Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 10
Ég vék að því hér á sama stað í júní síðast-liðnum að minn helsti ótti við efnahags-lægðina væri að hér yrði ekki nóguskemmtilegt að búa lengur. Flestir geta sætt sig við að kaupa aðeins minna af óþarfa á borð við stærri sjónvörp eða golfferðir til útlanda þar til birtir til á ný, því að slíkir hlutir eru eðli málsins samkvæmt ekki nauðsynlegir. Nýlegt skattahækk- anaútspil ríkisstjórninar er einmitt í þeim anda er ég óttaðist mest. Nú er ætlunin að ekki lengur verði hægt að kaupa ódýrt sprútt í fríhöfninni. Með hlið- sjón af því að verulegar takmarkanir eru á magni þess áfengis þess ferðalangar geta gripið með sér í fríhöfninni í Keflavík, getur hreinlega ekki verið að skattlagning á fríhafnarbjórnum muni ráða úrslitum um tekjujöfnuð ríkissjóðs. Þar af leiðandi hljóta þeir sem halda hér um stjórnartauma að hafa það mark- mið að kæfa allar þær litlu ljósglætur sem leynast þó enn í daglegu lífi landsmanna með svartnætti skatt- lagningar. Ráðagóðum ferðalöngum mun þó eflaust fljótlega koma til hugar að kaupa sprúttið á Kastrup eða Heathrow og ná sparn- aðinum fram með þeim hætti. Þá liggur beint við að leita í töskum hvers einasta farþega sem kemur í gegnum Leifsstöð, til að innheimta þau áfengisgjöld sem ber að greiða samkvæmt lögum. Stórefla þyrfti landamæra- og tollaeftirlit í kjöl- farið, en þær tekjur sem fengjust með hinum nýja fríhafnaráfeng- isskatti myndu eflaust duga til að standa undir þeim auknu út- gjöldum sem auknu eftirliti myndi fylgja. Þá væri hringnum endanlega lokað og ríkissjóður að sjálf- sögðu ekkert betur sett- ur í kjölfarið, hvað varð- ar auknar tekjur. En ákveðnu markmiði væri hins vegar náð, því sá lúxus að geta keypt tvær rauðvínsflöskur ódýrt á leiðinni heim frá útlöndum væri úr sögunni. Sem er í takt við þá stefnu sem hér virðist vera rekin og felst í því að allir þessir litlu hlutir sem gleðja, skuli víkja á brott úr lífi landsmanna sem allra fyrst. Enda er kreppa og engin ástæða til að vera að lyfta sér upp, nú er öllum hollt að dúsa í tilvistarlegu fangelsi samhliða hinu efnahagslega. Í anda skattlagningar jafnaðarmanna væri mögu- lega snjallt að ganga enn lengra í syndaskattlagningu Nýja-Íslands, en fríhafnaráfengisskatturinn er fyrsta skrefið í þá veru. Þekkt er að einstaklingar hafa mis- mikið áfengisþol. Því liggur beinast við því að þeir sem hafi mikið þol gegn áfengi njóti skattfríð- inda vegna þess, enda óþolandi að þurfa að leggjast í aukin útgjöld af þeim sökum að lifrin er vinnusamari en gengur og gerist. Hugs- anlega væri hægt að ná fram sömu áhrifum með því að skattleggja áfenga gosdrykki sérstaklega, enda neytendur slíkra drykkja gjarnan miklar mélkisur. Í öllu falli þarf ríkisstjórnin einhvern veginn að takast á við hinu hrópulegu ósanngirni sem felst í mismunandi áfengisþoli íslenskra einstaklinga. Að vísu er fyr- irsjáanlegur mælingarvandi í þessum efnum, en hið alvitra, alsjáandi ríkisvald mun eflaust finna lausn á því eins og öllu öðru. thg@mbl.is »Ráðagóðum ferðalöngum mun þó ef-laust fljótlega koma til hugar að kaupa sprúttið á Kastrup eða Heathrow og ná sparnaðinum fram með þeim hætti. HeimurÞórðar Reuters Regnbogafiðrildi Það geislar af fyrirsætunni Maryna Linchuk. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Með lesandanum ferðastLoðmar um bókina oghittir fyrir nýja bókbúa;þar á meðal má nefna Lúpu, hjárænulega sundlaugarvörð- inn, mannvitsbrekkuna Gnótt og síð- ast en ekki síst Gímaldið ógurlega. Einn tilgangur bókarinnar er að vekja börn og fullorðna til umhugs- unar um fjölbreytileika íslensks máls og sýna að það eru oft til nokkur orð yfir sama hlutinn eða gjörðina. Bókin um Loðmar er nýkomin út hjá Sölku forlagi en upphaf hennar má rekja til verkefnis sem Auður og Embla unnu í námi í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands. „Verkefnið snerist um að finna eitthvað í samfélaginu sem við vildum bæta eða vekja athygli á. Við vildum vekja athygli á íslenskri tungu sem okkur finnst sjálfum mjög skemmti- legt að skoða enda erum við báðar miklir lestrarhestar,“ segir Embla spurð hvernig bókaskrifin komu til. „Þetta byrjaði þannig að við bulluðum allskonar skrítin nöfn og út frá þeim fórum við að hugsa hvernig persónuleiki bæri nafnið Lúpa eða hvað myndi Gímald gera ef það byggi í bók og þannig varð þetta eiginlega óvart bók. Þetta spannst eiginlega allt út frá þessum skrítnu nöfnum. Okkur fannst mjög rökrétt að þessar verur byggju á blaðsíðu, væru að ves- enast í bókbandinu og myndu falla of- an í kjölinn og stroka út textann, þannig að allt á blaðsíðunni er leikur hjá þeim. Bókin er sögusviðið, bókin er heimili þeirra,“ segir Embla. Hún og Auður eru nýútskrifaðir vöruhönnuðir en þær héldu áfram með verkefnið eftir útskrift. „Við kláruðum söguna fyrst en fengum svo Rannís-styrk til að vinna hana eitt sumar og þá teiknuðum við myndirnar aftur og aftur og breytt- um og bættum textann. Síðan fengum við styrk frá Bókmenntasjóði til út- gáfu,“ segir Auður en þær stöllur ræða við blaðamann í gegnum hátal- arakerfi farsíma þar sem þær eru staddar í bíl einhvers staðar á höf- uðborgarsvæðinu. Bókbúatal og orðskýringar Bókin er flokkuð sem barnabók en er fyrir mjög víðan hóp, fimm ára og upp úr að sögn höfundanna. Henni er skipt í kafla, á eftir sögunni um ferðalag Loðmars um bókina kemur Bókbúatal en þar er sagan á bak við persónurnar sögð og svo koma Óhefðbundnar orðskýringar þar sem orðin sem koma fyrir í sögunni eru útskýrð. „Okkur fannst Bókbúatalið vera nauðsynlegt því það var svo mikil baksaga komin, hvað þessar persónur höfðu gert áður og hvernig þær urðu til. Eins og með Lúpu sem vill hvorki hafa áhrif á framvindu eigin lífs né bókarinnar sjálfrar en áður hafði hún unnið sem frímerki og ætlar í fram- tíðinni að starfa sem bókamerki,“ segir Auður og Embla bætir við: „Orskýringarnar komu meira eftir á. Til þess að kenna eitthvað þurftum við að útskýra merkingu orðanna. Það er hægt að fletta aftast og lesa skýringu á orðinu sem kemur fyrir í textanum.“ Orðin sem koma fyrir í sögunni segja þær eiginlega hafa komið fram við gerð bókarinnar en önnur séu uppáhaldsorð hjá þeim. Þær séu líka ævinlega þakklátar fyrir útgáfu Samheitaorðabókarinnar, hún hafi verið mikið notuð. „Við reynum að nota önnur orð en þau sem eru algeng í tungumálinu, t.d. í staðinn fyrir að segja að einhver sé hugrakkur segjum við að hann sé hugprúður, eða í stað orðsins afrek er það frægðarverk eða hetjudáð,“ segir Auður og Embla grípur fram í: „Stundum notum við líka þrjú mis- munandi orð sem þýða það sama, t.d. að vera rennvotur, gegnblautur og vatnsósa, til að koma því frekar til „Orð eru eins og tísku- sveiflur í klæðaburði“ Loðmar er einmana persóna sem býr á opnu eitt í bókinni Loðmar eftir þær Auði Ösp Guðmundsdóttur og Emblu Vigfúsdóttur. Loðmar lifnar þó allur við þegar lesandinn kemur til sögunnar og leggur upp í ferðalag um síður bókarinnar með lesandanum, ef hann þorir. Morgunblaðið/RAX Upplestur Auður og Embla lesa upp í vikunni fyrir 4. bekk í Háteigsskóla. Það getur verið gott að létta af sér þegar maður hefur gert fáránleg mis- tök eða klúðrað einhverju svo herfi- lega að það nær ekki nokkurri átt. Vefsíðan fmylife.com (Fuck My Life) er einmitt ágætur vettvangur til að deila klúðri sínu með heiminum, en þar getur fólk sett inn frásagnir af at- vikum þar sem allt fór úrskeiðis eða var bara fáránlega mislukkað, var hrikalega neyðarlegt eða snerist svo í höndum viðkomandi að hann gat ekki annað en hrópað upp yfir sig: Fuck My Life! Það er hin besta skemmtun að lesa um ófarir annarra og kannski léttir fyrir þá sem ekki hafa þörf fyrir að setja inn sitt eigið klúður að finna eitthvað sem er svo miklu verra en það sem viðkomandi lenti í sjálfur að það verður eins og hvert annað grín. Dæmi um klúður sem finna má undir flipanum topp tíu er eftirfarandi: Manneskja sem sá gamlan mann detta við gangbraut og hún hentist af hjólinu sínu til að hjálpa honum upp og studdi hann yfir. Á meðan hún beið eftir að aftur kæmi grænt ljós svo hún kæmist til baka, horfði hún á einhvern stela hjólinu. Fyrir þá sem langar að gefa eða eiga á prenti: FML fæst líka á bók. Vefsíðan www.fmylife.com Neyðarlegt Á fmylife eru margar sögur af því hvernig kemst upp um framhjáhald. Klúður lífsins og önnur mistök Nú eru miklar annir hjá framhalds- skóla- og háskólanemum í verk- efna- og ritgerðaskilum enda er lokaspretturinn í kennslu núna áð- ur en haustannarprófin hefjast. Það er betra að taka öllu með ró, yfirvegun og einbeitingu í staðinn fyrir að farast úr prófkvíða sem getur birst í líkamlegum einkenn- um eins og spennu, ógleði, svita- köstum, vanmáttarkennd og áhyggjum. Óraunhæfar kröfur eru stór þátt- ur í að viðhalda prófkvíða, gerið ykkur því grein fyrir því hvar þið standið. Það þarf að geta greint aðalatriðin frá aukaatriðunum. Ekki raska daglegum venjum, það verður að passa að borða og sofa, hreyfa sig og slaka á. Að taka sér hvíld frá lestri skiptir líka miklu máli. Endilega … … ekki farast úr prófkvíða Morgunblaðið/Ernir Kvíði Prófalestur í Háskólanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.