Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SPARBÍÓ 3D 950 krkr á allar sýningar merktar með grænu SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI STÆRSTA ÍSLENSKA 3D MYNDIN FYRR OG SÍÐAR SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í KRINGLUNNI OG SELFOSSI 7 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI HHHH - T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHH - H.S. MBL SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI 14.000 gestir SÝND Í ÁLFABAKKA BESTA SKEMMTUNIN HARRY POTTER kl.2 -5-6-6:30-8-10-11 10 ÓRÓI kl.10 10 HARRY POTTER kl.2 -5-8-11 VIP FURRYVENGEANCE kl.1:30-3:40 L DUE DATE kl.3:40-5:50-8-10:20 10 ALGJÖRSVEPPIOG... kl.2 -4 L RED kl.5:40-8-10:20 12 ÆVINTÝRISAMMA-3D ísl. tal kl.1:303D L KONUNGSRÍKI UGLANNA - 3D ísl. tal kl.3:403D 7 HUNDAROGKETTIR2 ísl. tal kl.1:30 L / ÁLFABAKKA HARRYPOTTER kl.12-2-3-5-6-8-9-11 10 GNARR kl. 3:40 - 5:50 - 8 L DUEDATE kl. 5:50 - 8 - 10:10 10 ÆVINTÝRISAMMA-3D ísl. tal kl.123D-23D-43D L DUEDATE Miðnætursýning 10 RED kl. 10:10 12 KONUNGSRÍKIUGLANNA-3D kl.123D-1:303D ísl. tal 7 / EGILSHÖLL Harry Potter, Hermione Granger, Ron Weasley og Voldemort eru komin aftur í magnaðasta ævintýri allra tíma SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HHHH - BOXOFFICE MAGAZINE HHHH - Time Out New York „IT’S THE BEST FILM IN THE SERIES.“ - ORLANDO SENTINEL HHHH Það er ekki hægt að dottaundir samnefndri plötuhljómsveitarinnar OrphicOxtra því um leið og fyrsta lagið byrjar að hljóma fer maður af stað í ferðalag. Far- arskjótinn er af eldri gerðinni, lík- legast jeppi sem vantar eitt dekkið undir. Ferðahraðinn tekur hins veg- ar ekki mið af þessu og jeppinn skröltir og fer ofan í holur trekk í trekk. Eins og upp og niður tónskal- ann á fullri ferð. Leiðin liggur um dálítið framandi slóðir einhvers staðar í Austur-Evrópu og um borð í jeppanum er ein stór fjölskylda sem bæði gleðst og rífst á leiðinni. Svo það er brosað og grátið en að- allega er gaman og jafnvel gert hlé á ferðinni til að stíga dans við lagið „Búm tja“ (annað lag plötunnar) sem er einkar hressandi. Lagið „Adrian“ sker sig líka úr því þar má greina áhrif rokks í bland við sí- gaunatónlist. Svona kveikti Orphic Oxtra í það minnsta á mínu ímyndunarafli. Mér fannst ég vera lent beint inn í bíómynd á borð við Svartur köttur hvítur köttur. Ég ímyndaði mér mig í þessu spenn- andi ferðalagi sem þeytti mér um allt í dunandi dansi. Ferðalagi sem gat orðið hvort heldur sem er inni í eldhúsi yfir pottunum eða í góðu glensi á stofugólfinu. Orphic Oxtra er stórt hljómsveit- arband þar sem ótal hljóðfæri njóta sín. Þeirra á meðal klarinett, trommur, trompet og barítónhorn. Nafn hljómsveitarinnar er sérstakt enda hefur það orðið tungubrjótur allra þeirra sem á vegi bandsins hafa orðið. Hljómsveitin gefur sig út fyrir að spila lífræna og dansvæna tónlist undir sterkum balkönskum áhrifum sem er þó heimabrugguð í Reykjavík af stórum hópi samsær- ismanna sem eiga það sameiginlegt að stunda nám í hljóðfæraleik við LHÍ eða FÍH. Lögin minna mjög á mið- og austurevrópsk þjóðlög í bland við klezmerstandarda og sí- gaunatónlist. Undir þessum áhrifum semja hljómsveitarmeðlimir Orphix Oxtra lögin sín í hinu mesta bróð- erni og tekst vel upp. Hljóðfæraleik- urinn er kraftmikill og segir svo í fréttatilkynningu um hljómsveitina: „Orphic Oxtra semur og flytur tón- list sem vekur líkamleg viðbrögð hjá fólki. Hún hefur dáleiðandi dans- áhrif á flesta þá sem á hana hlýða nema þá sem þegar eru í dái en jafnvel þeir grúva með í hljóði.“ Ég er sammála því að tónlist Orphic Oxtra geti vakið fólk úr dái hvers- dagsdrómans og látið það hrista alla sína skanka þar til búkur og sál eru glaðvakandi. Tónlist plötunnar er óreiðukennd og nokkur svipur með einu lagi og því næsta en um leið er tónlistin fagmannlega spiluð og ein- faldlega of hressandi til að maður gefist upp og slökkvi á græjunum. Kveikt í hlustandanum Orphic Oxtra - Orphic Oxtra bbbnn MARÍA ÓLAFSDÓTTIR TÓNLIST Fjör „Um borð í jeppanum er ein stór fjölskylda sem bæði gleðst og rífst á leiðinni,“ segir m.a. í gagnrýni um plötu hljómsveitarinnar Orphic Oxtra. Kvikmyndafyrirtækið Warner Bros. hyggst komast að því hvernig hluti af nýjustu Harry Potter- kvikmyndinni, Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1, komst ólöglega á netið þriðjudaginn síð- astliðinn og þ.a.l. í dreifingu á skráaskiptasíðum. Búturinn er 36 mínútna langur og segir í yfirlýs- ingu frá fyrirtækinu að þetta sé al- varlegt brot á höfundarrétti og þjófnaður. Fyrirtækið vinni nú að því að fjarlægja efnið af netinu og muni lögsækja þann sem beri ábyrgð á lekanum. Kvikmyndin verður frumsýnd hér á landi á morgun og er hún byggð á lokabók- inni um Potter. Potter lekið á netið Leki Daniel Radcliffe sem Potter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.