Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift JÓLABLAÐIÐ Morgunblaðið gefur út stór- glæsilegt jólablað laugardaginn 27. nóvember 2010 Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16 mánudaginn 22. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Meðal efnis verður : Uppáhalds jólauppskriftirnar. Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum. Villibráð. Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur. Smákökur. Eftirréttir. Jólakonfekt. Grænmetisréttir og einnig réttir fyrir þá sem hafa hollustuna í huga þegar jólin ganga í garð. Jólasiðir og jólamatur í útlöndum Jólabjór og vínin. Gjafapakkningar. Tónlistarviðburðir, söfn, kirkjur á aðventu og í kringum jólahátíðina. Kerti og aðventukransar. Jólagjafir. Heimagerð jólakort. Jólaföndur. Jólabækur og jólatónlist. Jólaundirbúningur með börnunum. Margar skemmtilegar greinar sem tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Vigdís Hauksdóttir alþingismaður varpar fram spurningum til undirritaðs í grein sinni í Morgunblaðinu 17. nóvember sl. varð- andi kaup lífeyrissjóð- anna á ríkistryggðum skuldabréfum af ríkis- sjóði með milligöngu Seðlabanka Íslands. Þingmaðurinn spyr hvers vegna Seðla- banki Íslands hafi ekki séð ástæðu til þess að bjóða ríkistryggðu bréf- in út á sama hátt og gera á með aðra eignasölu á vegum ríkissjóðs. Það gefur augaleið að þessari spurningu ætti hún að beina til Seðlabankans frekar en til undir- ritaðs. Lesendum til glöggvunar má rifja upp hluta af svari fjár- málaráðherra við fyrirspurn Vig- dísar á Alþingi þar sem hún spyrst fyrir um kaup íslenska ríkisins á skuldabréfunum en þar segir: „Viðskiptin fóru fram á kjörum sem eru mjög hagstæð fyrir ríkis- sjóð. Með samkomulaginu í Lúx- emborg náðist að lækka skulda- stöðu þjóðarbúsins um meira en 3,5%, erlendar krónu- eignir lækkuðu um fjórðung og grunnur var settur fyrir við- skiptin við lífeyris- sjóðina sem jók gjald- eyrisforðann um 17%. Ekkert fé tapaðist vegna þessara við- skipta.“ Það er langt í frá sjálfgefið að ávöxtun þeirra erlendu verð- bréfa sem lífeyrissjóð- irnir seldu til að fjár- magna kaupin á ríkisbréfunum verði hærri í fram- tíðinni en sú ávöxtun sem lífeyr- issjóðirnir hafa nú fest sér með kaupum ríkistryggðu bréfanna til margra ára. En undirritaður tekur undir viðhorf þingmannsins sem endurspeglast í mikilvægi áhættu- dreifðra eigna lífeyrissjóðanna. Á grundvelli reynslunnar af hruni fjármálakerfisins og innlends hlutabréfamarkaðar á árinu 2008 tel ég mikilvægt að hugað verði að endurskoðun fjárfestingakafla líf- eyrissjóðslaganna. Viðmið um há- markshlutfall erlendra eigna verði endurskoðað og breytt í lágmarks- viðmið. Þannig verði lífeyrissjóð- irnir lagalega skyldaðir til þess að fjárfesta erlendis sem nemur til- teknu lágmarki heildareigna þegar aðstæður til fjármagnshreyfinga skapast á nýjan leik, samfara af- léttingu gjaldeyrishafta Það er staðreynd að lífeyrissjóðirnir 26 sem bréfin keyptu gerðu þarna góð kaup. Gildir þá einu hvort miðað er við 7,2% kaupávöxtunarkröfu skuldabréfanna eða horft til af- landsgengis í viðskiptum með er- lenda gjaldmiðla lífeyrissjóðanna. Þetta er mergur málsins. Spurningu þingmannsins um hvort þetta hafi verið eðlileg ráð- stöfun fjármuna lífeyrissjóðanna svara ég hiklaust játandi enda ljóst að Landssamtök lífeyrissjóða hefðu aldrei komið að þessum við- skiptum ef samtökin teldu þau óeðlileg. Sannleikurinn um hagstæð kaup lífeyrissjóðanna Eftir Hrafn Magnússon » Það er staðreynd að lífeyrissjóðirnir 26 sem bréfin keyptu gerðu þarna góð kaup. Það er mergur málsins. Hrafn Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Margir þekkja lög- mál Suttons, en sá var bankaræningi sem sagan segir að hafi svarað spurningunni: „Af hverju rænirðu banka?“ með hnyttnu svari: „Af því að þar eru peningarnir.“ Þótt hinn írskættaði Willie Sutton hafi síðar neit- að því að hafa nokkru sinni sagt þetta hefur svarið orðið að uppsprettu eins konar lífsspeki sem margir hafa síðar tileinkað sér í ýmsum fræði- greinum. Læknanemar læra fljótt lögmál Suttons þegar greina á sjúkdóms- einkenni sjúklinga og nota fyrst þær rannsóknaraðferðir sem leiða til líklegustu greiningarinnar. Einn- ig segir samkvæmt lögmálinu að beita eigi þeirri meðferð sem sé lík- legust til að hjálpa sjúklingnum, jafnvel þótt ekki sé vitað nákvæm- lega hvað olli einkennunum. Tvö ár eru liðin frá mesta efna- hagshruni Íslendinga og líkist ástandið því að komið hafi upp smitfaraldur á spítala og enn viti enginn hvað gera skuli í málinu. Hægt er að skilja að starfsfólk spít- ala frjósi í bráðatilvikum en erf- iðara er að átta sig á því af hverju meðferðaraðilarnir standa enn frosnir í sömu sporum. Þau meðferðarúrræði sem gripið hefur verið til beinast að öðru en að bjarga lífi sjúklinganna. Hrunið snýst jú um peninga fyrst og síðast. Hverjir eru með peningana okkar, hvernig tóku þeir þá og hvernig fáum við þá aftur? Rannsókn- arskýrsla Alþingis er dýrmætt plagg sem enn er verið að vinna úr og skiljanlegt að slíkt taki tíma. Úr- ræðin sem beita þarf eru að stórum hluta þau að fá peningana til baka. Slíkt er meðal annars gert með réttarhöldum á borð við þau sem nú standa yfir í New York gagnvart nokkrum þekktum leikendum hrunsins. Meðferðarúrræði á borð við að stíga í vef alþjóðaköngulóar ESB sem mun sjúga úr okkur fiskimiðin og orkuna, fá 20 lands- dómendur til að stjak- setja einn mann, breyta stjórnarskrá landsins og að skattp- ína almenning eru ein- göngu til að tefja og valda frekari skaða. Þessi lánlausu úrræði líkjast því að brugðist yrði við farsótt á litlum spítala með því að fara í langvarandi sameiningarviðræður við stóra spítalakeðju sem ágirntist sérstöðu okkar, fangelsa þann lækni sem fyrstur fraus þegar smit- faraldurinn gaus upp, fara í það að breyta almennum vinnulagsreglum spítalans og loks að láta sjúklinga spítalans borga enn hærra leg- ugjald, allt þetta á meðan æ fleiri sjúklingar lægju deyjandi á gjör- gæslunni. Í viðtali við Bubba Morthens fyr- ir nokkrum dögum kom í ljós sú bjargfasta skoðun hans að svokall- aðir útrásarvíkingar bæru litla sem enga ábyrgð á hruninu, heldur væru það fyrst og fremst stjórn- málamenn. Margir virðast vera þessarar skoðunar og vilja síst áfellast víkingana. Í mesta lagi slá á löngu fingurna og veifa á eftir þeim á leiðinni út til Tortola (þið sendið okkur kort, strákar). Svona tal leiðir umræðuna frá því sem máli skiptir, mætti þess vegna kalla hana smjörklípuaðferðina hans Bubba en slík aðferð er ein- mitt í andstöðu við lögmál Suttons og leiðir okkur frá lausninni á vand- anum. Við skulum nota einfalda hag- fræði til að reyna að skýra stöðuna. Hvar voru peningarnir sem fóru? Í bönkunum. Hver átti peningana? Við. Hver átti bankana? Nokkrir einkaaðilar. Það er nauðsynlegt að gera skýr- an greinarmun á því að sá sem á banka á ekki innistæður bankans – einföld staðreynd sem, þótt ótrúlegt megi virðast, á það til að skolast til. Hver tók ákvörðun um að taka út peninga sem við áttum? Nokkrir eigenda bankanna. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er urmull dæma um alls kyns fléttur og lán sem margir eigendur bank- anna nýttu sér auk þess sem allir muna eftir himinháum launa- greiðslum margra þeirra. Þegar öllu er á botninn hvolft virðist þessi peningaflutningur hafa verið út- hugsaður og meðvitaður stuldur. Hafa peningarnir horfið? Já, hluti þeirra, en stór hluti er geymdur á bankareikningum erlendis. Hvaðan koma svo peningarnir sem notaðir eru til að endurreisa bankana? Frá okkur. Við eigum peningana. Það að gluggi á húsinu hafi verið opinn gerir þjófinn ekki að minni þjófi. Það að þjófurinn hafi sagt að hann myndi skila peningunum aftur sem hann tók gerir hann ekki að minni þjófi. Við þurfum að fá peningana til baka. Það er aldrei of seint að lækna illa haldinn sjúkling. Til þess að ná þýfi Suttons verðum við að hugsa eins og Sutton, án þess þó að verða eins og hann. Ekki er úr vegi að ljúka pistli þessum með raunverulegu svari Suttons, sem gæti eins komið úr munni íslenskra bankaræningja: „Af hverju rændi ég banka? Af því að ég naut þess – blátt áfram elsk- aði það. Ég fylltist lífsþrótti inni í bönkunum, rænandi þá, meiri en ég nokkru sinni fann síðar á ævinni. Ég naut þess svo mikið að nokkrum vikum síðar var ég farinn að und- irbúa næsta rán. Peningar voru eins og spilapeningar fyrir mér, það var allt og sumt.“ Farsóttin, smjörklípan og lögmál bankaræningjans Eftir Jóhannes Kára Kristinsson » Þær leiðir sem farn- ar eru til bjargar landinu í efnahags- kreppunni eiga að miða að því að fá peninga til baka sem teknir voru frá íslenskum almenn- ingi. Jóhannes Kári Kristinsson Höfundur er augnlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.