Morgunblaðið - 11.11.2010, Side 25

Morgunblaðið - 11.11.2010, Side 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 ✝ Sigurður Magn-ús Jónsson, við- skiptafræðingur og framkvæmdastjóri, fæddist í Reykjavík 18. mars 1957. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 1. nóv- ember sl. Foreldrar Sig- urðar eru Jón Krist- ófer Sveinsson, fyrr- verandi fram- kvæmdastjóri, f. 22.1. 1929 í Reykja- vík og Sigurlaug Kristjánsdóttir, f. 28.9. 1930 í Stykkishólmi, d. 8.6. 2006 á vist- heimilinu Holtsbúð í Garðabæ. Systkini Sigurðar eru 1) Krist- ján Þ. Jónsson, f. 29.5. 1948, maki Sveinbjörg Guðmarsdóttir, f. 15.9. 1951. Börn þeirra eru Rakel Linda, f. 29.7. 1969, og Sigurlaug, f. 15.7. 1974. Fyrir átti Kristján synina Sigurð Þ., f. 22.10. 1967, og Birgi Æ., f. 14.2. 1968. 2) Inga Sveinbjörg Jóns- dóttir, f. 15.8. 1953, ógift og barnlaus. 3) Jóna Fríður Jóns- dóttir, f. 4.8. 1955, maki Þor- bæjar (Vörðuskóla), þaðan sem hann tók landspróf. Sigurður stundaði síðan nám við Versl- unarskóla Íslands og útskrif- aðist þaðan sem stúdent árið 1976. Að námi loknu starfaði Sigurður á verkstæði Jóns Sveinssonar & Co. fram til árs- ins 1990 þegar það fyrirtæki hætti rekstri. Fór hann þá út í sjálfstæðan atvinnurekstur við þakviðgerðir, en hann starfaði í umboði bandaríska fyrirtæk- isins SWEPCO (Southwestern Petroleum Corporation) og flutti inn málningar- og þakvið- gerðarvörur frá þeim. Um alda- mótin skráði Sigurður sig á við- skiptafræðiskor Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með BS próf í viðskiptafræði vorið 2003. Að háskólanámi loknu rak Sig- urður bókhaldsþjónustu undir nafninu SMCO – reikningshald og ráðgjöf, allt þar til hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 1. nóvember sl. Í frítíma sínum lagði Sigurður einkum stund á veiðiskap, bæði silungsveiði og skotveiði og var írski setter- hundurinn Pjakkur (1991-2010) iðulega með í för. Þess utan hafði hann ánægju af lestri góðra bóka. Útför Sigurðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 11. nóv- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. steinn Ingi Jóns- son, f. 31.1. 1955. Barn þeirra er Lísa Björk, f. 13.7. 1987. 4) Svala Rún Jóns- dóttir, f. 22.4. 1959, maki Guð- mundur Óli Reyn- isson, f. 17.7. 1954. Börn þeirra eru Gunnar Ingi, f. 14.4. 1984, Heiða Rut, f. 28.10. 1987, og Ólöf Rún, f. 31.3. 1992. Fyrir átti Guðmundur dótturina Margréti Erlu, f. 22.11. 1979. Sigurður kvæntist aldrei, en þann 27. maí 1980 eignaðist hann soninn Jón Þorstein með þáverandi sambýliskonu sinni, Kristínu Þorsteinsdóttur, f. 6.1. 1956. Þau slitu samvistum 1984. Sigurður ólst upp að Lauga- vegi 105 í húsi sem Sveinn Eg- ilsson afi hans byggði undir fyrirtækjarekstur sinn. Hann gekk í Barnaskóla Austurbæjar og svo Gagnfræðaskóla Austur- Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem) Pabbi minn, nú þegar kallið er komið og þú hefur kvatt, sit ég eftir og hinkra við. Eftir langa en samt alltof, alltof stutta vegferð með þér í gegnum lífið sit ég og vermi mig gegn kulda sorgarinn- ar með hlýjum minningum þeirra stunda sem við áttum saman. Þessar minningar ná allt frá fyrstu teinunum í járnbrautinni sem við lögðum saman á Bald- ursgötunni út í það að sitja með þér á brottfararpallinum, dott- andi eftir amstur dagsins heima í Tjaldanesi, laugardaginn rétt fyr- ir brottför þína úr þessu lífi. Veiðiferðirnar, göngutúrarnir með Pjakk, samtölin við þig í kjallaranum um heimsins sögu, pólitík, tjaldferðirnar og allt það sem við gerðum saman er eitt- hvað sem ég mun geyma hjá mér um ókomna tíð. Lífsgildin þín voru oft erfið úrvinnslu og stund- um þurfti ég góðan tíma til þess að átta mig á þeim og sumum er ég ekki enn búinn að vinna úr. Mikilvægast er þó að fortíðin er að baki og framtíðin framundan, og þökk sér þér, hef ég verkfæri fortíðar í höndunum til að smíða mér framtíð í þeirri nútíð sem ég ferðast í eftir járnbrautarteinum sem þú hjálpaðir mér að leggja. Við ætluðum að hittast á mánu- deginum í síðustu viku og fara yf- ir málin. „Komdu bara á morgun Nonni minn og við klárum þetta,“ voru þín síðustu orð til mín. Að klára þetta, það er nákvæmlega það sem ég ætla mér að gera, nema hvað að ég fæ ekki að hafa þig með mér í þeirri vegferð sem eftir er og mun ég sakna þess mjög um ókomna tíð. Hafðu mikla þökk fyrir allt og allt og meira til, farðu í friði. Þinn sonur, Jón Þorsteinn Sigurðsson (Nonni). Elsku Siggi minn. Það voru erf- ið spor að kveðja þig langt fyrir aldur fram aðeins 53 ára. Aldrei hefði ég trúað að þú yrðir næstur í röðinni og aldrei er maður búinn undir svona áföll. Þú í blóma lífs- ins, hraustur og hress að sjá, skul- ir vera farinn. Guð minn, ó, græddu mín geigvænu sár, huggaðu hjartað hrellt, heftu mín tár. Hjá þér ég huggun finn, himneski faðir minn, þar mýkist sérhvert sinn söknuðurinn. (Guðrún Jóhannsdóttir) Minningar um liðna tíð og góðar stundir liðinna ára streyma um hugann. Mikið þótti mér gott að hafa hitt þig í vikunni áður, er við systkinin hittumst og ræddum málin eins og í gamla daga og góð- látlegir brandarar fuku okkar á milli. Þar sem aðeins tvö ár voru á milli okkar þá vorum við mikið saman sem börn í skóla og leik, og ófáar minningar á ég þar sem við lékum okkur að rannsóknardótinu sem þú fékkst ein jólin að gjöf við að rannsaka flugur, ryk og margt fleira með smásjánni þinni. Eða þegar við vorum að byggja okkur kofa með spýtunum sem voru úti á löggustöð þegar verið var að byggja hana við Hverfisgötuna. Ég man líka eftir því þegar við fengum bæði hlaupabólu samtímis og lágum heima veik klórandi okkur til skiptis og mamma að stjana við okkur. Svo loksins gát- um við farið í skólann, fyrst ég í einn dag og svo þú, en nei þá vor- um við aftur orðin veik og þá með skarlatssótt. Mikið vorkenndi ég mömmu eftir á að lenda í þessu og hvað hún með sína ómældu þol- inmæði hjúkraði okkur, en við styttum okkur stundir með því að metast um hvor okkar gæti tekið stærri klessur af skinni þegar við byrjuðum að flagna. Ég man líka þegar mamma varð veik og fór á spítala, en við fórum saman í sveitina með Jónu systir að Ökr- um. Hvað okkur fannst gaman að vera þar og hvað okkur þótti gott að vera saman þar. Þú varst mikill snyrtipinni og hafðir allt í röð og reglu í kring um þig svo af bar. Sjaldan hefur maður séð reglusamara heimili þar sem aðeins karlmaður býr þar sem allt er þrifið, hreint og þveg- ið. Já, svona varstu og við gátum ekki annað en brosað þegar við litum yfir íbúðina þína og sáum alls ekkert drasl. Þetta átti svo sem ekki að koma okkur á óvart, því oft hafðir þú kallað okkur til þín þar sem þú varst búinn að setja á blað plan með öllum út- reikningum og jafnvel teikningu svo það færi ekki á milli mála hvað þú meintir. Það voru engir lausir endar hjá þér sem þú hafðir ekki farið yfir og klárað. Vertu sæll, Siggi minn, þakka þér fyrir liðna tíð og guð geymi þig. Ég kveð þig, hugann heillar minn- ing blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Nonni minn, sendi þér mínar innilegustu samúðarkveðjur og megi guð styrkja þig á þessum erfiðu tímum. Þín systir, Svala Rún. „Dáinn, horfinn“. Hvílíkt orð mig dynur yfir. Okkur setti hljóða í Höndinni þegar frétt um sviplegt andlát Sigurðar barst okkur til eyrna mánudaginn 1. nóvember sl. Ég ætla ekki að rekja æviferil hans heldur einungis að þakka honum fyrir innilegt og gott sam- starf og vináttu er við áttum sam- an gegnum hans starf sem endur- skoðandi og ráðgjafi Handarinnar. Sigurður var glæsimenni á velli, einstakt ljúfmenni, hjálpsamur og greiðvikinn. Hann var einn þeirra mörgu manna sem vinna störf sín í kyrrþey, sem sjaldan er getið en allir njóta ávaxtanna af verkum þeirra er til þekkja. Sigurður var sannur íhaldsmað- ur af gamla skólanum er vildi hafa alla hluti í röð og reglu og í föst- um skorðum, er svo gjörla kom fram í störfum hans sem við- skiptafræðings. Hann var velvirk- ur, sanngjarn og glöggur á tölur. Eins var hann spaugsamur í meira lagi og mörg gamansagan sögð um menn og málefni er kom manni til að skella upp úr. Sigurður var bjartur yfirlitum, sviphreinn og drengur góður í hví- vetna og laus við allt fals og und- irferli. Það var huggun harmi gegn að við gátum notið samvista í síðustu viku októbermánaðar. – Umræðuefnið, heimspeki, stjórn- mál, já, mannlífið í heild sinni. Við ræddum um giftu og gæfuleysi, gleði, sorg, lífið og dauðann. – Þetta voru yndislegar stundir sem saman voru hnýttir og stilltir strengir á vegi lífsgöngunnar. En nú er ganga þín á þessari jörð á enda runnin og þú heldur yfir móðuna miklu á vit feðra þinna. Dauðinn er blanda tíma og eilífðar. Þegar góður maður deyr eygjum við eilífðina gegnum tímann. (Goethe) Ég undirritaður og Höndin sendum syni hans, Jóni Þorsteini, föður, systkinum og öðrum ástvin- um okkar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þín, Sigurður minn. Þú átt góða heimkomu vísa. Eyjólfur Magnússon Scheving. Sigurður Magnús Jónsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÁRNI VILHJÁLMSSON bifreiðastjóri, Hólmavík, sem lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 5. nóvember, verður jarðsunginn frá Hólmavíkur- kirkju laugardaginn 13. nóvember kl. 13.00. Aðalheiður Ragnarsdóttir, Elsa Björk Sigurðardóttir, Ólafur Björn Halldórsson, Bryndís Sigurðardóttir, Ingvar Þór Pétursson, Jón Vilhjálmur Sigurðsson, Júlíana Ágústsdóttir, Hrefna Sigurðardóttir, Ásgeir Andri Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur frændi okkar og vinur, EYJÓLFUR INGI EIDE EYJÓLFSSON, Ásgarði, Fáskrúðsfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað mánudaginn 8. nóvember. Útför hans fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 13. nóvember kl. 13.00. Ingimar Guðjón Harðarson, Alberta, Ingþór, Sigrún, Egill, Helgi og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, SVEININNA ÁSTA BJARKADÓTTIR, sem lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja föstudaginn 22. október, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 13. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Hjálmar Guðmundsson, Hafsteinn Hjálmarsson, Reynir Hjálmarsson, María Ásgeirsdóttir, Bjarki Hjálmarsson, Birna Björnsdóttir, barnabörn, tengdamóðir og systkini hinnar látnu. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR GUNNLAUGSSON, Ölveri 41, Akranesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu aðfaranótt föstudagsins 5. nóvember. Útför hans fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 12. nóvember kl. 13.00. Jónína Björg Hilmarsdóttir, Hilmar Þór Harðarson, Hulda Heiðrún Óladóttir, Brynhildur Ásta Harðardóttir, Ólafur Brjánn Ketilsson, Elín Rut Harðardóttir, Katla Mist og Ottó Loki. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HEKLA ÁRNADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 12. nóvember kl. 13.00. Geir Guðmundsson, Margrét Geirsdóttir, Gestur Jónsson, Árni Jón Geirsson, Sigríður Þ. Valtýsdóttir, Guðrún Geirsdóttir, Jón Friðrik Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.