Morgunblaðið - 09.10.2010, Síða 33

Morgunblaðið - 09.10.2010, Síða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 ✝ Hafsteinn HólmÞorleifsson var fæddur í Leifahúsi á Siglufirði 3. febrúar 1935. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu, Eyrargötu 29, að morgni þriðju- dagsins 28. sept- ember 2010. Foreldrar Haf- steins voru hjónin Jó- hanna Sesselja Jóns- dóttir húsmóðir fædd 26. mars 1905, dáin 7. júní 1989 og Þorleif- ur Hólm múrari fæddur 26. maí 1910, dáinn 18. apríl 1988. Þau hjón eignuðust sex börn. Elstur var Hafsteinn, næst kom Elva Hólm fædd 10. apríl 1936, dáin 6. mars 2007; Sverrir Hólm fæddur 23. febrúar 1942, dáinn 19. apríl 1942; Kristinn Jón Hólm fæddur 2. júlí 1943, búsettur á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni, Þyri Sigríð- Siglufirði og bjó þar þangað til hann flutti í sitt eigið húsnæði á Eyrargötunni. Hann stundaði hefð- bundið barna- og gagnfræða- skólanám á Siglufirði. Sem ungur maður var hann til sjós á ýmsum togurum yfir vetrarmánuðina en kom í land á vorin til að sinna sauðburði og öðrum þeim verkum sem gera þurfti. Síðar vann hann almenna verkamannavinnu, m.a. hjá Bæjarútgerð Siglufjarðar, S.R. og hjá Þormóði ramma þar sem hann lauk starfsævi sinni 67 ára. Þegar starfsævinni lauk sneri Hafsteinn sér alfarið að búskapn- um sínum, en hann átti alltaf nokkrar kindur sem hann hugsaði um af mikilli alúð og natni. Á síð- ari árum hafa þrjár kisur átt heim- ili sitt á Eyrargötunni og átti hann alltaf tíma og þolinmæði fyrir þær, hvort sem var á nóttu eða degi. Hafsteinn var mikill Siglfirð- ingur og vildi hvergi annars staðar vera. Hann vildi helst aldrei fara það langt frá firðinum sínum fagra að hann kæmist ekki heim í kaffi og til að sofa. Útför Hafsteins fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, laug- ardaginn 9. október 2010, og hefst athöfnin kl. 14. ur Hólm fædd 21. apríl 1946, dáin 21. október 1977 og óskírð Hólm fædd og dáin 8. september 1947. Árið 1965 hóf Haf- steinn sambúð með Sigurbjörgu Helgu Jónsdóttur f. 10. des- ember 1933. Þau eignuðust fjögur börn. Elst er Kristín Hólm, fædd 7. janúar 1966, búsett í Reykja- vík, Jón Hólm, fædd- ur 14. febrúar 1967, búsettur á Siglufirði, Hanna Björg Hólm, fædd 18. júlí 1968 og Þyri Sigríður Hólm, fædd 7. janúar 1978, dáin 12. júní 1978. Hafsteinn og Helga bjuggu allan sinn búskap að Eyr- argötu 29. Þegar Hafsteinn var á fyrsta ári fluttist hann ásamt foreldrum sín- um að Hvanneyrarbraut 17 á Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, né blómstígar gullskrýddir alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar, á göngu til himinsins helgu borgar. En ég hefi lofað þér aðstoð og styrk, og alltaf þér birtu þó leiðin sé myrk. Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Staðf. Hjálmar Jónsson) Pabbi okkar var mikill Siglfirðing- ur og vildi hvergi annars staðar vera. Hann vildi aldrei fara það langt frá firðinum sínum fagra að hann kæmist ekki heim í kaffi og til að sofa. Honum nægði að fá sér stuttan, daglegan bíltúr inn að Mánárbeygju og yfir sumarmánuðina fóru hann og mamma oft hring í Fljótunum og komu þá alltaf við á Ketilásnum til að fá sér hressingu. Pabbi byrjaði ungur að snúast í kring um kindur og eftir að hann hætti að vinna hafði hann nógan tíma fyrir þessa ferfættu vini sína. Á vorin átti sauðburðurinn hug hans allan og þær voru margar ferðirnar sem hann fór í fjárhúsið sitt til að at- huga með ærnar. Þegar allar kind- urnar og lömbin voru komin til fjalla var fjárhúsið þrifið hátt og lágt, gert við það sem hafði bilað yfir veturinn og hlaðan fyllt af ilmandi heyi fyrir næsta vetur. Pabbi heyjaði alla tíð upp á gamla móðinn; sló með orfi og ljá og rakaði með hrífu ásamt fjöl- skyldunni. Þegar haustaði fór hann að hlakka til að fá fullorðnu kind- urnar sínar í hús aftur, eftir að þær höfðu notið lífsins á fjöllum. Síðustu vikurnar sem hann lifði var hann í smalamennsku og fjárréttum hingað og þangað um nágrenni Siglufjarðar og var sannarlega í essinu sínu. Undanfarin 20 ár hafa kisur verið hluti af fjölskyldunni. Fyrstu árin bitust Högni og Skotta um athygli pabba sem hann átti alltaf nóg af. Síðar fékk hann það sára og erfiða verkefni að lóga þessum vinum sín- um og hafði hann þá á orði að aldrei hafði honum dottið í hug að hann ætti eftir að þurfa að aflífa kisurnar. Undanfarin fimm ár hefur Tina haldið honum og mömmu við efnið. Pabbi átti til endalausa þolinmæði fyrir hana, hvort sem var á nóttu eða degi. Hann hugsaði líka vel um villtu dýrin. Í nokkur ár gaf hann dúfum svo til á hverjum morgni, stundum gaf hann villiköttum matarafganga, hrafninn fékk stundum góðgæti og smáfuglunum var gefið út um stofu- gluggann. Pabbi okkar var fastur fyrir og ekki auðvelt að fá hann til að skipta um skoðun. Hann vildi byrja alla vinnu snemma á morgnana til að nota daginn sem best og honum lík- aði illa allur seinagangur og fannst óþarfi að taka margar pásur þegar verið var að vinna einhver verk. Hann var mikill heimilismaður og hugsaði vel um allt sitt. Hann var þúsundþjalasmiður, gat gert alla hluti og gerði þá vel. Hann kenndi okkur að vinna alla vinnu vel og vinna hana strax, ekki láta neitt bíða. Hann pabbi okkar var mikill Sigl- firðingur og vildi hvergi annars stað- ar vera. Fjörðurinn hans var honum afar kær og þar hafði hann allt sem skipti hann máli. Við sendum pabba okkar innilegar kveðjur og þakkir fyrir allt og allt. Kristín, Jón og Hanna Björg. Þegar Siglufjörður skartaði sínum fegurstu haustlitum kvaddi Haf- steinn Hólm þetta líf. Það var í hans anda að hverfa á annað tilverustig þegar fjörðurinn hans var hvað feg- urstur. Hafsteinn var innfæddur Siglfirðingur, bjó þar alla tíð og vildi hvergi annars staðar vera. Hann unni sínum heimahögum afar heitt. Hafsteinn var mikið náttúrubarn og kunni góð skil á náttúrunni. Gat lesið í veður og vinda og vissi hve- nær best væri að hefja heyskap. Hann var einn eftir af þeim mönnum á Siglufirði sem héldu nokkrar kind- ur. Það veitti honum mikla gleði og fullnægju í lífið að hugsa um sitt fé og umstangið við það. Snyrti- mennskan réð þar ríkjum. Haustið var hans árstíð, göngur og réttir voru hans líf og yndi. Áhugamál Hafsteins snerust um náttúruna og eðli hennar. Átti hann t.d. mikið safn af uppstoppuðum fuglum sem hann safnaði í gegnum árin. Kunni hann skil á tegundum og nöfnum íslenskra fugla, hegðun þeirra og háttum. Hafsteinn var heilsteyptur maður sem kom fram eins og hann var klæddur, beinskeyttur og lá ekki á skoðunum sínum um menn og mál- efni. Undir yfirborðinu leyndist til- finningaríkur og ástúðlegur maður. Hann hafði ríka kímnigáfu og glettn- in skein úr augum hans þegar hon- um hafði tekist að koma einhverjum á óvart. Hafsteinn og Helga bjuggu sér og börnum sínum yndislegt heimili á Eyrargötunni á Siglufirði, þar ríkir hin íslenska gestrisni, allir velkomn- ir og alltaf heitt á könnunni. Við áttum því láni að fagna að hitt- ast öll fjölskyldan, sem búsett er hérlendis, sl. vor á heimili þeirra hjóna. Tilefnið var 100 ára afmæli Leifa Hólm. Það var kátt á hjalla, mikið spjall- að og spaugað, sólin skein og logn var á firðinum. Við fórum í göngutúr um bæinn, þar var Hafsteinn á heimavelli og kunni frá mörgu að segja. Í minningunni er Hafsteinn dæmi um hinn íslenska alþýðumann sem unni fjölskyldu sinni, náttúrunni og áhötthögunum og undi glaður við sitt. Við kveðjum þig, bróðir, með þessu fallega ljóði um Siglufjörð. Hér við íshaf byggð var borin bærinn okkar, Siglufjörður, inn í fjöllin skarpt var skorinn skaparans af höndum gjörður. Til að veita skjól frá skaða skipunum frá norðurslóðum, sem að báru guma glaða gull er fundu í hafsins sjóðum. Hér er skjól og hér er ylur hart þó ís að ströndum renni, Þó að hamist hörkubylur hlýju samt hið innra kenni. Fólkið sem að byggir bæinn bestu lofgjörð honum syngur um að bæti öllum haginn eitt, að vera Siglfirðingur. (Bjarki Árnason.) Helgu, Kristínu, Jóni og Hönnu Björgu sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Kristinn Hólm og fjölskyldur. Hafsteinn Hólm Þorleifsson ✝Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRÍÐA FREYMÓÐSDÓTTIR, Andrésbrunni 17, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 1. október. Útför fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 11. október kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Ásdís K. Molvik, Erla Helgadóttir, Tómas Guðmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RÚNAR I. SIGFÚSSON verkfræðingur, Freyjugötu 35, Reykjavík, lést þriðjudaginn 5. október á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 14. október kl. 15.00. Björg Østrup Hauksdóttir, Einar Þorbjörn Rúnarsson, Eva Arnarsdóttir, Marta Margrét Rúnarsdóttir, Daníel Pálmason, Sigrún Birna Rúnarsdóttir, Helena Katrín Einarsdóttir. ✝ Ástkæri eiginmaður, stjúpfaðir, bróðir, mágur og frændi, PÁLL STEFÁNSSON framreiðslumaður, Asparfelli 6, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðjudaginn 5. október. Nataly Stefánsson, Tatiana Helgason, Haukur Helgason, Amalía Stefánsdóttir, Leif Bryde, Guðný Stefánsdóttir, Hafsteinn Stefánsson, Sigrún Óla og frændsystkini. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGÞRÚÐUR G. BLÖNDAL, Sissa, lést þriðjudaginn 5. október á heimili sínu. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 12. október kl. 13.00. Ellert Halldórsson, Sigríður Blöndal, Sverrir Kristinsson, Guðrún B. Blöndal, Ágúst Friðgeirsson, Kristinn V. Blöndal Marlene Chavarria Fritz, Ragnhildur Ellertsdóttir, Hrafnhildur Ellertsdóttir, Alexander Ólafsson, Fanney Ellertsdóttir, Kristinn Guðjónsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, LILJA ÓLAFSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Nausti, Þórshöfn, andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík, þriðjudaginn 5. október. Útförin verður auglýst síðar. Ólafía B. Matthíasdóttir, Þórarinn B. Gunnarsson, Bjarki Friðgeirsson, Matthildur Jóhannsdóttir, Oddný Matthíasdóttir, Ólafur Stefánsson, Steinfríður Alfreðsdóttir, Magnea Stefánsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson, Einar Stefánsson, Guðlaug Ragna Jónsdóttir, Jón Stefánsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, GÍSLI THEODÓR ÆGISSON, Sólhlíð 8, Vestmannaeyjum, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 3. október, verður jarðsunginn frá Landakirkju fimmtudaginn 14. október kl 12:00. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Már Kristjánsson, Unndís Ósk Gunnarsdóttir, Ástþór Ægir Gíslason, Guðmundur Gísli Gíslason, Regina Ovesen, Garðar Smári Gíslason, Jóhann Helgi Gíslason, Þuríður Gísladóttir, systkini og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.