Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 16
Hlutfall ungmenna (18-34 ára) sem bjuggu í foreldrahúsum 2008 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% EU 27 DK SE FI NL FR UK BE DE EE AT LU IE CZ ES HU LT LV CY RO EL IT PL PT BG MT SI SK NO IS Heimild: Eurostat 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mikið atvinnuleysi er í mörgum ríkj- um Evrópusambandsins og telja íbú- ar flestra aðildarríkjanna að ástandið á vinnumarkaði sé að meðaltali betra í sambandinu en heima fyrir. Eins og sjá má á kortinu hér til hliðar telja aðeins á bilinu 1-2% íbúa Grikklands, Búlgaríu, Lettlands og Litháens að ástandið á vinnumarkaði sé betra í eigin landi en meðaltalið í ESB, að því er lesa má úr könnun Eu- robarometer sem gerð var í maí, eða um það leyti sem efnahagsfárviðri gekk yfir Grikkland. Enginn spáir lengur í Íslandi Írland hefur nú tekið við keflinu af Grikklandi sem áður tók við af Íslandi sem dæmi um hvernig alþjóðlega fjármálakreppan lék einstök ríki. Tiltrú á at- vinnuhorfum á heimamarkaði er meiri í sjö ríkjum sambandsins en á Íslandi, sem er hér í fyrsta sinn með í könnun Eurobarometer vegna aðildarum- sóknar Íslands. Þrjú Norðurlandanna, Danmörk, Svíþjóð og Finnland eru ofar, sem og bankaríkið Lúxemborg, Mið-Evrópu- ríkin Holland, Austurríki og Þýska- land og svo Kýpur, þar sem 53% að- spurðra telja að ástandið heima sé betra en í ESB, eða 1% meira en hér. Týnda kynslóðin í Evrópu Með fylgja upplýsingar úr töflum Hagstofu ESB (Eurostat), króatísku hagstofunnar og Vinnumálastofnun- ar en úr gögnum þeirra má lesa að at- vinnuleysi er meira í 17 af 27 aðild- arríkjum ESB en á Íslandi. Kemur þar á móti að þúsundir Íslendinga hafa flutt af landi brott eftir hrunið. En hvernig er útlitið fram undan? Mun ástandið á vinnumarkaði fara batnandi á næstunni eða verður enn mikið atvinnuleysi í Evrópu? Matthew Lynn, dálkahöfundur hjá Bloomberg-fréttaveitunni og höfund- ur væntanlegrar bókar, Bust, um grísku skuldakreppuna, telur að at- vinnuleysið verði mikið í þeim ríkjum ESB sem hvað verst standa. Talið berst að atvinnuleysi á Ítalíu og týndu kynslóðinni svonefndu – kynslóð ungra Ítala sem hefur átt erf- itt með að fá vinnu við hæfi. Langvinn kreppa á Ítalíu Lynn telur stöðuna syðra erfiða og bendir á að Ítalir hafi búið við kreppu síðan þeir tóku upp evruna. Að óbreyttu muni það taka þá 20 til 30 ár að komast út úr kreppunni. Grikkland þurfti sem kunnugt er að leita á náðir ESB til að forðast greiðsluþrot fyrr á árinu og þurfa Ír- ar nú að gera upp við sig hvort þeir taki við neyðaraðstoð í formi tugmillj- arða evra björgunarpakka. Lynn telur allar líkur á að fleiri ríki muni fylgja í kjölfarið og áætlar að- spurður að 90% líkur séu á greiðslu- þroti portúgalska ríkisins. Á Spáni megi ætla að hlutfallið sé 60% og 30% á Ítalíu og í Frakklandi ef horft sé til næstu 12 mánaða. Niðurskurður magnar vandann Spurður hvernig hann meti at- vinnuhorfur í Evrópusambandinu á næstu árum tekur Lynn fram að stað- an sé misjöfn á milli landa. Á hinn bóginn megi segja um þau ríki sem neyðist til að grípa til harka- legs niðurskurðar að þar verði staðan á vinnumarkaði erfið. „Þetta mun hafa skaðleg áhrif á Evrópusambandið. Á fyrstu 50 árun- um í sögu þess var það almennt talið hafa gert gagn. Það jók frelsi á vinnu- markaði, auk annars áþreifanlegs ávinnings sem auðveldaði Evrópubú- um lífið. Nú hefur sambandið yfir- bragð framandi valds sem þvingar fram gífurlegan niðurskurð í útgjöld- um hins opinbera.“ – Þú hefur skrifað um möguleg dómínóáhrif á evrusvæðinu þar sem eitt ríki rambar á barmi greiðsluþrots á eftir öðru. Hvað áttu við? Vandinn liggur í evrunni „Evran er grunnurinn að vanda- málinu. Málið snýst ekki aðeins um að Grikkir hafi fengið of mikið að láni – þótt þeir gerðu það vissulega – eða að írskir bankar hafi teflt alltof djarft í útlánum – þótt þeir hafi líka vissulega gert það – heldur um þá staðreynd að evran leiðir til þess að hagkerfi evru- svæðisins ganga ekki sem skyldi. Þetta snýst ekki um mistök Grikkja eða Íra heldur er það hinn sameig- inlegi gjaldmiðill sem veldur þessari brenglun í hagkerfunum. Sambæri- leg vandamál hlutu að koma fram annars staðar. Rökin fyrir því að koma á sameiginlegum gjaldmiðli voru nokkuð góð en það var býsna áhættusöm tilraun, vegna þess að hún gekk út á að hagkerfin myndu vaxa saman eða verða líkari hverju öðru. Hugmyndin var að sameiginlegur gjaldmiðill myndi færa ríkin nær hvert öðru. Það hefur ekki gengið eft- ir. Ef eitthvað er hafa þau vaxið hvert frá öðru. Þau hafa gengið í gegnum ólík hagvaxtarskeið og vöruskipta- jöfnuður verið mismunandi eftir evruríkjum. Þótt stjórnvöld í einstökum evru- ríkjum hafi reynt að sýna aðhald, líkt og spænsk stjórnvöld hafa gert, hafa skuldir hlaðist upp í einkageiranum. Annað atriði er að vaxtastigið hefur verið rangt í hverju einasta evruríki, vegna þess að hagkerfin eru ekki nógu lík. Nánast hvaða vaxtastig sem er reynist nær öllum evruríkjunum óhentugt. Þetta leiðir til ósjálfbærs ójafnvægis í hagkerfunum.“ Kerfið ekki byggt fyrir höggið – Hvað með það sjónarmið að kreppan komi á einkar óheppilegum tíma fyrir evrusvæðið og að það hefði getað staðið niðursveifluna af sér ef hún hefði komið fram áratug síðar? „Ég býst við að það sé röksemd í sjálfu sér,“ segir Lynn og hlær. „Satt að segja er ég ekki viss um að evrusvæðið hefði staðið kreppuna af sér. Staðan fór stöðugt versnandi. Ójafnvægið á evrusvæðinu jókst stöð- ugt. Það var engin leið að snúa því við. Ef kreppunni hefði verið slegið á frest til 2020 sé ég engin merki þess að það hefði tekist.“ – Hvernig heldurðu að Evrópski seðlabankinn bregðist við? „Ég held að stjórnendur hans muni streitast við að halda í evruna. Það skyldi aldrei vanmeta að heil kynslóð af evrópskum stjórnmálamönnum og fulltrúum seðlabanka evruríkjanna hefur eytt gífurlegri orku í að koma evrunni á og telur hana gegna lyk- ilhlutverki í því að halda Evrópusam- bandinu saman. Þegar evrunni var komið á var sagt að hún væri leiðin að stöðugleika. Eft- ir að þrjú til fjögur evruríki horfa fram á greiðsluþrot hlýtur fólk að komast á þá skoðun að hún stuðli ekki að stöðugleika heldur leiði þvert á móti til meiri óstöðugleika,“ segir Lynn sem telur ekki að evrusvæðið hrynji þótt Portúgal stefni í greiðslu- þrot. Landinu verði komið til hjálpar með lánum. Spánn sé hins vegar ann- að mál enda hagkerfið mun stærra. Evrópski seðlabankinn geti prentað evrur sem aftur muni leiða til verð- bólguþrýstings. Dugi seðlaprentun ekki til þurfi að grípa til annarra ráð- stafana. Dræmar atvinnuhorfur í ESB  Íbúar flestra ríkja ESB hafa litla trú á vinnumarkaðnum heima fyrir  Dálkahöfundur hjá Bloom- berg telur hættu á dómínóhruni á evrusvæðinu  Yfirgnæfandi líkur á greiðsluþroti Portúgals Myndirðu segja að ástandið í atvinnumálum í þínu landi væri betra eða verra enmeðaltalið í ríkjum Evrópusambandsins? Valmöguleikar: Betra Verra Veit ekki Heimild: Eurobarometer 73 (texti er lauslega þýddur úr frönsku) DK NL LU SE AT FI DE CY BE UK MT FR EU27 CZ IT PL SI EE IE SK ES RO PT HU EL BG LV LT CY TR HR MK IS 3% 5% 2% 8% 2% 6% 9% 9% 4% 22% 16% 15% 9% 3% 4% 9% 9% 11% 4% 1% 5% 4% 5% 1% 1% 3% 3% 3% 10% 11% 3% 2% 7% 41% 94%92% 71%66% 96%96%95%97%94%90%91%89%91%88% 80%81%80% 81%79% 61% 53%52% 43% 47% 38%35% 30%22%15% 16%13%11% 86% 82% 82% 77% 76% 64% 56% 53% 49% 35% 32% 32% 30% 18% 15% 11% 10% 9% 8% 8% 6% 5% 5% 5% 2% 2% 1% 1% 24% 18% 5% 4% 52% Atvinnuleysi Ev ru sv æ ði ð Ev ru sv .( 16 rík i) Ev ru sv .( 15 rík i) ES B (2 7 rík i) ES B (2 5 rík i) ES B (1 5 rík i) B el gí a (B E) B úl ga ría (B G ) Té kk la nd (C Z) D an m ör k (D K) Þý sk al an d (D E) Ei st la nd (E E) Ír la nd (I E) G rik kl an d (E L) Sp án n (E S) Fr ak kl an d (F R) Íta lía (I T) Ký pu r( CY ) Le tt la nd (L V) Li th áe n (L T) Lú xe m bo rg (L U ) U ng ve rja l. (H U ) M al ta (M T) H ol la nd (N E) Au st ur rík i( AT ) Pó lla nd (P L) Po rt úg al (P T) Rú m en ía (R O ) Sl óv en ía (S I) Sl óv ak ía (S K) Fi nn la nd (F I) Sv íþ jó ð (S E) B re tla nd (U K) N or eg ur (N O ) Kr óa tía (H R) Ty rk la nd (T R) Ba nd ar íki n (U S) Ja pa n (J P) Ís la nd (I S) 25% 20% 15% 10% 5% 0% *Tölur fyrir Eistland, Grikkland, Lettland, Litháen, Rúmeníu og Tyrkland eru frá því í júní. **Tölur fyrir Bretland eru frá því í ágúst. Ísland: Byggt á tölumVinnumálastofnunar. Króatía: Byggt á tölum króatísku hagstofunnar. 10 ,1 % 10 ,1 % 10 % 9, 6% 9, 7% 9, 6% 8, 7% 10 ,1 % 6, 9% 7 % 6, 7% 18 ,6 % * 14 ,1 % 12 ,2 % * 20 ,8 % 10 % 8, 3% 7, 1% 19 ,4 % * 18 ,2 % * 5% 10 ,8 % 6, 2% 4, 4% 4, 5% 9, 6% 10 ,6 % 7, 1% * 7, 3 % 14 ,7 % 8, 3% 8, 2% 7,7 % ** 3, 4% 16 ,9 % 10 ,5 % * 9, 6% 5% 7 ,5 % Heimildir: Eurostat, króatíska hagstofan, Vinnumálastofnun Matthew Lynn Árið 2008 bjuggu um 46% ungmenna á aldrinum frá 18 til 34 ára í ríkjum Evrópusambandsins hjá að minnsta kosti öðru foreldra sinna. Jafngildir þetta 51 milljón ungmenna, eða ríflega tíföldum íbúafjölda Noregs. Þetta kemur fram á vef Hagstofu ESB (Eurostat) en þar segir að munurinn í þessu hlutfalli á milli aðildar- ríkja sé nú til rannsóknar, í því skyni að bregða birtu á þátttöku ungs fólks á vinnumarkaðnum. Segir þar að tíminn sem varið er til menntunar sé lykilþáttur að baki þeirrar ákvörðunar ungs fólks að búa lengur hjá foreldrum sínum. Sú fylgni komi einkum fram í aldurshópnum 18 til 24 ára þar sem ríflega helm- ingur, eða 55%, sé enn í skóla. Þá eiga 13% ungmenna í ESB á aldrinum frá 18 til 34 ára á hættu að búa við fátækt, hlutfall sem sé frá 4% til 20% í aðildarríkjum sambandsins. Eins og sjá má á kortinu hér fyrir ofan er hlutfallið hér á landi lægra en í flestum ríkjum ESB en í því efni ber að hafa í huga að efnahagur margra ungra Íslend- inga hefur þróast mjög til verri vegar frá árinu 2008. Ungt fólk í ESB er lengi að yfirgefa hreiðrið TÍFALDUR ÍBÚAFJÖLDI NOREGS BÝR HJÁ FORELDRUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.