Morgunblaðið - 01.09.2010, Side 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010
Kristján J. Gunnars-
son, fyrrverandi
skólastjóri og
fræðslustjóri í
Reykjavík, lést 30.
ágúst sl., 90 ára að
aldri.
Hann fæddist í
Marteinstungu í
Holtahreppi, Rang-
árvallasýslu, 29. nóv-
ember 1919, sonur
hjónanna Gunnars
Einarssonar og Guð-
rúnar Kristjáns-
dóttur.
Kristján lauk
kennaraprófi árið 1942. Hann var
kennari við barnaskólann á Suðureyri
1942-1943, skólastjóri barnaskólans á
Hellissandi 1943-1952, yfirkennari við
Langholtsskóla í Reykjavík 1952-
1961 og skólastjóri þar til ársins 1973.
Hann gegndi embætti fræðslustjóra í
Reykjavík frá 1973-1982.
Kristján tók mikinn þátt í sveitar-
stjórnarmálum. Hann var oddviti
hreppsnefndar í Neshreppi utan
Ennis á Snæfellsnesi 1946-1952 og
borgarfulltrúi í Reykjavík
frá 1970-1973. Hann starf-
aði í fjölmörgum ráðum og
nefndum og var m.a. í
fræðsluráði Reykjavíkur.
Kristján var mjög at-
kvæðamikill í málefnum
barnaskóla og síðar
grunnskóla. Hann var
skipaður í fræðslulaga-
nefnd 1969 og gegndi
mikilvægu hlutverki þeg-
ar lög um grunnskóla voru
undirbúin og síðar sam-
þykkt 1974, en þau tóku
við af lögum um barna-
fræðslu og skólaskyldu,
sem giltu frá 1907-1974.
Kristján gaf út nokkrar ljóðabæk-
ur og eina skáldsögu. Hann ritstýrði
Skólaljóðunum og Lesbók barnanna í
Morgunblaðinu 1957-1971.
Kona Kristjáns var Þórdís Krist-
jánsdóttir hjúkrunarkona, f. 1918 á
Suðureyri. Þau eignuðust fimm börn.
Þórdís lést árið 2002.
Kristján verður jarðsunginn frá
Áskirkju miðvikudaginn 8. sept-
ember kl. 15.
Andlát
Kristján J. Gunnarsson
ÚR BÆJARLÍFINU
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Bylting varð í samgöngumálum hér
við Þórshöfn þegar Hófaskarðsleið
yfir Hólaheiðina var opnuð og má
líkja fögnuði íbúa hér við frelsi úr
ánauð. Þetta er mikil breyting frá
holóttum forarvegum sem varla gátu
talist fólksbílafærir en nú er ekið á
malbiki alla leið til Reykjavíkur og
leiðin til Húsavíkur styttist um rúma
fimmtíu kílómetra. Enn er nokkur
frágangur eftir við veginn þótt búið
sé að opna og vegfarendur því beðnir
að sýna aðgát og virða hraðatak-
markanir.
Skólastarf er hafið á ný eftir
sumarfrí, bæði í grunnskólanum og í
framhaldsskóladeildinni á Mennta-
setrinu. Framhaldsskólanemendur
eru nú tólf, í fyrsta og öðrum bekk,
þar af sjö nýnemar og er það framför
að nemendur geti nú lokið fyrstu
tveimur árum framhaldsnáms í dag-
skóla í heimabyggðinni. Verkefnis-
stjóri framhaldsskólans er Anna Þor-
steinsdóttir sem segir samstarfið við
Laugaskóla hafi gengið mjög vel í alla
staði en nemendur hefja veturinn á
tveggja vikna námslotu í framhalds-
skólanum á Laugum.
Nýr skólastjóri hefur verið ráðinn
við Grunnskólann á Þórshöfn, Arn-
fríður Aðalsteinsdóttir, en auk henn-
ar eru allmargir nýir kennarar við
skólann þetta skólaár. Arnfríður er
með víðtæka menntun og reynslu og
hlakkar til að takast á við verkefni
vetrarins með nemendum, foreldrum
og samstarfsfólki en tæplega áttatíu
nemendur eru nú í grunnskólanum.
Sparisjóður Þórshafnar og ná-
grennis hefur ráðið nýjan sparisjóðs-
stóra til starfa, Írisi Björnsdóttur,
sem er viðskiptafræðingur að mennt
og með meistaragráðu í banka-
starfsemi og fjármálum frá Lux-
embourg School of Finance. Íris tek-
ur við af Guðna Haukssyni sem áður
gegndi starfinu og líst henni vel á
starfið og lífið hér á landsbyggðinni.
Síldarfrysting og -bræðsla
stendur nú sem hæst hjá Ísfélaginu
en vaktavinna hófst af fullum krafti
kringum miðjan júlí. Unnið er allan
sólarhringinn svo fólk úr nærliggj-
andi byggðarlögum þarf að leggja
fram krafta sína.
Vistvænt skref var stigið í
Langanesbyggð þegar breyting varð
á sorphirðumálum og flokkun tekin
upp. Með því minnkar það sorp sem
fer til urðunar en endurvinnsla og
nýting eykst. Samið var við Íslenska
gámafélagið um sorphirðu og moltu-
gerð og kynntu starfsmenn fram-
kvæmdina fyrir íbúunum í sum-
arbyrjun. Þrjár tunnur eru nú við
flest heimili og eru íbúar komnir vel í
gang með þetta umhverfisvæna átak.
Á malbiki
til Reykja-
víkur
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Fyrsti skóladagurinn Mikið verð-
ur sungið í grunnskólanum í vetur.
Ríkiskaup óskaði
eftir tilboðum í
leigu á björg-
unarþyrlu fyrir
Landhelgisgæslu
Íslands í raðaug-
lýsingum Morg-
unblaðsins síðast-
liðinn laugardag.
Óskað er eftir
björgunarþyrlu
af tegundinni
Super Puma til gæslu og björg-
unarstarfa á og við Ísland í eitt ár
frá og með haustmánuðum 2010,
með heimild til framlengingar í allt
að fimm árum.
Georg Lárusson, forstjóri Land-
helgisgæslunnar, segir Landhelgis-
gæsluna vera að framfylgja stefnu
ráðherra en LHG hefur einungis
tvær vel útbúnar björgunarþyrlur
sem takmarki tæknilega getu henn-
ar. „Stefnan er að reyna að berja í
brestina. Við vorum með fjórar
björgunarþyrlur en þær eru bara
tvær núna. Það sem við ætlum að
reyna að gera eftir að við náum okk-
ar tækjum og mannskap heim úr
verkefnum víðsvegar um heiminn er
að kanna hvort við getum komið
okkur upp annarri vél og bætt í
mannskapinn til að hafa tvær vaktir
allan sólarhringinn,“ segir Georg
sem kveður það ekki formlega
ákveðið.
„Það sem við erum að gera er að
kanna hvernig markaðurinn er,
hvort við eigum einhverja möguleika
og hvort eitthvað er til á leigu sem
við höfum efni á,“ segir Georg sem
kveðst vongóður um að jákvætt svar
fáist og vonast til þess að nýta megi
þyrluna í verkefni í útlöndum til að
afla tekna.
jonasmargeir@mbl.is
Forstjóri Landhelgisgæslunnar von-
ast til að fá þriðju þyrluna í flotann
Þyrla Landhelgisgæslan hefur nú einungis tvær þyrlur í rekstri.
Georg
Lárusson
Landhelgisgæslan óskar eftir þyrlu
Morgunblaðið/Eggert
Full búð
af nýjum
haustvörum
Hæðasmára 4
- Í sama húsi og Bílaapótek
fyrir ofan Smáralind
Símar 555 7355 og 553 7355
www.selena.is
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Hönnunarlínan
frá Berlín komin
Matreiðslunámskeið NLFR
Grænt og gómsætt - hollustan í fyrirrúmi
Námskeiðið verður haldið á Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði
Laugardaginn 4. september frá kl. 14:00-17:00
• Gómsætir grænmetis- og baunaréttir matreiddir í
sýnikennslu og kennd meðhöndlun hráefnisins.
• Sameiginlegt borðhald í lokin
• Nemendur fá uppskriftabækling
Kennari: Jónas B. Ólafsson yfirmatreiðslumaður HNLFÍ
Takmarkaður fjöldi
Verð kr. 5.500
Félagsmenn kr. 3.500
Skráning á skrifstofu NLFR kl. 10:00-12:00
sími 552 8191 eða netfang nlfi@nlfi.is
Laugavegi 53, s. 552 1555
TÍSKUVAL
Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16
Úrval af gallabuxum
Frábær snið • Svartar, bláar, brúnar
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var
samþykkt tillaga heilbrigðis-
ráðherra og dómsmála- og mann-
réttindaráðherra um að áfengis-
lögum verði breytt þannig að bann
við áfengisauglýsingum verði virt.
Athygli vekur að nú þegar ligg-
ur slíkt frumvarp fyrir þinginu en
Ögmundur Jónasson flutti það hinn
2. desember 2009. Málið bíður nú
umfjöllunar hjá allsherjarnefnd.
Ögmundur kveðst undrandi á
þessum tvíverknaði en leggur
áherslu á að aðalatriðið er að breyt-
ingin hljóti brautargengi.
„Ég er búinn að flytja þetta
frumvarp á hverju ári í mörg ár. Það
á að vera lítið mál að kippa þessu í
liðinn. Það er fagnaðarefni ef þetta á
loksins að verða að veruleika. Þetta
hefur lengi legið fyrir þinginu. Ég
veit ekki betur en þetta liggi fyrir
þinginu núna,“ segir Ögmundur sem
hyggst ekki láta ríkisstjórnina vita
af tvíverknaði sínum.
Vilja loka því gati
Í greinargerð með frumvarpinu
segir: „Auglýsingar á áfengi og ein-
stökum áfengistegundum eru bann-
aðar hér á landi og hefur verið svo
lengi. Það hefur þó aukist að fram-
leiðendur og dreifingaraðilar
áfengra drykkja reyni að koma þeim
á framfæri í auglýsingum með því að
nota líkar umbúðir og nöfn á óáfenga
drykki sem þeir svo auglýsa. Flutn-
ingsmenn vilja með frumvarpi þessu
reyna að loka því gati sem virðist
vera á löggjöfinni þannig að fram-
leiðendur og dreifingaraðilar geti
ekki farið í kringum bannið eins og
að framan er lýst.“
Frumvarp Ögmundar felur
þannig í sér að óheimilt verði að aug-
lýsa drykki sem valdið geta ruglingi
á milli áfengu framleiðslu framleið-
anda og þeirrar sem verið er að aug-
lýsa vegna nafns á vörunni, umbúða
eða annarra einkenna.
Tvíverknaður við algert
bann áfengisauglýsinga
Eins frumvarp liggur nú þegar fyrir
Villandi Sumir vilja meina að létt-
ölsauglýsingar séu ruglandi.
„Við erum enn að afla gagna. Þetta
hefur verið í skoðun hvað flug-
tækniatriðin varðar. Þeirri vinnu er
ekki lokið,“ segir Kristján Möller
samgönguráðherra, aðspurður um
þá frétt fréttavefjar Financial Times
að ECA, hollenskt fyrirtæki sem
hyggst setja upp aðstöðu á Keflavík-
urflugvelli fyrir óvopnaðar herþotur,
sé nálægt því að fá samþykki ís-
lenskra stjórnvalda með skilyrðum.
Til frekari tíðinda dró í málinu í
gær þegar BelTechExport, vopna-
sölufyrirtæki í Hvíta-Rússlandi,
neitaði að það vissi af samkomulagi
um að selja hollenska fyrirtækinu
Program 15 Sukhoi Su-27-herþotur.
Það hafði þó áður staðfest slíkt sam-
komulag við FT. Talsmaður ECA
segir að þoturnar hafi verið smíð-
aðar í Rússlandi en verði endur-
nýjaðar í Hvíta-Rússlandi og þær
fyrstu afhentar í október nk.
Herþotumál
til skoðunar
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111