Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 ✝ Þorsteinn Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 20. ágúst 1922. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 22. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Þor- steinsson, f. 24. febr- úar 1891 í Bollagarðakoti á Sel- tjarnarnesi, d. 4. jan- úar 1966, og Guðrún Jónsdóttir, f. 17. október 1887 í Reykjavík, d. 21. desember 1946. Þorsteinn átti þrjú systkini: Jón Sigurður Guðmunds- son, f. 11. október 1918, d. 8. apríl 2008, Magnús Guðmundsson, f. 19. október 1929, og Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 25. september 1932. Þann 5. mars 1960 kvæntist Þor- steinn Margréti Unni Jóhanns- dóttur, f. 5. mars 1926 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Jóhann Franks, f. 20. nóvember 1992, b) Kristján Sindri Kristjánsson, f. 1. desember 2006. Forfeður Þorsteins voru ættaðir frá Reykjavík og nágrenni, Sel- tjarnarnesi og Engey aftur í ættir og leit hann alltaf á sig sem Vest- urbæing. Sjálfur var hann fæddur á fjölskyldureitnum í gamla steinbæ móðurömmu sinnar, sem stóð lengi við Vesturgötu 36. Þar ólst hann upp með foreldrum, systkinum og ömmu sinni, Vigdísi Magnúsdóttur f. í Miðseli í Reykja- vík 23. september 1864, d. 26. nóv- ember 1939. Móðir þeirra systkina, Guðrún, féll frá á miðjum aldri og reyndist það fjölskyldunni mikið reiðarslag, er hennar naut ekki lengur við. Þorsteinn stundaði nám við Verzlunarskóla Íslands en varð frá að hverfa vegna berklaveiki. Eftir nokkurt hlé settist hann í Iðnskólann í Reykjavík og þar nutu teiknihæfileikar hans sín vel og listræn taug. Þorsteinn lauk sveinsprófi í bókbandi árið 1950 og vann að iðn sinni um skeið á Landsbókasafni. Þá réðst hann til Olíufélagsins hf. og starfaði þar í áratugi eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Útför Þorsteins fór fram frá Fossvogskapellu 2. nóvember 2010. Meira: mbl.is/minningar Stefánsson, f. 14. nóvember 1889 á Ill- ugastöðum í Fljótum, Skagafirði, d. 10. september 1986, og kona hans Stefanía Þorbjörg Ingimund- ardóttir, f. 7. mars 1891 í Krossadal í Tálknafjarðarhreppi, Barðastrandarsýslu, d. 19. febrúar 1960. Þorsteinn og Margrét hófu búskap í húsi tengdaforeldra hans á Þórsgötu 21a, en frá árinu 1961 áttu þau sitt fallega heimili í Blönduhlíð 18, Reykjavík. Dætur Þorsteins og Margrétar eru 1) Stefanía Björg Þorsteinsdóttir, f. 28. maí 1960. Hennar börn eru a) Daði Þorsteinn Sveinbjörnsson, f. 27. apríl 1985, b) Inga Margrét Sveinbjörnsdóttir, f. 27. ágúst 1991. 2) Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 5. ágúst 1962. Maki Kristján Andri Kristjánsson, f. 6. apríl 1972. Þeirra synir eru a) Jóhann Michael Þótt nú sé liðinn hátt í áratugur frá því við tengdafaðir minn hittumst fyrst, var hann kominn vel við aldur þegar okkar kynni hófust. Áhyggjur mínar áður en fundum okkar bar saman reyndust með öllu ástæðulaus- ar og hurfu strax eins og dögg fyrir sólu. Frá fyrstu kynnum leyndi sér ekki að þarna var sérstaklega góður og skapstilltur maður á ferð, sem gott var að umgangast og eiga að vini. Móttökurnar voru eftir því og góðar allar götur síðan. Skömmu eftir að ég hitti tengda- foreldra mína leiddi kona mín mig fyrir föðurfjölskyldu sína í bústað á Laugarvatni en þar vörðu Magga og Steini góðum stundum á hverju sumri, allt frá því dæturnar tvær voru litlar. Upp frá þessu fékk ég sjálfur að kynnast og njóta margra sumar- ferða þangað austur og fyrir rest var það undirritaður, sem verst var hald- inn af „Laugarvatns-bakteríunni.“ Utan borgarmarkanna kynntist ég því hve fróður tengdafaðir minn var um kennileiti náttúrunnar; vissi nöfn allra fjalla, fljóta og fossa sem á vegi okkar urðu. Hann virtist þekkja land- ið eins og lófann á sér – á meðan við hin þumbuðumst í gegnum nafnlausa firði. Það verður óneitanlega fátæk- legra að hafa hann ekki sem farar- stjóra framar. Á yngri árum naut Þorsteinn þess að klífa fjöll – og a.m.k. einu sinni fór hann upp Esjuna á spariskónum – en það kom ekki að sök! Hvers konar útivera var ástríða hans og heilsu- göngur stundaði hann daglega fram á efri ár eða þar til heilsan brást fyrir fáum misserum. Þá voru göngu- túrarnir út í Gróttu orðnir margir í gegnum árin, en einmitt á þeim slóð- um höfðu forfeður hans búið fyrir margt löngu. Þorsteinn var hæverskur maður og jafnlyndur í fasi. Það er til marks um stillingu hans, að kvöld eitt fyrir fáum árum, að loknum málsverði á veit- ingastað, lenti servíetta óvart ofan á logandi kerti og lá við að kviknaði í „slotinu.“ Á meðan viðstaddir ruku upp til handa og fóta, fylgdist Þor- steinn með óðagotinu hinn rólegasti – og brá ekki bofs! Reyndar man ég fá atvik sem röskuðu jafnvægi hans og virðuleik í erli daganna. Það var helst hann kæmist í uppnám ef óhöpp eða veikindi hrjáðu Möggu, hans heitt- elskuðu eiginkonu í hálfa öld. Tengdafaðir minn var gestrisinn maður og skemmtilegur. Ég fann fljótt að hann naut þess að hitta fjöl- skylduna á smekklegu og fögru heim- ili sínu og Margrétar. Eitt af því sem auðkenndi Þorstein og ég kunni sér- staklega vel að meta, var kostulegur húmor, sem hann bjó yfir í ríkum mæli. Í daglegu spjalli gat hann lætt inn stórfyndnum athugasemdum, áreynslu- og fyrirvaralaust. Þetta var náðargáfa, sem kryddaði hans nán- asta umhverfi – og ókunnugir fengu oft smjörþefinn af. Ég á fjölmargar góðar minningar um Steina, tengda- föður minn. Hann var mjög barngóð- ur og reyndist barnabörnunum hlýr og góður afi. Með Þorsteini kveður vandaður og mætur maður. Hans er sárt saknað. Kristján Andri Kristjánsson. Nú er ævin hans afa Steina á enda runnin. Hann lifði 88 gæfurík ár í þessum heimi og deildi þar af rúmum fimmtíu árum með ömmu Möggu, sem misst hefur mikið með fráfalli afa. Hjónaband þeirra var einstak- lega hamingjusamt og eignuðust þau tvær fyrirmyndardætur. Vart er hægt að ætlast til meira í lífinu; slíkt gæti mögulega talist til heimtufrekju. Og afi var allt annað en heimtufrekur maður. Hann var þvert á móti afskap- lega nægjusamur, ljúfur, rólyndur og hógvær. Sannkallaður sjentilmaður. Ég hef alla mína tíð verið tíður gestur á heimili ömmu og afa í Blönduhlíð. Ég kom mikið þangað í heimsókn sem barn og gat þá iðulega gengið að afa vísum í gamla græna hægindastólnum sínum þar sem hann sat og las blöðin. Þegar hann hafði lesið nægju sína tókum við oft í tafl, en það var einmitt afi sem kenndi mér sem ungum dreng mannganginn. Afi Steini kenndi mér ýmislegt fleira. Á góðviðrisdögum fórum við oft niður að tjörn að gefa öndunum brauð, og þaðan út að höfn þar sem afi reyndi að kenna mér um hin ýmsu skip sem þar lágu við bryggju. Þetta hafði verið áhugamál hans frá því hann var sjálfur strákur í Vesturbæn- um, og er mér sagt að á ungdóms- árum sínum hafi hann getað teiknað öll helstu skip og báta í Reykjavík- urhöfn upp eftir minni. Eitt það mikilvægasta sem afi minn kenndi mér snertir þó sennilega náttúru Íslands. Hann var mikill náttúruunnandi og óþreytandi við að kenna ungum dóttursyni sínum nöfn allra fjalla og fjarða sem á vegi okkar urðu á ótal ferðalögum fjölskyldunn- ar um landið. Í þessum ferðum var ég oft samferða ömmu og afa í gamla bláa bílnum þeirra sem afi ók frá því áður en ég fæddist og allt þar til fyrir örfáum árum er hann hætti að keyra. Í þessum bíl birtist einmitt eitt gleggsta dæmið um hina fyrrnefndu nægjusemi afa. Hin seinustu ár var afi Steini orð- inn ansi fullorðinn, og eyddi hann síð- ustu misserum sínum á hjúkrunar- heimilinu Skjóli. Eftir því sem minni hans um nýliðna atburði hrakaði, þeim mun meira minntist hann gamla tímans. Í nokkrum síðustu heimsókn- um mínum til hans sagði hann mikið frá lífi sínu sem ungur maður, allt frá berklaveiki til Bretavinnu. Það voru áhugaverðar frásagnir, og tímarnir hafa svo sannarlega breyst svo um munar frá því afi bjó með fjölskyldu sinni í litla húsinu við Vesturgötu. En þótt tímarnir breyttust og minninu hrakaði, þá breyttist ljúf- mennska, rólyndi og sjentilmennska afa aldrei. Annað sem aldrei breyttist var hin skemmtilega kímnigáfa hans. Einn af hans uppáhaldsfrösum var, að honum skyldi takast „að verða hundrað ára eða deyja ella“. Hann hefur nú staðið við það fyrirheit, enda var hann ávallt maður orða sinna. Eftir standa minningar um ást- kæran afa, um einstaklega góðhjart- aðan gamlan mann sem ávallt var til staðar fyrir okkur barnabörnin sín, sem og aðra. Blessuð sé minning hans. Daði Þorsteinn Sveinbjörnsson. Þorsteinn Guðmundsson Þá er góður vinur fallinn frá eftir harða baráttu við illan sjúk- dóm. Það eru margar minningarnar sem koma upp í hugann þegar við hugsum til baka, enda var Nonni búinn að vera einn af fjölskyldunni frá því að við systurnar fæddumst. Það voru ófá matarboðin sem fjöl- Jón Sigurgeir Sigurþórsson ✝ Jón SigurgeirSigurþórsson fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1954. Hann lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 30. októ- ber sl. Útför Jóns fór fram frá Hafnarfjarð- arkirkju 9. nóvember 2010. skyldurnar héldu og þá var ávallt glatt á hjalla. Það var mikið hlegið og ávallt gam- an. Ég gleymi því líka seint þegar þeir feðg- arnir voru ósammála um hvort ætti að segja beautiful eða glæsilegt, þá var mik- ið hlegið. Það eru margar fleiri minning- ar sem okkur dettur í hug en það er kominn tími til að kveðja góð- an vin. Elsku Sigurþór og aðrir fjöl- skyldumeðlimir, okkar innilegustu samúðarkveðjur, megi Guð veita ykkur styrk á erfiðu tímum. Lilja, Heiða og Orri. Okkur systkinin langar að minnast Kristborgar Bene- diktsdóttur, föður- ömmu okkar, með nokkrum orð- um. Það hefur alltaf verið okkur mikilvægt að eiga góð tengsl við ömmu Bíbí og afa Kristján. Amma Bíbí var eina amman sem við kynntumst og móðurafi okkar bjó norður í landi svo við hittum hann sjaldan utan sumartímans. Þessi tengsl urðu okkur enn mikilvægari þegar faðir okkar lést, ungur mað- ur, og þau hjálpuðu okkur að við- halda sambandi við föðurfjölskyld- una. Amma var afar glæsileg kona og fínasta frúin sem við höfum kynnst fyrr og síðar. Ólíkt mörgum kon- um af hennar kynslóð gekk hún menntaveginn. Hún lauk verslun- arprófi frá Verslunarskóla Íslands og hélt síðar til náms í húsmæðra- skóla í Noregi. Kristborg var enda fyrirmyndarhúsmóðir og framúr- skarandi gestgjafi, hvort sem um var að ræða stórveislur eða fá- menn matarboð. Afi og amma hafa ávallt verið góð heim að sækja og eftir að við vorum sjálf flutt að heiman gaukaði amma iðulega að okkur einhverju nesti eða nytja- vörum úr búrinu, sem komu sér ávallt vel. Óhætt er að fullyrða að Bíbí hafi verið vel að sér bæði til munns og handa. Hún var annáluð hannyrða- og prjónakona, þekkt fyrir vandvirkni og hannaði sjálf margar fallegar flíkur, og prjónaði jafnvel eftir pöntun fyrir okkur systurnar ef svo bar undir. Eitt af því sem við erum ömmu þakklát fyrir er hve óspör hún var á að segja okkur sögur frá því í gamla daga og miðlaði þannig til okkar hversu mikið íslenskt þjóðlíf hefur breyst í hennar tíð. Með því jók hún skilning okkar á lífssýn og viðhorfum þeirra afa og fólks af þeirra kynslóð. Alls þessa höfum við notið góðs af alla okkar ævi og höfum með okkur í veganesti áfram gegnum lífið. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kveðja Kristborg Benediktsdóttir ✝ Kristborg Bene-diktsdóttir fædd- ist 8. september 1930 á Búðum við Fá- skrúðsfjörð. Hún lést á Landspítalanum 17. október 2010. Útför Kristborgar fór fram frá Bústaða- kirkju 12. nóvember 2010. ömmu okkar skömmu áður en hún lést og segja henni hve mik- ils við metum hana og hversu vænt okk- ur þykir um hana. Við erum líka þakk- lát fyrir að hún fékk að fara eins og hún vildi, og kvaddi okk- ur og þennan heim með sömu reisn og við þekktum hana af. Anna, Kristborg og Þórarinn Þórsbörn. Það skemmtilegasta í heimi var að heimsækja ömmu Bíbí í Bjarmalandið því hún var alltaf hress og maður mátti gera hvað sem er nema slasa sig – það gat maður gert heima hjá sér. Það var næstum því alltaf kandís í skál eða sleikjó inni í búri og ísblóm í de- sert. Það var hvergi betra veður en í Fossvoginum og á sumrin lék- um við barnabörnin krikket í garð- inum. Amma var skapandi og listræn. Hún heklaði mottur með risavax- inni heklunál úr gömlum fötum sem hún klippti í ræmur. Fata- skápurinn hennar var engu líkur. Þar eyddum við mörgum eftirmið- dögum og hún rifjaði upp sögu hvers kjóls, hvar hann var keypt- ur, hver hafði fengið hann lánaðan og svo var handbragðið greint. Amma Bíbí fylgdist vel með nýj- ustu straumum í tískuheiminum, oft með dyggri aðstoð dönsku blaðanna, og dró fram úr skápnum gamlar flíkur sem sannaði að tísk- an fer í hringi. Amma var sjálf alltaf glæsileg og smart, sama hvað hún var að gera. Ömmu fannst gaman að spjalla við mann um það sem maður væri að gera og hvað væri í gangi hjá unga fólk- inu. Hún hélt samt fast í gömul gildi og þreyttist t.d. ekki á að leiðrétta hjá manni málfarsvillur. Amma var með mikla kímnigáfu og var stundum stríðin, hún átti það t.d. til að klípa mann fast og gefa frá sér eitt af sínum mörgu skrítnu hljóðum. Stundum galaði hún eins og hani. Það gerði hún raunar eftir pöntun, jafnvel sím- leiðis, af svo mikilli innlifun að símtólið titraði. Það var alltaf stíll yfir henni, hún kenndi okkur mjög margt um lífið og hennar verður saknað. Tinna Jökulsdóttir, Orri Jök- ulsson, Sunna Jökulsdóttir. Elsku Maggan mín. Mig langar að þakka þér fyrir þann frábæran tíma sem við áttum saman, þín er sárt sakn- að. Það voru forréttindi að fá að vera þinn tengiliður og fá að vera partur af þínu lífi. Er svo þakklát fyrir að hafa upplifað frábæra ferð til London og sjá Mama Mia leik- ritið með þér og fleirum úr Norð- urhlíðinni. Þú varst yndislegur og sterkur persónuleiki og komst öll- um alltaf í svo gott skap með þinni einlægni, brosi og söng. Ég á margar minningar með þér sem ég Margrét Pálmarsdóttir ✝ Margrét Pálm-arsdóttir fæddist í Reykjavík 11. apríl 1948. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 31. október 2010. Útför Margrétar fór fram frá Lága- fellskirku 10. nóv- ember 2010. meira að segja nota eða segi svo oft þeg- ar ég hugsa til þín. Í Norðurhlíð er svakalega tómlegt, núna heyrist enginn söngur með þér og Mama Mia myndinni né blokkflautuspil úr herbergi þínu. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu, elsku Magga. Langar að láta þessa vísu fylgja með: Dvel ég í draumahöll og dagana lofa, litlar mýs um löndin öll liggja nú og sofa. Sígur ró á djúp og dal, dýr til hvílu ganga, einnig sofna skolli skal með skottið undir vanga. (Þýð. Kristján frá Djúpalæk) Þín vinkona, Bryndís Sölvadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.