Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fjár-málaráð-herra mælti í gær fyrir bandormi um hækkanir á ýms- um sköttum. Skattahækk- anirnar eru kallaðar ráðstaf- anir í ríkisfjármálum og tilgangurinn er að bæta stöðu ríkissjóðs. Þetta frumvarp er ekki það fyrsta sem þessi rík- isstjórn leggur fram um um- fangsmiklar skattahækkanir. Slík frumvörp hafa ítrekað verið lögð fram enda er rík- isstjórnin þeirrar skoðunar að helsta leiðin út úr krepp- unni, fyrir utan að sólunda fé í aðlögunarviðræður og hengja Icesave-skuldaklafa á þjóð- ina, sé að hækka skatta á fólk og fyrirtæki. Ríkisstjórnin lætur sig skynsamleg rök eða reynslu engu skipta í þessu efni. Hún kýs til að mynda að horfa fram hjá eigin fjáraukalögum sem nú liggja fyrir þinginu og sýna glöggt hve mislukkuð skattahækkunin hefur reynst sem tekjuöflun fyrir rík- issjóð. Í fyrra ofmat ríkisstjórnin áhrif hækkunar tekjuskatta á einstaklinga um 5% og hækk- un fjármagnstekjuskattsins var ofmetin enn meira. Rík- isstjórnin kýs að horfa fram hjá því að skattahækkanir hafa áhrif á hegðun fólks, sem bregst við hækkununum með ýmsum hætti. Eitt af því sem gerist er að fólk dregur úr vinnu sem hefur þau áhrif að verðmætasköpun í hagkerf- inu minnkar. Af þessum sök- um er hækkun skatta alltaf skaðleg fyrir efnahagslífið, en hún er þó aldrei eins skaðleg og þegar margvíslegir aðrir kraftar eru til staðar sem draga kraft úr efnahags- lífinu á sama tíma. Þessar aðstæður eru einmitt uppi í því kreppuástandi sem ríkt hefur hér á landi undanfarin misseri. Bandormshækkanir rík- isstjórnarinnar eiga sam- kvæmt mati hennar að afla um 11 milljarða króna í við- bótartekjur á næsta ári en reynslan bendir til að svo verði ekki. Skattahækk- anirnar munu draga kaup- mátt almennings niður á tím- um þegar nauðsynlegt hefði verið að bæta kaupmáttinn með lægri sköttum. Í útreikn- ingum fjármálaráðherra segir að kaupmátturinn dragist saman um ½%, en í raun eru áhrifin margfalt meiri því að ráðherra reiknar með að al- menningur haldi áfram að ganga verulega á séreign- arlífeyrissparnað sinn og tak- ist þannig að halda uppi kaup- mætti. Stóri vandi almennings er sá kreppuhugsunarháttur sem enn ræður öllu um af- stöðu og ákvarðanir rík- isstjórnarinnar og birtist með skýrum hætti í bandorminum. Kreppuhugsunarhátturinn veldur því að ríkisstjórnin grefur sig æ dýpra niður í stað þess að grípa til efna- hagsráðstafana sem geta orð- ið til að lyfta hagkerfinu upp úr kreppunni. Bandorms- hækkanir ríkisstjórnarinnar eru örugg leið til að lengja kreppuna, en ríkisstjórnin er svo glámskyggn að hún trúir því sennilega að síend- urteknar skattahækkanir muni örva efnahagslífið. Stjórnvöld telja enn að hærri skattar efli efnahagslífið} Ófélegur bandormur Lögreglan hef-ur mátt sæta miklum nið- urskurði á síðustu misserum. Alls er þar um að ræða hundruð milljóna króna. Á næsta ári er ætl- unin að halda áfram að skera niður um háar fjárhæðir. Þegar harðnar á dalnum í efnahagslífinu eykst þörfin fyrir öfluga löggæslu. Á síð- ustu misserum hafa Íslend- ingar horft upp á alvarlegri glæpi en áður og búa orðið við þá staðreynd að erlendir glæpahringir teygja anga sína hingað til lands. Við þetta hefur bæst gríðarlegt álag vegna mótmæla við Al- þingishúsið þar sem sótt hef- ur verið að lög- reglunni, bæði utan frá og innan. Lögreglan hér á landi er sú varn- arlína sem ekki má bresta. Verði þessi varnarlína veikt úr hófi er ekkert sem tekur við ann- að en aukin glæpastarfsemi, glundroði og upplausn. Stjórnvöld sem telja koma til álita að henda tugþúsundum milljóna í óréttmætar kröfur erlendra ríkja og á sama tíma stórfé í tilgangslausar aðlögunarviðræður, hljóta að geta fundið fjármuni sem tryggja viðunandi löggæslu. Vefjist það fyrir stjórnvöld- um er forgangsröðun þeirra verulega öfugsnúin. Stjórnvöld geta ekki leyft sér að veikja lögregluna meira en orðið er} Síðasta varnarlínan H ræsni er af mörgum talin hin allra versta synd. Það að hegð- un manns sé ekki ávalt og æv- inlega í samræmi við þá stjórn- mála- eða siðferðisstefnu sem maður segist aðhyllast er í hugum sumra verra en hin slæma hegðun. Þess vegna er fólk, sem telur framhjáhald, svo dæmi sé tekið, bara einkamál fólks, tilbúið að fordæma opinberlega trúaðan mann eða for- svarsmann trúfélags fyrir nákvæmlega sama verknað. Framhjáhaldið er í hugum þessa fólks minni glæpur en hræsnin. Þetta er rökrétt afleiðing af vaxandi vægi siðferðilegrar afstæðishyggju í samfélaginu. Slík afstæðishyggja felur í sér að hugtök eins og gott og illt, rétt og rangt séu ekki algild, heldur afsprengi menningar og sögu. Áhangendur þessarar stefnu segja því að fara verði var- lega í að fordæma hin svokölluðu heiðursmorð sem því miður viðgangast í sumum íslömskum ríkjum, eða þá mis- þyrmingu sem felst í umskurði stúlkubarna. Þeir segja að við hér á vesturlöndum getum ekki fordæmt þessa hluti, því þeir séu hluti af menningu þeirra sem fremja og þola. Ein afleiðing þessarar trúar á afstæði siðferðisins er að ekki er lengur hægt að gagnrýna fólk fyrir hegðun sem heggur gegn siðferðilegum gildum samfélagsins. Hvernig er það hægt ef þú trúir því að siðferðileg gildi séu afstæð? Það er hins vegar í eðli mannsins að gagnrýna, að benda á galla í fari annarra. En hvernig er hægt að gagnrýna framhjáhald ef þú trúir því að hver og einn ákveði sitt eigið siðferði? Hræsnisvopnið veitir þessu fólki leið til að gagnrýna og pota í náung- ann. Með þessu er hræsnishugtakið víkkað. Ég er sammála því að maður, sem aðhyllist op- inberlega einhver siðferðisleg gildi, en brýtur gegn þeim ítrekað og yfir lengri tíma, er hræsnari. Öðru máli á hins vegar að gegna um mann- eskjuna sem brýtur gegn eigin siðferðisreglum í einstökum tilfellum. Við erum öll breisk og ófullkomin. Siðaregluverk flestra trúarbragða krefjast hins vegar fullominnar hegðunar og hugsunar af þeim sem þau aðhyllast. Það er því óhjákvæmilegt að fólk hnjóti öðru hverju. Það þýðir hins vegar ekki að viðkomandi sé illa innrættur. Hann er bara mannlegur. Það þýðir ekki að siðareglurnar séu gagnslausar af því að það er ómögulegt að fylgja þeim. Með því að eltast við full- komleikann getum við orðið að betra fólki, þótt við verðum aldrei fullkomin. Ef fólk lítur svo á að smæsta brot gegn siðareglum sé annað hvort merki um að viðkomandi sé stórgallaður ein- staklingur eða að ekkert sé fengið með því að fylgja siða- reglunum er rökrétt afstaða að hafna siðareglum með öllu. Ég hef hins vegar reynt að sýna fram á að þessar forsend- urnar séu hins vegar rangar. Ef við gefumst upp af því að fullkomleiki er ómögulegur erum við að gefast upp í við- leitninni til að bæta okkur. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Hræsni og breiskir menn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ó ttinn við fuglaflensu sem skók heimsbyggðina um miðjan áratuginn var endurvakinn í gær þegar yfirvöld í Hong Kong staðfestu að sjúkdómurinn hefði fundist í manneskju í fyrsta skipti í sjö ár í borgríkinu. Tæplega sextug kona liggur nú þungt haldin á spítala með H5N1-vírusinn sem al- mennt er þekktur sem fuglaflensa. Konan var nýkomin heim úr ferðalagi til Kína en ekki er vitað hvort hún smitaðist þar eða í Hong Kong. Heilbrigðisyfirvöld segja ekk- ert benda til að veiran hafi smitast á milli manna en hingað til hefur hún einungis smitast úr fuglum í menn. Í síðasta fuglaflensufaraldri árið 2003 létust sex manns í Hong Kong úr inflúensunni. Ein helsta heilbrigðisógnin Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni, WHO, hafa fleiri en fimm hundruð tilfelli fuglaflensu greinst frá árinu 2003 en af þeim hafa 302 tilfelli endað með dauðsfalli. Í viðtali við Morgunblaðið í desem- ber 2004 sagði dr. Lee Jong-wook, þáverandi yfirmaður WHO, að inflú- ensufaraldur á borð við fuglaflens- una væri ein helsta heilbrigðisógn sem jarðarbúar stæðu frammi fyrir. Þó að veiran smitaðist enn sem kom- ið væri aðeins úr fuglum í menn myndi hún á endanum stökk- breytast þannig að hún gæti smitast á milli manna og þannig orðið að far- aldri. Þá varaði hann við að sjúk- dómurinn einskorðaðist ekki við ali- fugla eins og kjúklinga heldur gæti veiran leynst í farfuglum og þannig borist milli landa. „Farfuglarnir eru því eins og nokkurs konar sprengjur sem geta borið veiruna til allra heimshorna,“ sagði Jong-wook. Milljónum fugla var slátrað á næstum árum, aðallega í Asíu en einnig í Austur-Evrópu og Bret- landi. Í Húsdýragarðinum í Reykja- vík gripu menn jafnvel til þess ráðs að lóga um sextíu fuglum eftir að nokkrir þeirra greindust jákvæðir gegn H5-flensuveirum. Betur í stakk búin nú Haraldur Briem sóttvarna- læknir segir að ekki verði gripið til neinna sérstakra ráðstafana hér á landi vegna tilfellisins í Hong Kong nema fleiri komi upp og að merki sjáist um að veiran sé farin að smit- ast á milli manna. Hann segir vel þekkt að inflúensan sé til staðar á þessu svæði og hafi verið það síðan hennar varð fyrst vart í lok síðustu aldar. Alltaf séu að dúkka upp tilfelli í Suðaustur-Asíu, Indónesíu og Egyptalandi. „Við erum náttúrlega alltaf smeyk um það að hún gæti breyst þannig að hún gæti farið að berast auðveldlega manna á milli. Ef þetta skyldi verða að heimsfaraldri þá er þetta slæm flensa að því leyti til að hún hefur háa dánartíðni,“ seg- ir Haraldur en fuglaflensan dregur fólk til dauða í um 60% tilfella. Góðu fréttirnar séu að nú sé til bóluefni gegn þessari tegund inflú- ensu sem ekki var til þegar fugla- flensufárið var í hámæli um 2004. Þannig sé heimurinn betur í stakk búinn gegn veirunni. Haraldur segir að hér á landi sé viðbúnaður til staðar ef fuglaflensa kæmi upp á kjúklingabúi og til séu um 10.000 skammtar af bóluefni. „Við gætum þá bólusett þá sem sinna fuglunum og heil- brigðisstarfsmenn sem sinna þeim,“ segir Haraldur. Fjaðrafok vegna fuglaflensu á ný Fuglar Milljónum fugla var slátrað þegar fuglaflensufárið stóð sem hæst. Þessir páfagaukar í Hong Kong mega því vara sig ef framhald verður á því. H5N1-inflúensan, betur þekkt sem fuglaflensa, er veirusýking sem berst með fuglum. Er hún svipuð veirunni sem olli spænsku veikinni sem gekk yfir Evrópu á árunum 1918-1920. Talið er að hún hafi átt uppruna sinn í fuglum en stökkbreyst og borist í menn. Í báðum tilvikum er um að ræða veirur af H- og N- stofni. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar veldur veiran allt frá vægum veikindum í fuglum til dauða. Yfirleitt berst hún ekki í menn en það gerist helst ef fólk kemst nærri sýktum fuglum eða hlutum sem eru mengaðir af saur sýktra dýra. Veldur það alvar- legum önd- unarfærasýkingum. Ný spænsk veiki? HÆTTA Á HEIMSFARALDRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.