Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 Það er laugardag- ur um verslunar- mannahelgi, árið er 1982. Ég er í bíltúr með kærast- anum mínum, honum Þresti. Leið- in liggur meðal annars um Gríms- nes og hann nefnir að aðeins þurfi að koma við í Stafholti sem er sumarbústaður fjölskyldunnar. Mér líst ekkert á það, hef aldrei hitt fjölskyldu hans og reyni held- ur að draga úr þessari hugmynd. Hann segir að það sé áreiðanlega enginn í bústaðnum nema kannski mamma hans, allir aðrir í golfi eða sundi. Úff, allt í lagi, við skulum þá skjótast. Þegar nær dregur bú- staðnum bendir ýmislegt til þess að þarna sé fleira fólk og áður en ég veit af er ég stödd í pínulitlu húsi sem er fullt af fólki, bæði börnum og fullorðnum. Þarna eru öll systkini Þrastar og þeirra mak- ar, kærastar og kærustur saman- komin og einhverjir kunningjar þeirra líka. María tengdamóðir mín tilvonandi er í essinu sínu, fullt af fólki, nóg að gera, verið að bjóða fólkinu hressingu og spjalla. Stuttu síðar kemur Hafsteinn María Stefanía Björnsdóttir ✝ María StefaníaBjörnsdóttir fæddist á Siglufirði 13. september 1931. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnu- hlíð 25. október síð- astliðinn. Útför Maríu Stef- aníu fór fram frá Kópavogskirkju 8. nóvember 2010. tengdafaðir minn inn, hann er að koma úr golfi og er í köfl- óttum buxum og með húfu með dúski á kollinum og talar hátt og lýsir með til- þrifum hvernig leik- urinn gekk. Það er talað um birdy, green og röff, ég heyri fleiri orð sem ég ekki skil en flestir í kringum mig kinka kunnáttusamlega kolli, fullir skilnings. Ég fann fljótt að ég hafði ekki ástæðu til að hafa áhyggjur og að þarna var gott að vera, enda tóku María og Hafsteinn mér ákaflega vel í þessari fyrstu heimsókn minni eins og ævinlega alla tíð síð- ar. Seinna skildi ég að þessi laug- ardagur var dæmigerður dagur þar sem fjölskyldan kemur saman, mikið talað, hávaði, hlátur og pínulítið verið að stríða en sam- heldni og kærleikur skína í gegn. María vildi hafa fólkið sitt í kring- um sig og þótt börnin væru mörg og barnabörnum og barnabarna- börnum fjölgaði jafnt og þétt þá hafði hún ávallt tíma til að sinna öllum, allir fengu reglulega gjafir, líka sumargjafir. Hún fylgdist með því hvernig fólkinu hennar reiddi af og hafði ótrúlega innsýn í ef eitthvað vantaði. Nú er komið að kveðjustund, ég þakka Maríu góða samferð og endalausa elskusemi mér og mínum til handa. Hrafnhildur Karlsdóttir. ✝ Helga Skaftfeldfæddist í Kanada 29. mars 1911. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Víðihlíð í Grindavík 10. nóv- ember 2010. Foreldrar hennar voru Þórunn Sigríður Jónsdóttir, f. 2.7. 1889, og Þorkell H. Skaftfeld, f. 16.10. 1880. Bróðir hennar var Guðjón Páll Skaftfeld, f. 17.12. 1919, d. 1924. Helga giftist Guðmundi Guðmundssyni, f. 15.9. 1915, d.1997. Þau skildu. Sam- býlismaður Helgu var Valgeir Jóns- son, f. 14.1. 1925, d. 2000. Dóttir Helgu og Guðmundar var Guðlaug Guðmundsdóttir, f. 10.9. 1937, d. 10.5. 1998. Fyrri maður, Sigurbjörn Pálsson, f. 27.9. 1933. Þau skildu. Sambýlismaður Guðlaugar var Gísli Jóhannesson, f. 9.11.1932. Synir Guðlaugar og Sigurbjörns: 1) Agnar Sigurbjörnsson, f. 19.8. 1959, kvæntur Jórunni Valsdóttur, f. 12.4. 1962. Börn þeirra eru: a) Guðrún Valdís Agnarsdóttir, f. 29.11. 1982, sambýlismaður Stefán Ársælsson. b) Kolbrún Agnars- dóttir, f. 25.11. 1985, sambýlis- maður Halldór J. Ragnarsson, dótt- ir þeirra er Katrine Jóhanna Halldórsdóttir. c) Bjarni Valur Agnarsson, f. 17.6. 1991. 2) Páll Sigurbjörnsson, f. 21.4. 1962, kvæntur Lísu Dóru Sigurðardóttur, f. 15.3. 1964. Þau skildu. Börn þeirra: a) Sigurbjörn Páls- son, f. 4.2. 1985, sam- býliskona Eva Rún Rúnarsdóttir. Börn þeirra eru Írena Lind og Rúnar Páll. b) Hjörtur Pálmi Páls- son. c) Helga Þórunn Pálsdóttir. 3) Helgi Þór Sigurbjörnsson, f. 7.6. 1963, kvæntur Árdísi Hrönn Jóns- dóttur, f. 1.11.1966. Börn þeirra: a) Hlynur Þór Helgason, f. 12.1. 1994. b) Halla Margrét Helgadóttir, f.10.6. 1998. Helga fæddist í Kanada en flutt- ist með foreldrum sínum til Íslands 5 ára gömul. Hún ólst upp í Garð- inum og gekk þar í barnaskóla. Að skólagöngu lokinni stundaði hún ýmis störf, aðallega við fiskvinnslu. Um fertugt flutti Helga til Reykja- víkur ásamt dóttur sinni og starfaði lengst af hjá Mjólkursamsölunni. Í Reykjavík kynntist hún Valgeiri Jónssyni sem hún bjó með þar til hann lést árið 2000. Síðustu æviár sín bjó Helga á hjúkrunarheimilinu í Víðihlíð í Grindavík. Þar naut hún einstaklega góðrar umönnunar og eignaðist marga góða vini. Útför Helgu fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag, 19. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku Helga, við vinkonurnar viljum fyrst og fremst þakka þér fyrir að fá að kynnast þér jafn náið og raun varð á. Það fór ekki á milli mála að við fyrstu kynni smullum við mjög vel saman og urðum við þrjár upp frá því mjög góðar vinkonur. Það var yndislegt að heyra þig segja frá gömlu góðu dögunum, þá gleymdist staður og stund og tím- inn leið hratt, því það var margt rætt út frá þínum frásögnum. Ekki var nú komið að tómum kof- unum í þínum frásögnum enda ævin orðin löng og margt á þína daga drifið. Eitt af því góða við okkar kynni var að þú vissir ávallt hvað þú vildir og stóðst fast á þínu, sem er bara gott, enda ávallt sann- gjörn. Við vinkonurnar þökkum alla hlýju frá þér í okkar garð og þökk- um einnig góðar og ánægjulegar samverustundir. Samúðarkveðjur sendum við til ömmustrákanna og fjölskyldna þeirra. Guð veri með ykkur öllum. Þínar vinkonur, Rún Pétursdóttir og Guðmunda Jónsdóttir. Helga Skaftfeld Einar Ólafsson frændi okkar og fjöl- skylduvinur er látinn eftir snögg veikindi. Við systurnar minnumst uppvaxtarára okkar á Suðureyri þar sem Einar, Ragga, Álfheiður, Kristín og Óli Friðbert spiluðu stórt hlutverk í lífi okkar. Við bjuggum öll á Sætúninu þar sem stutt var að hlaupa milli húsa og samgangur mikill. Aðalgata 18 á Suðureyri var líka lykilstaður í líf- inu en það hús byggði afi okkar og Óli bróðir hans, pabbi Einars og við vinkonurnar sóttum mikið í ömmur og afa. Einar rak útgerð og harðfisk- vinnslu í nokkur ár og við syst- urnar fórum snemma að vinna í harðfiskinum. Við fórum líka ófáa bíltúrana með Einari og við börnin vorum alltaf velkomin með þegar hann var að snattast í kringum rekstur sinn. Einar átti Range Ro- ver og við vitum að sumum blöskr- aði þegar hann flutti fiskikassa og veiðarfæri í þessum fína bíl, en svona var Einar, á spariskónum í slorinu og á rjúpu. Alltaf hefur verið líf og fjör í kringum Einar og fjölskylduna. Eftir að þau fluttu suður hafa þau verið dugleg að fara í útilegur, veiðiferðir og berjaferðir og vinir og ættingjar velkomnir með. Við systur höfum líka notið þeirra for- réttinda að vera nágrannar Einars og barna hans í Grafarvoginum og því stutt að kíkja á þau og manni alltaf tekið með kostum og kynj- um. Við og fjölskylda okkar kveðj- um kæran frænda og vin með söknuði en vitum að hann siglir nú á vit nýrra ævintýra. Við vottum líka fjölskyldunni, systkinum hans og öllu hans fólki okkar innilegustu samúð. Guð blessi minningu þína, kæri Einar. Hafdís Halldórsdóttir og Svanhildur Halldórsdóttir. Mér var brugðið er ég frétti andlát Einars. Það var ótímabært, svo glaður og hress jafnan er við hittumst. Súgfirðingur undir sjö- tugu, þéttur á velli og þéttur í lund, deyr si svona á Spáni, í fríi. Mér fannst þessi fyrirhugaða ferð Einar Ólafsson ✝ Einar Ólafsson,skipstjóri og út- gerðarmaður, fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð 27. mars 1942. Hann lést úr hjartaáfalli á Torre- vieja á Spáni 21. októ- ber 2010. Útför Einars fór fram frá Grafarvogs- kirkju 10. nóvember 2010. hans með vinum okk- ar beggja lofa góðu. Eigi má sköpum renna. Minningar streyma fram, því Einar var mér góður, ég átta árum yngri. Það var fyrir 45 árum eða svo, að okkur tókst að hittast, hann þá löngu orðinn skip- stjóri og ég háseti á skipinu hans, m.b. Ólafi Friðbertssyni ÍS. Ólumst við þó upp saman á Suðureyri. Undir skipstjórn hans, fékk ég eldskírn til sjós. Á grálúðuveiðum í Grænlandssjóum, logni innum ís þar sem þurfti margt að varast og háum svo háum öldum á svoköll- uðu Atlantshafi, er ísnum sleppti á heimleið eftir þriggja vikna túr í maí 1970. Hann sjálfur í brúnni með 20 ára ungum manni, óreynd- um, en við vorum saman á vakt og fleiri voru í brúnni sem fylgdust með óveðrinu, mönnum var ekki rótt, skipstjórinn þögull og yfir- vegaður í brúarglugganum, skarp- ir andlitsdrættir, fylgdist með öllu því sem sást til, fór að stýrishjól- inu og sneri því, þar var nákvæmn- in þó allt væri rafvætt, hann lét ekki Ólaf höggva, það var list hvernig hann sjálfur fleytti skipi sínu á öldutoppum, 11 til 13 metra háum. Tvö fjöll eftir, Gummi. Svona er minningin. Eftir skóla- göngu mína þaðan í frá, ekki í sjó- mannafræðum, heimkominn á ný til Suðureyrar bjuggum við í sömu götu. Landlegur voru ekki að hans skapi. Þá hittumst við aftur, en í hlýrri stofu við manntaflið. Eld- urinn snarkaði, Ragga, sól í húsi og ég skák og mát, oftar en sjaldn- ar. Létt hjal tekið upp, um menn og málefni. Hann var hreppsnefnd- armaður um árabil. Alltaf harð- fylginn, en um leið ljúfmannlegur, kerskur og glettinn. Fólk flytur sig um set. Hann er kominn suður. Ég er hér og þar. Við hittumst annað veifið og alltaf jafn notaleg návist hans. Skotveiðiferðirnar með hon- um voru jafn yfirvegaðar og annað sem hann tók sér fyrir hendur, við vorum mátar, við þoldum návist- ina, ólíkir í pólitík en samhuga um annað. Hann Einar var mikill veiðiáhugamaður. Öryggið alltaf á oddinn, en ekkert hangs. Hann lét sér ekki nægja að veiða í sjó, ám og vötnum, heldur þurfti eðli hans kjöt úr kryddaðri landnáttúru líka, ásamt með sjófuglinum. Hann var maður útivistar, náttúrubarn. Stundir komu hér á Laugarvatni í einlægri samveru með Röggu, Dídí og Geira. Þar gafstu vini þínum inntöku vináttu og skemmtunar í góðu samfélagi við gleðina. Einar minn, við Bryndís þökk- um þér vináttuna og samveruna um leið og við vottum Ragnheiði, börnum ykkar og öðrum aðstand- endum, okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði, blessuð sé minning þín. Guðm. Ó. Hermannsson. Elsku Einar, elskulegur tengda- faðir minn. Nú ertu farinn frá okkur og síðustu dagar hafa verið erfiðir, mjög erfiðir. Án þess að gera boð á undan sér streyma tár- in niður kinnarnar við ólíklegustu aðstæður. Inn á milli líður mér þó vel, vitandi það að þú hlýtur að vera kominn á góðan stað þar sem þér líður vel og ég brosi að öllum góðu minningunum sem ég á um þig. Allar frábæru veiðiferðirnar, berjaferðirnar og þegar við fórum alla páska í krækling í Hvalfirð- inum hvernig sem viðraði. Svo fór- um við saman öll fjölskyldan í ógleymanlega ferð til Ítalíu, eydd- um öllum áramótum saman, vor- um saman yfir hátíðirnar og borð- uðum oft saman. Það var ósjaldan setið við eld- húsborðið í Stararimanum og rætt hin ýmsu málefni. Ég sé þig alltaf fyrir mér við eldhúsborðið með prakkaraglottið í augunum segj- andi sögur af þér eða öðrum sem ávallt voru kryddaðar á skemmti- legan hátt. Við eldhúsborðið var mikið um vínsmökkun, berjavínið þitt var samt alltaf best og fór ég oftar en ekki heim frá ykkur með fjólubláar tennur og varir. Þú reyndir oft að fá mig til að borða mat sem ég var óvön að láta inn fyrir varir mínar. Í einni af minni fyrstu skötuveislum hjá ykkur vildir þú endilega leyfa mér að finna lyktina úr skötupottinum og ég auðvitað stakk hausnum ofaní pottinn og sveið í öll vit og smakk- aði ekki skötu hvorki fyrr né síð- ar. Þá var hlegið mikið eins og svo oft þegar við nutum samveru þinnar. Þetta var það sem ég elsk- aði mest við þig, þú varst svo ótrú- lega skemmtilegur og glettinn. Það var alltaf hægt að treysta á ykkur Röggu. Hvort sem við þurftum hjálp við að flytja, park- etleggja, setja upp nýja eldhús- innréttingu, passa börnin eða hundinn. Þið voruð svo samrýmd og ynd- isleg saman og hafið kennt mér svo margt um hvernig hjón eiga að vera við hvort annað. Börnin sakna þín mikið og skilja ekki af hverju Guð þurfti endilega að fá þig núna en Ási minn sagði að Guð hlyti að vanta skemmtilegan karl í himnaríki. Ég held það sé nokkuð til í því. Elsku Einar, ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fengið að knúsa þig daginn sem þið fóruð til Spánar. Þú munt alltaf skipa sérstakan sess í hjarta mínu Einar minn. Guð blessi þig. Henný Ása Ásmundsdóttir. Mamma færði mér fréttirnar um andlát Friðjóns frá Deildar- felli í eldhúsinu í Rómverjastræti hér í Bremen í síðustu viku. Ég sem var búin að hugsa sterkt um að fara til Seyð- isfjarðar næst þegar ég færi heim til Íslands. Ég hafði hugsað mér að hitta þau hjónin frá Deildarfelli í Vopnafirði, Friðjón Gunnlaugsson og Steinunni Júlíu Friðbjörnsdótt- ur, en þau hef ég ekki séð í að Friðjón Gunnlaugsson ✝ Friðjón Gunn-laugsson fæddist að Hraunfelli í Vopnafirði 24. desem- ber árið 1927. Hann varð bráðkvaddur 25. október 2010. Útför Friðjóns var gerð frá Seyðisfjarð- arkirkju 6. nóvember 2010. verða tvo áratugi. En nú er það orðið of seint að hitta Frið- jón. Ég var svo lánsöm að fá að vera í sveit hjá þessu indæla fólki í 3 sumur. Frið- jón frændi var mjög hæglátur og góður maður með róleg en lifandi brún augu og bar ég ákaflega mikla virðingu fyrir honum. Ég man eftir því þeg- ar við krakkarnir fór- um með Friðjóni á morgnana upp í fjárhús og þar sem við röltum saman malarstíginn var hann van- ur að krækja í hálsmálið hjá okkur með einum fingri og taldi svo lögin af fötunum sem við vorum í með hinum fingrunum. Þetta gerði hann af umhyggju til að athuga hvort við værum nógu vel klædd. Svo horfði hann á okkur og hló við. Tuttugu árum síðar hitti ég hann á ættarmóti á Hraunfelli í Vopnafirði og þá kom hann til mín og fór í hálsmálið til að athuga hvort ég væri nógu vel klædd! Ég vann ekki fyrir hann frænda minn enda var ég þá ung, en fékk samt að hjálpa til við að ná í kýrnar eða hestana. Tilveran skipti miklu máli og litlir látlausir hlutir voru svo spennandi. Stress var ekki til á þeim bænum og gengu hlutirnir fyrir sig í rólegheitum og aldrei var rekið á eftir mér eða okkur krökkunum. Ég man svo vel eftir því þegar orðið „stress“, sem var þá nýtt í íslenskri tungu, var rætt yfir kvöldkaffinu í eldhúsinu á Deildarfelli og heimilisfólkið var að reyna að átta sig á skilningi orðs- ins. Já, það er erfitt að skilja eitt- hvað sem ekki er til! Það voru forréttindi að vera í sveitinni hjá Júllu og Friðjóni og er það tími sem ljúfur er í minn- ingunni. Elsku Júlía mín og fjölskylda, ég votta ykkur innilega samúð mína. Bestu kveðjur frá Bremen í Þýskalandi, Jónína Mjöll Þormóðsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.