Morgunblaðið - 11.11.2010, Page 20

Morgunblaðið - 11.11.2010, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ UmræðurumBanka- sýsluna og Vestia- málið sem fram fóru utan dag- skrár á Alþingi í fyrradag sýndu vel hve ein- angruð ríkisstjórnin er að verða í afneitun sinni og veru- leikafirringu. Þingmenn allra flokka, þar með talið flokks fjármálaráðherra, tóku til máls og gagnrýndu harkalega hvernig staðið hefur verið að söluferli á nokkrum fyrir- tækjum frá eignarhaldsfélagi Landsbankans, Vestia, til fé- lags í eigu lífeyrissjóða. Meðal þess sem sætti gagn- rýni var að ákvæðum laga um Bankasýsluna, þar sem fjallað er um gegnsæi í allri ákvarð- anatöku, hefði ekki verið fylgt. Ennfremur að verklags- reglur hefðu verið brotnar, enda var það augljóst. Einn stjórnarþingmaður taldi margar spurningar vakna um framkvæmd sölunnar og ann- ar stjórnarþingmaður fullyrti að allir sem að málinu hefðu komið hefðu brugðist. Gagnrýnin beindist ekki að- eins að því að ferlið hefði ekki verið gegnsætt. Þingmenn töldu einnig að samkeppni á markaði gæti stafað hætta af þeim aðferðum sem beitt væri. Þeir höfðu áhyggj- ur af því að stór- skuldugt fyrirtæki sem fengi óeðli- lega fyrirgreiðslu hjá banka sem ætti hlut í því, beint eða óbeint, kynni að skaða önnur fyrirtæki á sama markaði sem ella hefðu átt sér rekstrargrundvöll. Þetta eru áhyggjur sem margir hafa af íslensku atvinnulífi í dag og eiga fyllilega rétt á sér. Fjármálaráðherra sýndi þeirri gagnrýni sem fram kom engan skilning og viðurkenndi ekki að neitt hefði verið gagn- rýnivert við söluferlið. Frágangur viðskiptanna hefur dregist, en honum átti að ljúka í byrjun síðasta mán- aðar. Fjármálaráðherra var bent á að vegna þessa gæti hann enn gripið inn í og tryggt að farið yrði að lögum og að sala fyrirtækjanna yrði gegnsæ eins og lofað hefði verið. Svör ráðherra gáfu hins vegar engar vonir um að hann mundi beita sér fyrir eðlilegri málsmeðferð hér eftir frekar en hingað til. Þvert á móti er augljóst af svörunum að rík- isstjórnin styður áframhald- andi pukur og hafnar gegn- sæinu. Ráðherrann var einn um að verja söluna á fyrirtækjum í eigu Vestia} Söluferli gagnrýnt Miklar umræð-ur hafa orð- ið manna á meðal um framgöngu virtustu endur- skoðunarskrif- stofa fyrir fall bankanna og stórra fyrirtækja og hversu skaðlegt margvíslegt sam- krull og gagnrýnisleysi þeirra gagnvart siðlausustu við- skiptajöfrum þess tíma hefur verið. Enda var furðu algengt að þeir sem sinntu hinum nánu samskiptum yrðu síðan ráðnir til viðkomandi fyrir- tækja og yrðu þar helstu pott- ar og pönnur í vafasömum snúningum, sem smám saman hafa opinberast eftir fallið. Á sama tíma er horft til Evrópusambandsins og þess fordæmis sem þar er gefið. En sambandið er orðlagt fyrir fjármálaleg lausatök, ef ekki hreint sukk. Hefur það leitt til þess að 16 ár í röð hafa endur- skoðendur neitað að skrifa undir reikninga þess og hafa vísað til faglegra skyldna sinna og heiðurs. Hefur ESB ekki vílað fyrir sér að reka án haldbærra skýringa suma þessara heiðar- legu endurskoð- enda. Forsprökk- um ESB hafa ekki líkað hreinskiln- islegar ábend- ingar þeirra um vafasama um- gengni um stórkostlega fjár- muni sem sogaðir eru út úr skattgreiðendum aðildarland- anna. Endurskoðendurnir sem neitað hafa að skrifa undir reikninga sambandsins og sagt heiður sinn að veði hafa lýst því að innan þess falli ógrynni fjár „niður í svarthol“ svo ekki náist að rekja með- ferð þess svo vit sé í. Er með miklum ólíkindum að reikn- ingar Evrópusambandsins fá- ist ekki staðfestir af endur- skoðendum þess16 ár í röð og ekki séu gerðar ráðstafanir af því tilefni, aðrar en að reka endurskoðendurna. En spurn- ingin sem snýr inn á við er hvers vegna íslenskir endur- skoðendur gerðu minni kröfur til sjálfra sín á bólutímum en hinir evrópsku starfsbræður sem fórnuðu frekar starfi sínu en láta undan þrýstingi. Sextánda árið í röð neita endurskoð- endur að staðfesta reikninga Evrópu- sambandsins} Enn um endurskoðun Þ jóðin hefur lítinn áhuga á for- ystumönnum sínum í stjórn- málum. Hún viðurkennir reynd- ar með semingi að fjármálaráð- herrann Steingrímur J. Sigurðs- son sé seigur og duglegur, en er ekki mikið að æsa sig yfir honum. Þegar menn nenna að lýsa yfir skoðun sinni á forsætisráðherranum Jóhönnu Sigurðardóttur fær hún harkalegri dóma, en það er alveg samkvæmt venju. Það er nú einu sinni þannig að um leið og kona kemst til áhrifa í íslenskum stjórnmálum þá líður ekki á löngu þar til farið er að hreyta í hana ónotum og hún sögð vera þreytt kerling sem eigi að hafa vit á því að setjast í helgan stein og vera til friðs. Skyndilega er nú meðal vor stjórn- málamaður sem allir vilja hafa skoðun á. Og hvernig á öðruvísi að vera þegar viðkomandi stjórn- málamaður hefur lýst því yfir að hann sé geimvera. Þjóð- in, sem er löngu hætt að hlusta á stjórnmálamenn sína, tók svo sannarlega eftir þessari yfirlýsingu. Og einhverjir héldu ekki vatni af hneykslan. En auðvitað er Jón Gnarr, borgarstjórinn í Reykjavík, öðruvísi en allir aðrir, og ýms- ir munu aldrei skilja hann eða sjá nokkurn tilgang með veru hans í pólitík. Þess vegna er hann geimveran í ís- lenskum stjórnmálum. Jón Gnarr hefur sérstakan stíl. Hann sker sig til dæmis frá íslenskum stjórnmálamönnum að því leyti að hann hlustar á þær spurningar sem fyrir hann eru lagðar. Yfir- leitt svara íslenskir stjórnmálamenn spurningum áður en fréttamaður hefur lokið við að bera þær fram og grípa síðan stöðugt fram í til að koma gagginu í sjálfum sér að. Áberandi er svo að Jón Gnarr virðist oft þurfa að hugsa sig um eftir að hafa verið spurður spurningar. Þetta þykir atvinnu- stjórnmálamönnum náttúrlega forkastanlegt því þeir vita að alvöru stjórnmálamenn eru allt- af með tilbúið svar, alveg sama hver spurn- ingin er. Atvinnustjórnmálamenn þykjast nefnilega hafa vit á öllu. Við sjáum svo hvert þetta mikla vit þeirra hefur leitt þjóðina á síð- ustu árum. Eða voru það ekki atvinnustjórn- málamenn og félagar þeirra sem komu Orku- veitunni á kaldan klaka? Í ákveðnum hópum, sérstaklega í Sjálfstæð- isflokki, er lögð mikil áhersla á að koma inn sektarkennd hjá kjósendum Besta flokksins. Með reglulegu millibili er tilkynnt að þessir kjósendur hafi kosið brandara sem nú sé orðinn fárán- legur, og jafnvel stórhættulegur. Einnig er kvartað undan því að stöðugt sé verið að segja fréttir af Jóni Gnarr, eins og það sé í hæsta máta óeðlilegt að þjóðin hafi áhuga á eins og einu stykki stjórnmálamanni. Þjóðin hefur áhuga á Jóni Gnarr vegna þess að hann er í hæsta máta óvenjulegur. En menn ættu að láta af því að tala eins og hann sé hættulegur. Hvernig getur maður sem viðurkennir að hann hafi ekki vit á öllum hlutum og segist leita ráða hjá sérfræðingum verið hættulegur? Læt- ur hann ekki einmitt stjórnast af skynsemi? Allavega verður ekki séð að borginni sé verr stjórnað nú en fyrir kosningar. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Geimvera stelur senunni STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is F orsvarsmenn Lands- virkjunar boða nýjar áherslur í stefnu fyr- irtækisins, herta mark- aðssókn í leit að við- skiptavinum úti um allan heim og útlitið er bjart ef framtíðarspár ræt- ast. Gert er ráð fyrir verulegum hækkunum á raforkuverði í heim- inum á komandi árum. Á haustfundi Landsvirkjunar í gær setti Hörður Arnarson forstjóri fram þá spá að á næstu 20 árum gæti raforkusala Landsvirkjunar tvöfald- ast og á sama tíma mætti gera ráð fyrir að tekjur af orkusölu fimmföld- uðust. Þróist raforkuverð eins og spáð er mætti ætla að árið 2030 væri arð- greiðslugeta Landsvirkjunar, það er að segja handbært fé frá rekstri og skattgreiðslur, jafnvirði 1.300 millj- óna bandaríkjadala (145 milljarðar kr). Hér er um miklar fjárhæðir að ræða fyrir eigandann, ríkið, og um- talsvert hærri en nemur tekjum af öllum tekjuskatti eða virðisauka- skatti ríkisins í ár. 10 þúsund gagnaver Endurnýjun raforkusamninga er handan við hornið og ýmis tæki- færi blasa við á komandi árum. Fyr- irséð er að í Evrópu þarf að endur- nýja um helming allra orkuvinnslu- stöðva á næstu 20 árum. Fram kom í máli Magnúsar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunar, að ná þyrfti til stórs en afmarkaðs hóps. Nefndi hann sem dæmi að um 10.000 gagnaver væru starfandi í heiminum sem fæst vissu af Íslandi. Ef Lands- virkjun tækist að tengja raforkuverð til iðnaðar hérlendis við verðþróun í Evrópu á komandi árum, myndi arð- semi fyrirtækisins aukast verulega. Skuldbinda sig aðeins vegna orku sem fundist hefur Framkvæmdir munu fá minna vægi í starfseminni Landsvirkjunar, en næsta virkjanauppbygging verð- ur á Norðausturlandi. Ætla má að árangurinn þar verði prófsteinn á þessar nýju áherslur Landsvirkj- unar á hærra meðalverð fyrir raf- orkuna og aukna arðsemi. Há- hitasvæðin lofa mjög góðu að mati Landsvirkjunar en fyrirtækið legg- ur áherslu á varfærna uppbyggingu og að æskilegast sé að byggja jarð- varmavirkjanirnar upp í þrepum. „En það er mjög mikilvægt að kaupendur sem við vinnum með séu tilbúnir að vinna í takt við uppbygg- inguna á svæðinu. Landsvirkjun mun ekki skuldbinda sig um afhend- ingu á orku frá svæðinu nema fyrir þeirri orku sem búið er að finna.“ segir hann. Útilokað er talið að Lands- virkjun geti miðað við þá nýting- arkosti sem þekktir eru á háhita- svæðunum, uppfyllt raforkuþörf 346 þúsund tonna álvers eins og Alcoa hefur áformað að reisa á Bakka. Orkuvinnsla í Kröflu, á Þeistareykj- um og í Bjarnaflagi er hins vegar möguleg í skrefum, 45-50 MW í hverju skrefi, fyrir 250 þúsund tonna álver. „Þá erum við að tala um að á þriggja ára fresti komi ný túrbína inn á hvert svæði. Þetta gerir að verkum að uppbyggingin á svæðinu tekur sjö til átta ár að því gefnu að við höfum alltaf viðskiptavini,“ segir Hörður. Ef finna eigi orku sem full- nægi þörfum stærra iðjuvers þurfi kaupandi orkunnar að taka áhætt- una af því með Landsvirkjun. Hraðari uppbygging M eg aw öt t M eg aw öt t 700 600 500 400 300 200 100 0 346.000 t álver 250.000 t álver Afl í núverandi rannsóknarholum 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 20 17 20 18 20 19 20 20 20 21 20 22 20 23 700 600 500 400 300 200 100 0 346.000 t álver 250.000 t álver Afl í núverandi rannsóknarholum 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 20 17 20 18 20 19 20 20 20 21 20 22 20 23 K 1&2 B1 Þ 1 K 3 B 2 Þ 2 K 4 Þ 3 K 5 K 1&2 B 1&2 Þ 1&2 K 3 Þ 3 K 4 Þ 4 K 5 Varfærin uppbygging Geta lokið uppbygg- ingunni á 7 til 8 árum Verðið fylgi heimsþróun » Landsvirkjun er í dag með um 75% markaðhlutdeild á ís- lenska raforkumarkaðinum. » Fyrirtækið hefur fjárfest fyrir 2,8 milljarða bandaríkja- dala síðustu 10 ár. » Landsvirkjun stefnir að því að raforkuverð til álvera fylgi heimsþróun á verði til ál- vera. Árið 2010 eru tekjur Landsvirkjunar af álverum áætlaðar um 210 milljónir doll- ara. » Á ársfundi Landsvirkjunar í vor var sett fram sú sýn að ár- ið 2020 hefði fyrirtækið náð til 10 til 20 nýrra viðskiptavina frá iðngreinum sem greddu um 50% hærra verð en áliðnaður- inn. » Landsvirkjun er til muna skuldsettari en erlend orkufyr- irtæki og með lakari lánshæfis- einkunn en meðalaldur mann- virkja hjá Landsvirkjun er lægri. Í skrefum Áætluð uppbygging orkuvera í Þingeyjarsýslum. Bókstafir í hverju þrepi standa fyrir háhitasvæðin Þeistareyki, Kröflu og Bjarnarflag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.