Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Við höfum ekki verið nógu dugleg síðustu fimm til tíu ár að berjast fyrir hlutdeild Landspítalans miðað við aðrar stofnanir,“ sagði Björn Zoëga, forstjóri Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, á fundi með starfsmönn- um í gær. Björn hélt alls átta fundi á starfsstöðvum spítalans og fór yfir áhrif boðaðs niðurskurðar á starf- semina. Sé rekstrarhagræðing frá og með árinu 2007 tekin saman sést að heild- argjöld spítalans, umfram sértekjur, hafa dregist saman um tæp 19%. Samkvæmt fjárlögum næsta árs er enn boðað að skorið skuli niður. Kröftug mótmæli vegna skerðingar fjárframlaga til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni hafa gert það að verkum að endanleg niðurskurðar- tala liggur ekki fyrir, en líklegt er talið að hún verði hærri á Landspít- alanum en fram kemur í fjárlögum eins og þau líta út nú. Óvissa um flutning verkefna Björn segist ekki vita neitt um- fram aðra um áform ríkisstjórnar- innar hvað breyttar áherslur varðar. Guðbjartur Hannesson heilbrigðis- ráðherra hefur sagt að ein þeirra leiða sem verið sé að skoða sé hvort hægt sé að færa niðurskurðinn til innan málaflokksins, það verði með öðrum orðum skorið frekar niður á Landspítalanum. Björn segir áætl- anagerð ekki geta beðið þar til end- anleg fjárlög liggja fyrir. Gert hafi verið ráð fyrir 850 milljón króna samdrætti miðað við árið 2010. Starfsmönnum fækkað Niðurskurðarkröfunni verður meðal annars mætt með hagræðingu í launum og rekstrarkostnaði stoð- sviða. Fækkun starfsmanna er óhjá- kvæmileg, en reiknað er með að þeim fækki um 70 til 100. Þeirri fækkun verður reynt að ná fram í gegnum starfsmannaveltu, þ.e.a.s. að ekki verður ráðið í stað þeirra sem hætta. Starfsmannaveltan er nú um 9%, en starfsmenn eru í dag tæplega 4.600. Jafnframt verður stefnt að lækkun kostnaðar við kaup á lyfjum og rekstrarvör- um, og dregið úr verk- takakostnaði. „Þetta er ekk- ert auðvelt,“ sagði einn starfsmannanna sem sátu fundinn við Morgunblaðið. „Maður skilur al- veg þegar fólk er að kvarta. Það eru allir að taka sig á, en samt þurfum við að spara meira. Ég veit að þetta er staðan eins og hún er í dag, þannig að maður verður bara að taka því. En það er rosalega óþægilegt að vinna í svona óvissu. Það er komið fram í lok nóvember og maður veit ekki ennþá hvernig fjárlög næsta árs líta út.“ „Frábær árangur“ á árinu Landspítalanum var gert að skera niður um 3,4 milljarða í ár. Stöðu- gildum hefur fækkað um 327 frá því í ársbyrjun 2009, dregið úr yfirvinnu um fjórðung og rúmum fækkað um 90. Fyrstu tíu mánuði ársins tókst að lækka heildarlaunakostnað um rúm- lega 1,1 milljarð á milli ára. Samhliða þessum árangri hefur traust almennings til Landspítalans aukist, og starfsánægja starfsfólks sömuleiðis. „Þetta er frábær árang- ur sem allir hérna eiga í,“ sagði Björn á fundinum í gær. „Það er frá- bær árangur að við höfum náð öllu þessu á þessum erfiðu tímum, miðað við þessar forsendur, og verið innan fjárheimilda. Það hefur oft verið tal- að um að Landspítalinn hafi verið í mínus. En við erum ekki í mínus núna.“ Ekki í mínus lengur  Forstjóri Landspítalans segist ekki vita hvernig endurskoðuð fjárlög muni líta út með tilliti til heilbrigðisgeirans  Segir frábæran árangur hafa náðst á árinu Morgunblaðið/Golli Niðurskurður Björn Zoëga, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, fór yfir stöðu mála með starfsmönnum í matsal spítalans við Hringbraut í gær. Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætis- ráðherra tekur þátt í leiðtoga- fundi Atlantshafs- bandalagsins, sem að þessu sinni er haldinn í Lissabon í Portú- gal. Fundurinn hefst í dag og stendur fram á laugardag. Meginefni fundar leiðtogaráðsins verður ný grundvallarstefna Atlants- hafsbandalagsins og áherslur. Einn- ig verður fundur í NATO-Rússlands- ráðinu, svo og fundur leiðtoga þeirra 50 ríkja sem taka þátt í alþjóðlegum öryggis- og uppbyggingarsveitum í Afganistan (ISAF). Jóhanna sækir leið- togafund NATO Jóhanna Sigurðardóttir Kostnaður skipulags- og bygging- arsviðs Reykjavíkurborgar vegna undirbúnings samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri nam 6,3 milljónum króna á árunum 2008-2010. Þetta kemur fram í svari borgarinnar við fyrirspurn fréttavefjar Morgun- blaðsins, mbl.is. Hætt hefur verið við bygginguna. Mestallur kostnaður borgarinnar féll til vegna vinnu arkitekta eða 5,4 milljónir og 650.000 krónur vegna vinnu verkfræðinga. Þegar hefur komið fram að Isavia, áður Flugstoðir, eyddu 55 milljónum í verkefnið. Borgin skipulagði fyrir 6,3 milljónir Danska kjúklingnum sem til sölu er í verslunum Bónuss var slátrað að sið múslima, með svokallaðri halal-slátrun. Á frosnu kjúklingunum er lítið áberandi merki; Islamic Cultural Center of Scandinavia. Við- skiptavinur sem keypti kjúkling fór að athuga þetta og sá að með- al verkefna miðstöðvarinnar er að votta mat þar sem dýrum hef- ur verið slátrað að sið múslima. Viðskiptavinurinn er kristinn og segist ekki kunna við að kaupa mat sem þannig er tilkominn. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, fékk þær upplýsingar hjá danska slát- urhúsinu að öllum kjúklingum væri slátrað með sama hætti, það er að segja að þeir væru sviptir meðvitund með raflosti og haus- inn síðan skorinn af. Eini mun- urinn væri sá að múslimi læsi bænir á meðan halal-slátrunin færi fram. Danskur kjúklingur úr halal-slátrun Egill Ólafsson egol@mbl.is Búast má við að sýslumannsembættin fái all- margar beiðnir um að greiða út fyrirfram- greiddan arf fyrir áramót því að eftir áramót hækkar erfðafjárskattur úr 5% í 10%. Eyrún Guðmundsdóttir, deildarstjóri sifja- og skipta- deildar sýslumannsembættisins í Reykjavík, segir að hægt verði að afgreiða allar umsóknir þó að þeim fjölgi í lok ársins. Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Al- þingi frumvarp sem felur í sér að erfða- fjárskattur hækkar úr 5% í 10%. Samhliða hækka skattfrelsismörk skattsins á hvert dán- arbú úr einni milljón í 1,5 milljónir. Gert er ráð fyrir að þetta skili ríkissjóði einum millj- arði til viðbótar í skatta og heildartekjur af skattinum verði 2.350 milljónir á næsta ári. Þessi skattlagning vekur þá spurningu hvort fólk geti eitthvað flýtt því að gera upp þennan skatt til að losna við skattahækkunina. Breytingin hefur engin áhrif á skipti á dán- arbúum. Eyrún sagði að væntanleg laga- breyting tæki gildi um áramót og þá yrði ein- faldlega miðað við að dánarbú þeirra sem dæju fyrir áramót greiddu 5% skatt en þeirra sem féllu frá eftir áramót 10% skatt. Tiltölulega einfalt mál „Hins vegar breytir þetta stöðu þeirra sem ætla að greiða erfingjum sínum fyr- irframgreiddan arf. Það er ákvörðun þeirra sem í hlut eiga að taka ákvörðun um hvenær þeir ákveða að framkvæma slíkt,“ sagði Ey- rún. Eyrún sagði að að jafnaði fjölgaði um- sóknum um fyrirframgreiddan arf í lok árs, en hún sagðist reikna með að umsóknirnar yrðu enn fleiri nú vegna boðaðrar skattahækkunar. Hún sagði að það væri tiltölulega einfalt mál að greiða út arf fyrirfram og sýslumenn legðu áherslu á að afgreiða þessi mál hratt. Hún sagðist því ekki eiga von á öðru en hægt yrði að afgreiða allar umsóknir sem bærust fyrir áramót. Fólk þarf að fylla út sérstakt eyðu- blað vilji það greiða út arf fyrirfram. Samkvæmt lögunum ber að greiða erfða- fjárskatt við uppgjör á dánarbúi. Ef dánarbúið á eignir sem þarf að selja til að erfingjar geti greitt skattinn getur fólk óskað eftir að fresta uppgjöri. Miðað er við að uppgjöri sé lokið einu ári eftir andlát, en hægt er að óska eftir að fá framlengingu á þessum fresti. Ekki eru nema sex ár síðan erfða- fjárskattur var lækkaður úr 10% niður í 5%, en nú er verið að breyta því aftur. Lögin voru einfölduð árið 2004, en áður tók skattlagning mið af skyldleika, þ.e. þeir sem voru lögerf- ingjar greiddu lægri skatt en þeir sem voru fjarskyldir. Ekki er fyrirhugað að breyta þessum þætti laganna því áfram er miðað við einfalda skattprósentu sem nær jafnt til allra. Spá því að margir greiði arf fyrir áramót  Þeir sem ætla að greiða út arf fyrirfram ættu að gera það fyrir áramót því að um áramót hækkar skatturinn úr 5% í 10%  Sýslumenn búast við að margir komi á næstu vikum til að greiða út arf 275 fengu greiddan arf fyrirfram » Alls voru 782 erfðafjárskýrslur gerðar hjá sýslumanninum í Reykjavík í fyrra. Þar af voru 507 vegna dánarbúa og 275 vegna fyrirframgreidds arfs. » Fjármálaráðuneytið reiknar með að fá einn milljarð í tekjur með því að hækka erfðafjárskatt úr 5% í 10%. » Erfðafjárskattur er lagður á eignir eins og þær voru verðmetnar á dán- ardegi. Dæmi eru um einstaklinga sem létust fyrir hrunið haustið 2008 og áttu hlutabréf sem urðu verðlaus í hruninu. Dánarbúin þurftu að greiða skatt af verð- mæti bréfanna eins og þau voru við and- lát þótt þau væru verðlaus þegar uppgjör á dánarbúinu fór fram. „Það er auðvitað ákveðin þver- sögn í því að biðja fólk um að vera að spara, til þess eins að biðja það svo um að spara meira á næsta ári,“ segir Björn. Hann segist þó vonast til þess að bráðlega sjái fyrir endann á niðurskurðinum. Hann hafi, líkt og aðrir forsvarsmenn rík- isstofnana, fengið þau skilaboð frá fjármálaráðherra að næsta ár verði líklega það síðasta í þessum mikla samdrætti rík- isins. Björn lagði áherslu á mik- ilvægi „starfsmanna á gólfi“ á fundinum með starfsfólki í gær. Ábendingar þeirra um það sem betur mætti fara, og leiðir til niðurskurðar, væru mik- ilvægar í þeim erfiðu aðgerðum sem farið hefur verið í und- anfarin misseri. „Hugsunin er sú að við ætlum að spara krón- urnar og aurana. Margt smátt gerir eitt stórt í þeim efn- um.“ Síðasta árið NIÐURSKURÐUR Björn Zoëga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.