Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 Elsku Stína amma mín, þakka þér fyrir góðu stundirnar sem við áttum saman. Í Mosgerði var gott að koma og alltaf nóg af nýbökuðu bakkelsi og hver man ekki eftir köldu mjólkinni til að skola því niður. Meira að segja Kubbur var sólginn í hana en hann vildi ekki sjá mjólk annars staðar. Þegar ég var yngri fórstu með mér í sund og kenndir mér hin ýmsu spil og að leggja kapal. Alltaf varstu kát og stutt í hlátur hjá þér og sagðir gjarnan „æ ég er svo aldeilis hlessa“ eftir að hafa sagt eitthvað fyndið og hlóst ógurlega. Það sem stundum vall ekki upp úr þér, það er ekki einu sinni hægt að hafa það eftir þér hér. Það var merkilegt hvað þú varst alltaf með puttana á púlsinum hvað var að gerast í sam- félaginu og vissir nákvæmlega hver var að skjóta sér upp með hverjum eins og þú orðaðir það. Samt sem áður varst þú dæmigerð amma, alltaf að prjóna, baka og elda en umfram allt hlý, góð og gjöful amma. Þín verður sárt saknað og megi guð geyma þig. Þín Arndís Birta. Elsku amma mín. Mig langar að þakka þér fyrir samveruna. Ég hef lært mikið af þér í gegnum árin, prjónaskapinn, eldamennskuna, kleinubaksturinn og svo mætti lengi telja. Þú hefur alltaf hugsað vel um okkur fjöl- Kristín Þórhildur Guðbrandsdóttir ✝ Kristín Þórhildurfæddist í Lækj- arskógi, Laxárdal í Dalasýslu 15. maí 1922. Hún lést á Landakotsspítala 30. október sl. Útför Kristínar fór fram frá Bústaða- kirkju 8. nóvember 2010. skylduna þína. Mikill kvenskörungur sem þú varst alltaf létt í lund og með fallegt hjartalag. Þessi týp- íska amma sem prjónar og prjónar. Þú lumaðir alltaf á einhverju góðgæti, líka mikilli visku sem þú varst dugleg að koma áfram til af- komenda. Þú varst mikið stolt af okkur barnabörnunum þín- um og afkomendum, hvað við værum orðin mörg og enn væri að bætast við. Alltaf varstu samt nægjusöm við sjálfa þig en sást alltaf til þess að þegar hvert og eitt barnabarna þinna fór að búa þá gafstu þeim pening upp í ísskáp, til þess að halda mjólkinni kaldri. Það var annað en ísskápurinn þinn sem þraukar enn þó að dósir haldi uppi hillunum. En hjá þér var mjólkin alltaf köldust. Ég á margar fallegar minningar úr Mosgerðinu, t.d. alltaf góði hryggurinn í hádeginu á sunnudög- um þegar stórfjölskyldan var sam- an komin. Við fengum líka að búa til karla og kerlingar úr kleinudeig- inu þegar þú varst að baka, það var æði. Svo er ég enn að hugsa um hvað þú varst dugleg að druslast með okkar frænkurnar í strætó með þér í vinnuna í gamla daga og út um allar trissur þegar við vorum litlar. En þannig ferðaðist þú alla þína tíð í strætó og kvartaðir aldrei. Þú varst mikil spilakona og man ég alltaf hvað það var gaman að spila með þér. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir okkur börnin. Aldrei að reka á eftir neinum. Þú vissir alltaf allt um alla, alveg til síðasta dags varst þú á fullu að fylgjast með öllu. Mér þótti bara vænt um að fá að hugsa aðeins um þig á efri árum. Það var allaf gott að koma í Mosgerði. Allar helgar voru bakaðar keinur, hveiti- kökur, jólakökur og ef maður átti leið hjá fékk maður alltaf að taka með sér poka af kleinum í nesti. Já, og svo má ekki gleyma þegar við tókum saman slátur og gerðum fiskibollur. Þú hefur kennt mér svo margt sem ég mun varðveita. Þú lagðir mikið upp úr því að kenna okkur börnunum bænirnar. Maður getur alltaf leitað sér hugg- unar í bæninni varst þú vön að segja. Þú hefur ávallt verið heilsu- hraust þannig að það var því svolít- ið erfitt að fylgjast með þér síðustu dagana en nú er hvíldin komin. Veit ég að það hefur verið tekið vel á móti þér og nú fá allir englar klein- ur og hveitikökur. Guð blessi þig, elsku amma mín. Þín verður sárt saknað. Jói og Inga Lind biðja að heilsa. Í lokin er hér ein af bænunum sem þú kenndir mér Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína eg glaður kyssi. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson.) Þín Sigrún Kristín. Elsku amma mín, þá er þinni lífs- göngu lokið. Þú ert lögð af stað í ferðina miklu umvafin englum og með roða í kinnum. Tilhugsunin að ég eigi ekki eftir að sjá þig koma í Vesturbergið til mömmu og pabba er óbærileg. Ask- vaðandi úr strætó. Hreyfingin að rölta í strætó sagðir þú að héldi þér gangandi. Ég er sko viss um það er satt hjá þér. Duglegri konu er vart hægt að finna. Amma mín var sannkölluð hetja með fimm börn á framfæri, dagmamma og að skúra í Breiða- gerðisskóla. Eflaust nýbúin að baka kleinur og hveitikökur eins og henni einni var lagið. Einnig er ég viss um að hún hafi verið með lopa á prjónunum sem seinna meir átti eftir að vera hin fínasta lopapeysa. Yndislegt var að koma til ömmu í Mosgerðið. Amma við eldavélina að malla eitthvað gott eða að baka. Já hún amma bakaði heimsins bestu kleinur og hveitikökur. Þeir sem ekki fengu að smakka misstu af miklu. Hvaða amma sem er komin hátt á níræðisaldur er áskrifandi að Séð og heyrt og finnst KFC einn besti matur sem hún fær? Gleymi því aldrei þegar Didda vinkona hringdi í mig fyrir ekki svo löngu og var að athuga hvar ég væri. Ég sagðist vera með ömmu minni á KFC. Já, hún amma var engri lík. Elsku amma mín, ég kveð þig nú í hinsta sinn með miklum söknuði. Þú ert klárlega með „teeeesjú“ í annarri og „pessí“ í hinni og hefur það gott á betri stað. Hér kemur smáljóð um þig sem ég bjó til: Amma mín svona sæt og fín hún er sko engri lík hún er nú komin á betri stað Vonandi á ég eftir að hitta hana þar. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Þín Ólafía. Elsku langamma mín, þú sem ert á himni, ég hef aldrei átt betri lang- ömmu en þig þannig að mér finnst að þú hefðir ekki átt að deyja. Það sem við höfðum margt að gera og hvað þú ert mér dýrmæt og hvað þú hefur gefið mér, ég man líka eftir öllum stundunum sem við höfum átt saman. Eins og við spiluðum saman, þú kenndir mér bænir og þú fórst með mig í strætó oft þegar ég kom til þín þegar ég var lítil elsku langamma mín. Þú varst spræk þegar þú varst hér hjá okkur en núna er þessu víst lokið, ég tárast oft á kvöldin þegar ég sakna þín og þá kveiki ég á englinum mínum fyr- ir þig elsku langamma mín. Þú varst mín besta langamma og þú ert það verðmætasta í hjarta mínu. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Þín Karen Ösp. Elsku Kristín mín, þá er komið að kveðjustund sem er erfið en minningarnar um allar samveru- stundirnar með þér ylja manni um hjartarætur. Mig langar að þakka þér kærlega fyrir allar samveru- stundirnar í gegnum árin, þær voru mér ómetanlegar. Tíminn sem við Ágústa bjuggum í Mosgerðinu hjá þér er tímabil sem ég mun alltaf muna sérstaklega vel eftir. Fljót- lega eftir að við vorum flutt á efri hæðina kallaðir þú á mig og sagðir: „Guðni minn þetta er ekkert mál, ég skal sjá um þetta,“ og þegar ég hugsa til þessa samtals verður mér hugsað til þín með sárum söknuði. Þú hefur og munt eiga stað í hjarta mínu og ég segi enn og aftur við þig: Ef sjónvarpið klikkar hjá þér, ekki hika við að bjalla í mig, ég kem um hæl og kíki á það. Elsku Kristín mín, megirðu hvíla í friði. Guðni Þórarinsson. Föðursystir okkar, Kristín Þór- hildur Guðbrandsdóttir, Stína í Mosgerðinu, er látin. Við vissum að hverju stefndi þannig að það kom okkur ekki á óvart þegar móðir okkar lét okkur vita af andláti hennar. Þær fréttir fylltu okkur söknuði eftir góðri frænku sem ávallt lét sér annt um okkur og vel- ferð okkar. Á sama tíma erum við þakklát fyrir að hún gat búið heima svo að segja til síðasta dags. Stína átti fallegt heimili í Mos- gerði þar sem hún bjó með börn- unum sínum fimm en ein eftir að þau fluttu að heiman. Heimili Stínu var einn af föstu punktunum í til- verunni og Stínu fylgdi öryggi og festa. Þó að nánast allir aðrir, sem við þekkjum, hafi einhvern tímann skipt um heimilisfang var Stína ávallt í Mosgerðinu og þangað leit- ar hugurinn núna. Einhverjar elstu minningar okkar systkinanna frá því við vorum börn eru frá heim- sóknum í Mosgerðið. Í fyrstu fórum við alltaf gangandi drjúga leið með pabba í fararbroddi, ýtandi á undan sér barnavagni eða kerru, yfir óbyggt svæði þar sem nú eru Fenin og Skeifan og enduðum á að puða upp Réttarholtið. Alltaf var ferðin þess virði því ávallt var spennandi að koma til Stínu. Hjá henni fengum við iðu- lega pepsi-flösku og gjarnan var gert gat á tappann og rör sett í. Á þeim árum fengum við ekki gos- drykki nema á jólunum og í Mos- gerðinu. Í veiðiferðir var ómissandi að vera með maðk úr garðinum hennar Stínu og minnumst við margra kvöldstunda þegar við pjökkuðumst með pabba í garðin- um í Mosgerðinu því hvergi er betra að tína ánamaðka en þar. Að lokinni maðkatínslu settumst við inn til Stínu sem bauð gjarnan upp á kleinur eða pönnukökur. Eftir því sem árin liðu breyttust áherslurnar, aðdráttarafl pepsi- flöskunnar þvarr en Stína frænka hélt sínum sessi. Til síðasta dags var ævinlega notalegt að hitta Stínu og spjalla við hana um heima og geima. Hún sýndi okkur og því sem við vorum að fást við einlægan áhuga. Slíkt er ómetanlegt fyrir börn og unglinga og þegar við elt- umst fylgdist hún með okkur stofna fjölskyldu og gladdist með okkur á tyllidögum í lífi okkar og barna okkar. Þegar Rósa flutti í hverfið hennar Stínu kom Stína færandi hendi með nýsteiktar kleinur, parta og annað góðgæti svo flutninga- fólkið fengi kraft og næringu. Þessi umhyggja var einkennandi fyrir Stínu eins og við og aðrir ættingjar okkar þekkja og þakka fyrir að hafa notið. Við kveðjum góða frænku með söknuð í huga og þakklæti fyrir all- ar góðu stundirnar sem við geym- um í huga okkar. Rósa, Guðbrandur og Þröstur. Það er mikið happ að eiga góða nágranna. Við viljum með örfáum orðum minnast Stínu, nágranna- konu okkar. Þegar við hjónin fluttum í Mos- gerðið tók fagnandi á móti okkur gömul hvíthærð kona, sem bjó í næsta húsi, og bauð okkur velkom- in. Síðan þá höfum við og dætur okkar fjórar svo sannarlega verið velkomin hjá Stínu. Segja má að við höfum átt nánast dagleg samskipti við hana síðan við urðum grannar fyrir tæpum fimm- tán árum. Samskiptin voru ekki endilega alltaf merkileg eða flókin. Spjall yfir kaffibolla, spjall úti í garði eða spjall á göngustígnum þegar hún var að viðra sig, moka snjó eða vökva blóm. Eitt egg, einn laukur, smá þvottaefni og annað lít- ilræði var flutt á milli húsanna í neyð. Stelpurnar læstar úti og fengu lykil hjá henni og stelpurnar í boltaleikjum í garðinum hennar. Stöku sinnum bað hún okkur um að gera sér smágreiða, eins og að skipta um eina ljósaperu eða að taka niður og hengja upp gardínur. Þessi einföldu og hversdagslegu samskipti urðu til þess að Stína var ekki bara nágrannakona okkar, líka kær vinkona sem okkur þótti vænt um og söknum við hennar. Um leið og við kveðjum Stínu með þakklæti og virðingu sendum við fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Guðrún og Eiríkur. Haustið 1950 var haldið 50 ára afmæl- ismót Taflfélags Reykjavíkur í List- mannaskálanum. Keppt var í þrem- ur flokkum, meistaraflokki, I. flokki og II. flokki. Þarna skráði ungur drengur sig í fyrsta sinn til keppni. Hann var aðeins þrettán ára gamall, ljós og fagur yfirlitum, hávaxinn, en samsvaraði sér vel, alvarlegur á svip og frekar greindarlegur, með þykk gleraugu. Hann hafði flust til Reykjavíkur frá Vestmannaeyjum þar sem hann fæddist hinn 5. des- ember 1936. Í höfuðborginni bjó fjölskylda hans á þessum tíma, neð- arlega á Laugaveginum. Ingi gekk óhræddur til leiks og tókst honum þarna, í sinni fyrstu tilraun, tæpra fjórtán ára, að sigra í II. flokki með 80% vinningshlutfalli. Færðist hann nú upp í I. flokk og gerði strax harða hríð að efstu sætum. Hann vann sér meistaraflokksréttindi 15 ára gamall og allir áhugamenn um skáklistina gátu séð í hendi sér að þarna var greinilega ný stjarna að fæðast. Ingi R. Jóhannsson sýndi líka stjörnutakta á næstu árum og áratugum eftir frumraun sína í List- mannaskálanum forðum daga. Ingi R. Jóhannsson ✝ Ingi Randver Jó-hannsson fæddist í Stíghúsi í Vest- mannaeyjum 5. des- ember 1936. Hann lést á líknardeild Landakots 30. októ- ber síðastliðinn. Útför Inga fór fram frá Fossvogskirkju 8. nóvember 2010. Skákmeistari Reykja- víkur varð hann í fyrsta sinn 1954, þá 17 ára gamall, og alls urðu Reykjavíkur- meistaratitlarnir sex talsins. Hann varð fjórum sinnum Skák- meistari Íslands, fyrst 1956, þá 19 ára gam- all. Skákmeistari Norðurlanda varð Ingi R. 1961. Átta sinnum var hann val- inn í ólympíulið Ís- lands í skák og út- nefndur alþjóðlegur skákmeistari af FIDE. Að Friðriki Ólafssyni frá- töldum bar Ingi R. Jóhannsson höf- uð og herðar yfir aðra íslenska skákmenn á þriðja fjórðungi tutt- ugustu aldarinnar. Hann aflaði sér menntunar og fékk löggildingu sem endurskoðandi, varð meðeigandi í endurskoðunarskrifstofu sem átti eftir að stækka verulega og lagði Ingi þá taflmennskuna á hilluna. Hann fylgdist þó alltaf vel með, var ávallt aufúsugestur á alþjóðlegum mótum, skýrði þar skákir með skarplegum athugasemdum um skákstöður og skákmenn og var oft fjörugt í skýringasal þegar Ingi var kominn á flug. Ingi R. Jóhannsson naut mikillar virðingar og væntum- þykju innan íslenskrar skákhreyf- ingar. Afrek hans og minning mun lifa í íslenskri skáksögu um ókomin ár. Við sendum aðstandendum hans okkar dýpstu samúðarkveðjur við fráfall Inga R. Jóhannssonar. Fyrir hönd Taflfélags Reykjavíkur, Óttar Felix Hauksson. Með Inga R. Jóhannssyni er genginn góður maður og grandvar fulltrúi stéttar endurskoðenda. Samband okkar hófst þá er ég var starfsmaður Útvegsbanka Íslands en Ingi R. þingkjörinn endurskoð- andi bankans. Samskipti okkar voru eins konar bræðrasamband, þar sem hann var sá eldri en ég sá yngri, en samband okkar við banka- stjórana var föður/sonar-samband. Ingi R. var sanngjarn og réttsýnn í því eftirliti, sem hann framkvæmdi sem endurskoðandi Útvegsbankans. Stundum flýgur um hug minn frá- sögnin um Tómas postula þegar ég hugsa um Inga R. látinn. Tómas var hinn vantrúaði, hann vildi sann- reyna en ekki trúa því sem sagt var. Á þann veg var Ingi R. í störfum sínum. Ef til vill var Ingi R. einnig eins og Umbi í Kristnihaldinu, sem hlustaði eftir því um hvað var þagað. Í æsku minni eru mér minnisstæð Reykjavíkurskákmót í Lido við Skaftahlíð. Þar sá ég Inga R. fyrst og að sjálfsögðu voru hann og Frið- rik fyrirmynd ungra manna, sem komu að fylgjast með erlendum stórmeisturum og innlendum skák- mönnum sem síðar urðu stórmeist- arar. Oft hef ég hugleitt það hvor leiðin hefði orðið Inga R. hollari; leið skákmeistarans eða leið endurskoð- andans, sem hann valdi. Víst er að Ingi R. leit á endurskoðun og reikn- ingshald sem vísindi, list og fegurð ekki síðri skákinni, og þar taldi hann sig geta sameinað vinnu og áhuga- mál. Á báðum sviðum sá hann fagr- ar fléttur. Að leiðarlokum þakka ég Inga R. Jóhannssyni góða leiðsögn og fylgd. Ég votta frú Sigþrúði, börnum þeirra og fjölskyldum samúð. Far þú vel góði vinur, Guð geymi Inga R. Jóhannsson. Vilhjálmur Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.