-
rúmi og falli það á skipasmíðastöð-
ina en tjón Gæslunnar felist í seink-
un á afhendingu og auknum
eftirlitskostnaði að mjög óverulegu
leyti. „Beint fjártjón okkar er ekk-
ert,“ segir Georg.
Framkvæmdir hófust í Asmar-
skipasmíðastöðinni í Chile vorið
2007. Bíða þarf eftir nýjum vélar-
hlutum en eftir afhendingu fer skip-
ið annaðhvort í leigu erlendis eða í
gæslu innanlands. steinthor@mbl.is
Nýja varðskipið Þór afhent
í Chile eftir tæplega ár
Töf vegna jarð-
skjálfta en kostn-
aður óbreyttur
Nýtt varðskip Varðskipið Þór var sjósett í Chile í lok apríl 2009. Til stóð að
afhenda það um ári síðar en Landhelgisgæslan fær það næsta sumar.
Hæstiréttur tekur
til starfa í dag að
loknu sumarhléi.
Það mál sem beð-
ið er með mestri
óþreyju hefur
verið sett á dag-
skrá mánudaginn
6. september, þ.e.
mál Lýsingar
gegn einum skuldara sínum, sem tek-
ið hafði bílalán í erlendri mynt. Verð-
ur þar tekist á um vexti af láninu.
Málið munu dæma reyndustu dóm-
arar réttarins, þau Ingibjörg Bene-
diktsdóttir, Árni Kolbeinsson, Garðar
Gíslason, Gunnlaugur Claessen og
Markús Sigurbjörnsson.
Hæstiréttur tekur
til starfa í dag
eftir réttarhlé
Kjarasamningur Landssambands
slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna við launanefnd sveitarfé-
laga var samþykktur með níu at-
kvæða mun í atkvæðagreiðslu
meðal félagsmanna LSS sem lauk á
mánudag. Samningurinn var und-
irritaður 20. ágúst sl. en hann
byggist á tillögu sem ríkissátta-
semjari lagði fram þegar viðræður
virtust vera að sigla í strand. 237
voru á kjörskrá. Atkvæði greiddu
213 eða 90%, já sögðu 109 (51%) og
nei sögðu 100 (47%). Auðir seðlar
og ógildir voru fjórir.
Samningur sam-
þykktur naumlega
Jafnréttisstofa heyrir undir fé-
lagsmálaráðherra og á m.a. að
fylgjast með þróun jafnréttis-
mála í þjóðfélaginu. Henni ber
samkvæmt lögum að veita
stjórnvöldum ráðgjöf í
tengslum við jafnrétti kynjanna.
Jafnréttisstofa getur vísað mál-
um til kærunefndar jafnréttis-
mála hafi hún rökstuddan grun
um að lög hafi verið brotin.
Veitir stjórn-
völdum ráð
JAFNRÉTTISSTOFA
ódýrt og gott
Grillaður kjúklingur, Pepsi
eða Pepsi Max, 2 l
998kr.pk.