Morgunblaðið - 01.09.2010, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Þetta eru björgunaraðgerðir í þágu þjóðarhagsmuna. Ef
eitthvert sjónvarpsefni á heima á heimsminjaskrá undir
menningarviðburðum sem mega alls ekki leggjast af tel ég
Spaugstofuna eiga að vera efsta á lista,“ sagði Ari Edwald,
forstjóri 365 miðla, í Þjóðmenningarhúsinu í gær þegar
undirritaður var samstarfssamningur á milli Stöðvar 2 og
Spaugstofunnar.
Samningurinn er til tveggja ára og fer fyrsti Spaug-
stofuþátturinn í loftið á stöðinni 9. október næstkomandi.
Sýningartími þáttanna breytist ekki þótt þeir flytjist á
milli stöðva, þeir verða áfram á laugardögum kl. 19.35 en
nú í læstri dagskrá.
„Stöð 2 er stolt af því að geta fært íslenskum almenningi
áfram þetta eiginlega þjóðarleikhús sem Spaugstofan er,“
sagði Ari.
Í sjöunda himni
Framleiðandi Spaugstofunnar fyrir Stöð 2 verður Saga-
film og Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Örn Árnason
og Sigurður Sigurjónsson verða allir áfram á sínum stað.
„Við erum algjörlega í sjöunda himni félagarnir og vilj-
um þakka stjórnendum Stöðvar 2 fyrir þessar ánægjulegu
viðræður sem við höfum átt undanfarna daga og þessa
skemmtilegu niðurstöðu sem á vonandi eftir að verða öll-
um til góðs. Við erum mjög ánægðir með að starfa áfram,
við þurfum vettvang því okkar starfi er ekki lokið,“ sagði
Karl Ágúst og Sigurður bætti við að þeir teldu sig eiga
mikið inni. „Leiktíðinni hjá okkur er bara alls ekki lokið.“
Spaugstofumenn höfðu séð um skemmtiþætti fyrir Rík-
isútvarpið í 21 ár þegar forráðamenn RÚV ákváðu í byrjun
ágúst að Spaugstofan yrði ekki á dagskrá í vetur, ástæðan
var sögð 9% niðurskurður sem RÚV þarf að fara eftir.
Spaugstofan verður áfram með sama sniði og und-
anfarin ár. „Við munum starfa með sama sniði en við
höfum svo sem alltaf gert einhverjar breytingar á þátt-
unum á milli ára. Flutningar yfir á Stöð 2 kalla ekki á
neinar breytingar en eflaust verður þátturinn ekki al-
veg eins og síðasta vetur. Við erum með alveg frjálsar
hendur enda ekki hægt að ritstýra Spaugstofunni.
Það mun nýtt fólk starfa með okkur og auðvitað kall-
ar það á einhverjar nýjar hugmyndir og breytingar.
Við höfum kallað til okkar gestaleikara undanfarin ár
og við ætlum að reyna að halda því áfram,“ sagði Karl
Ágúst.
Ekki hræddir um stöðu sína
Aðspurðir sögðust Spaugstofumenn ekki vera
hræddir um að missa stöðu sína sem þjóðfélagsrýnar
við að fara í læsta dagskrá.
Ari Edwald sagði að þeir gerðu sér vonir um að
áskrifendum fjölgaði við þessar breytingar. „Spaug-
stofan kemur örugglega til með að hjálpa Stöð 2, gald-
urinn á bak við sjónvarp er að búa til dagskrá sem fólk
hefur áhuga á að horfa á. Það er klárt að Spaugstofan
hefur verið vinsælasta sjónvarpsefni Íslands síðustu ár
og verður áfram,“ sagði Ari.
Skjár einn hafði einnig sýnt áhuga á að fá Spaug-
stofuna til sín en ekki náðust samningar þar um.
„Þeirra hugmynd var að gera einfaldari gerð af þætti
en við sáum hag okkar bestan með því að hafa þáttinn
óbreyttan,“ svaraði Örn þegar spurt var hvers vegna
samningar náðust ekki.
Spaugstofumenn eru sælir með nýjan vinnustað.
„Fyrir okkur félagana er þetta skemmtileg áskorun,
nýr vinnustaður og nýtt fólk að vinna með og við erum
mjög lukkulegir og bjartsýnir á framhaldið,“ sagði Sig-
urður og lokaði þar með blaðamannafundinum.
Morgunblaðið/Golli
Handsalað Örn Árnason, Pálmi Gestsson, Ari Edwald, Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson takast í hend-
ur eftir að hafa skrifað undir samtarfssamning til tveggja ára í Þjóðmenningarhúsinu í gær.
„Okkar starfi er ekki lokið“
Spaugstofan verður sýnd á Stöð 2 í vetur í læstri dagskrá
Fyrsti þátturinn fer í loftið 9. október „Við munum
starfa með sama sniði,“ sagði Karl Ágúst Úlfsson
Spurður hvort það hafi
komið þeim á óvart hvað
margir sóttust eftir þeim
eftir uppsögnina á RÚV
sagðist Örn Árnason hafa
orðið mjög ánægður með
viðbrögðin.
„Mig grunaði það nú að
menn myndu færa það í tal
en það voru fjölmargir sem
höfðu samband og ekki
bara sjónvarpsstöðvar. Það
eru ekki allir sammála um
að þetta sé orðin gömul og þreytt lumma,“ segir Örn og bætir við að
það hafi aldrei hvarflað að þeim að hætta.
„Þetta er sjónvarpsframleiðsla sem okkur finnst mjög skemmtileg
og við erum orðnir mjög færir í henni. Við erum með mikla reynslu og
þetta er það sem okkur finnst ofboðslega gaman að gera. Sjónvarpið
er okkar vettvangur, þjóðfélagsrýnin verður áfram hin sama og það
verður ekkert slegið af.“
Ekki gömul og þreytt lumma
EFTIRSÓTTIR
Örn Í einu Spaugstofuhlutverki sínu.
SÍMI 564 0000
12
16
16
12
14
10
L
L
L
SÍMI 462 3500
12
16
12
14
10
SCOTTPILGRIM VS THEWORLD kl. 8-10.10
THEEXPENDABLES kl. 8-10
VAMPIRESSUCK kl. 6
SALT kl. 6
SÍMI 530 1919
18
16
14
L
THE HUMAN CENTIPEDE kl. 10.10
THEEXPENDABLES kl. 5.40-8-10.20
SALT kl. 5.50-8-10.10
THEKARATEKID kl. 6-9
.com/smarabio
NÝTT Í BÍÓ!
SCOTTPILGRIM VS THEWORLD kl. 5.30-8-10.30
THEEXPENDABLES kl. 5.40-8-10.20
THEEXPENDABLESLÚXUS kl. 5.40-8-10.20
VAMPIRESSUCK kl. 4-6-8-10
SALT kl. 8-10.10
THELASTAIRBENDER3D kl. 3.20
LJÓTIANDARUNGINNOGÉG kl. 3.30(650kr.)
KARATEKID kl. 5.10
SHREK4 2D ÍSLTAL kl. 3.30
Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:15 (POWERSÝNING)
HHHHH
Fyrir alla KARLMENN í heiminum þá er þessi mynd mesta veisla sem
hægt er að fara á. Það er einfaldlega upplifun að sjá þessa mynd.
Gillz - DV
HHH
T.V - Kvikmyndir.is
HHHH
„Magnad madur, magnad”
ÞÞ-FBL
HHH
The Expendables uppfyllir
það sem hún lofar...
S.V. - MBL
TOPPMYNDIN Í DAG Á ÍSLANDI!
ALLAR SVÖLUSTU HASARHETJURNAR
Í EINNI FLOTTUSTU MYND ÁRSINS
Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:15
FRÁ LEIKSTJÓRA HOT FUZZ OG SHAUN
OF THE DEAD KEMUR EIN FYNDNASTA
OG FRUMLEGASTA MYND ÁRSINS
2 VIKUR Á TOPPNUM!
Sýnd kl. 8 og 10:15
HHHH
-Þ.Þ., FBL
HHH
-M.M., Bíófilman
HHH
S.V., MBL
HH
E.E., DV
Sýnd kl. 5:45 (3D) - 3D gleraugu seld sér
POWE
RSÝN
ING
Á STÆ
RSTA
DIGIT
AL
TJALD
I LAN
DSINS
KL. 10
:15
www.laugarasbio.isÞú færð 5% endurgreitt ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
-bara lúxus
Sími 553 2075
-bara lúxus
Sími 553 2075
Nýtt í bíó - www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum