Morgunblaðið - 11.11.2010, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010
Lögreglan hvetur fólk til að láta
vita um grunsamlegar mannaferð-
ir, ekki síst í íbúðahverfum. Inn-
brot á heimili eiga sér oft stað að
degi til og þá geta upplýsingar, t.d.
frá nágrönnum, ráðið miklu. Það
sem fólki kann að finnast lítilfjör-
legt getur einmitt orðið til þess að
upplýsa mál, segir í tilkynningu.
Hér er m.a. átt við lýsingu á mönn-
um og bifreiðum en gott er að
skrifa slíkt hjá sér ef fólk tekur eft-
ir einhverju óvenjulegu í sínu nán-
asta umhverfi. Sama gildir um bíl-
númer en þau geta komið lögreglu
á sporið.
Ef óskað er eftir skjótri aðstoð
lögreglu skal undantekningarlaust
hringja í 112. Ef erindið er af öðr-
um toga, og þolir e.t.v. einhverja
bið, vinsamlegast hafið samband
við þjónustuver lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu í síma 444-1000.
Fólk sé á verði
Í síðustu viku afhenti Sigurður Wí-
um gjafir til Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja að andvirði 2.060.000
krónur. Um er að ræða lyfjadælu
og sprautupumpu sem notaðar eru
til lyfjagjafa, vökvadælu, loftdýnu,
flutningsdýnu, upplýsingaskjá sem
tengist bjöllukerfi og leðursófa í
setustofu starfsfólks. Þetta er ekki
í fyrsta sinn sem Sigurður kemur
færandi hendi því að frá árinu
2007 hefur hann fært Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja gjafir að and-
virði 7.750.000 króna. Í tilkynn-
ingu frá stofnuninni segir að það
sé svo sannarlega ljós í niður-
skurðarmyrkrinu að vita til þess
að enn séu til aðilar sem vilja og
geta lagt sitt af mörkum fyrir
samfélagið og engin spurning sé
um að þessi gjöf muni nýtast vel.
Svona gjafir séu ómetanlegar fyrir
stofnanir sem hafa engin fjárráð
til tækjakaupa.
Afhending Sigurður Wíum og stjórnendur HSS við afhendingu gjafarinnar.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fær
gjafir að andvirði 2.060.000 krónur
Samtök sykursjúkra hafa um ára-
bil haldið hátíðlegan Alþjóðadag
sykursjúkra, hinn 14. nóvember,
en dagurinn var fyrir nokkrum ár-
um viðurkenndur formlega af
Sameinuðu þjóðunum og hefur nú
sömu stöðu og t.d. alnæmisdag-
urinn. Þennan dag eru stórhýsi um
allan heim lýst upp með bláu ljósi,
en blár er litur IDF, Alþjóða-
samtaka sykursjúkra. Merki dags-
ins er blár hringur, sem táknar
einingu allra þjóða í baráttunni við
þann vágest sem aukin tíðni sykur-
sýki er.
Samtök sykursjúkra ætla í ár að
selja barmmerki með bláa hringn-
um og auk þess hálsmen sem Sif
Jakobs skartgripahönnuður hefur
hannað með merkinu. Barmmerk-
in verða seld í öllum apótekum og
kosta 1.000 krónur og hálsmenin,
sem kosta 8.500 krónur verða seld
í völdum verslunum. Salan fer
fram dagana 3.-16. nóvember og
rennur söluandvirðið óskipt til
Samtaka sykursjúkra til eflingar
fræðslu um sjúkdóminn, afleið-
ingar hans og forvarnir gegn hon-
um.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Blátt Höfði upplýstur í tilefni dagsins.
Selja til styrktar
sykursjúklingum
Í dag, fimmtudag kl. 12-13, stendur umhverfisráðuneytið
fyrir opnum fundi í Tjarnarbíói þar sem kynnt verður að-
gerðaáætlun í loftslagsmálum. Áætlunin er hugsuð sem
tæki sem stjórnvöld geta notað til að draga úr nettólosun
gróðurhúsalofttegunda á Íslandi í því skyni að standa við
stefnu stjórnvalda og skuldbindingar í loftslagsmálum. Í
áætluninni eru tíu lykilaðgerðir settar fram til að ná allt
að 30% samdrætti í losun fyrir árið 2020.
Á fundinum mun Halldór Björnsson verkefnisstjóri
loftslagsrannsókna á Veðurstofu Íslands fjalla um stöðu
mála í loftslagsrannsóknum, Ellý Katrín Guðmundsdóttir
sviðsstjóri umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur
fjallar um loftslagsmál í sveitarfélögum, Hugi Ólafsson skrifstofustjóri í um-
hverfisráðuneytinu fjallar um aðgerðir í loftslagsmálum og fulltrúi fjár-
málaráðuneytisins fjallar um breytingar á sköttum á bíla og eldsneyti. Þá
mun Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flytja ávarp.
Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum
Svandís
Svavarsdóttir
Félag viðskiptafræðinga og hag-
fræðinga stendur fyrir hádegis-
verðarfundi um peningamálastefnu
og gjaldeyrishöft í Víkingasal Hót-
els Loftleiða í dag fimmtudag kl.
12.
Aðalræðumenn fundarins eru
Már Guðmundsson, seðlabanka-
stjóri og Illugi Gunnarsson, alþing-
ismaður.
Að framsögum loknum munu
þeir Már og Illugi sitja fyrir svörum
í pallborði ásamt Steingrími J. Sig-
fússyni, fjármálaráðherra, Kristínu
Pétursdóttur, forstjóra Auðar
Capital, Gísla Haukssyni, fram-
kvæmdastjóra GAMMA og Ragnari
Árnasyni, prófessor við hagfræði-
deild Háskóla Íslands.
Ræða peningamál
STUTT
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Undirskriftum er nú safnað hér og
þar í bænum þar sem boðuðum nið-
urskurði til öldrunarmála er mót-
mælt. Verði niðurskurðurinn í fjár-
lagafrumvarpinu að veruleika
fækkar hjúkrunarrýmum um sjö frá
og með áramótum á Akureyri en á
þessu ári fækkaði þeim um þrjú.
Átján eru á biðlista eftir hjúkr-
unarrými á Öldrunarheimilum Ak-
ureyrar. Verði af niðurskurðinum
þykir ljóst að loka verði einni deild.
Það eru fulltrúar starfsmanna, að-
standenda, Félags eldri borgara og
stéttarfélaga sem hrundu söfnuninni
af stað. Undirskriftir verði afhentar
bæjarstjóra fljótlega eftir helgi.
Það eru engar ýkjur að stuðn-
ingsmenn Akureyrarliðsins í hand-
bolta fylgjast grannt með sínum
mönnum. Bekkurinn er jafnan þétt
setinn á heimaleikjunum og hvorki
fleiri né færri en rúmlega 2.000
manns að meðaltali hafa fylgst með
beinum textalýsingum á heimasíð-
unni það sem af er vetri.
Á heimasíðu Akureyrar – hand-
bolta kemur fram að frá upphafi hafi
verið teljari á lýsingasíðunni, og að
flestir hafi notfært sér þjónustuna
þegar Akureyri mætti Haukum
syðra í síðustu umferð N1-
deildarinnar í vor; sæti í úr-
slitakeppninni var í húfi og 5.737
fylgdust með lýsingunni!
Það eru greinilega ekki bara
norðanmenn sem nýta sér þjón-
ustuna á vefsíðu Akureyrarliðsins
því fjöldi fólks fylgist einnig með
heimaleikjunum, örugglega flestir
stuðningsmenn gestaliðsins.
Vert er að geta þess að 1. mars
2009 léku HK og Akureyri bikarúr-
slitaleik í 2. aldursflokki, leiknum
var lýst á síðunni og alls fylgdust
1.729 með þeirri útsendingu.
Brúðu sem notuð er í áhættu-
atriði í sjónvarpsþáttunum Tíma
nornarinnar var stolið úr bíl í miðbæ
Akureyri á dögunum. Góðglaðir
nátthrafnar eru sagðir hafa fengið
brúðuna lánaða en henni var síðar
skilað á lögreglustöðina. Verið er að
taka upp þætti eftir þessari fínu bók
Árna Þórarinssonar.
Skíðagöngubrautin í Hlíðar-
fjalli hefur verið opin í nokkra daga
og skíðamenn bíða spenntir eftir því
að brekkurnar verði tilbúnar. Fjallið
er hvítt en líklega ekki alveg nógu
mikill snjór. Kannski best að nota
Reykjavíkuraðferðina; stinga upp á
að svæðinu verði lokað og þá fer að
snjóa.
Aflið, samtök gegn kynferðis- og
heimilisofbeldi, hefur gert sam-
starfssamning til fjögurra ára við
Akureyrarbæ. Bæjarfélagið styrkir
samtökin um 1.230.000 krónur á ári
á samningstímanum en því miður er
mikil þörf fyrir starfsemina – og fer
vaxandi að sögn forráðamanna.
Árið 2009 leituðu 94% fleiri til
Aflsins en árið á undan, aukningin í
fyrra var 14% og ljóst að enn fleiri
leita til samtakanna á þessu ári.
Fólk hefur fyrst og fremst leitað
til Aflsins vegna kynferðisofbeldis,
að sögn formannsins, Sæunnar Guð-
mundsdóttur „en það breyttist eftir
hrunið. Þá fjölgaði þeim sem leituðu
til okkar vegna heimilisofbeldis mik-
ið,“ sagði Sæunn í gær.
Boðið verður upp á djass á
Græna hattinum í kvöld þegar ASA
tríóið treður upp og annað kvöld fara
félagarnir í Dúndurfréttum yfir
klassísku rokksöguna; flytja tónlist
Led Zeppelin, Deep Purple, Pink
Floyd, Uriah Heap og fleiri.
Barði Jóhannsson og hljómsveit
hans Bang Gang halda svo tónleika á
Græna hattinum á laugardags-
kvöldið og telst það sannarlega til
tíðinda. Hann hefur unnið mikið í
Frakklandi undanfarið en tilefni
tónleikanna nú er nýútkomin safn-
plata með vinsælustu lögum Bang
Gang.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Aflið Sæunn Guðmundsdóttir formaður Aflsins og Eiríkur Björn Björg-
vinsson bæjarstjóri á Akureyri við undirritun samstarfssamnings í gær.
Mikill áhugi á handbolta og
illu heilli mikil þörf fyrir Aflið
Grafalvarlegt og galsafengið nýtt smásagnasafn
eftir Óskar Magnússon
Lífskokteill á bók
„Það er einfaldleikinn og
tilgerðarleysið sem er aðall frá-
sagnanna. Skemmtileg bók.“
Einar Kárason