Morgunblaðið - 19.11.2010, Page 44

Morgunblaðið - 19.11.2010, Page 44
FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 323. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 1. „Logi ætlaði að drepa mig …“ 2. Ragna Árnadóttir hætti við 3. Nauðungarsala í Hafnarfirði 4. Nani eyðilagði glæsimark … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hinn eini sanni Karl Berndsen held- ur útgáfuhóf á Beauty Bar, Turninum, á morgun vegna bókar sinnar VAXI-n, hvar meistarinn leggur dömunum lín- urnar í orðsins fyllstu. Búast má við umræðum um konsílera. Morgunblaðið/Golli Meistari Berndsen með útgáfuteiti  Hendrikka Waage, höfundur Rikku og töfrahringsins, sat kvöldverð með Ted Turner, stofnanda CNN, á dög- unum. Boðið var haldið til að heiðra sameig- inlegan vin þeirra, Amir Dossal hjá SÞ, og bar Alþingi barna eða Kids Parliament, sem Hend- rikka er í for- svari fyrir, m.a. á góma. Hendrikka Waage hitti Ted Turner  Leikkonan góð- kunna Sigrún Edda Björnsdóttir á annríkt nú um stundir, en hún er á fjölum Borg- arleikhússins í fjórum mismun- andi verkum, þ.e. Fjölskyldunni, Fólk- inu í kjallaranum, Gauragangi og svo æfir hún af kappi fyrir Ofviðrið sem er jólasýning leikhússins. Sigrún Edda leikur og leikur og leikur Á laugardag Austan 8-13 m/s og rigning um landið suðaustanvert, skýjað að mestu en úrkomulítið norðan- og vestanlands. Hiti víða 2 til 7 stig. Á sunnudag, mánudag, þriðjudag og miðvikudag Útlit fyrir hæga austlæga eða breytilega átt, með þurru og víða björtu veðri. Hiti kringum frostmark. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 5-10 m/s og rigning sunnan- og austantil, en úrkomulítið norðan- og vestanlands. Gengur í austan 13-20 m/s með suðurströndinni í nótt og í fyrramálið. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast suðaustantil á landinu. VEÐUR Valsmenn unnu langþráðan sigur í N1-deild karla í hand- knattleik í gærkvöldi þegar þeir sóttu nýliða Aftureld- ingar heim í Mosfellsbæ. Lokamínúturnar voru æsi- spennandi en það fór svo að lokum að Valur fagnaði sigri, 23:22, og þar með vann liðið sinn fyrsta sigur í deildinni. »3 Valsmenn komust loksins á blað Einar Hólmgeirsson hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli síðustu ár. Síðast meiddist hann snemma í september. Hann er á batavegi og hefur fengið grænt ljós frá læknum að mega spila með Ahlen-Hamm í þýsku 1. deildinni í handknattleik annað kvöld. »1 Einar að komast í gang á nýjan leik eftir meiðsli Hamarsmenn unnu sinn fjórða sigur í Iceland Express-deildinni í körfuknattleik karla í gærkvöld þegar þeir lögðu KFÍ með 14 stiga mun á heimavelli sínum í Hveragerði. Þetta var frestaður leikur sem fram átti að fara í síð- ustu viku. Hamar er í 4.-6. sæti deildarinnar en Ísfirðingar eru í 9.-11. sætinu. »2 Góður sigur Hamars- manna á Ísfirðingum ÍÞRÓTTIR Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Dularfullu bækurnar eftir breska barnabókahöfundinn Enid Blyton koma upp í hugann, þegar Guðlaug Hallbjörnsdóttir segir frá tveimur leyndardómsfullum málum. Fyrir um 26 árum leysti hún gátu um skilirí sem enginn hafði kannast við í 20 ár og nú leitar hún eiganda kápu sem á óskiljanlegan hátt var komið fyrir í íbúð hennar. Guðlaug segir að þegar hún hafi verið að taka til fyrir 84 ára afmæli sitt sl. vor hafi hún tekið eftir flík í plasti í fataskápnum í forstofunni. Hún hafi ekki leitt hugann að henni frekar en öðru heldur komið fatabunkanum fyrir í öðru her- bergi. Engin skýring „Ég hafði öðrum hnöppum að hneppa, kom dótinu frá mér í þessu draslherbergi og hugsaði ekki meira um það. Þegar ég fór að koma þessum fötum aftur fyrir leit ég nánar á plastið og sá að það var frá efnalauginni Kjól og hvítu og umlukti líka þessa fallegu kápu frá Kello, kápu sem ég kannaðist ekk- ert við,“ rifjar hún upp. „Hvaða kápa er þetta, hugsaði ég með mér og var engu nær. Það eina sem ég vissi var að ég átti ekki þessa kápu.“ Guðlaug bætir við að hún hafi aldrei komið í viðkomandi efnalaug og því hafi undrunin verið enn meiri. Við plastið hafi verið heftur afgreiðslumiði með númeri. Hún hafi hringt í Kjól og hvítt en þá höfðu orðið eigendaskipti á fyr- irtækinu og ekkert til á skrá um þessa kápu, öllum pappírum fyrri eigenda hafði verið hent. Í kjölfarið hafi hún spurt nágrannana hvort þeir könnuðust við kápuna, alla gesti sína frá því í vor og alla sem hún þekki, en svörin hafi öll verið á sömu lund. Enginn þekki kápuna, enginn hafi séð hana og enginn vilji neitt með hana hafa að gera. „„Ekki átt þú þessa kápu,“ hef ég spurt mann og annan og allir hafa horft á mig eins og viðundur. „Nei,“ hefur svarið einfaldlega ver- ið. Þetta er stórundarlegt. Það kannast enginn við kápuna og hún er því enn inni í skáp hjá mér.“ Kápan er vatteruð að hluta og virkilega vönduð. Guðlaug segir að fólk hafi bent sér á að nota bara kápuna en það detti sér ekki í hug. Hún hafi reyndar mátað hana, en alls ekki til þess að nota hana auk þess sem hún passi ekki, sé of stór. „Ég fer heldur ekki að nota kápu sem einhver á og heyra síðan kall- að á mig: „Heyrðu, þú ert í kápunni minni.““ Guðlaug og dularfulla kápan  Enginn kannast við fínu kápuna í fataskápnum Morgunblaðið/Kristinn Ráðgáta Guðlaug Hallbjörnsdóttir með kápuna góðu sem enginn kannast við og enginn vill vita af. Guðlaug Hallbjörnsdóttir var mat- ráðskona hjá Skeljungi í Skerja- firði í 20 ár. Skömmu eftir að hún byrjaði að vinna þar 1974 segir hún að við tiltekt í skemmu hafi fundist mynd sem enginn hafi kannast við. „Ég pældi ekkert í því enda ný- komin til starfa, en 20 árum seinna var aftur verið að taka til í skemmunni og þá fóru menn á ný að velta þessu skiliríi fyrir sér. Ég stakk upp á að fá söguna birta í Velvakanda Morgunblaðsins og daginn eftir birtinguna hringdi eldri kona og eftir að hafa boðið góðan daginn sagðist hún vera að hringja út af skiliríinu sem hún taldi vera til minningar um móður sína. Svo reyndist vera og vonandi ratar kápan til eiganda síns. Ann- ars endar hún hjá Rauða kross- inum eða einhvers staðar. Vantar þig annars nokkuð kápu?“ Af gömlu skiliríi í Skerjafirði MÁLIÐ LEYST

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.