Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Áætla má að útflutningsverðmæti afurða af þeim 200 þúsund tonnum af loðnu sem Hafrannsóknastofnun- in leggur til að leyft verði að veiða í vetur geti numið um 17 milljörðum króna. Ætla má að útgerðir muni skipuleggja veiðarnar með tilliti til verðmætis afurða, en loðnuhrogn og fryst loðna eru mun verðmætari en mjöl og lýsi, sem þó hafa hækkað í verði undanfarið. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs hjá Hafrann- sóknastofnun, segir að loðnumæl- ingar í haust hafi gengið vel og mun betur en undanfarin ár þegar þær voru seinna á ferðinni og ís hafi meðal annars hamlað mælingum. Vel hafi náðst utan um hrygning- arstofninn og niðurstaðan sé ráð- gjöf um veiðar á 200 þúsund tonn- um í vetur. Vitað hafi verið að árgangurinn frá 2008 væri lítill, en hann, ásamt sterkum 2009-árgangi, skili sér í þessari ráðgjöf. Hafrann- sóknastofnunin telur að mælingar á stærð stofnsins nú séu að líkum marktækari en mælingar undanfar- inna ára. Á vertíðinni 2011-12 kemur ár- gangurinn sem nú er eins árs af enn meiri krafti inn í veiðina, en hann er sterkari en aðrir árgangar síðustu ára. Vænta má þess að ráðgjöf um upphafskvóta í loðnu á þeirri vertíð verði gefin út með ráðgjöf um aðra fiskstofna næsta sumar. Í þeim efn- um hefur Hafrannsóknastofnun samráð við Alþjóðahafrannsókna- ráðið þar sem um deilistofn er að ræða. Meiri fjöldi en í mörg ár Fram kemur í frétt stofnunarinn- ar að í mælingunum í haust mæld- ust um 100 milljarðar af eins árs loðnu og er það meiri fjöldi en mælst hefur frá því um aldamót. Mjög lítið hefur fundist af eins árs loðnu á undanförnum árum. Ástand eins árs loðnu var mjög gott, bæði meðallengd og meðal- þyngd voru yfir meðallagi. Sýni sem tekin voru í leiðangrinum benda til þess að tæp 10% eins árs gömlu loðnunnar muni hrygna næsta vor. Það er hærra hlutfall en sést hefur í fyrri mælingum sem gerðar hafa verið á þessum árstíma. Alls mældust um 36 milljarðar af loðnu sem gert er ráð fyrir að hrygni á komandi vertíð. Þar af var fjöldi tveggja ára loðnu um 26 millj- arðar, sem samsvarar um 490 þús- und tonnum. Einungis mældust tæp 20 þúsund tonn af þriggja ára og eldri loðnu. Samkvæmt mæling- unum er því stærð hrygningar- stofnsins rúm 630 þúsund tonn. Þar af er ársgamla loðnan 120 þúsund tonn og tveggja ára og eldri loðna um 510 þúsund tonn. Loðnan gæti gefið 17 millj- arða króna  Lagt til að kvótinn verði 200 þús. tonn Ekki er fyrirhugað að hækka verð á bjór eða öðru áfengi í Fríhöfninni þrátt fyrir að lagt verði vörugjald á áfengi í versluninni um áramót. Ástæðan er sú að stjórnendur Frí- hafnarinnar óttast að hærra verð leiði til þess að fólk kaupi áfengi á flugvöllum erlendis í stað þess að kaupa það hér heima. „Við getum ekki hækkað verðið hjá okkur því við berum okkur sam- an við erlenda flugvelli. Við höfum nýverið gert verðsamanburð á stærstu flugvöllum sem við berum okkur saman við. Við erum ennþá undir en við megum ekki hækka því þá erum við búin að tapa í sam- keppninni. Það er alveg ljóst í okkar huga að ef við hækkum þá mun fólk flytja þetta inn með sér,“ sagði Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. Upphaflega var áformað að breyt- ingar á skattheimtu í fríhafnarversl- unum skiluðu einum milljarði í aukn- ar tekjur til ríkissjóðs, en nú hafa þessi áform verið endurskoðuð og verður Fríhöfninni gert að skila 300 milljónum króna í nýjar tekjur í ríkissjóð. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði á Alþingi að til skoðunar væri að gera breytingar á skattlagningu áfengis, einkum bjórs, þannig að meira tillit verði tekið til styrkleika. Þeirri athugun sé ekki lokið. egol@mbl.is Engin verðhækkun á bjór í Fríhöfninni á nýju ári Morgunblaðið/Heiddi Vínflöskur Ekki er fyrirhugað að hækka verð á áfengi í Fríhöfninni.  Vörugjöld lögð á áfengi í Fríhöfn Lagabreyting » Samkvæmt frumvarpi fjár- málaráðherra verður tóbaks- gjald í Fríhöfninni 20% af al- mennu vörugjaldi tóbaks. » Frumvarpið gerir ráð fyrir að áfengisgjaldið í Fríhöfninni verði 10% af almennu vöru- gjaldi áfengis. „Þetta eru gleðitíðindi,“ sagði Gunnþór Ingvason, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, í gær. Hann sagði að ráðgjöfin í loðnunni væri fyrr á ferðinni nú en und- anfarin ár og loðnustofninn væri að ná sér á strik. Ekki væri útséð um að meira fyndist og kvótinn yrði aukinn. Auk þess væri árgangur á leiðinni sem gæfi vonir um að gæti gefið af sér afla í samræmi við það sem var undir síðustu aldamót. Þá var afli á vertíð iðulega sjö hundruð þúsund til milljón tonn. Gleðitíðindi FAGNAR STERKARI STOFNI Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Meirihluti heimila hérlendis sinnir eldvörnum ekki nægilega vel. Eng- inn eða aðeins einn reykskynjari er á um þriðjungi heimila og innan við helmingur heimila hefur allan nauð- synlegan eldvarnabúnað. Leigjendur búa við miklu verri eldvarnir en þeir sem búa í eigin húsnæði og á þremur af hverjum fjórum heimilum hefur ekki verið rætt um hvernig bregðast eigi við eldsvoða. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Eld- varnabandalagið og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna (LSS). Björn Karlsson bruna- málastjóri segir að á þessum málum þurfi að taka og það verði gert með margvíslegum hætti enda vilji Eld- varnabandalagið og LSS stuðla að auknum eldvörnum á heimilum. Útgáfa og fræðsla Eldvarnir – handbók heimilisins er nýr bæklingur sem Eldvarna- bandalagið hefur gefið út og látið prenta í 30.000 eintökum. Bækling- urinn fjallar um nánast allt sem við- kemur eldvörnum og segir Garðar H. Guðjónsson, verkefnisstjóri bandalagsins, að ítarlegra rit um eld- varnir heimilanna hafi ekki verið gef- ið út hérlendis. Eldvarnabandalagið er sam- starfsvettvangur um auknar eld- varnir heimilanna en að því standa Brunamálastofnun, Eignarhalds- félagið Brunabótafélag Íslands, Fé- lag slökkviliðsstjóra, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, TM hf., VÍS hf. og Vörður trygg- ingar hf. Bæklingurinn liggur frammi hjá þessum fyrirtækjum, samtökum og stofnunum auk þess sem hann verður aðgengilegur á vef- síðum þeirra. Dagana 19.-30. nóvember ætla talsmenn LSS og slökkviliða lands- ins að heimsækja börn í 3. bekk grunnskóla um allt land og fræða þau um eldvarnir. Slökkviliðsmenn- irnir koma færandi hendi sem fyrr því þeir gefa börnunum bókina Brennuvarg eftir Garðar H. Guð- jónsson, Höllu Sólveigu Þorgeirs- dóttur og Þrúði Óskarsdóttur auk þess sem krakkarnir fá bókamerki, merki til að hafa á ísskápnum og vasaljós. Í næstu viku sendir Eldvarna- bandalagið síðan bréf um eldvarnir til allra heimila í landinu. Í hverju herbergi Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, seg- ir að hörmulegir eldsvoðar á nýliðn- um mánuðum og misserum hafi hrist upp í þeim sem málið varðar og Eld- varnabandalagið orðið að veruleika 1. júní sl., en hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir andlát í þessum eldsvoðum ef nauðsynlegur eldvarnabúnaður hefði verið fyrir hendi. Hann leggur áherslu á að hin heilaga þrenning – slökkvitæki, reykskynjari og eldvarnarteppi – eigi að vera á hverju heimili og árétt- ar að vegna breyttra aðstæðna, fleiri rafmagnstækja í herbergjum en áð- ur, þurfi helst að vera reykskynjari í hverju herbergi. Eldvarnabandalagið og LSS kynntu niðurstöður könnunarinnar og væntanlegar aðgerðir á fundi í gær. Við það tækifæri þakkaði Svan- dís Svavarsdóttir brunamálaráð- herra yfirvöldum brunamála áherslu þeirra á fræðslumál og samskiptin við heimili landsins, en samkvæmt könnuninni bera 97,3% landsmanna mikið traust til slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Eldvarnir á heimilum ekki nógu öflugar Morgunblaðið/Júlíus Eldvarnir Svandís Svavarsdóttir brunamálaráðherra slekkur eld.  Innan við 50% heimila með næg- an eldvarnabúnað Könnun » Slökkvitæki er á um 68% heimila. » Eldvarnateppi er aðeins á um 57% heimila. » Tæplega 45% heimila eru með lágmarkseldvarnir, þ.e. reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi. » Á 28% heimila er aðeins einn reykskynjari en mælt er með tveimur eða fleiri virkum. Morgunblaðið/Árni Sæberg 30% AF ÖLLUM KERTUM HELGINA 19-21 NÓV. ILVA Korputorgi, 112 Reykjavík, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.